Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 3
„ Þetta er mjög ánægjuleg nýjung“ - segir Kristín Aðalsteinsdóttir um sérdeild fyrir unglinga 18 ára og eldri á Akureyri Við Löngumýri 15 á Akureyri hefst um mánaðamótin næstu kennsla í sérdeild ætlaðri fyrir unglinga 18 ára og eldri. Framhaldsskólafrumvarpið hefur ekki enn náð fram að ganga, en ákvæði í því gæti hugs- anlega auðveldað skóiastarf fyrir þennan hóp. Þeir einstaklingar sem sótt höfðu hinar ýmsu sér- deildir á grunnskólastigi hafa ekki haft í neinn skóla að sækja, er námi þeirra þar sleppti. „Þessi skóli spratt fram af þörf. Þeir einstaklingar sem um er að ræða eru búnir að nota þá þjón- ustu sem grunnskólinn veitir. Nú er farið að krefjast menntunar á öllum sviðum, þannig að þörf var á áframhaldandi námi fyrir þessa aðila jafnt og aðra framhalds- skólanema,“ sagði Magni Hjálm- arsson kennari við hina nýju deild við Löngumýri. Fræðsluskrifstofa Norðurlands hrinti þessari hugmynd af stað með því að hvetja tvo aðila sem málið varðar til að koma þessari deild á fót. Þessir aðilar eru ann- ars vegar Skólanefnd Akureyrar Húsavík: Nýr bátur til heimahafnar Bræðurnir Egill og Aðalgeir Olgeirssynir hafa selt Skála- berg ÞH 244, 37 tonna bát og keypt annan 60 tonna bát er bera mun sama nafn. Báturinn er keyptur frá ísafirði og hét Sigurður Þorkelsson. Til ísafjarðar kom hann í vor eftir endurbyggingu hjá Skipasmíða- stöð Njarðvíkur. Hann er fram- byggður og sérstaklega vel útbú- inn til allra togveiða. Til að byrja með mun nýja Skálabergið fara á rækjuveiðar. - IM Sveitakeppni í skák á Sauðáikróki Sjö skákfélög á Norðurlandi tóku þátt í sveitakeppni í skák sem fram fór á Sauðárkróki um síð- ustu helgi. Umhugsunartími var 15 mín. á skák, 6 menn voru í hverri sveit. Harmoniku- dansleikur Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð er 5 ára um þessar mundir, og efnir af því tilefni til harmonikudansleiks nk. laugardagskvöld. Dansleikurinn verður haldinn í Lóni við Hrísalund og hefst skemmtidagskrá og kaffidrykkja kl. 20.30. Á dagskránni verður grín, glens og gaman og að dagskránni lokinni eða kl. 23 hefst svo heilmikill harmoniku- dansleikur sem stendur yfir til kl. 3 um nóttina. Allir eru velkomn- ir. Sigurvegarar urðu sveit öld- unga frá Skákfélagi Akureyrar og fengu þeir 35 vinninga. í öðru sæti varð A sveit Skákfélags Ak- ureyrar með 34Vi vinning. 1 þriðja sæti varð Skákfélag Siglu- fjarðar með 30 vinninga. Fjórða sætið hreppti unglingasveit Skák- félags Akureyringa með 29l/2 vinning. Skákfélag Sauðárkróks lenti í fimmta sæti með 25 vinn- inga. í sjötta sætinu varð Skákfé- lag Eyjafjarðar með 21 Wi vinning og Skákfélag Austur-Húnavatns- sýslu varð í sjöunda sæti með 21 vinning. Taflfélag Dalvíkur varð í áttunda sæti og fékk 14 vinn- inga. í níunda sæti varð Skákfé- lag Ólafsfjarðar með 6lÁ vinning. Öldungasveitin. sem fór með sigur af hólmi var þannig skipuð: Ólafur Kristjánsson, Þór Valtýs- son, Jóhann Snorrason, Margeir Steingrímsson, Haraldur Ólafs- son, Albert Sigurðsson og Guð- mundur Svavarsson. Haraldur Ólafsson fékk 7Vi vinning af 8 mögulegum. og hins vegar Félagsmálastofnun. Samvinna þessara aðila gerði kleift að koma deild þessari á laggirnar. „Þetta er mjög ánægjuleg nýjung,“ sagði Kristín Áðal- steinsdóttir sem sæti á í skóla- nefnd. „Það voru allir í bæjar- stjórn sammála um að gera þetta. Svona nokkuð hefur ekki verið gert áður í landinu og því er þetta mjög gott frumkvæði hjá bæjar- stjórninni," sagði Kristín. Magni sagði að aðalmarkmið skólans væri að koma nemendum í vinnu eða framhaldsskóla og að hjálpa þeim að lifa og búa sjálfstætt. Skólinn er því starfs- skóli í tvennum skilningi. Áhersla verður lögð á að námið í skólanum fari fram í gegnum starf, með verklegri þjálfun. Eins kynnast nemendur starfinu eins og það er unnið út í þjóðfélaginu. I vetur verða 7 nemendur í skólanum, húsnæðið er 3 her- bergi á hæð og ris. Auk Magna hefur Elín Elísabet verið ráðin að deildinni. - mþþ í T 1 EIGNAMIÐSTÖÐIN Opiðallan daginn Síminn er 24606. Höfðahlíð: 2ja herb. íbuð a 1. hæð i fjorbýlishusi ca. 60 fm. Góð eign. Laus eftir sam- komulagi. Hjallalundur: 2ja herb. ibúð a 4. hæð í fjölbylishusi ca. 48 fm. Laus strax. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð á 2. hæð i fjölbylishusi ca. 54 fm. Laus 1. febrúar. Fjólugata: 3ja herb. ibuð á neðri hæð i tvibýlis- húsi ca. 115 fm. Mikið endurnyjuð. Laus strax. Skarðshlíð: 3ja herb. ibuð a 3. hæö i svalablokk. Laus strax. Víðilundur: 4ra herb. ibúð á 3. hæð ca. 102 fm. Laus eftir samkomulagi. Skarðshlíð: 4ra herb. ibuð á 2. hæð i fjölbylishusi. Geymsla og þvottahús a hæðinni. Góðar geymslur í kjallara. Ýmis skipti möguleg. Iðnaðar- og verslunar- húsnæði: Ymsar stærðir af verslunar- og iðnað- arhúsnæði undir hvers konar iðnað og þjonustu. Kotárgerði: 150 tm einbylishús á einni hæð á besta stað i bænum, frábært útsýni. Laust eftir samkomulagi. Jörvabyggð: 194 fm einbýlishus ásamt bilskúr. Skipti á raðhúsibúð möguleg. Steinahlíö: 249 fm raðhúsibúð á tveim hæðum ásamt innbyggðum bilskúr. Möguleiki að innrétta ibuö i kjallara. Falleg eign. Pylsuvagn: Pylsuvagn i fullum rekstri. Vantar á skrá eignir af öll- um stærðum og gerðum. Sölustjori: Björn Kristjánsson. Heimasími: 21776. Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason. 2. oktober 1985 - DAGUR - 3 HAFNARSTRÆTI96 SIMI96-24423 AKUREYRI Álafossdagar á Akureyri Prjónanámskeið verður haldið í verslun SigurðarGuðmundssonar, Hafnarstræti 96 á vegum Álafoss dagana 7.-11. október. Námskeiðið er væntanlegum þátttakendum að kostnaðarlausu. 40 nýjar uppskriftir. Álafosslopann, bandið og prjónana fáið þið á staðnum. Uppiýsingar og innritun á námskeiðið í versluninni og í síma 24423. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gunnlaug Heiðdal. Alafoss hf. Sigutbar Giénmndssomrff. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Óskum eftir að taka á leigu 4ra herb. íbúð Auylit /1UGLYSING/4STOF/4 SIMI 2 6911 Kvöld og helgarsími 25349. Einkaflugmannsnámskeið Bóklegt kvöldnámskeið verður haldið á tímabilinu október til desember. Upplýsingar veita: Baldvin Birgisson flugkennari. Heimasími 26645. Sigurbjörn Arngrímsson flugkennari. Heimasími 23871. Flugskóli Akureyrar Akureyrarflugvelli - Sími 21824. $ SAMBANOISLENZKRA SAMVINNUFtLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Frá Iðnaðardeild Sambandsins Prjónanámskeið verður haldið í október ef næg þátttaka fæst. Dag- og kvöldnámskeið. Nýjar uppskriftir. Kenn- ari Guðný Pálsdóttir. IniTitun og uppiýsingar í síma 22627 á miðviku- dag og fimnmtudag frá kl. 13-17. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.