Dagur - 02.10.1985, Síða 8

Dagur - 02.10.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 2. október 1985 _Jokdreifac verður fimmtudaginn 3. október frá kl. 3-6 e.h. Kynntar verða ostakökur frá MS og Braga kaffi frá Kaffibrennslu Akureyrar * Kynnist nýjungum. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Nýliðastarfið er að hefjast Kynningarfundur verður 18. október kl. 20.00 að Galtalæk gegnt flugvelli. Öllum 16 ára og eldri heimil þátttaka. Stjórnin. Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna á Akureyri fimmtudaginn 3. okt. nk. að Eiðsvallagötu 6 (Bólu og hefst kl. 20.30. Fjölmennið. Stjórnin. Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Miðvikud. 2. okt. kl. 21 Fimmtud. 3. okt. kl. 14 Fimmtud. 3. okt. kl. 21 Föstud. 4. okt. kl. 21 Laugard. 5. okt. kl. 21 Sunnud. 6. okt. kl. 14 F ramsóknarflokkurinn. Bergþórshvoll Dalvík Samkomuhúsið Grímsey Tjarnarborg Ólafsfirði Samkomuhúsið Grenivík Melar Hörgárdal Sólgarður Saurbæjarhr. Páll Jóhannesson. Katrín Sigurðardóttir. Kristján Jóhannsson. Norðlenskir listamenn gera garðinn frægann - Kristján Jóhannsson, Katrín Sigurðardóttir og Páll Jóhannesson hafa fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda Norðlenskir söngvarar hafa gert garðinn frægan að undan- förnu. Kristján Jóhannsson hefur fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í Grímu- dansleiknum. Sömu sögu er að segja um Katrínu Sigurðar- dóttur frá Húsavík. Auk þess héft Páil Jóhannesson nýlega tónleika í Reykjavík og víðar. Hér á eftir fara ummæli nokk- urra gagnrýnenda um frammi- stöðu þessara norðlensku lista- manna. í Morgunblaðinu segir Jón Ás- geirsson, tónskáld, um söng Kristjáns Jóhannssonar í Grímu- dansleiknum: „Kristján Jóhannsson er sá maður sýningarinnar sem hefur verulega reynslu á sviði en auk þess syngur hann hreint út sagt stórkostlega . . . Allir sem hlut áttu að þessari sýningu hafa unn- ið vel og ekki á nokkurn hallað þó sagt sé að Kristján Jóhanns- son hafi borið sýninguna uppi með ótrúlega glæsilegum söng og líflegum leik, og er í raun óþarfi að taka nokkuð sérstakiega fram, annað en að slíkur söngvari á sannarlega einnig erindi upp á stærra svið en litla sviðið okkar í Þjóðleikhúsinu." Um Katrínu Sigurðardóttur segir Jón: „Katrín Sigurðardóttir var mjög góð sem Oscar. Leikur hennar var frísklegur og þar sem hún fékk tækifæri til að láta rödd sína hljóma var hún frábær, sér- staklega á grímudansleiknum á móti Renato.“ Sverrir Hólmarsson skrifar í Þjóðviljann og þar segir hann um Kristján: „Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að allir geti verið sam- mála um að þessi mikli sigur hljóti að vera einum manni að þakka fremur öðrum: Kristjáni Jóhannssyni. Loksins fengu ís- lendingar tækifæri til að heyra og sjá þennan söngvara sem hefur farið geyst milli óperuhúsa heimsins á undanförnum árum. Og það var mikil reynsla. Maður- inn hefur ótrúlega rödd og beitir henni af takmarkalausri leikni. Hann rennir sér upp á hæstu tóna stigans eins léttilega og hann veif- ar hendinni. Allir hlutar tónstig- ans virðast honum jafn auðveld- ir. Auk þess fer hann um sviðið af öryggi og léttleik og stafar frá sér sterkri útgeislun. Túlkun hans er innileg, hjartnæm og dramat- ísk. Það veitir manni dásamlega öryggiskennd að hlusta á slíkan söngvara, maður veit að ekkert getur mistekist - og allt virðist svo auðvelt og áreynslulaust. Frá fyrsta tóni hreif Kristján allt húsið með sér, ekki aðeins áheyr- endur heldur einnig hina söngv- arana, sem hann lyfti með sér upp í hæðir.“ Katrín Sigurðardóttir fær einn- ig lofsamleg ummæli hjá Sverri: „Katrín Sigurðardóttir var iétt og leikandi á sviðinu í hlutverki Oscars. Hún hefur fallega rödd og er gædd ótvíræðum leikhæfi- leikum." Sigurður Steinþórsson skrifar um Grímudansleikinn í NT og þar segir hann m.a.: „Kristján Jóhannsson ber að vissu leyti höfuð og herðar yfir alla aðra, bæði vegna þess hve framúrskarandi söngvari hann er, en einnig vegna reynslu sinnar og öryggis. Hann er frábærlega góð- ur í hlutverki Gústafs III., syngur ljómandi vel og leikur ágætlega; margreyndur óperufari sagðist t.d. ekki hafa séð jafn fínt og sannfærandi andlát á óperu- sviði." Um frammistöðu Katrínar seg- ir Sigurður: „Katrín Sigurðardóttir syngur ungþjóninn Oskar. Hún er leik- andi léttur sópran með örugga og frjálslega framkomu og söng ljómandi vel. Verdi vissi alltaf hvað hann var að gera í óperu- málum og hlýtur að hafa skrifað þetta hlutverk þjóns fyrir sópr- anrödd til að lífga upp á sönginn í atriðum þar sem dimmradda karlar eru saman komnir." Eyjólfur Melsteð skrifar um Grímudansleikinn í DV og segir þar um Kristján: „Kristján Jóhannsson er ágæt- ur sem Gústaf listelski Svíakóng- ur. Hann fer léttilega með glans- númerin, aríurnar eins og í fyrsta þætti, La rivedra neli’ estasi og í þriðja þætti, Ma se m’ e forza perditi. Mest þótti mér samt um vert hve vel söngur hans féll inn í samsönginn.“ Um Katrínu segir Eyjólfur: „Katrín Sigurðardóttir helgar sér með söng sínum í hlutverki Oscars stærsta „Pagehlutverkið“ í óperu, landsiiðssæti. Til þess beitir hún ríkri sköpunargáfu og bjartri sópranrödd, svo að ekki verkar tilvist hennar á neinn hátt á skjön í öllu karlaveldinu." Páll Jóhannesson hefur nýver- ið haldið tónleika í Reykjavík og raunar einnig á Akureyri. Jón Ásgeirsson skrifar um Pál í Morgunblaðið og segir þar m.a.: „Söngrödd Páls er einstaklega glæsileg og þar sem honum tekst upp, er söngur hans með þeim hætti er leggja má að jöfnu við það sem glæsilegast þekkist. Þrátt fyrir þessa einstöku rödd sína nær Páll oft ekki að skila lög- unum sem heilstæðu tónverki, svo að í sama lagi slær oft undar- lega flötu við í einni stófu en sú næsta getur svo verið hreint afbragð. Tóntakið þar sem hann nær sér upp er glæsilegt en það sem vantar oftlega er hrynræn skerpa, svo að lagferlið verður undarlega reikult. Tónleikarnir hófust á Heyr mig, eftir Inga T. Lárusson og söng Páll þetta lag frábærlega vel. Vorvindar eftir Jón Björns- son og Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns voru ágætlega flutt og sömuleiðis í dag eftir Sigfús Hall- dórsson. í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson heppnaðist hins veg- ar ekki. Páll söng þrjú lög eftir Tosti og voru það einu lögin sem hann söng eftir bók það sem verra var, mjög illa.“ í NT skrifar Sigurður Stein- þórsson og hann segir um frammistöðu Páls: „Páll Jóhannesson virðist vera sérlega glæsilegt söngvaraefni, með mikla og háa tenórrödd. Ef rétt spilast úr þeim sterku söng- spilum sem hann nú hefur á hendi - og Páll á mikið eftir ólært, sem bæði söngkennarar og reynslan geta kennt honum - er mikils af honum að vænta. Eftir hlé sótti hann sig mjög í flutn- ingnum, og í íslensku lögunum tveimur sýndi hann tilþrif sem sérhver söngvari væri fullsæmdur af. En hæst reis hann í auka- lögunum, líklega innblásinn af góðum viðtökum og laus orðinn við skrekk og feimni. Þá sýndi Páll að hann á bæði veikan tón og sterkan - hann flutti í stað þess að belja. Neuhaus píanókennari segir, að ungir efnispíanistar hafi gaman að því að ólmast á hljóð- færinu, en þegar þeir eflist að þroska með aldri, fari tónlistin sjálf að skipta mestu máli. Eins er þetta sjálfsagt með raddsterka tenóra að þeir hafa gaman að því að reyna á röddina. Og marg- ir aðdáendur tenórsöngs eru raunar sama sinnis. Páll Jóhann- esson sýndi á þessum tónleikum að hann á mikla og fallega rödd, og að einnig músíkalskt má mik- ils af honum vænta ef allt æxlast sem horfir."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.