Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. september 1985 Að vera frjór og finna upp á einhverju nýju ... Leirinn er bestur þegar hann er elstur, hér er Margrét að hnoða leir, en það segir hún vera hið mesta puð: Ég þarf ekki í heilsurækt á meðan! Margrét Jónsdóttir leirkerasmiöur, komin heim frá Danmörku og hefur sett upp Ieirkeraverkstæði í Hamragerðinu I kjallara hússins númer 23 við Hamragerði á Akureyri sat hún og renndi leir. Margrét Jónsdóttir leirkerasmiður. Ný- komin heim frá Danmörku. Með manninn sinn með sér, Henrik Petersen. „Þú finnur ekki danskara nafn. Nema ef vera skyldi Larsen!“ Margrét fór fyrst til Danmerk- ur haustið '19 og hafði vetursetu í Borgundarhólmi. „Borgundarhólmur er afskekkt eyja í Eystrasalti, milli Svíþjóðar og Póllands. Ég var í lýðháskóia, þar sem fyrirkomulagið var þann- ig að við áttum að vera á verk- stæði hálfan daginn. Það var ýmislegt í boði, grafík, leir, teikning, málun. Ég hreifst strax af leirnum. Hafði alltaf hugsað mér að fara út í eitthvað þessu líkt, en þarna hugsaði ég með mér: Þetta ætla ég að gera.“ Margrét var í Borgundarhólmi í tæpt ár, hafði hrifist af leirnum og þreytti inntökupróf í mynd- lista- og handíðaskóla í Koling á Jótlandi. „Þessi skóli er um margt líkur skólanum hér heima, nema hvað þú velur þér ákveðna línu strax. Ég valdi auðvitað keramikið. Við þurftum að læra viss undirstöðu- atriði í handverkinu, enda auð- veldar það alla vinnu um helming að kunna tæknilegu atriðin. En það var líka farið í hlutina út frá listfræðilegu sjónarmiði, formi og fagurfræði." Smá dæmi um það sem kennt er: Teikning, módelteikning, hlutateikning, listasaga, efna- fræði, glerungagerð. Á fyrsta ár- inu er mikið um teikningu og þá læra nemar líka að renna og vinna með gifsform. Margrét útskrifaðist fyrir einu ári. Henrik var útskrifaður úr sama skóla í vor. „Ég sá fram á að hanga bara heima hjá mér og gera ekki neitt af viti, ef ég yrði í Koling síðasta veturinn hans. Ákvað því að skella mér til Kaupmannahafnar og það var virkilega góður vetur. Að vanda sig. Myndir: KGA Ég leigði með vinkonu minni héðan frá Akureyri. Það er svo skemmtilegt og fjöl- breytt mannlíf í Kaupmanna- höfn. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast á hverju augnabliki. Það er alveg sér kapítuli að vera gangandi úti á götu. Ég sótti námskeið í vefnaði og grafík. Það var enga vinnu að fá, svo að ég þvældist um allt á hjól- inu mínu. Fór á söfn og sat á kaffihúsum. Ég hafði það gott í Kaupmannahöfn.“ Henrik var að klára skólann í Koling. Honum líkar ekki við Kaupmannahöfn. Hann er Jóti. „Honum finnst algjör neyð að vera í Kaupmannahöfn,“ segir Margrét „hann er ekki fyrir stóra bæi. Akureyri er passleg." „Það er eitt skrýtið við Akur- eyri,“ segir Henrik „það fæst svo lítið í búðunum.“ Hann tekur upp að því er virðist venjulega plastkönnu. Gula. „Ég ætlaði að kaupa svona plastkönnu um dag- inn og fékk hana hvergi!“ Hissa. Hristir hausinn. „En fólkið hérna lærir að bjarga sér. Það býr til hlutina sjálft.“ - Já, það er dálítill munur á Kaupmannahöfn og Akureyri? „Óhætt að segja það. Við erum að átta okkur á því að vera kom- in hingað. Ef eitthvað vantaði, þá tók kannski þrjá daga að panta og fá hlutina. Hér heima tekur allt svo óskaplega langan tíma. Við þurfum að hugsa langt fram í tímann. Það kemur allt saman.“ - Þá spyr ég, hvernig gekk að læra dönskuna, Margrét? „Það gekk ekki sem verst. Ég kunni skóladönskuna og ég gat talað við einn til tvo í einu. En þegar komið var í samkvæmi, þar sem tíu manns voru og tónlist að auki, þá skildi ég ekkert. En þar sein engir íslendingar voru í kringum mig, þá varð ég að gjöra svo vel og tjá mig. Og þetta kom fljótt. Þegar ég kom í skólann í Koling þá hitti ég enga íslend- inga. Seinna frétti ég að það hefðu verið þarna íslendingar við nám. Ég varð voða spæld. Svo eitt haustið komu þrjár stúlkur íslenskar og þá sleppti ég mér alveg í kjaftagangi. Þegar maður er langdvölum erlendis þá finnur maður að það er svo margt í manns eigin máli sem ekki er hægt að segja á öðrum málum. Já, það er langur vegur frá skóladönskunni og til daglega málsins. Ég held að það ríki ákveðnir fordómar gagnvart dönskunni. í skólanum þorir eng- inn að tala með réttum fram- burði, en það er hins vegar ekk- ert mál hvað enskuna varðar.“ - Víkjum aftur að leirkera- smíðinni. Er ekki töluverður stofnkostnaður að setja á fót verkstæði? “Jú okkur fannst það mjög dýrt. Við áttum líka ekki krónu þegar við komum hingað. Gas- ofninn keyptum við í Danmörku og hann kostaði hundrað þúsund og fjörutíu þúsund að flytja hann. Svo þarf að setja á hann alls konar mæla til öryggis. Ekki viljum við sprengja upp alla göt- una! Þessir mælar eru rándýrir." Margrét segir að leirinn sé bestur þegar hann er sem elstur. í Japan bjuggu menn til leir fyrir næstu og þarnæstu kynslóðir og grófu í jörð. Þau Margrét og Henrik hafa búið til leir í Dan- mörku, eftir eigin uppskrift. Hann er síðan 1983 og að sögn ágætur. Þegar aðstæður leyfa hér heima ætla þau að búa til eigin leir, en flytja hann inn þangað til. Þegar búinn er til leir, „þá gerir maður minnst fjögur til fimm hundruð kíló í einu“. Það er erfitt að hnoða leirinn og töluvert mál. Þegar búnir eru til stærri hlutir, eru leirkerasmið- irnir með á milli átta til tíu kílóa klumpa á milli handanna. En í bolla og minni hluti eru það um þrjú hundruð og fimmtíu grömm. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á leirmunum hvers konar. Þau hjónin eru þó ekki hrædd við að markaðurinn sé að mettast. „Jú, það hefur selst mikið af keramiki undanfarin ár, en tísk- an breytist og bollarnir brotna. Það þarf sífellt að endurnýja. Maður verður bara að vera frjór og finna upp á einhverju nýju. Við ætlum ekki að einskorða okkur við tebollaframleiðslu. Þegar fram líða stundir þá förum við út á nýjar brautir.“ Margrét segist í framtíðinni geta hugsað sér að læra meira, til dæmis silfursmíði og blanda þess- um tveimur hlutum saman. „Það er spennandi að blanda ólíkum hlutum saman. Það eykur fjöl- breytnina og gefur meiri mögu- leika. Ég er svo ung ennþá, ég hef nógan tíma.“ Bráðlega ætla þau hjónin að opna verslun í kjallaranum í Hamragerði. Fyrst er að vinna og eiga eitthvað af vörum á lager. Áður en ég kveð, segist Henrik ætla að vera voðalega íslenskur og segir: „Viltu ekki tíu?“ Þetta er það allra íslenskasta sem hann getur hugsað sér! - En við endum þetta spjall á að spyrja, var alltaf meiningin að koma aftur heim? „Fyrst gaf ég engu öðru séns. Ég ætlaði heim. Seinna þá fór ég að hugsa um að það væri líklega hægt að setjast að í Danmörku. En hér á ég heima og mér finnst ég vera klofin að vera svona í burtu. Það var ekkert mál fyrir Henrik að taka sig upp, hann var mjög opinn fyrir þessum flutning- um. Nú erum við komin og það verður spennandi að sjá viðtök- urnar. Ef maður fer út í þetta þá má ekki hvarfla að manni að þetta geti ekki gengið.“ - mþþ „Tískan breytist og bollarnir brotna. Það þarf stöðugt að vera að endurnýja.“ Margrét að renna bolla á verkstæði sínu við Hamragerði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.