Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 5
2. október 1985 - DAGUR - 5 _orð í belg: Embætti kirkjunnar em ekki valdastöður heldur þjónustustörf Rúnar Kristjánsson ritar grein um Hólamál í Dag fyrir nokkru og er mikið niðri fyrir. Hann svarar í Degi grein sem skrifuð var í Feyki vegna þess að ritstjóri Feykis vildi ekki birta níðskrif um mæta kirkjunnar menn fyrir hálfu þriðja ári. Það er hans mál. En vegna lesenda Dags vil ég rita nokkur orð um málið í það ágæta blað. Ég hygg að fæstir lesenda þess hafi séð grein mína í Feyki um Hólamál og biskupsstól. Þar lagði ég áherslu á það að kirkjan þyrfti á aukinni yfirstjórn að halda. Hún þyrfti ekki biskupa vegna sögunnar eða Hóla og Skálholts, heldur vegna nútíðar og framtíðar. Þess vegna hafa Prestastefna íslands, kirkjuþing og margir aðilar aðrir lýst áhuga sínum á því að koma því nauð- synjamáli fram. Breyttir starfs- hættir og fjölbreytt starf kirkj- unnar kalla á aukna yfirstjórn. Biskup landsins er svo störfum hlaðinn að það er beinlínis var- hugavert heilsu hraustustu manna að hafa embættið á hendi. Biskup stýrir öllum helstu nefndum og ráðum kirkjunnar. Hann stýrir og mótar stefnu kirkjunnar í landinu og kemur fram fyrir hennar hönd við fjöl- mörg tækifæri. Auk þess er hann hirðir presta sinna og sálusorgari. Hann heimsækir söfnuði landsins og hefur á hendi samskipti Þjóð- kirkju íslands við kirkjur annarra landa. í fjölþættu þjóðfélagi á umbrotatímum er þetta mikið hlutverk og mikið ábyrgðarstarf. Þeirri ábyrgð og fjölþættu hlut- verki vill hann sjálfur dreifa og nýta þá menn, sem nú hafa bisk- upsnafnbót án þess að hafa hlut- verk sem biskupar og forystu- menn í starfi kirkjunnar. Bisk- upsembætti er ekki heiðurssæti heldur þjónustustarf. Þegar nú- verandi biskup hlaut kosningu til embættis biskups íslands kvaðst hann taka við því í auðmýkt fyrir Drottni sínum og starfa eftir bestu getu. Þannig hefur hann starfað, bæði vel og mikið. Embætti innan kirkjunnar eru ekki valdastöður heldur þjón- ustustörf, enda er orðið embætti leitt af orðinu ambátt. Ég skil ekki sjónarmið þeirra, sem telja kirkjuna valdastofnun og gruna hana um undirferli og slægð. Slíkir menn hljóta að horfa á eitt- hvað annað en það sem kirkjan er og gerir í þjóðfélagi samtím- ans. Það má grípa sögur og dæmi frá liðnum öldum um misfellur og misskilning einstakra kirkjunnar manna á hlutverki sínu. Kirkjan er svo sem ekki fullkomin stofn- un fremur en aðrar er mennirnir stjórna, en það er undarleg stað- hæfing að telja hana sitja á svik- ráðum við alþýðu þessa lands. Rúnar virðist ekki vita, að kirkj- an er langfjölmennasti félags- skapur á íslandi. Hún er samfé- lag þess fólks, sem hefur kosið að ganga lífsveginn sinn í fylgd með Jesú Kristi og vill hafa orð hans og sakramenti að leiðarljósi og þiggja biessun hans yfir sig og sína. Mér þykir það undrun sæta hverja reynslu Rúnar telur sig hafa af kirkjunni og trúi því ekki við svo búið að kirkjan eða þjón- ar hennar hafi komið illa fram við hann. Þjóðkirkjan er stofnuð á ís- landi með lögurn og starfar sam- kvæmt lögum sem þjóðkjörnir fulltrúar og rétt stjórnvöld setja og framfylgja. Sum núgildandi laga hafa ekki lengur gildi og því vill kirkjan fá samþykkt nýtt frumvarp um starfsmenn sína, sem tekur mið af nútímanum og starfi kirkjunnar fyrir nútíð og næstu framtíð. Með því vill kirkj- an ná betra skipulagi á starfsemi sína. Ég á ekki von á því að hugs- andi menn séu Rúnari sammála í þeirri von hans að kirkjunni verði ekki gert kleift að skipa sínum málum með tilliti til samtímans. Það er blátt áfram hlægilegt ef menn vilja hneppa kirkjuna í viðjar úreltra laga og úthrópa hana svo sem nátttröll, sem dag- að hafi uppi þegar ljós nýs tíma rann upp. Allir hljóta að sjá, að það er ekki kirkjan, sem er að beita slægð heldur þeir, sem vilja koma á hana höggi með þeim illa dulbúnu ráðum. Mér og öðrum kirkjunnar þjónum er það vel ljóst að margt má betur gera og að því er stefnt, m.a. með áðurnefndu starfs- mannafrumvarpi, sem liggur fyr- ir Alþingi í haust. Þjóðin þarf á því að halda að kirkjan starfi af fullum krafti og ég er þess fullviss að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að kirkjunni verði búnar betri aðstæður til þess að sinna sínu mikilvæga hlutverki heldur en nú er. Að endingu tek ég það fram til að forðast misskilning, að mig langar ekki til að verða biskup. En miðað við það innræti, sem Rúnar ætlar mér sem þjóni kirkj- unnar þá má hann fara að vara sig ef ég verð páfi. í Guðs friði, Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki. Uesendahorniá Við læstar dyr á Vatnahjalla Kristinn Einarsson: Ferðalög um hálendi íslands fær- ast nú mjög í vöxt, og má raunar tala um byltingu í þeim efnum að vetrarlagi með tilkomu vélsleð- anna. Þessari auknu umferð fylg- ir vissulega slysahætta, og hefur raunar oft skoílið hurð nærri hæl- um á síðustu árum, þá einkum í vélsleðaferðum. Raunar er allra veðra von á hálendinu jafnt að sumri sem vetri, sá sem þessar línur ritar hefur lent þar í byl og orðið veðurtepptur svo dögum skipti bæði í júlí og í ágúst. Það er svo háð bæði reynslu, útbún- aði, viljastyrk og heppni, hvern- ig gengur að komast úr vandræð- um af völdum veðurs eða annarra atvika. Það er vissulega eitt af mikil- vægustu öryggisatriðum í kjölfar þessarar auknu ferðamennsku, að bæði félög og einstaklingar hafa reist sér kofa allvíða til fjalla. Upp geta komið slík atvik og gert slík veður á öllum árs- tímum, að það skipti máli um líf eða dauða, hvort hægt er að komast í skjól. Mér brá því ónotalega, þegar ég átti erindi um Vatnahjallaveg nú síðsumars, elstu bílfæru leið úr Eyjafirði upp á hálendið, að koma þar að mjög nýlegum skála harðlæstum. Nafn skálans, Bergbær, er sem stendur tákn- rænt fyrir fleira en umhverfið. Nýjabæjarfjall og Nýjabæjarafrétt eru ekki þekkt fyrir góðviðri og ekki er heldur fjölfarið um Urð- arvötn. Vissulega er það réttmætt að menn reyni að hirða um eigur sínar og halda óviðkomandi frá þeim. En á hitt ber einnig að líta, að með því að reisa sér skála í veðravíti á borð við Urðarvötn í tæplega 900 metra hæð yfir sjó, þá hafa þeir um leið tekist á hendur ábyrgð. Þessi ábyrgð hef- ur hingað til verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir eignarréttinum þegar á öræfin er komið. Alla vega er þetta í fyrsta skipti á sautján ára ferðalögum víða um hálendið, sem ég kem að þannig læstum fjallaskála að ekki verði komist í skjól. Það er raunar athugandi fyrir hreppsnefndir, sem samkvæmt skipulagslögum eiga að leggja blessun sína yfir byggingu húsa í byggð jafnt sem á fjöllum, að gera það að skilyrði fyrir leyf- isveitingu til fjallaskála, að þar sé mönnum opið skjól hvenær sem er, þó ekki væri meira en í for- dyri. Jafnframt langar mig til þess að biðja eigendur Bergbæjar við Urðarvötn um að velta fyrir sér, hvernig tilfinning fylgdi því, ef menn yrðu úti þar á þrepskildin- um. „Ungir og aldnir eiga að geta talast við“ Einar frá Hermundarfelli lát- inn hætta hjá útvarpinu. Ungir og aldnir eiga að geta talast við, segir Jónas Jónasson forstöðumaður RÚVAK (Þjóðv. 24/g) En það er einmitt það sem Ein- ari frá Hermundarfelli hefur tek- ist meistaralega með frábærum þáttum sínum og ágætum upples- urum. Undarleg ósköp að leyfa ekki útvarpshlustendum á öllum aldri að njóta áfram fræðslu hans og listar meðan dagur er. P.J. NUDD-OG GUFUBAÐSTOFAN SÓLSTOFA Tungusíðu 6, Akureyri auglýsir breytta tíma frá og með 1. október Konur Karlar Sunnudagur 9.00-13.00 Mánudagur 8.00-17.00 17.00-23.00 Þriðjudagur 13.00-23.00 Miðvikudagur 8.00-17.00 17.00-23.00 Fimmtudagur 8.00-23.00 Föstudagur 8.00-17.00 17.00-23.00 Laugardagur 9.00-19.00 Þingeyingar - Þingeyingar Stórckmsleikur í Ýdölum laugardaginn 5. október frá kl. 23-03. Hljómsveit Pálma Stefánssonar. ÝDALIR. Ongulsstaðahreppur Hrossasmölun í Öngulsstaðahreppi er ákveðin laugardaginn 5. október nk. Réttað verður í Þverárrétt sunnudaginn 6. október kl. 1 e.h. Eigendum utansveitarhrossa er gert að greiða kr. 200 í fjallskilasjóð öngulsstaðahrepps fyrir hvert hross. Það skal tekið fram að ekki er heimilt að sleppa utan- sveitarhrossum í ógirt heimalönd eða á afrétt eftir að hrossasmölun hefur farið fram. Oddviti. Á AKUREYRI Almerrn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. október til 23. janúar Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni I viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild II. Tvisvar I viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Byggingarlist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skóiastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.