Dagur


Dagur - 18.09.1985, Qupperneq 9

Dagur - 18.09.1985, Qupperneq 9
18. september 1985 - DAGUR - 9 „Þokkalega ánægður“ „Mér fannst leikurinn of köfl- Sveinsson af línunni, síðan Jakob óttur hjá mínum mönnum og einnig of margar feilsendingar. Baráttan var góð í mönnum og í heild er ég þokkalega ánægð- ur“, sagði Ljubo Lazig, þjálf- ari KA eftir að Valsmenn höfðu sigrað þá með 24 mörkum gegn 18. Leikurinn var jafn í byrjun eða þar til staðan var 4:4. Þá kom slæmur kafli hjá KA og Vals- menn breyttu stöðunni í 10:4. Eftir 12 mínútu kafla án marks skoruðu þeir bræður Erlingur og Jón sitt hvort markið og breyttu stöðunni í 10:6. Valdimar bætti við 11. marki Vals og svo öðru strax á eftir. Staðan í hálfleik 11:8 Val í hag. Jón skoraði strax í upphafi síð- ari hálfleiks 9. mark KA úr hraða- upphlaupi. Jakob skoraði 12. mark Vals og Þorbjörn það 13. Erlingur svaraði með marki úr langskoti, Theódór bætti við 14. marki Vals og Valdimar því 15. Anton komst í gegn um vörn Vals og skoraði 11. mark KA. Valdimar var enn á ferðinni í horninu með 16. mark Vals og Þorbjörn G. skoraði 17. úr lang- skoti. Þá svöruðu Jón og Sigurð- ur Pálsson með tveimur mörkum, Jón úr víti en Siggi með glæsilegu langskoti. Þá bætti Theódór við 18. marki Vals. Anton skoraði 14. mark KA, næstu þrjú mörk skoruðu Valsmenn, fyrst Geir úr horninu og loks Valdimar úr víti. Jón skoraði 15. mark KA úr víti og Valdimar fór eina ferð enn inn úr horninu og skoraði 22. mark Vals. Guðmundur skoraði úr hraðaupphlaupi 16. mark KA, Jakob bætir við 23. marki Vals. Síðustu tvö mörk KA skoraði svo Jón Kristjánsson, það fyrra með langskoti en það síðara úr víti. Lokaorðið átti svo Geir Sveins- son er hann skoraði 24. mark Vals á frekar auðveldan hátt. Bestir í liði KA voru þeir Sigmar Þröstur, markvörður, Jón, Erlingur og Sigurður Pálsson. Hjá Val voru þeir bestir Eilert markvörður, horna- mennirnir Valdimar, Jakob og Geir á línunni. Markahæstir í liði KA voru: Jón Kr. 10 (4), og Erlingur 3 mörk. Markahæstir í liði Vals voru: Valdimar 8 (2), Jakob 6 og Geir 5 mörk. Halldór Maik og Siguroli Jón Kristjánsson er hér í háflugi yfir vörn Valsara, sem gera hvað þeir geta til að stöðva hann. Mynd: KGA. - í 21. árs liðið Tveir leikmenn Þórs, þeir Halldór Áskelsson og Siguróli Kristjánsson, og einn frá KS, Mark Duffield hafa verið vald- ir í landslið íslands (21 árs og yngri) sem á að leika gegn Spáni ytra í næstu viku. Halldór og Mark eru ekki ný- liðar þegar landslið er annars vegar, hafa leikið bæði í a-lands- liði og liðinu undir 21 árs, en Sig- uróli er þarna að leika í fyrsta skipti í 21 árs liðinu. Hann lék sitt fyrsta keppnistímabil með meistaraflokki Þórs í sumar og stóð sig með mestu prýði og var oft besti maður Þórs og jafnan í hópi bestu leikmanna liðsins. Leikur liðsins á Spáni á mið- vikudag er síðasti leikurinn í riðl- inum og þurfa Spánverjar sigur til að komast í úrslit HM. „Sá ekki ástæðu til að Víkingur færi í lyfjapróf Æfingar ÍFA Vetrarstarf íþróttafélags fatlaðra Akureyri byrjar á laugardag og verða æfingar sem hér segir. í íþróttahúsi Glerárskóla á laugar- dögum kl. 10 f.h. Sund er í sund- laug Akureyrar sunnudaga kl. 17 til 18. Líkamsrækt í endurhæfing- arstöðinni Bjargi laugard. kl. 16 til 17. Verið er að undirbúa æf- ingaraðstöðu fyrir bogfimi í Höll- inni og geta þeir sem áhuga hafa á þeirri íþrótt haft samband við formann félagsins Tryggva Har- aldsson í síma 22363. Fréttir þess efnis að kraftiyft- ingamaðurinn Víkingur Traustason frá Akureyri hafði neitað að gangast undir lyfja- próf eftir Norðurlandamótið í kraftlyftingum í Noregi um helgina hafa að vonum vakið mikla athygli. Víkingur vann á mótinu til gullverðiauna og sagði í fyrstu fréttum að hann hefði verið sviptur þeim verð- launum og að sögn munu norsku blöðin ekki hafa vand- að honum kveðjurnar. Víkingur er enn erlendis og því ekki hægt að ræða þetta mál við hann að sinni. Dagur hafði því samband við formann Kraft- lyftingaráðs Akureyrar Flosa Jónsson sem vildi ekkert um mál- ið segja en vísaði á Ólaf Sigur- geirsson formann Kraftlyftinga- sambands Akureyrar. „Ég sá ekki neina ástæðu til þess að Víkingur færi í lyfjapróf ef Norska íþróttasambandið krefðist þess þar sem það sam- band var ekki mótshaldari, held- ur Kraftlyftingaráð Norðurlanda en þar á ég sæti í stjórn. Ég sagði Víkingi því að fara ekki í þetta próf,“ sagði Ólafur Sigurgeirs- son. - Víkingur hefur hins vegar sagt að ástæða þess að hann fór ekki í prófið hafi verið sú að hann var að mótmæla fram- kvæmd mótsins. Ólafur sagði að Víkingur hefði ekki verið sviptur verðlaunum sínum á mótinu. Hann var spurð- ur hvers vegna kraftlyftingamenn vildu þennan „hasar“ við íþrótta- yfirvöld og hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að þessi fram- koma liti illa út í augum almenn- ings, það væri ekki annað að sjá en að þarna væri óhreint mjöl í pokahorninu. „Það var ætlun okkar þegar við stofnuðum Kraftlyftingasamband íslands að verða aðili að ÍSÍ en við gerum það ekki ef það kostar það að Jón Páll Sigmarsson verð- ur dæmdur í keppnisbann. Ann- ars finnst mér að ÍSÍ hafi ekki mikinn áhuga á að fá okkur í sinn félagsskap.“ - Nú er það regla að lyfjaprófa alla keppendur á Norðurlanda- mótum í lyftingum. hvers vegna ekki þegar kraftlyftingamenn eiga í hlut? „Þetta er dýrt fyrirtæki og eng- in ástæða til þess þegar hægt er að láta einhvern annan gera þessi próf. Við viðurkennum hins veg- ar ekki rétt Norska íþróttasam- bandsins til þess að taka þetta próf þar sem það var ekki aðili að þessu móti,“ sagði Ólafur. Verðlaunahafar í mótunum tveimur. Efrí röð f.v.: Sigurður H. Ringsted, Einar Guðnason, Þórhallur Pálsson, Sverrir Þorvaldsson, Björn Axelsson, Hörður Tuliníus, Ágúst Einar Birgir Björnsson, Magnús Gíslason, Magnús Karlsson. Fremri röð f.v.: Sigríður B. Ólafsdóttir, Sólveig Skúladóttir, Erla Adolfsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Inga Magnúsdóttir. Mynd: gk-. Glæsileg aukaverðlaun Eins og við sögðum frá í blað- inu sl. mánudag voru tvö opin mót hjá Golfklúbbi Akureyrar um síðustu helgi, „Myndlistar- mót“ fyrir konur og „Minning- armót“ fyrir karla. Við greindum frá úrslitum með og án forgjafar í blaðinu þá, en til mótanna var einnig gefinn fjöldi aukaverðlauna. Listamennirnir Aðalsteinn Vestmann, Guð- mundur Ármann, Kristinn G. Jóhannsson, Óli G. Jóhannsson, Kári Sigurðsson, Ragnar Lár og Örn Ingi gáfu verðlaun til „Myndlistarmótsins“. Jónína Pálsdóttir hlaut þrenn þeirra, fyr- ir sigur án forgjafar, og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 18. braut báða dagana. Nokkur fyrirtæki á Akureyri gáfu verðlaun til minningar um láfna starfsmenn, en fyrirtækin voru Iðnaðardeild Sambandsins, Vör hf., og K. Jónsson. Þá gaf Vangur hf. í Reykjavík auka- verðlaun og einnig Magnús Guð- mundsson skíðakennari í Banda- ríkjunum. Áuk þeirra verðlauna sem við gátum um í blaðinu á miðvikudag fékk Hörður Túliníus verðlaun fyrir að vera næstur holu á 6. braut, Magnús Karlsson á 4. braut og Sigurður H. Ringsted á 18. braut, en kúla hans hafnaði aðeins 0,5 cm frá holu eftir upp- hafshögg! Magnús Gíslason fékk verð- laun fyrir besta nettóskor fyrri daginn og Birgir Björnsson sams konar verðlaun fyrir síðari keppnisdag. Næsta mót hjá GA er Firma- keppni, en úrslit hennar fara fram nk. laugardag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.