Dagur - 02.10.1985, Page 2

Dagur - 02.10.1985, Page 2
2 - DAGUR - 2. október 1985 wmm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENM: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðarí_______________________________ Hætta 12 -13 eyfirskir kúabændur? í frétt í Degi í gær er sagt frá áhrifum sam- dráttar í landbúnaðarframleiðslu í Eyjafirði. Þar koma fram mjög athyglisverðar tölur hjá Oddi Gunnarssyni, formanni nýstofnaðs Fé- lags eyfirskra nautgripabænda, og Þórarni Sveinssyni, mjólkursamlagsstjóra á Akureyri. Ef gert er ráð fyrir að samdráttur í mjólkur- framleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu verði 5%, sem ekki er talið ólíklegt, þ.e. á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA, þá þýðir það 7-8% tekjutap hjá bændum á svæðinu. Um er að ræða upphæð sem nemur tæplega 24 milljón- um króna á ári af brúttótekjum bændanna. Og það eru ekki aðeins bændurnir sem verða með þessum beina hætti fyrir miklu tekjutapi. Mjólkursamlag þeirra verður fyrir tekjusamdrætti upp á um 30 milljónir króna við þennan 5% samdrátt í mjólkurframleiðsl- unni. Hér eru um að ræða svo verulegar upp- hæðir að menn hljóta að staldra við og velta því jafnframt fyrir sér hvaða áhrif samdráttur- inn í landbúnaðarframleiðslunni hefur fyrir aðrar greinar, m.a. þjónustuna á Akureyri. Kvótanefnd Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins á að skila reglum um skiptingu búmarks milli héraða um mánaðamótin en fyrir liggur að samdrátturinn á landsmælikvarða verður 5%. Hugsanlegt er að Eyjafjörður fari eitt- hvað ívið betur út úr þessum samdrætti í mjólkurframleiðslu en önnur héruð, þar sem mjólkurframleiðsla er ekki eins hagkvæm. Sums staðar kann samdrátturinn að vera svo til enginn en annars staðar mun meiri. Hvern- ig svo sem það fer er ljóst að margir mjólkur- bændur verða fyrir verulegum skakkaföllum. Mjólkurframleiðsla í Eyjafirði hefur síðustu árin numið um fimmtungi af landsframleiðsl- unni og verið 22-23 milljónir lítra á ári. Þessi 5% samdráttur í framleiðslu bænda þar, sem jafngildir 7-8% samdrætti í tekjum, þýðir með öðrum orðum meðaltekjur 12-13 bænda á svæðinu. Það hefur lengi verið talið nauðsynlegt að draga úr landbúnaðarframleiðslunni, en í þeirri umræðu gleymist oft að það gerist ekki nema svipta svo og svo margar fjölskyldur lífsviðurværi sínu. Það kostar svo sitt að skapa ný atvinnutækifæri fyrir þetta fólk. Reikningsdæmin eru því flóknari en margir láta í veðri vaka. (ianfzinR Sérfræðingar segja að áhuga- mál í frístundum séu nauðsyn- leg hverjum manni. Oft á fólk erfitt með að finna sér áhuga- mál. Sumir eru á kafi í áhuga- málum, félagsmálum og allra handa málum. Aðrir láta sér nægja að setjast niður við sjón- varpið og horfa frá upphafi til enda, og kveikja jafnvel þá á videóinu. Það er oft sem fólk talar um hversu mikill tími fer í íþróttir í fjölmiðlum. Sjónvarp og útvarp séu endalaust að fjalla um slíka hluti. Að ekki sé talað um allt það pláss sem fer undir slíkt í dagblöðum. En þetta er áhugamál sem margir hafa. Hver hefur ekki sagt við sjálf- an sig þegar hann sér fallegan hlut sem gerður er úr leir eða öðru álíka efni: „Það væri gaman að reyna að gera svona hlut.“ Keramikstofan við Steinahlíð er ekki stórt fyrirtæki að vöxtum. En þar fer fram starfsemi sem gæti gert þessa hugsun sem minnst var á að veruleika. Þau hjónin Helga Þórðardóttir og Karl Jónsson hafa rekið þetta litla fyrirtæki í rúmt ár. „Það má varla kalla þetta fyrir- tæki því þetta er það smátt í sniðum," segir Helga. „Það má kalla þetta heimilisiðnað eða eitt- hvað í þá áttina.“ Þau hjónin vinna bæði við þennan heimilisiðnað eftir vinnu. Helga er þó öllu meira í fram- leiðslunni en Karl sem starfar sem trésmiður og hefur meðal annars átt þátt í því að gera „Gamla Lund“ að fallegasta húsi bæjarins. „Þetta er örugglega eitt það skemmtilegasta „hobby“ sem til er,“ segir Helga. „Og það er ein- kennilegt hversu fáir vita af þessu. Þó hefur þetta fyrirtæki verið starfandi á Akureyri í 12 ár.“ Þegar gengið er um keramik- verkstæðið hjá þeim Helgu og Karli er margt að sjá. Allt frá smæstu skrauthlutum sem fólk hefur gaman af að hafa í kringum sig, til nánast allra hluta sem hafa má í eldhúsi. Þarna voru skálar, könnur, bollar, diskar. Fyrir utan allar þær tegundir af styttum, smáum og stórum. Sumir hlutirn- ir eru kunnuglegir, því þeir eru gerðir eftir frægum verkum eldri listamanna. „Blái“ drengurinn úr málverki Rembrandts stóð þarna; tilbúinn á arinhillu ein- hvers. Þau hjónin sögðu að stytt- ur ýmiss konar væru vinsælastar. Það eru helst styttur sem tengjast trúnni á einhvern hátt. Lítil út- gáfa af styttunni „Píeta“ er þarna í hillu, og svona mætti lengi telja. En það sem vekur athygli er að flestir þeir munir sem eru í hill- unum eru óunnir að mestu. „Það er gert af ásettu ráði,“ segir Karl, „því við viljum fá fólk til að ganga frá þessu eftir eigin höfði. Það er mesta skemmtunin. Þú kaupir styttu, sem þér þykir falleg, ferð með hana heim, púss- ar niður samskeyti og annað, kemur síðan með hana hingað til okkar, við brennum hana fyrir þig. Þannig getur þú ákveðið hvernig þú vilt hafa hlutinn. Síð- an höfum við allt sem nauðsyn- legt er til að ganga frá mununum. Allt frá sandpappír til pensla." Flestar stytturnar og reyndar fleiri munir eru samsettir úr tveimur hlutum eða fleirum. Kemur þá í ljós að flest er þetta steypt í mótum sem þau hjónin eru með í verksmiðjunni, - ef kalla má þessa starfsemi verk- smiðju. „Við eigum mót af 2-300 hlutum. Öll fáum við frá Amer- íku. Það á reyndar við um annað sem við notum í vinnsluna. Leir, litir, mót og allt er þaðan. Við gerðum tilraun til að kaupa vörur frá Bretlandi en það gafst ekki nógu vel, svo við kaupum allt frá Ameríku. Þeir eru líka mjög framarlega í keramikgerð af þessari tegund, svo það er gott að fylgjast með því sem gert er þar.“ - Hvað má markaðarins vegna steypa mörg stykki af hverri tegund? „Það er mjög misjafnt," segir Helga. „Sumar tegundir ná aldrei vinsældum. En aðrar hafa verið í framleiðslu frá því verkstæðið tók til starfa.“ - Þarf þá ekki að vera sífellt með ný mót? „Við fáum mót á þriggja mán- aða fresti að utan. Það er nauð- synlegt að koma með nýtt annað slagið." - Þarf einhverja menntun til að geta kallað sig „keramiker“? „Ég hef enga skólamenntun í þessu, sem ég get sannað með skírteini," sagði Helga. „Hins vegar hef ég gert töluvert af því að sækja námskeið í Reykjavík. Um tíma vann ég hjá leirkera- smið þar.“ - Hafið þið haldið námskeið? „Já, og við verðum með nám- skeið í allan vetur. Bæði í með- ferð hnoðleirs og einnig í móta- vinnu, þ.e.a.s. frágangi á hlutum sem við höfum steypt hér á verk- stæðinu. Einnig hef ég unnið með eldri borgurum í Húsi aldraðra. Það er verulega gaman að því,“ segir Helga. - Þú sast í göngugötunni í sumar og seldir keramikmuni. Hvernig gekk sú sala, Helga? „Það var mjög gaman að selja vörur þar. Salan gekk vel miðað við hvernig veðrið var. Ekki má gleyma því að við seljum á staði hér í nágrenni okkar á Norður- landi. Þetta er mjög vinsælt mið- að við að það virðist vera þröng- ur hópur sem veit að við erum að fást við þetta.“ - Lokaspurning: Eruð þið með mikið af keramikvörum á ykkar heimili? Bæði sögðu að svo væri. „Það eru blómapottar, ljós, eldhús- áhöld og margt fleira sem við erum með heima hjá okkur, enda eru þetta góðir hlutir og nota- drjúgir," sögðu þau keramikhjón Karl Jónsson og Helga Þórðar- dóttir í Steinahlíðinni. - gej

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.