Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 07.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur ið er 20 ára afmæli útibús Iðnað- arbankans á Akureyri sem verð- ur 21. nóvember í haust. Um miðjan síðastliðinn vetur var öll- um skólum sem innihalda áður- nefndan aldurshóp boðið að leggja þessa samkeppni fyrir nemendur. Að sögn Sigurðar Ringsted í Iðnaðarbankanum munu 50 myndir hljóta viðurkenningu í formi peningaupphæðar. Auk þess mun bankinn óska eftir að fá að kaupa myndir af 10-15 börnum. Myndefnið er mjög frjálst og verða myndirnar ein- göngu metnar út frá listrænu sjónarmiði, að sögn Helga Vil- berg sem sæti á í dómnefnd. Vitað er að a.m.k. í einhverj- um skólum liafa kennarar lagt það verkefni fyrir börnin að teikna myndir í þessari sam- keppni í teiknitímum og fer það þá að vera spurning hvort börnin eru að taka þátt í einhverri samkeppni af fúsum og frjálsum vilja eða hvort þau vinna þetta eins og hvert annað verk sem skólinn felur þeim að leysa af hendi. Pá mætti einnig spyrja: Á svona samkeppni sem stofnað er til í því skyni að auglýsa. upp ákveðið fyrirtæki, erindi inn í barnaskóla? -yk. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, heldur ræðu á þingi Alþýðusambands Norðurlands, sem samþykkti all byltinga- kennda ályktun. Mynd: KGA „Ég reikna ekki með því sem möguleika að kennari leggi það fyrir nemendur sem skylduverkefni að taka þátt í samkeppni frá utanaðkomandi aðilum.“ Þannig svaraði Benedikt Sig- urðarson, skólastjóri Barnaskóla Akureýrar, spurningu um það hvort börnum í hans skóla hefði verið gert að taka þátt í myndlist- arsamkeppni sem Iðnaðarbank- inn hefur boðið 9-11 ára börnum á Akureyri að taka þátt í. Tilefn- Akureyri, mánudagur 7. október 1985// /. Hð. tölublað Alþýðusamband Norðurlands: Skip á skjön Kanadíski togarinn, sem Slippstöðin er að lengja, var tekinn í sundur á laugardaginn. Myndin er tekin þegar unnið var við að koma botnhluta leng- ingarinnar fyrir. Mynd: KGA Sauðárkrókur: Ekið á hross - Sjö í fangageymslu Mjög mikið annríki var hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina. Ekið var á þrjú hross rétt sunnan bæjarins. Það gerðist um kl. 20.00 á föstudagskvöld. Tveir bílar mættust, og voru báðir með öku- ljós. Virtist ökumaður annars bílsins hafa blindast af ljósum hins, með þeim afleiðingum að hann ók inn í hrossahóp, sem var á veginum. Þrjú hross lentu fyrir stórum sendlabíl og drápust hrossin samstundis. Mikið hefur verið kvartað yfir hrossum og öðrum búfénaði á vegum í Skagafirði, og oft hefur legið við meiriháttar slysum. í þessu tilfelli urðu ekki slys á mönnum og er það þakkað ör- yggisbeltum fyrst og fremst að ekki fór verr. Bílinn sem ók á hrossin er talinn ónýtur. Mikil ölvun var á Sauðárkróki um helgina. Sjö þurftu að gisti fangageymslur lögreglunnar. Tveir voru einnig teknir ölvaðir við akstur. - gej Vill afnám eftir- vinnu og bónuss Alþýðusamband Norðurlands hélt um helgina sitt 19. þing. Það var haldið í hinum glæsi- legu húsakynnum í Alþýðu- húsinu nýja við Skipagötu á Akureyri. Aðalmál þingsins voru kjara- og atvinnumál. Gestur þingsins var Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ. Hann tal- aði um innra starf í verkalýðs- hreyflngunni ásamt kjaramál- um í Ijósi komandi kjarasamn- inga. Tillaga frá Hákoni Hákonar- syni þess efnis að afnema skuli eftirvinnu og afkastahvetjandi launakerfi án skerðingar á laun- um var samþykkt samhljóða. Einnig var samþykkt að þessi - án launaskerðingar krafa hefði forgang fyrir næstu samninga. Rætt var um að launa- hvetjandi kerfi auk óhóflegrar eftirvinnu stefndu heilsufari fólks í hættu, og að fólk ætti að geta lif- að af dagvinnulaunum. Milliþinganefnd hefur starfað frá síðasta þingi, sem hafði það verkefni að ræða endurskipu- lagningu sambandsins. Nefndin skilaði tillögu um val fjögurra valkosta varðandi breytingar. Fyrsta tillaga var á þá leið að óbreytt skipulag yrði áfram á stjórn sambandsins. Önnur var á þá leið að leggja sambandið niður. Þriðja tillaga var þess efnis að flytja starfsemina inn í starf- andi félög á svæðinu. Fjórða til- lagan var sú að hækka skatttekjur af félagsmönnum til að standa straum af rekstri félagsins. Með auknum tekjum félagsins yrði farið út í stóraukinn erindisrekst- ur og fræðslustarfsemi. Einnig myndi það þýða að samningar yrðu teknir heim í hérað. Miklar umræður urðu um þetta mál, þó sérstaklega lið eitt og fjögur. Áð lokum var samþykkt að hafa rekst- ur félagsins í óbreyttu formi, þar sem skatttekjur félagsins væru nú þegar nógu þung byrði mörgum félagsmönnum. Stjórn sambandsins var endur- kjörin að undanskyldu því að Hafþór Rósmundsson var kjör- inn í stjórnina í stað Kolbeins Friðbjarnarsonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Stjórn- ina skipa: Þóra Hjaltadóttir for- maður, Snær Karlsson, Sævar Frí- mannsson, Hafþór Rósmunds- son, Kristín Hjálmarsdóttir. - gej Samningaviðræður um bónusmál fiskvinnslufólks: „Okkur var ekki kastað út“ - sagði Björn Snæbjörnsson hjá Einingu Einn samningafundur Einingar og atvinnurekenda um bón- usmál Einingarfélaga í Eyja- firði hefur verið haldinn og annar er áformaður nú strax eftir helgina. Kröfur Einingar hafa vakið talsverða athygli, enda eru farnar aðrar leiðir en hinar hefðbundnu. „Okkur var a.m.k. ekki kastað út,“ sagði Björn Snæbjörnsson hjá Verkalýðsfélaginu Einingu er við spurðum hann um viðbrögð vinnuveitenda við kröfum Eining- ar á þessum fyrsta samninga- fundi. „Annars má segja að þetta hafi verið rabbfundur, við lögð- um fram okkar kröfur og at- vinnurekendur eru nú að skoða þær.“ Aðalinntakið í kröfum Eining- ar sem fer með samningamálin fyrir allt fiskverkunarfólk á Eyja- fjarðarsvæðinu er að bónus- grunnurinn hækki upp í 92,86 kr. sem er fiskvinnslutaxtinn eftir 5 Þá er farið fram á það að 32,3% verði tekin af reiknitölu kaupaukans og atvinnurekendur leggi fram 11% á móti eða sam- tals 74,2% af reiknitölunni verði greitt sem álagsgreiðsla á öll laun við framleiðsluna. Þetta kæmi sem álagsgreiðsla og myndi minnka hlut bónussins. „Þessi kröfugerð er nýjung og allt öðruvísi en samningur Verkamannasambandsins er,“ sagði Björn. „Við erum með mjög sterka samstöðu fólksins á bak við okkur og ég held að við höfum aldrei náð upp öðrum eins „dampi" og núna. gk-. Eru skólarnir notaðir í auglýsingaskyni?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.