Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 9
2. október 1985 - DAGUR - 9 u'þróttir_ Umsjón: Kristján Kristjánsson „Sjálfstraustið er í lagi hjá okkur“ - segir Sigmar Þröstur markvörður KA, en KA á að leika gegn Val í kvöld í Höllinni „Leikurinn í kvöld leggst vel í mig, viö höfum sjálfstraustið í lagi eftir tvo sæta sigra fyrir sunnan um helgina,“ sagöi Sigmar Þröstur Óskarsson markvörður KA í handknatt- leik. Um möguleikann gegn Val, sagði Sigmar Þröstur, að mögu- leiki á sigri væri þó nokkur þar sem þeir væru á heimavelli. „Að vísu unnu þeir okkur um daginn hér fyrir norðan en þá spiluðum við mjög illa.“ - Varstu ánægður með áhorf- endur á leiknum gegn Víkingi? „Já, ég var nokkuð ánægður með þá en ég vonast eftir betri stuðningi í kvöld því ekki veitir af,“ sagði Sigmar Þröstur. - Ef þið vinnið í kvöld komist þið á toppinn, telurðu KA-liðið eiga erindi á toppinn? „Ég tel okkur nógu sterka til að vera fyrir ofan miðja deild og raunhæft sæti svona 3.-4., nú og svo geta alltaf óvæntir hlutir gerst.“ - Hvernig er andinn í liðinu? „Mjög góður, sérstaklega eftir síðustu tvo leiki, og eins og ég sagði áðan öðluðumst við sjálfs- traust sem er okkur nauðsynlegt fyrir áframhaldandi baráttu.“ Sigmar Þröstur, markvörður KA. Mynd: KGA „Var að mótmæla því hvernig mótið fór fram“ mnti A í L' r f 11 \; ft i T-» m i m c«rr» „Okkur var skipað af formanni Kraftlyftingasambandsins að fara ekki í lyfjapróf ef norska íþróttasambandið krefðist þess sem það og gerði. Um ástæður þess að Kári Elíson fór í lyfja- prófíð veit ég hins vegar ekki,“ sagði Víkingur Traustason kraftlyftingamaður í samtali við Dag. Víkingur Traustason kraftlyft- ingamaður vakti mikla athygli á dögunum eftir að Norðurlanda- mótinu lauk í Noregi. Það að hann mætti ekki í lyfjapróf er mótinu lauk vakti gremju Norðmanna og gefið var í skyn að hann hefði verið sviptur titlin- um sem hann vann til, en þær fréttir voru síðan bornar til baka af formanni Kraftlyftingasam- bands íslands. - Fékkstu að halda titlinum? „Ég hef hvorki tapað titlinum Æfingar hafnar í körfubolta Þá fer körfuboltavertíðin að hefjast og æfíngar hafnar fyrir alvöru hjá körfuknattleiks- deild Þórs, og eru sem hér segir: Hjá 5. flokki og byrjendum eru æfingar á föstudögum kl. 16-17 og sunnudögum frá kl. 13.30- 15.00 í Glerárskóla báða dagana. Hjá 4. flokki eru æfingar á miðvikudögum kl. 17-18 og á fimmtudögum kl. 22-23 í Glerár- skóla. Hjá 3. flokki eru æfingar á þriðjudögum kl. 20-21 og á fimmtudögum kl. 21-22 einnig í Glerárskóla. Hjá meistaraflokki karla eru æfingar sem hér segir á mánudög- um kl 20.30-22.00 í Skemmunni, á þriðjudögum kl. 21.30-23.00 í Höllinni og á fimmtudögum kl. 19.00-20.30 einnig í Höllinni. Allir þeir er áhuga hafa á körfuboltaíþróttinni eru hvattir til að mæta. né verið dæmdur í keppnisbann af einum eða neinum. Norðmenn áttu erfitt með að kyngja því að ég sigraði þeirra mann á mótinu og komu illa fram við okkur Kára á þessu móti. Að lokinni verð- launaafhendingu lét ég mig bara hverfa og var með því að mót- mæla því hvernig mótið fór fram. Dómararnir voru heldur ekki til að bæta það, en þeir dæmdu af okkur margar lyftur sem voru löglegar." - Finnst þér rétt gagnvart þeim aðilum er styrkja þig til keppni að þú neitir að fara í lyfja- próf? „Það er e.t.v. rétt, að það hafi verið rangt af mér að fara ekki í lyfjaprófið svona eftir á að hyggja, en eins og ég sagði var ég mjög óhress með framkomu Norðmanna á þessu móti og á ég þá við m.a. þeirra er stóðu að framkvæmd mótsins." - Er Ólafur Sigurgeirsson ein- ráður í Kraftlyftingasambandi íslands? „Ólafur hefur unnið geysilega vel að framgangi íþróttarinnar og ég tel hann ómissandi í því hlut- verki sem hann er í hjá Kraftlyft- ingasambandinu.“ - Svona að lokum, hvað er framundan hjá þér? „Núna á næstu dögum verður haldin keppnin Sterkasti maður íslands og ætla ég að taka þátt í henni, svo er það heimsmeistara- mótið í kraftlyftingum sem haldið verður í Finnlandi í byrj- un nóvember. Hér fyrir norðan er Grétarsmótið það eina sem framundan er.“ Knattspyrna hjáKA Æfingar hjá Knattspyrnudeild K.A. innanhúss, hefjast 1. okt. og veröa í Iþróttahöllinni sem hér segir: 6. flokkur: þriðjud. kl. 17.00- 18.00. 5. flokkur: sunnud. kl. 13.00- 14.00. 4. flokkur: fimmtud. kl. 17.00-18.00. 3. flokkur: fimmtud. kl. 22.00-23.00. 2. og mfl. sunnud. kl. 16.00-17.00 (Skemma fimmtud. 21.00). Kv.fl. miðvikud. kl. 18.00- 19.00 (Skemma). 2. fl.kv. mið- vikud. kl. 19.00-20.00. Æfingar hjá skíðaráði Skíðaráð Akureyrar verður með æfíngar í vetur fyrir alla þá er vilja kynnast skíðaíþróttinni og eru á aldrinum 12 ára og yngri. Undirbúningsæfingar eru að hefjast og eru þær sem hér segir: Æfingar fyrir alpagreinar 10, 11 og 12 ára, útiæfing við íþrótta- höllina á miðvikudögum kl. 17 og inniæfing fyrir sama aldurshóp í íþróttahúsi Glerárskóla á laugar- dögum kl. 10, inniæfing fyrir yngsta aldurshópinn er einnig í Glerárskóla á laugardögum kl. 10.45 í þeim hópi eru krakkar 9 ára og yngri. Æfingar fyrir norrænar greinar (göngu og stökk) eru úti á þriðju- dögum kl. 17 við íþróttahöllina og inni í Glerárskóla á laugar- dögum kl. 10 og eru fyrir 10. 11 og 12 ára. Inniæfing fyrir 9 ára og yngri í norrænum greinum er á laugardögum kl. 10.45. Æfingagjald fyrir 10, 11 og 12 ára er 350 krónur en fyrir 9 ára og yngri 200 krónur. Þá er Foreldrafélag S.R.A. með rabbfund í félagsmiðstöð- inni Dynheimum sunnudaginn 13. okt. kl. 14 og skorar félagið á alla þá er áhuga hafa á skíða- íþróttinni að mæta á fundinn og kynna sér starfið í vetur. Bílabingó KA: Hver fær Skódann? - Tölurnar birtar í Degi Víkingur Traustason með verðlaunin sem hann hlaut fyrir sigurinn í Noregi. Mynd: KGA Það er ákveðið að fyrstu töiur í bflabingói KA verði birtar á mánudag í Degi. Það fer því hver að verða síðastur að fá sér spjöld, því sala gengur vel. Spjöldin eru til sölu á bensín- stöðvum hjá Shell við Mýrar- veg, Veganesti Hörgárbraut og Esso Tryggvagötu. Það er ekki á hverjum degi sem fólki er boðið að taka þátt í happdrætti sem þessu. Enda er vinningur- inn af stærri gerðinni. Splunkunýr Skódi, blár að lit. Hann verður til sýnis í Iþrótta- höllinni annað kvöld þegar KA leikur við Val í 1. deild hand- bolta. Það er vitað mál að starf- semi íþróttafélaganna hér í bæ er verulega fjárfrek og er fólk því hvatt til að kaupa bingó- spjöld og eiga þar með von á nýjum Skóda heim á hlað fljót- lega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.