Dagur


Dagur - 03.10.1985, Qupperneq 9

Dagur - 03.10.1985, Qupperneq 9
3. október 1985 - DAGUR - 9 ___íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson KA-menn komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn Vals - Valur sigraði KA með 20 mörkum gegn 18 „Ég er þrælsvekktur yfir þessu, við hefðum alveg getað unnið þetta Uð á góðum degi, en á meðan strákarnir klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru er ekki von að vel fari,“ sagði Hermann Haraldsson Uðsstjóri KA í handbolta eftir leikinn gegn Val. „En hvað sem þessum leik líður þá stefn- um við hátt í vetur, það býr nóg í þessu liði til þess, þó það sé ungt,“ sagði Hermann einn- >g- Það er vægt til orða tekið að segja að það hafi verið farið að fara um hina fjölmörgu áhorf- endur sem mættu í Höllina, því það var ekki fyrr en liðnar voru 14 mínútur af leiknum að KA skoraði sitt fyrsta mark. Var þar að verki Hafþór Heimisson, en áður hafði Ellert markvörður Vals varið víti frá Jóni Kristjáns- syni, en Valsmenn höfðu nýtt sín færi fram að þessu og voru búnir að skora 5 mörk. Strax á 16. mín- útu fengu KA-menn annað víti sem Sigurður Pálsson skoraði úr og staðan 5:2 Val í vil. Guðmundur fiskaði enn eitt vítið á 17. mínútu, en hann hafði einnig fiskað hin tvö er áður er getið, en Ellert markvörður Vals gerði sér lítið fyrir og varði frá Sigurði. KA-menn náðu þó að halda í við Valsmenn fram að hálfleik en þá var staðan 11:8 Val í vil. Liðin hófu bæði seinni hálfleik á því að skora mörk úr vítum, fyrst Jón fyrir KA og síðan Valdi- mar fyrir Val. KA-menn fengu fullt af færum til að skora á næstu mínútum og voru bæði einum og tveimur mönnum fleiri en það virtist ekki duga, þeir brenndu hverju dauðafærinu af öðru, og Valsmenn breyttu stöðunni í 15:9. Þá brenndu KA-menn enn einu vítinu er Ellert varði öðru sinni frá Jóni Kristjánssyni. KA- menn náðu þó að skora 10 mörk á móti 5 mörkum Vals í restina, en það dugði bara ekki til, og skoraði Sigurður Pálsson 5 af þessum 10 mörkum KA. Loka- staðan því Valur 20, KA 18. Það sem varð KA að falli öðru fremur í þessum leik var hversu miklir endemis klaufar þeir voru í stöðunni einn á móti markverði, en þeir létu Ellert markvörð verja frá sér í hverju dauðafærinu af öðru. Þá virkaði Valsvörnin mjög sterk í þessum leik og kom- ust KA-menn lítt áleiðis gegn henni. Bestir í liði KA voru þeir Guð- mundur Guðmundsson sem hef- ur byrjað mjög vel í vetur og Sigmar Þröstur markvörður. Hjá Val bar Ellert markvörður af annars nokkuð jöfnu og heil- steyptu liði. Mörk KA: Sigurður P. 6 (4), Guðmundur G. 3, Jón Kr. 3 (1), Erlingur 2, Pétur 2, Þorleifur 1 og Hafþór 1. Mörk Vals: Valdimar 6 (4), Geir 4, Júlíus 4, Jakob 3, Þor- björn G. 1, Jón Pétur 1 og Þor- björn J. 1. Frekar slakir dómarar voru þeir Ólafur Haraldsson og Björn Jóhannsson. Hvað verður um Skautafélagið? „Aðstöðuleysi að drepa félagið" - segir formaður Skautafélags Akureyrar Skautafélag Akureyrar verður 50 ára í janúar 1987 og var það stefnan hjá félögum í Skautafé- laginu að þá yrði framtíðar- svæði félagsins orðið að veru- Ieika. En miðað við þá meðferð sem mál Skautafélagsins hefur fengið hjá yfirvöldum hér í bæ eru for- ráðamenn félagsins allt annað en bjartsýnir á að svo verði. Eins og formaður félagsins Guðmundur Pétursson sagði í samtali við Dag að þá væri félag- ið hreinlega að lognast út af vegna aðstöðuleysis. „Við sitjum ekki við sama borð og önnur íþróttafélög í bænum, það sem við höfum reynt ítrekað er að hafin verði undirbúnings- vinna við hið nýja svæði fyrir vet- urinn, en höfum ekki fengið svar,“ sagði Guðmundur. - Er mikill áhugi á skauta- íþróttinni í bænum? „Það er og hefur verið mjög mikill áhugi á íþróttinni en við erum alltaf að missa fólk frá okk- ur vegna aðstöðuleysis,“ sagði Guðmundur einnig. íþróttaráð Akureyrar hefur nýlega fjallað um mál Skautafé- lagsins og beinir ráðið þeim til- mælum til bæjarráðs að nú þegar verði teknar upp viðræður við Skautafélagið vegna flutnings á svæði félagsins. Bendir ráðið á að miklir fjármunir og mikið eigið vinnuframlag hafi verið lagt í nú- verandi svæði, enda var félaginu með bréfi dagsettu 12. desember 1979 tilkynnt að núverandi svæði félagsins væri framtíðarsvæði þess. Að lokum má geta þess að fái Skautafélagið ekki bættan flutn- inginn á tækjum félagsins þá rúlli starfsemin yfir, því kostnaðurinn við hann er gífurlegur. Sigurður Pálsson skorar eitt af sex mörkum sínunt í leiknum. Mynd: KGA Handbolti byrjaður hjá Þór Æfingar á vegum handknatt- leiksdeildar Þórs, fyrir alla aldurshópa eru hafnar fyrir alvöru og eru sem hér segir: 6. flokkur er með æfingar á þriðjudögum kl. 17-18 og sunnudögum kl. 10.30-11.30 í Glerárskóla. 5. flokkur á þriðjudögum kl. 19-20, á fimmtudögum kl. 19-20 og á sunnudögum kl. 11.30-12.30 í Glerárskóla. 4. flokkur á þriðjudögum kl. 18-19 í Skemmunni, á sunnudög- dögum kl. 18-19 og sunnudög- um kl. 12.30-13.30 í Glerár- skóla. 3. flokkur á þriðjudögum kl. 19-20.15 í Höllinni, á fimmtu- dögum kl. 19-20 og á föstudög- um kl. 17-18 í Skemmunni. 3. flokkur kv. á þriðjudögum kl. 17-18 og sunnudögum kl. 9.30-10.30 í Glerárskóla. 2. flokkur kv. á miðvikudög- um kl. 21-22 í Skemmunni og á fimmtudögum kl. 20-21 í Gler- árskóla. Meistaraflokkur karla á mánudögum kl. 19-20.30 í Skemmunni, á þriðjudögum kl. 20.15-21.30 og á fimmtudögum kl. 20.30-22 í Höllinni. Eru allir Þórsarar er áhuga hafa á handbolta hvattir til að mæta. Jónas Róbertsson þjálfar yngri flokkana í vetur. Knattspyrna hjá Þór Æfingar á vegum Knattspyrnu- deildar Þórs í vetur verða sem hér segir: 6. fl. á mánudögum kl. 17-18 í Glerárskóla. 5. fl. á sunnudög- um kl. 15.15-16.15 í Glerárskóla. 4. fl. á sunnudögum kl. 16.15- 17.30 í Glerárskóla. 3. fl. á sunnudögum kl. 15-16 í Höllinni. 2. fl. á miðvikudögum kl. 22-23 í Glerárskóla. Yngri fl. kv. á sunnudögum kl. 14.15-15.15 í Glerárskóla. Meistarafl. karla á miðvikudög- um kl. 21-22 í Glerárskóla og á sunnudögum kl. 14-15 í Höllinni. Eru allir áhugamenn hvattir til að mæta.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.