Dagur - 04.10.1985, Side 16

Dagur - 04.10.1985, Side 16
Fjölskyldutilboð sunnudaginn 6. október á Bauta. Rjómalöguð sveppasúpa og Londonlamb m/rauðvínssósu kr. 350,- Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd foreldra: _______Hamborgari eða samloka með firönskum. Skuld ríkisins við Akureyri: Nemur allt að 25 milljónum króna - Vegna framkvæmda við skólabyggingar Kaupfélag Svalbarðseyrar: Miklir erfiðleikar -en höldum þó áfram, segir Tryggvi Stefánsson „Það eru miklir rekstrarerfið- leikar en við sjáum ekki annað en að hægt sé að halda rekstr- inum áfram og við ætlum að gera það,“ sagði Tryggvi Stef- ánsson, stjórnarformaður Kaupfélags Svalbarðseyrar, í samtali við Dag. í gær hélt stjórn kaupfélagsins fund með Birni Ingimarssyni frá Sambandinu, sem unnið hefur að úttekt á rekstrarstöðu kaupfé- lagsins. Karl Gunnlaugsson, kaupfé- lagsstjóri, sem sagði upp starfi sínu hjá kaupfélaginu fyrir nokkrum vikum, er enn við störf hjá Kaupfélaginu og hefur unnið ásamt stjórn félagsins að því að reyna að rétta reksturinn við. Ekki hefur verið auglýst eftir eftirmanni hans og engin ákvörð- un tekin í þeim efnum. Tryggvi sagðist vilja benda á að Kaupfélag Svalbarðseyrar væri ekki eina kaupfélagið á landinu þar sem reksturinn geng- ur illa. Helstu orsakir rekstrar- vanda Kaupfélags Svalbarðseyrar taldi hann vera: Miklar útistand- andi skuldir, samdráttur í land- búnaðarframleiðslu, erfiður rekstur smásöluverslunar og mik- il skuldabyrði vegna fjárfestinga, m.a. vegna kartöfluverksmiðj- unnar. Einnig nefndi Tryggvi að kartöfluverksmiðjan stæði í erf- iðri samkeppni við innfluttar franskar kartöflur. -yk. Frímerki með bæjarmerki Akureyrar Norska póststjórnin í Osló hef- ur leitað eftir því við Akureyr- arbæ að fá að nota bæjarmerki Akureyrar á frímcrki. Frímerki þetta á að gefa út á næsta ári, og á því verða bæjar- merki allra vinabæja Álasunds. Bæjaráð Akureyrar tók beiðnina fyrir á fundi sínum fyrir skömmu og samþykkti að verða við erind- inu. „Við erum að reka fyrirtæki hérna og ætlum ekki að gera það gegnum blöðin.“ Þannig svaraði Svavar B. Magnússon, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Magnúsar Gamalíelsson- ar spurningu Dags um það hvort hugsast gæti að skor- kvikindi sem fundist hafa á skreiðarlofti fyrirtækisins hafi haft einhver áhrif á það að starfsfólki fyrirtækisins hefur verið sagt upp. Til þess að hægt sé að hreinsa skreiðarloftið og vinnslusal Hraðfrystihússins sem er á hæð- „Það er líklega ekki fjarri lagi að segja, að ríkið skuldi Akur- eyrarbæ allt að 25 milljónir króna vegna skólafram- kvæmda,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari, í við- tali við Dag. Þessi tala hefur verið viðruð við alþingismenn kjördæmisins og að sögn Guð- mundar Bjarnasonar, þing- inni fyrir neðan, þarf að tæma öll matvæli úr húsinu og hlýtur það óhjákvæmilega að hafa í för með sér vinnslustöðvun. Síðastliðinn föstudag fór heil- brigðisfulltrúinn á Akureyri, Valdimar Brynjólfsson, ásamt meindýraeyði til Ólafsfjarðar til að athuga með hvaða hætti bregðast mætti við skordýraplágu sem komin var upp á skreiðar- loftinu. í ljós kom að þarna var um svonefnda Tinusbjöllu að' ræða og er það sama kvikindi og fannst í skreið á Húsavík fyrr í vikunni. Bjalla þessi er um 2-3 manns Framsóknarflokksins, virðist það vera mjög algengt að ríkið skuldi sveitarfélögun- um töluverðar upphæðir vegna lögboðinna framlaga til skóla- mála. Guðmundur sagði að þetta hefði komið fram á fund- um þingmanna með sveitar- stjórnarmönnum. Það er athyglisvert að þrátt fyr- millimetrar í þvermál og hefur fundist víða þar sem skreiðar- birgðir hafa legið lengi. Hún drepst þegar skreiðin er fryst og á ekki að geta spillt skreiðinni þannig að hún verði ósöluhæf. í Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar háttar hins vegar þannig til að vinnslusalur hússins er undir skreiðarloftinu og er trégólf í hluta loftsins. Þar varð vart við að bjallan kæmi í gegn- um loftið og niður í kaffistofu starfsfólks og í hluta vinnslusalar- ins. Að sögn Jóns Steinssonar, fisk- ir að ríkið standi ekki við greiðsluskuldbindingar sínar fyrr en seint og illa, þá virðast sveitar- félögin geta framkvæmt áfram. Valgarður var spurður að því hvort afkoma Akureyrar og þá sveitarfélaga almennt væri svona góð: „Mér hefur nú fundist heldur þungt hljóð í sveitarstjórnar- mönnum almennt og að mönnum matsmanns í Ólafsfirði, er nú unnið að því að tæma frystihúsið af öllum matvælum og að því búnu verður skreiðin fryst og húsið hreinsað. Stefnt er að því að hreinsun hússins fari fram strax eftir helgi. Svavar B. Magnússon, fram- kvæmdastjóri fullyrti að upp- sagnir starfsfólks frystihússins sem sagt var frá f Degi í gær, stæðu ekki í sambandi við þessa skordýraplágu og vildi ekkert við blaðamann tala, eins og fram kemur í upphafi fréttarinnar. -yk. hafi fundist heldur þungt fyrir með innheimtur seinni hluta sumars og í haust. Þess má geta að skuldir ríkisins vegna skóla- mála eru endurgreiddar með verðbótum. Þctta skýrir að sumu leyti það að hægt er að halda framkvæmdum áfram, þótt greiðslur berist síðar en ætlað er. Varðandi afkomu bæjarins sem fyrirtækis, þá stendur hann frem- ur vel og ekki lakar en í fyrra. Reksturinn er nokkuð góður og við söfnum ekki vanskilaskuld- um, en það er fyrst þegar skuld- um er safnað, sem erfiðleikarnir verða verulegir,“ sagði Valgarð- ur. Guðmundur Bjarnason sagði að það væri spurning sem vert væri að velta fyrir sér, hvort staða sveitarfélaganna hafi ekki lagast með lækkun verðbólgunnar. Nýt- ing tekna þeirra hlyti að batna og þær skila sér betur, á hærra raun- gildi, eftir að dregið hefði svo mjög úr verðrýrnun peninga. HS Prjónakeppni: Hvorir pijóna meira? - Jón Helgason, ráðherra og Jón Sólnes prjónuðu fyrstu lykkjurnar Það er ýmislegt sem menn finna upp á til að stytta sér og öðrum stundirnar. Nú í miðj- um haustönnum ætla Klæð- skeraverslun Sigurðar Guð- mundssonar á Akureyri og Ala- foss hf. í Reykjavík að efna til treflaprjónakeppni. Keppnin hófst kl. 9 í morgun og stendur yfir í viku. Fyrirhugað er að prjóna heljarinnar trefla, annan á Akureyri og hinn í Reykjavík. Það var Jón Sólnes sem fitjaði upp á Akureyri og prjónaði fyrstu lykkjurnar. Að sjálfsögðu í bláum lit. í Reykja- vík vað það Jón Helgason ráð- herra sem hóf leikinn og prjónaði í grænum lit. Viðskiptavinir Sig- urðar Guðmundssonar munu fá að spreyta sig á treflinum alla næstu viku og vonandi láta þeir karlar og konur sitt ekki eftir liggja. Daglega munu fara fram mælingar og fylgst verður vand- lega með árangri hvers dags. Ála- foss mun síðan fá valinkunnan sjálfstæðismann til að ljúka sín- um trefli og Sigurður Guðmunds- son aftur á móti mun fá góðan framsóknarmann hér á Akureyri til að ljúka Akureyrartreflinum. -mþþ Frægustu kirkjutröppur landsins, hafa þær verið nefndar, kirkjutröppurnar á Akureyri. Nú standa yfir gagngerar endurbætur á þeim og hér eru múrarar að leggja grágrýtishellur í tröppurnar. Hellur þessar eru hinar fallegustu, enda munu hellurnar í allar tröppurnar kosta um hálfa milljón króna. Mynd: KGA Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. í Ólafsfirði lokað: Bjöllur á skreiöarloftinu - Ollu þær uppsögnum starfsfólks fyrr í vikunní?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.