Dagur - 04.10.1985, Side 15
4. október 1985 - DAGUR - 15
_hvað er að gerastZ
Gamli Lundur verður form-
lega opnaður á laugardag kl.
16 með málverkasýningu
Kristins G. Jóhannssonar.
Salurinn er orðinn hinn álit-
legasti og ekki eru myndir
Kristins síður áhugaverðar.
„Hér er vel séð fyrir lýs-
ingu, enda er hún hönnuð fyr-
ir sýningarsal. Ætli þetta sé
ekki eini salurinn í bænum
sem er hugsaður og gerður
sérstaklega með það í huga að
halda málverkasýningar,
enda líst mér mjög vel á
hann,“ sagði Kristinn í spjalli
við Dag.
Hann sagði að myndirnar
væru flestar unnar í sumar
leið og ber mest á olíuverk-
um, en einnig teikningum og
dúkristum. „Uppistaðan er
umfjöllun um Akureyri, ekki
síst gömlu Akureyri. Mér
finnst fara vel á því að sýna
slíkar myndir í Gamla Lundi.
Mest hef ég verið upptek-
inn af ljósi og birtu. Eg hef
reynt að nýta það í myndir,
sem eru þó af sjáanlegum
fyrirmyndum. Ég hef verið að
leita leiða út frá munstrunum,
sem ég hef verið býsna upp-
tekinn af,“ sagði Kristinn.
Sýningin verður opin frá
16-22 daglega til 13. október.
Að mati blaðamanns er hér
um einstaklega fallega sýn-
ingu að ræða. HS
Síðasta
dvöru
golfmátið
Síðasta alvörugolfmót
sumarsins á vegum Golf-
klúbbs Akureyrar verður
haldið á laugardaginn og hefst
kl. 13.00.
Er það hin margfræga
Bændaglíma og fer mótið
fram á velli félagsins að Jaðri.
Þórog
Vöísungur
í suðurveg
Á handboltasviðinu verður
lítið að gerast hér norðan-
lands um helgina, þó fá Þór
og Völsungur ekkert frí því
þeir eiga báðir útileiki um
helgina í 3. deildinni.
Þeir fara á Suðurlandið og
leika við lið Selfoss og Hvera-
gerðis.
Á föstudag leika Völsungar
við Selfyssinga og Þór við lið
frá Hveragerði. Og daginn
eftir skipta þeir svo um lið,
Þór leikur við Selfyssinga og
Völsungur við Hveragerði.
KA á frí þessa helgi.
Om Magnússon
með tónleika
„Ég hef það að takmarki að
halda píanótónleika heima í
Ólafsfirði þegar ég er orðinn
87 ára,“ sagði Örn Magnús-
son píanóleikari frá Ölafs-
firði.
Örn er nú staddur hér á
landi um stundarsakir. Hann
ætlar að halda tónleika á Ak-
ureyri 5. október kl. 15.00.
Á efnisskránni verða verk eft-
ir snillinga eins og afmælis-
barnið Bach. Einnig verður
tunglskinssónata Beethovens
á efnisskrá ásamt 12 prelúdí-
um eftir Debussy. „Það eru
algerar perlur þessar prelúdí-
ur,“ sagði Örn.
Á morgun laugardag verður
kynning á starfsemi Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Að sögn skólameistara Bern-
harðs Haraldssonar er hug-
myndin að gefa almenningi
kost á að kynna sér starfsemi
eins stærsta framhaldsskóla
landsins. Borið hefur á að
Ekki gerir hann nema stutt-
an stans að þessu sinni, því
hann þarf að vera kominn til
London, þar sem hann er við
píanónám um miðjan októ-
ber. „Það er gott að vera
námsmaður í London. Að
minnsta kosti hvað varðar
listina. Þar er miðstöð menn-
ingarinnar í Evrópu, því þar
fer allt í gegn, ef svo má
segja." Hins vegar er ekki
gott að vera þar upp á skóla-
gjöld og allt sem kostnað
áhrærir, því þar eru skóla-
gjöld mjög há.“
Örn hefur kennara að nafni
Louis Kentner, sem er ung-
verskur, og var, og er reyndar
fólk viti lítið hvað er að gerast
í þessum stóra skóla. Því gefst
fólki tækifæri á að sjá allt sem
þar fer fram. Auk þess verða
veitingar handa öllum. Fólk
er hvatt til að koma og skoða
þennan stóra skóla, sem veitir
fólki framtíðarinnar fræðslu.
enn einn besti píanóleikari
heims, þrátt fyrir háan aldur.
En hann er áttræður. Kentner
þessi hélt tónleika sl. sumar
við mikla hrifningu rúmlega
2000 áheyrenda.
Örn var spurður nánar út í
takmarkið að halda tónleika í
Ólafsfirði 87 ára gamall. „Ég
var á tónleikum með gítar-
snillingnum spænska, Seg-
óvía, árið 1981. Þá var hann
87 ára gamall, og spilaði eins
og engill. Þá skrifaði ég heim
og sagðist ætla að halda tón-
leika í Ólafsfirði þegar ég
væri 87 ára gamall.“
Það er vonandi að það tak-
ist hjá Erni Magnússyni
píanóleika. Tónleikarnir
verða eins og fyrr sagði, 5.
október kl. 17.00 í Borgar-
bíói. - gej
19. þing Alþýðusam-
bands Norðurlands:
Heþtí
Alþýdiéúsinu
Ákweyri í dag
19. þing Alþýðusambands
Norðurlands verður sett í
dag kl. 17.
Þingið verður haldið í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri,
Skipagötu 14. Fulltrúar af
öllu Norðurlandi, allt frá
Hvammstanga til Þórshafnar
munu mæta, og eru það alls
um 100 fulltrúar.
Gestur þingsins verður Ás-
mundur Stefánsson forseti
ASÍ og mun hann flytja
ávarp.
Aðalmál þingsins verða
kjara- og atvinnumál, en
einnig verða skipulagsmál til
umræðu. Á milli þinga hafa
þau mál verið mikið rædd og
er nú verið að vinna að ýms-
um skipulagsbreytingum sem
til umræðu verða á þinginu.
Veitingar í
Verkmenntaskólmum
Hjólbarðaskipti
Jafnvægisstilling
mmmmsimt
B
Norðlensk gæði
Norðlenskt fyrirtæki
Rangárvöllum • Akureyri
Sími 96-26776
•MYBÁP.ÚHG ','éÓ2AkUREY.Rt!
8.4483^, PÓSTHÓLF 498 . ;
Stórútsala a
pottaplöntum
er erm í fullum gangi.
Opið laugard. og sunnud.
frá kl. 10-16.
Föstudagur 4. október:
Opnað kl. 20.00.
Nýjasta hljómsveitin í bænum, hún heitir
Áning
skemmtir til kl. 03.00 ásamt diskóteki með fullt af nýju efni.
Nú verður feikna fjör á föstudaginn.
Laugardagur
5. október:
Opnað kl. 19.00.
Uppselt í Mánasal.
„Hoííó Akureyri“
„Út
Óðinn Valdimarsson
er mættur í bæinn, eldhress
og rifjar upp gömlu,
góðu rokklögin
ásamt hljómsveitinni
Áningu.
sem skemmtir
ásamt diskóteki til kU. 03.00.
McttseM:
Villigæsarpaté
m/hvítvínssoðnum vínberjum.
Kramarnús úr reyktum laxi
m/sinnepssósu.
Hvítlaukskryddaðir sniglar.
Innbakaðir sjávarréttir
í hvítvínssósu.
Karrýbætt rækjusúpa.
Tær Kínasúpa m/grænmeti.
Heilsteikt rauðspretta
m/kryddsmjöri.
Fiskgratin hússins.
Ofnsteikt aliönd
m/trönuberjasósu.
Hreindýrabuffsteik m/fylltum
perum og viUibráðarsósu.
Lambakótilettur
m/sveppum og skinku.
Turnbauti „Parisienne“
m/gufusoðnu blaðsalati.
Djúpsteikt Dalayrja.
Vanilluís Amaretto.
Kaffi og konfekt.
Kjoflarinn
Opið í hádeginu
og á kvöldin.
Ódýrir réttir dagsins
ásamt salatbar.
Uppákomur
jí hverju kvöldi.