Dagur - 04.10.1985, Page 6

Dagur - 04.10.1985, Page 6
6 - DAGUR - 4. október 1985 mannlít , JSvœðisútvarp, góðan dag“ Þótti bjórinn góður á Costa del Sol. —fólk á förnum vegi.___________________ „Sakm bíósins“ - segir Kristján Guðmundsson Hann átti leið um Strandgötuna fyrir stuttu og datt í hug að líta inn og athuga hvort ekki vœri möguleiki aðfá birta afsér mynd í blaðinu. „Það hafa komið svo margar myndir afvinum mínum í blaðinu svo það er tími til að ég fái að vera þar líka, “ sagði hann. Kristján Guðmundsson heitir hann. Það er varla að nokk- ur þekki hann undír því nafni. Stjáni í bíó er nær sanni. Hann var dyravörður í Nýja bíói til margra ára. Sjálfur seg- ist hann hafa byrjað að vinna í bíóinu þegar hann var 14 ára gamall. „Þá var ég við að setja brjóstsykur í poka. En ég át mest af honum,“ segir hann og hlær við. Honum þykir illa komið fyrir bíóinu sem hann vann við. „Ég sakna þess líka, því ég var búinn að vinna svo lengi þarna,“ segir hann. Kristján segist fara mikið í bíó, þ.e.a.s. Borgarbíó. „Ég sé næstum allar myndir sem koma, og þykir alltaf jafn gaman að fara í bíó.“ Til fjölda ára hefur Kristján unnið hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. „Ég vinn bara hálfan daginn núna. Það er alveg nóg fyrir mig.“ - Hvert fer Stjáni í sumarfrí? „Ég hef farið til Norðurlandanna, og líka til Costa Del Sol. Það er fínt að fara þangað. Gott veður og góður bjór.“ - Ertu þá hlynntur bjórnum? „Nei ég er það ekkert frekar, það má segja að mér sé sama um hann. En ef verður kosið þá kýs ég hann,“ segir Kristján Guðmundsson, sem hefur ekki lengur bíóið til að vinna í á Hús Ríkisútvarpsins v/Frostagötu á Akureyri er snoturt hús á snyrtilegri lóð. Heildarsvipinn setur því nokkuð niður þegar Kristján ljósmyndari hefur komið bifreið sinn fyrir á bílastæði þeirra útvarps- manna. Með skilti á útihurð er þér tilkynnt að reykbind- indi þitt hefjist um leið og dyrnar lokist að baki og það muni vara jafnlengi dvöl- inni innan dyra. - Dags- menn sjá fram á erfiða en heilnæma stund. Tilgangur þessarar heim- sóknar er að fylgjast með „generalprufu“ svæðisút- varps RÚVAKS. Ætlunin er að láta dagsskammt af svæðisútvarpi „renna í gegn“ án þess að senda hann út í himingeiminn. Þegar við komum er undir- búningur á lokastigi. Við fáum okkur sæti í námunda við tæknimennina og búum okkur undir að fylgjast sem best með öllu. Um leið og 5-fréttum lýk- ur á Rás 2 hljómar kynning- arstef svæðisútvarps og dagskráin er hafin. Mér finnst ég vera áhorfandi baksviðs í leikhúsi, enda ekki fráleit samlíking ef grannt er skoðað. Leikstjóri er útsending- arstjórinn hverju sinni. Hann sér um að verkið renni áfram, hnökralaust. Menn hafa sín handrit og fá bendingu um hvenær þeir skuli koma inn og segja sitt. Sum handritin eru þegar fullskrifuð. Þannig er með handrit fréttamannanna svo og auglýsingahandritin. Önnur handrit eru með gloppum. Þannig þurfa dagskrárgerðarmennirnir að fylla í eyður sinna hand- rita á staðnum og stundinni og spila eftir eyranu eftir því sem andinn býður þeim. Ef t.d. einhver er fenginn til viðtals, þarf að semja spurningarnar og leiða eina af annarri, en gæta þess jafnframt að halda öllu innan fyrirfram ákveðinna tímamarka. Sigrún, Bergsveinn, Hrafnhildur og Bjöm Sigmundsson tæknimaður að störfum. í hvfldarstöðu í bak- sýn má sjá Jón Baldvin og Jónas Jónasson, deildarstjóra. Myndir: KGA „Hvernig á þetta að vera?“ Finnur og Sigrún fá hlutina „á hreint“. Sviðsmenn þessa leik- húss, tæknimennirnir, sjá um að að allir leikmunir séu til staðar. Þeir þurfa að handfjatla ótrúlegan fjölda af spólum, snældum og plötum á stuttum tíma og sjá um að allt sé á þeim stað sem ætlað er í handritinu. Þar þarf snör en örugg handtök. Fyrr en varir hljómar lokastefið og dagskránni er lokið. Starfsfólkið fær samt ekki langan slökunartíma. Jónas Jónasson, deildar- stjóri RÚVAKS, sem íhug- ull hefur fylgst með fram- vindu mála, tilkynnir að fundur hefjist eftir 15 mín- útur. Þar á að hlusta á upp- töku af því sem fram fór og ræða málin. Við þökkum fyrir okkur og kveðjum. Á leiðinni út rennur upp fyrir mér hvað það er helst sem skilur á milli útvarps og leikhúss. í leikhúsi fara fram margar æfingar áður en verk er flutt. í útvarpi er aðeins ein æfing og sú æfing er jafn- framt fyrsta og eina sýning- in. BB. Sigrún Sigurðardóttir út- sendingastjóri (sitjandi), Hrafnhiidur Jónsdóttir og Finnur Magnús Gunn- iaugsson dagskrárgerðar- menn, bera saman bækur sínar. Bergsveinn Gísla- son tæknimaður við stjórnborðið. í hljóðver- inu eru þeir Jón Baldvin Halldórsson og Pálmi Matthíasson fréttamenn. bréf til Guðrúnar Komdu nú blessuð og sæl Guðrún mín. Mikið var gaman að fá bréfið frá þér. Kærkomin tilbreyting í haustönnunum. Það er eins hjá mér og þér, ég hef verið í slátrum. Þau eru með færra móti í ár slátrin sem ég tók. Við verðum það fá heima í vetur. Elsk- an hann Friðjón verður ( Mennta- skólanum og þau Stína og Kobbi verða á heimavist ( vetur. Þannig að við verðum bara 3 heima, við Jón og svo hún Dísa litla. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu mikill sólar- geísli hún er bless- unin litla, því óneit- anlega væri tómlegt í kotinu án hennar. Jón er svo mikið á fundum og ráðstefn- um. Hann er í hreppsnefndinni eins og þú veist og svo er hann í stjórn Stéttarsambands bænda. Ég fór nú reyndar með honum á aðalfund Stéttar- sambandsins sem haldinn var á Laug- arvatni um daginn. Við fengum þetta líkafínaveður. Samt eyddum við konurn- ar mestum tíma í að sitja og hlusta á karl- ana ræða málin. Okkur fannst svo notalegt að sitja þarna með prjónana. Ég prjónaði peysu á bæði Dísu og Kobba þessa daga sem ég var fyrir sunnan. Heyrðu, þú vissir það að hún Anna ér farin að búa. Þau trú- lofuðu sig ( vor hún og Gunnar á Hofi. Skrýtið hvað tíminn flýgur áfram, mér finnst svo stutt síðan hún var bara smá- peð en samt eru það 18 ár. Eitt skrýtið mál kom upp hér i sveit- inni í haust. Tveir vinir sóttu um skólavist á Hólum. Öðrum þeirra var synjað um skólavist á þeirri forsendu að hann hefði ekki til- skilda lágmarkseink- unn í ensku, en jafn- framt var honum sagt að hann gæti sótt um næsta vetur og fengi þá að öllum likindum pláss. Veistu af hverju? Jú, þá verður hann orðinn tvítugur og þá skiptir engu máli lengur þó hann hafi ekki lágmarkskunn- áttu í ensku. Nærðu upp í svona lagað? Jæja, elskan ég má ekki vera að þessu lengur. Von- andi læturðu heyra frá þér aftur. Ég kfkka inn ef ég kem í bæinn. Vertu svo marg- blessuð og sæl og ég bið að heilsa öil- um stelpunum. Þín Sigurlína.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.