Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 2. október 1985 •Tígrisdýriö hér á myndinni heitir Herkúles og er 250 kílóa flykki. Ron Holiday dýratemjari er hér að trúa tígrisdýrinu fyrir einhverjum fjöl- skylduvandamálum. 77/ hamingju með daginn. • Þetta 13 metra háa fyrirbrigði sem lítur út eins og af mælisterta var reist við hlið borgarskrifstofanna í London í tilefni þess að borgarráð Lundúnaborgar á 95 ára afmæli um þessar mundir. Byggingin kostaði rúmar 11 milljónir króna. Hvað ætli verði gert á 100 ára afmælinu?? •Þekkiði manninn sem er að glugga í blaðið? Þetta er enginn annar en Tony Curtis og heldur finnst manni<hann hafi látið á sjá. Það er svona þegar menn gleyma sér í hóglífinu... # Flest er hey... DV birti i síðustu viku bráðskemmtiiega heilsíðu- grein, þar sem fjallað er um „stórkostlegan“ fund á öskuhaugum Akureyr- inga. Við áttum von á að blaðið hefði fundið þar gull, eða jafnvel heítt vatn, en því var ekki að heilsa. Það sem um var að ræða voru gamlir árgangar af timaritinu LIFE, þeir elstu frá styrjaldarárunum. Já, það hefur löngum verið lif á öskuhaugunum. Og flest er hey í harðindum, þegar illa gengur að fóðra síður blaðanna. # Hver var á haugunum? í fréttinni er rætt við þann sem fann „lífið“ á ösku- haugunum. Af eínhverjum óskiljanlegum ástæðum vill þessi viðmælandi DV ekki láta nafns sins getið. Ef til vill hefur honum þótt hálfskammarlegt, að láta það spyrjast um sig, að hann væri að gramsa f ruslahaugunum. Rann- sóknarblaðamenn Dags fóru á stúfana, en þeir komust fljótlega að ann- arri niðurstöðu. Þessi „líf- legi“ öskuhaugamaður DV var nefnilega enginn annar en Þráinn Valdi- marsson, útbreiðslustjóri DV. En hvað var hann að gera á haugunum, maður búsettur í Reykjavík? Jú, hann var nefnilega þarna þeirra erinda, að koma óseldum eintökum af DV fyrir kattarnef! • Góðskipti Þráinn er samviskusamur maður og vildi ganga tryggilega frá blöðunum, þannig að bæjarbúar kæmust ekki á snoðir um hversu miklð af DéVöffum er óseljanlegt hér norðan heiða. Hann ætlaði því að grafa blaðið, en hann hafðl ekki lengi grafið þegar hann kom niður á „líf“. Hann fór sem sé með DV á haugana, en kom f bæinn aftur með nær hálfrar aldar árganga af Life. Það þóttu blaða- manni DV góð skipti og nú hefur hann skrlfað tvær heilsíðugreinar um málið! á Ijósvakanum IsiónyarcM Saga Bítlanna föstud. 4. og laugard. 5. okt. MIÐVIKUDAGUR 2. október 19.25 Aftanstund. Bamaþáttur með innlendu og erlendu efni. í sögu- homi segir Anna Sigríður Ámadóttir norskt ævintýri um Drenginn og norðan- vindinn. Myndskreyting er eftir Svend Otto S., Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá - teikni- myndaflokktir frá Tékkó- slóvakíu um það sem ekki má í umferðinni. Þýðandi: Baldur Sigurðs- son. Sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Fegu'rðardrottning Norðurlanda. Mynd frá fegurðarsam- keppni um titilinn Ungfrú Skandinavía. Keppnin var haldin í Helsinki í Finn- landi þann 15. september síðastliðinn. 21.30 Dallas. Elsku mamma. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Bjöm Baldurs- son. 22.20 Þjóðverjar og heims- styrjöldin síðari. (Die Deutschen im Zweit- en Weltkrieg). 4. Undanhald á öllum víg- stöðvum. Nýr þýskur heimilda- myndaflokkur í sex þátt- um sem lýsir gangi heims- styrjaldarinnar 1939-1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. Þulir: Guðmundur Ingi Kristjánsson og María Maríusdóttir. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 2. október 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Leikfimi • Tilkynning- ar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (5). 9.20 Leikfimi • Tilkynning- ar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 Land og saga. Umsjón: Ragnar Ágústs- son. 11.10 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Krist-' jánsson. 11.30 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 Inn og út um glugg- ann. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 „Á ströndinni" eftir Nevil Sbute. Njörður P. Njarðvík les þýðingu sína (9). 14.30 Óperettutónleikar. 15.15 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK) 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.05 Barnaútvarpið. Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir • Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Sigrún Helgadóttir flytur. 19.50 Tónleikar. 20.00 Popphólfið. 20.30 íþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannes- son. 20.50 Hljómplöturabb. 21.30 Flakkað um Ítalíu. Thor Vilhjálmsson flytur fmmsamda ferðaþætti (5). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.05 Á óperusviðinu. Umsjón: Leifur Þórarins- son. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 2. október 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00-15.00 Eftirtvö. Stjómandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjómandi: Gunnar Sal- varsson. 16.00-17.00 Chicago, Chi- cago! Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. 17.00-18.00 Úr kvennabúr- inu. Hljómlist flutt og/eða sam- in af konum. Stjómandi: Andrea Jóns- dóttir. 3ja mín. fróttir kl. 11, 15, 16 og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.