Dagur - 04.10.1985, Side 4
4 - DAGUR - 4. október 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SÍMI 24222
ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
íbúð hér og búl þar
Niðurskurður á fjárlögum,
sparnaður í opinberum
rekstri eru óskahugtök
flestra stjórnmálamanna
um þessar mundir. Sjálf-
stæðismenn fjölluðu m.a.
um þetta á Stykkishólms-
fundinum á dögunum.
Þeir voru búnir að sam-
þykkja drög að fjárlaga-
frumvarpi, en tóku síðan
nýjan kúrs. Formaður Fé-
lags íslenskra iðnrekenda
benti þeim réttilega á það
að ríkið yrði að spara,
draga yrði úr skattheimtu
— tók þá með öðrum orð-
um á beinið.
Það er nefnilega svo að
sjálfstæðismenn eiga ekki
einasta fjármálaráðherr-
ann, heldur ræður ráð-
herralið þeirra yfir 80%
þeirra útgjalda sem
byggjast á þessum lögum.
Þegar sjálfstæðismenn
eru að fárast yfir ríkisút-
gjöldunum eru þeir fyrst
og fremst að agnúast út í
sjálfa sig. Það er Matthías
með vegamálin og sam-
göngurnar, Matthías með
heilbrigðis- og trygginga-
málin og Ragnhildur með
menntamálin. Ætli það
vefjist nú ekki svolítið fyr-
ir þessum sömu ráðherr-
um að draga verulega úr
útgjöldum á þessum
sviðum, sem skipta svo
miklu máli þegar metið er
hvort við búum í velferð-
arþjóðfélagi eða ekki.
Það er svo á hinn bóg-
inn alvarlegt hversu stór
hluti þessara útgjalda
allra kemur til með sjálf-
virkum hætti og eykst ár
frá ári. Ef til vill er tíma-
bært að endurskoða
margt í þeim efnum, ekki
endilega að draga úr þjón-
ustunni við almenning,
heldur draga úr alls kyns
ónauðsynlegum stjórnun-
arkostnaði. Það er ekki
skólakennsla barnanna og
ellilífeyrir gamla fólksins
sem er að sliga þetta þjóð-
félag. Það er fyrst og
fremst toppstykkið á
þessu öllu saman sem
orðið er allt of stórt og
fyrirf erðarmikið.
Við getum kannski orð-
að það svo að framleiðni í
ríkisrekstrinum sé víða
allt of lítil. Það mætti líka
nefna það að hjá mörgum
opinberum fyrirtækjum
viðgengst margvíslegt
bruðl og óþarfa eyðslu-
semi. Hlaðið er undir
toppfígúrur í embættis-
mannakerfinu með alls
kyns hlunnindum og
fríðindum. Það er íbúð
hér, bíll þar, árleg utan-
landsferð á öðrum stað.
Almenningur hefur
skömm á þessu dekri við
stjórana, sem auk heldur
hafa hæstu launin í kerf-
inu.
Það er vissulega hægt
að spara í opinbera kerf-
inu, en það þýðir ekki
endilega að þjónustan við
almenning þurfi að
minnka svo mikið. Það er
hægt að draga svo veru-
lega úr reksturskostn-
aðinum að nægði til að
koma þessum málum á
réttan kjöl.
_koll — hnýsa.
Um fundna
fundi
Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, skrifar.
í lok sautjándu aldar deildu
menn mjög á meðal lærðra í
Svíþjóð og Danmörku hvor
heldur þjóðin væri beinn af-
komandi hins týnda ellefta ætt-
bálks ísraels. I fyrstu lotu höfðu
D;mir betur. Þeim tókst á „vís-
indalegan" hátt að sanna að
engir aðrir en þeir væru afkom-
endur áðurnefnds ættbálks, (og
þá í leiðinni vagga evrópskrar/
alheims menningar). Stuttu síð-
ar gerðu Svíar enn betur og
rændu þá upprunanum og komu
honum upp á sjálfa sig, einnig á
„vísindalegan" máta. Þcssar
„vísindalegu" aðgerðir beggja
þjóðanna byggðu m.a. á forn-
leifum og það sem þær höfðu að
geyma.
Rúmum tvö hundruð árum
seinna eða í upphafi þessarar
aldar fundu Englendingar, eftir
margra áratuga leit, frummann
á Bretlandseyjum. í nokkra
áratugi höfðu Frakkar og þýskir
m.a. getað gortað af því að inn-
an þeirra landamæra fyndust
leifar eftir ýmsa frummenn. Það
sveið mjög í augum hins breska
heimsveldis, sem vegna valda
sinna og oftrúar á sjálfu sér og
sögu sinni ásældist mjög sinn
eigin frummann, að smærri ríki
hefðu það sem þeim bæri að
hafa. En eins og í öllum góðum
sögum sem enda vel, endaði
þessi líka vel (um tíma). Eng-
lendingar fundu sinn frum-
mann. Og hann sló svo sannar-
lega öllum öðrum frummönnum
við, því hér var kominn enginn
annar en „the missing link“,
(týndi hlekkurinn). Eins og aðr-
ir góðir menn fékk þessi maður
nafn. Piltdown-maðurinn var
nafnið. Einn hængur var þó á
gjöf Njarðar, sagan var ekki
búin, því rúmum fjörutíu árum
síðar eða árið 1953 komust
menn að hinu sanna varðandi
uppruna Piltdown-mannsins. í
ljós kom að vinurinn var vissu-
lega að hálfu leyti maður og að
hálfu leyti api, málið var bara
að beinin komu ekki frá sömu
verunni. Höfuðkúpan var af
öldruðum manni, en neðri
kjálkinn af órangútan apa.
í júní á þessu ári komu fréttir
frá Dagverðarnesi við Breiða-
fjörð að íslandssagan hefði
lengst um ca. tvö hundruð ár.
Þessar fréttir eru sannarlega
ekki í samræmi við ríkjandi
skoðanir og trú. Þegar ísland
var að brjótast fram til sjálf-
stæðis var þörf á glæstri sögu
sem þjóðin átti ein. Sömu þarfir
lágu að baki Dana og Svía á
sautjándu öld og Englendinga á
nítjándu og tuttugustu öld, þó
að þar hafi ekki sjálfstæðisbar-
átta verið í gangi, heldur þörfin
á glæstu vegabréfi upp á fortíð-
ina. Ekki er þessi tilhneiging
einskorðuð við þau lönd sem
hér hafa verið nefnd, sönnu nær
væri að segja að hún sé hluti af
öllum þjóðum sem eru að verða
til, þenjast út eða standa í bar-
áttu við ytri eða innri öfl. Lengi
vel virtist svo sem Ameríka ætti
sér ekki lengri sögu en aftur að
komu hvíta mannsins, alla vega
fór lítill tími og lítið fé í að
rannsaka annað. Sömu sögu er
að segja um aðrar þjóðir sem
innfæddir og aðkomumenn búa.
Þeir skrifa söguna sem þekking-
una hafa, þeir sem þekkinguna
hafa, hafa völdin. Þeir sem hafa
völdin ráða fjármagninu og fjár-
magn þarf til rannsókna.
Og nú aftur að fundinum á
Dagveröarnesi.
Eg ætla ekki að fara að
tíunda þá fundi og þær niður-
stöður sem þaðan komu. í
fyrsta lagi þarf að rannsaka
staðinn mun betur og í öðru lagi
tel ég að rannsóknin sé á því
stigi að ekki sé vert að vera með
gagnrýni, með eða á móti, þó
svo að öðrum þyki ástæða til
þess. Er þar ekki komin gamla
óskhyggjan sem glepur dóm-
greindina á báða bóga? Og
þetta er mergur málsins. Það er
engum til góðs þegar kenning-
um er haldið stíft fram og allt
annað sem lendir fyrir utan látið
„Englendingar fundu sinn
frummann. Og hann sló svo sann-
arlega öllum öðrum frummönnum
við, því hér var kominn enginn
annar en „the missing link“ (týndi
hlekkurinn). Eins og aðrir góðir
menn fékk þessi maður nafn. Pilt-
down-maðurinn var nafnið. Einn
galli var þó á gjöf Njarðar . . .“
lönd og leið. Frægur vísinda-
maður hefur sagt að það skipti
engu máli hvaðan spurningarn-
ar komi sem varða tilveru
okkar, hvort þær komi í svefni
eða vöku, það sem máli skipti sé
hvort þær séu verðugar þess að
við þeim fáist svör. Allar kenn-
ingar lifa sitt æviskeið, flestar
þeirra líða undir lok og aðrar
betri taka við, allar breytast þær
þó meira eða minna. Ég hef
grun um að kenningin um land-
nám íslands sé engin undan-
tekning frá þessari reglu. Látum
oss athuga málið!
Bjarni Einarsson
Minjasafninu á Akureyri.