Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 11
7. september 1985 - DAGUR - 11 Munkaþverár-Klausturkiriqa Prédikunar- stóllinn og altarisbríkin Prédikunarstóllinn, sem áður er minnst á, kom 1860. Fleiri gripir bættust kirkjunni á því ári. Tvær kristalsljósakrónur, tveir litlir altar- isstjakar og altaristaflan, sem nú er á hliðarvegg. Var Jón Chr. Stepháns- son, timburmeistari á Akureyri feng- inn til þess að koma gripum þessum fyrir, ásamt með smíðinu á þakglugg- anum. Prédikunarstóllinn, sem er með himni, var fenginn frá Kaup- mannahöfn, og pantaði hann E. Möller, faktor. Kostaði gripurinn 70 ríkisdali, en amtmaður hafði sagt að hann mætti í mesta lagi kosta 50-60 dali. En ekki var hægt að hætta við kaupin þótt verðið væri þetta hærra, og bjargaði Möðruvalla-klaustur- kirkja málunum í bili. En þessi stóll leysti af hólmi gamla fimmkantaða stólinn úr krosskirkjunni. Mun sá hafa laslegur verið orðinn, því að Daníel prófastur sagði „gremjulegt að sjá hann í svo snotru guðshúsi.“ Þessi gripur er nú í „ruslageymslu“ Pjóðminjasafns, og vissulega ekki sem best á sig kominn. En forláta gripur hefir þetta verið á sinni tíð. Og víst mætti gera hann upp að nýju, svo að ekki væri skömmin að. Hefir mér dottið í hug, að reynandi væri að fá hann í væntanlegan safnaðarsal í kjallara kirkjunnar, ef sú hugmynd nær fram að ganga. Á prédikunarstól þessum er áletr- un, tekin úr 19. sálmi Davíðs og upp- hafi spádómsbókar Jesajasar: „Um öll lönd er þeirra hljómur út genginn. - Heyrið þér himnar og þú Jörð, hlusta til með eyrunum, því að Drottinn hann talar.“ Um gömlu altarisbríkina, sem var í krosskirkjunni, segir 1821 svo: „Gömul vængja Altarisbrík með Bí- lætum af Alabasti, víða forgyllt, í nokkrum stöðum gölluð." Árið 1862 var hún send „konunglega forngripa- safninu í Kaupmannahöfn“.“ Léleg „kópía“ eftir danskan málara kom í staðinn. En sem borgun fyrir altaris- bríkina var kirkjunni sendur „1 Messehagel af röd Atlask... noget slidt'M Hér tókst mjög slysalega til.. Nú er þessi altarisbrík úr Munkaþverár- klausturkirkju á virðulegum stað í þjóðminjasafni Dana í Kaupmanna- höfn, og er talinn hinn mesti dýrgrip- ur. Örn Helgason skrifar ágæta grein í 13. árg. Súlna, um altarisbrík þessa og fylgir góð mynd af henni, sem hér er fengin að láni. 0 Fleira, varð- andi húsbúnað kirkjunnar Um aðra forna gripi kirkjunnar, þá sem enn eru í eigu hennar, er ekki margt að segja. Klukkur eru tvær, önnur með ártalinu 1729, en hin frá 1766, tillögð af Sveini Sölvasyni, lög- manni og skáldi, er hélt Munkaþver- ár-klaustur frá 1759 til 1782. Þá er skírnarvatnskanna „af engelsku tini“, gefin 1759 af frú Málmfríði Jónsdóttur, konu Sveins Sölvasonar. Þá á kirkjan silfurrósóttan hökul, sérkennilegan merkisgrip, sem nú er í viðgerð í Þjóðminjasafni. Fleira hirði ég ekki um að telja hér. Orgelharmóníum kom fyrst í kirkj- una 1902. Magnús Sigurðsson á Grund útvegaði það og kostaði grip- urinn 250 krónur að viðbættum vöxtum, kr. 3,89. Pað var af amer- ískri gerð, með mikilli yfirbyggingu. Áður voru þó notuð orgel í kirkjunni en þá fengin að láni, t.d. hjá Jóni Arasyni á Þverá, sem stundum var organisti í kirkjunni. Ekki veit ég, hver muni hafa verið fyrsti organist- inn, en það gæti hafa verið Jóhanna -140 ára og ári betur Gunnarsdóttir, síðar prestsfrú á Bægisá. ' Árið 1875 skrifaði þáverandi um- boðsmaður kirkjunnar, Eggert Gunnarsson, amtmanninum á Möðruvöllum og segir að sér sé „einkar hugleikið að styðja Munka- þverár sóknarbændur til að koma upp orgeli í kirkjunni, sem kosta mundi rúma 100 rd.“. Segir hann: „Að ýmsir bestu menn í téðri sókn hafi áhuga á þessu máli.“ Rúmum aldarfjórðungi seinna rættist svo hug- sjón þeirra. Bjartmar Kristjánsson skrifar Þriðji hluti 0 Altarisljósin Stearínkerti voru fyrst notuð á jólum 1892. Áður voru kirkjunni árlega til- lögð 12 pund tólgur til kertagerðar. Indriða Einarssyni, endurskoðanda kirkjureikninga, þótti það mikil eyðslusemi, að á þessu ári stóð á reikningnum verðið á 12 pundum tólgur og auk þess kr. 36,70 fyrir stearínkerti. En Ari skýrði málið: „Pessi 12 pd. tólgur eru tillögð kirkj- unni fyrir fardaga 1891-92. En með því að stearínkertin komu í septem- ber, áður en reikningurinn var saminn, setti ég þau á reikninginn. Ég hefi ef til vill keypt heldur mikið af altariskertum, en ég gjörði það svo ég þyrfti ekki að biðja um þau frá út- löndum árlega." Og Grímur amtmaður lét sér detta í hug, að spara mætti ljósmetið með því að kveikja ekki á altariskertun- um yfir sumarmánuðina! Ari lagði málið fyrir prófast. En svo undarlegt sem það var, vildi hann ekki tjá sig um það. En sóknarmenn voru þess- um sparnaði andvígir og Ari líka. Sagði hann amtmanni, að ljósin væru ekki kveikt um hásumarið til þess að fá birtu. Petta væri venja, sem því síður mætti missa sig, þar sem guðs- þjónustan væri að öðru leyti ekki svo ýkja hátíðleg! Altarisljósin væru fyrst og fremst tendruð ljóssins og lífsins föður til dýrðar. Og það varð ekkert úr þessum sparnaði! Svona kyndugt verður það stundum, þegar sparnaðarandinn grípur yfirvöldin. 0 Hugað að nýrri kirkju- byggingu í prófastsvísitasíu 1911 er bókað, að kirkjan „megi heita í góðu ástandi". Þó er sagt að hún sé „talsvert skinin að sunnanverðu og allt bik af turnin- um“. „En bæði prófastur og sóknar- nefnd lítur svo á, að ekki sé vert að kosta bikun að nýju, og yfir höfuð, að úr þessu skuli sem allra minnst upp á kirkjuna kosta." Og næstu árin er lítið aðhafst og sýnist stöðugt síga á ógæfuhlið með útlit kirkjunnar. 1922 vísiterar Jón biskup Helgason kirkjuna. Þar er sagt „í áformi að endurreisa kirkjuna úr steinsteypu, jafnskjótt og byggingarefni lækkar, enda megi hún heita vel efnum búin, þar sem sjóður hennar sé nú kr. 8.000,00“. í prófastsvísitasíu 1924 er sagt að söfnuðurinn sé alveg horfinn frá því að lappa upp á kirkjuna, „en hefir í þess stað í hyggju að leggja þessa kirkju niður og byggja nýja á öðrum hentugri og fallegri stað“. En svo gerist það, að húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, kemur 1925 og skoðar kirkjuna. Hafði hann tal af tveimur sóknarnefndarmönn- um og „hafði lagt það til við þá, að horfið væri frá því að byggja upp kirkjuna, því hún væri svo veglegt hús, að réttara væri að gera heldur við hana“. En þrátt fyrir þetta heldur þó sóknarnefnd og söfnuður sínu striki. Er haft samband við biskup og hermt upp á hann vilyrði fyrir lánveitingu til nýsmíðinnar. En ekkert gengur eða rekur. Og í prófastsvísitasíu 1926 er þess getið, að biskup hafi verið beð- inn um teikningu að nýrri kirkju, er rúmaði 170 til 180 manns, en ekki fengist svar. Er um kennt afstöðu húsameistara, sem sé „mjög annt um að kirkjan fái að standa áfram, því húsið sé svo kirkjulegt og stíll þess svo sérstæður og í hans augum svo einkennilega fallegur". Það er líka auðséð, að Guðjóni Samúelssyni hefir verið þetta hjart- ans mál, því að 1927 er sagt að hann hafi komið og „athugað kirkjuna vandlega". Og enn kemur hann 1930. Fljótt eftir það hljóðnar allt tal um nýja kirkju, en farið að huga að því að gera þeirri gömlu heldur til góða. Og það var lán, að Guðjóni tókst að bjarga kirkjunni. Ég efa, að kirkja úr steini, reist á þessum árum, hefði orðið ánægjulegt hús. Og enn er sagt, að húsameistari hafi komið 1942 og skoðað kirkjuna, og „vildi hann breyta henni í sitt upphaflega form“. Þegar Hallgrímur biskup Sveins- son vísiteraði kirkjuna 1900 er sagt, að hún sé „landssjóðseign en verði innan skamms afhent söfnuðinum". Og 1903 er sagt að kirkjan sé „nýlega komin í hendur safnaðarins". 0 Lokaorð Farið hefir verið fljótt yfir sögu þessa forna helgidóms að Munka-Þverá, og skal nú staðar nema. En í lokin vil ég minna á, að sóknarbændur vildu hafa kirkjuna sína eins vandaða, full- komna og fagra og kostur var, á sinni tíð. En það er samt ekki við því að búast. að þetta bús frá miðri nítjándu öld. svari nú kröfum tímans. Og nú. þegar mikil viðgerð og endurbót á Munkaþverár-klausturkirkju stendur fyrir dyrum, þá vil ég ekki efa, að sóknarfólkið vilji enn hafa kirkju sína svo úr garði gerða, að „ekkert vanti á fullkomna prýði hennar". Munka-Pverá, er í tölu merkustu sögustaða landsins. Hallast þar ekki mikið á. hvort litið er á ..veraldlega" sögu staðarins eða hina kirkjulegu. Pað er því vandgert við þennan stað. svo að sómi megi að vera. Og þetta mál er miklu stærra en svo, að það snerti sóknina eina: Munkaþverár- kla usturkirkj usókn. Bjartmar Kristjánsson. Heimildir: Gamlar gjörðabækur Munkaþverár-Klausturkirkju. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 30., 33. og 35. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Seljahlíð 7f, Akureyri, þingl. eign Jóhanns Péturs Valssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkisjóðs og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Lerkilundi 7, Akureyri, þingl. eign Júlíusar Björg- vinssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl. og bæjar- gjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. októ- ber 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Skarðshlið 12d, Akureyri, þingl. eign Einis Þor- leifssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., veðdeildar Landsbanka Islands, Ragnars Steinbergssonar hrl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Jóns Kr. Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 17. og 20. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Sunnuhlíð 2, Akureyri, þingl. eign Fjölnis Sigur- jónssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands hf. og Jóns Kr. Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda á greiðslu uppboðsverðs fasteignarinnar Ásabyggðar 16, Akureyri, þingl. eign Hjalta Rögnvaldssonar og Önnu Rögnvaldsdóttur, og að kröfu Björns J. Arnviðarsonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., Ragnars Steinbergssonar hrl. og Benedikts Ólafssonar hdl., fer fram lokauppboð á Ásabyggð 16, Akureyri og verður haldið á eign- inni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síöasta á Rauðumýri 12, Akureyri, þingl. eign Jón- steins Aðalsteinssonar o.fl., fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands, Hjalta Steinþórssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Kjalarsíðu 8c, Akureyri, þingl. eign Hall- gríms Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Arnar Höskuldssonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., veð- deildar Landsbanka íslands og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. október 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Blaðabingó Spjöld til sölu í Ferðanesti, Shell við Mýrarveg, Essó við Tryggvabraut. Ennfremur hafa eftirtaldur aðilar spjöld til sölu: Ólafur Ásgeirsson, sími 21606, Sigurður Sigurðsson, sími 24719, Jóhann Karl Sigurðsson, sími 22236, Erlendur Hermannsson, sími 25185, Gunnar Níelsson, sími 22287. Hafðu samband og við færum þér spjaldið heim. Handknattleiksdeild KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.