Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 3
18. september 1985 - DAGUR - 3
Húsavík:
Tauþiykk og tóvinna
- Skipst á kunnáttu við handavinnu
„Við ætlum að Iæra íslensku
tóvinnuna frá grunni. Kénnar-
arnir eru hér á efri hæðunum,“
sagði Monika Magnúsdóttir
um leið og hún sýndi handa-
vinnustofu á neðstu hæð Dval-
arheimilisins Hvamms á Húsa-
vík.
•
Þar sat Guðrún Bragadóttir og
kepptist við að vefa en umhverfis
hana stóðu vefstólar með upp-
settum öllum tegundum af sígild-
um vefnaði.
Síðan í fyrrahaust hefur verið
mjög skemmtilegt samstarf milli
fbúanna í Hvammi og hóps af
konum sem áhuga hafa á handa-
vinnu.
Ein þeirra vinnur hlutastarf við
föndurkennslu í Hvammi og hin-
ar aðstoða eitt kvöld í viku við að
leiðbeina t.d. við glermálun, tau-
þrykk, jólaföndur og í haust á að
hefjast handa við bútasaum.
í staðinn hafa þær lært að
jurtalita band, spinna hrosshár,
bregða gjarðir og næst á dagskrá
er tóvinnan.
„Hér er samhjálp í hámarki,"
segir Mónika. „Það er svo
ánægjulegt að vinna með íbúun-
Guðrún Bragadóttir og Monika Magnúsdóttir við einn vefstólinn.
um hérna og áhugi okkar á að
kynnast eldri aðferðum er sá
sami og þeirra að kynnast nýjum.
Ein kann eitthvað sem hún kenn-
ir öllum hinum. Fleiri eru vel-
komnar í hópinn." IM
Vinsamleg ábending
- Bílstjórar fá sendingu frá lögreglunni
Mörgum ökumanninum á Ak-
ureyri hefur eflaust brugðið í
brún einhvern morguninn að
finna miða frá Lögreglunni á
Akureyri undir þurrkunni á
framrúðunni. Venjan er að
slíkir miðar séu ýmist sektar-
miðar vegna vangoldinna
stöðumælagjalda ellegar fyrir-
mæli um að færa bifreiðina til
skoðunar án tafar. Að þessu
sinni var þó ekkert slíkt á ferð-
inni og ekki er fráleitt að ætla
að einhver hafl andað Iéttar.
„Þegar skólarnir eru að byrja
og nánast allan veturinn erum við
með eins mikið eftirlit og við get-
um í námunda við skólana,“
sagði Ólafur Ásgeirsson yfirlög-
Lögreglan Akureyri
Xgjeti ökumaöur.
Nú þessa dagana eru skólar bœjarins aö taka til starfa.
I grunnskólum Akureyrar eru nú um 25oo nemendur, og
eru þeir flestir á leiöinni í skólann nú á svipuöum tíma
og þú ferö til vinnu þinnar.
Aktu því gœtilega, en meö því stuölar þú aö slysa-
lausri umferö.
regluþjónn í samtali við blaða-
mann. „Við vorum að velta því
fyrir okkur hvað við gætum helst
gert til að stuðla að slysalausri
umferð og ákváðum að fara þessa
leið við að koma skilaboðum
áleiðis til ökumanna. Þegar menn
_____^.ögreglan Akureyri.
lesa þetta muna þeir kannski
frekar eftir því að aka varlega.
Þetta er vinsamleg ábending
frá okkur og við vonum að bíl-
stjórar taki þetta vel upp,“ sagði
Ólafur Ásgeirsson að lokum.
- BB.
KAWYI píanó
Verð frá kr. 95.850.-
W
:;SUIMIMUHLÍÐ
urihBUÐIN ® 22111
Útsölunni er lokið
en verðið hækkar lítið
Vorum að fá hina margeftirspurðu
hvítu íþrottasokka með röndum.
Verð aðeins kr. 60.-
Mislitir sokkar st. 25-40. Verð kr. 65.-
Herra og drengja nærbuxur.
Verð aðeins kr. 65.-
Byssueigendur
athugið
Vorum að fá læsingar
á allar gerðir af byssum.
Verð aðeins kr. 570.-
Eyfjörö !*!
Hjalteyrargötu 4 - sími 22275 ■■■■
Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar
framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan
ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst
þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt
er farið ökum við á þá í loftinu.
Opnuðum föstud.
6. sept. glæsilega
kápuverslun að
Hafnarstræti 88.
Verðum ávallt
með nýjustu
efni og liti
3 boðstólum.
Kápusalan
Hatnarstræti 88
Sími 25250
Opið 9-6 og
laugardaga 8-12.
Póstsendum