Dagur - 20.09.1985, Side 8

Dagur - 20.09.1985, Side 8
8 - DAGUR - 20. september 1985 Einangrun á landsbyggðinni Pau þræla sér út, setja upp sviðið, reyna að slappa af, leika, ganga frá uppí flutningabílinn, hossast í rút- unni, éta og reyna að ná sambandi. Aftur og aftur. Áfram veginn. Á rúmum tveimur vikum eru þrettán sýningar í höfn eftir frumsýningu á Akranesi í lok ágúst. Umstangið í kringum sýninguna er að komast upp í vana og leikararnir farnir að „slípast“ í hlutverkum sínum; „lifa með listaverkinu" eins og atvinnu- fólkið segir um sjálft sig. Þetta er menning, þetta er „landsbyggðar- heimsókn". Þau eru 22 saman auk bílstjóranna tveggja, en aðstandendur verksins sennilega ekki undir 40 að tölu. Það hlítur að liggja mikið við - allt þetta starf getur tæplega verið rækt af þess- um krafti, svona bara fyrir tilviljun. Datt einhverjum í hug Symfónían i Akureyrarkirkju - einu sinni á ári? „Afturgöngur“ Ibsens í Alþýðuhús- inu á ísafirði? „Draumleikur“ Strind- bergs á Djúpuvík á ströndum? „Jeppi á Fjalli“ að Grímsstöðum á Fjöllum? Nei, hér var ekki á ferðinni þunglamaleg menningarpólitík. Það var „kýlt áða!“ Með viðkomunni á Akureyri taldist leikferðin hálfnuð og stefnt að því að verða í Reykjavík aftur þann 28. september. Mánaðar- úthald það. „Umbúðir“ sýningarinnar Með aðgöngumiðanum fylgir leik- skrá. Sú inniheldur m.a. áróður um gæði greiðslukorta, en það eitt út af fyrir sig segir hreint ekki svo lftið um efnahagsástandið hjá ' Stúdenta- leikhúsinu. Með leikskránni, sem er í dagblaðsformi, fylgir svo annar aug- lýsingablöðungur; Iéttur lestur um kosti kjörbókar hjá Landsbankan- um. Annað menningarlegt efni snýst svo um verkið sjálft, uppsprettu þess og höfund. Að mestu leyti gáfuleg lesning, útskýrandi vangaveltur um unglinga, um bókmenntir, leikbók- menntir og menningu forngrikkja. Ber þá vel í veiði fyrir þá sem ekki trúa því að meint upplausnarástand nútímasamfélagsins sé ný bóla. Þar koma til einkar húmorískar lýsingar á afrekum grískra guða, valdapoti þeirra og kynlífssukki. Hin eiginlega „afrekaskrá" fylgir þó samt sem áður með nöfnum þess listafólks sem Stú- dentaleikhúsið hampar sérstaklega vegna „Ekkó“-uppsetningarinnar. Andrés, Ragnheiður Gísla, Ólafur Haukur og fleiri stjörnur. Það verður spennandi að sjá hvort þessi nöfn eiga eftir að sjást í fleiri leikskrám, hvort sem það verður nú frekar inn- an stofnanaleikhúsanna eða á vog- arskál frjálsra leikhópa. Myndlistinni í sýningunni er vel fylgt eftir í leikskrá með skreytingum „í anda verksins", en henni lýkur svo með veltilfundinni frásögn af Nark- issusi - náunganum sem lést fyrir ald- ur fram, vegna sjálfselsku. „Egó- isminn" er „allsráðandi". Verkið og sýningin Leikritið snýst um lífið innan hóps unglinga á aldrinum í kringum 16 ára. 8 manneskjur í klíku. Allar persónurnar fá agaða og vel þarfa Hópurinn skeggræðir. unglingarnir þyrftu e.t.v. mest á að halda í kringumstæðum sínum. Persónur leikritsins eru heillega skapaðar og af hendi leikaranna allra er mikið lagt í að gæða hverja og eina þeirra þeim eiginleikum sem vekja mega samúð áhorfenda, jafnvel þó tilefnið geti stundum talist lítið. Meira að segja raunsæji djöflanna hittir í mark. Einmitt í þessari ein- lægni leikaranna gagnvart persónum sínum liggur styrkur sýningarinnar. Við hann bætist svo að frammistaða leikaranna er ágætlega jöfn en það gefur innihaldinu enn auknara sann- leikgildi. I sýningu sem þessari, þar sem þorri verksins byggist upp á mörg- um stuttum atriðum og snöggum skiptingum úr texta í tónlist, er vandasamt að halda takti hvers atrið- is þannig að heildarmyndin rofni ekki í of miklum eða of litlum hraða. í þessum vanda felst einmitt hættan á því að listafólkið afhjúpi þær brellur sem okkur er ekki ætlað að veita at- hygli í hita leiksins. í þessum vanda á Stúdentaleikhúsið enn töluvert langt í land. í sýningunni á „Ekkó“ kemur þetta helst fram í því að leikararnir treysta á það að tónlistarfólkið (sem reyndar er með sem leikarar í nokkr- um atriðum), „bjargi“ atriðaskipt- ingum. Sú er líka raunin á og ber það því einnig vitni um prýðilega þátt- töku tónlistarfólksins í sýningunni. En óneitanlega dettur manni í hug að spyrja, á hvaða ráð leikararnir brygðu, ef svo væri ekki. Þó þessi hnökri virðist í fljótu bragði vera hugarfóstur mitt og í meira lagi ósanngjamt að byggja umsögn á upphugsaðri sögu, held ég að á þeim sýningartíma sem enn bíður „Ekkós“, megi hópurinn passa sig á því að falla ekki í þá gryfju að gefa kynningu í upphafi enda er mið- og seinni hluti sýningarinnar mest til- einkaður umfjöllun á hugtökum eins og „samheldni", „svik“, „undirgefni“ og „kúgun“ innan unglingahópsins. Að sögn hefur leikhópurinn lagt mikla vinnu í endurbætur og niður- skurð á sjálfum leiktextanum og má því ætla að heimsmynd listafólksins fái í þessari sýningu greiðari aðgang að áhorfendum en ef unnið hefði ver- ið undir öðrum formerkjum. Hvern- ig til hefur tekist er ómögulegt fyrir áhorfendur að dæma um, þar sem nánast allar þær spurningar sem leikritið vekur eru látnar standa opnar. Þó er hægt að komast nokkuð áleiðis að rót þess skelfingarástands sem unglingahópurinn upplifir. Hjálpartáknin birtast á réttum augnablikum og reglulega í gegnum alla sýninguna. Það eru leikbrúðurn- ar og þær raddir sem við heyrum út úr hátölurunum. Foreldrar, kennarar og prestar, allt mætir það lið til leiks og „aðstoðar" við að útskýra þá kreppu sem unglingarnir eru hluti af. En þessar „útskýriringar" eru ekki afgerandi. „Ekkó“ er ekki einstreng- ingslegt áróðursverk gegn foreldra- valdi og kerfiskúgun. I þeim sak- leysislegu einræðum sem lagðar eru í munn táknanna ættu flestir áhorf- endur að kannast við sannleikann, eins og hann ósjaldan birtist í dag- legu lífi - en virðist á sviðinu vera í órafjarlægð frá því sem rökrétt er og Myndir: Finnur. Finnur Magnús Gunnlaugsson skrifar: Leikstjórinn. eftir í atriðaskiptingunum. Besti mælikvarðinn á atvinnumennsku (þau eru öll á launum) er nefnilega ekki sá að leika vel einu sinni, heldur sá að halda út sýningartímann og gefa aldrei eftir. Sé það gert (gryfjan) má telja öruggt að hinn faldi boðskapur sem áhorfandanum er boðið uppá að leita að, týnist endanlega. I því liggur stærsti veik- leiki sýningarinnar. Þeirri spurningu, hvort „Ekkó“- hópnum tekst að nota landsbyggðar- ferð sína sem framlengingu á æf- ingartímann, til þess að breyta þess- um veikleika í styrk, verður ekki svarað hér. En ætli við, þetta „lands- byggðarliö" myndum ekki þiggja það að fá að sjá „Ekkó“ á ný, eftir að búið er að gera það gott í hehni Reykjavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.