Dagur - 16.10.1985, Qupperneq 1
Skinnasala til Finnlands:
Fyrir 1 rnillj.
dollara
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 16. október 1985
121. tölublað
I gær voru undirritaðir samn-
ingar skinnaiðnaðardeildar
„Hræðilegt áfall“
- fyrir atvinnuvegina ef gengið yrði fellt um 10%, segir Valur Arnþórsson
„Gengisfelling myndi fram-
kalla verðbólgu, hafa áhrif á
kjarasamninga og það yrði
hræðilegt áfall fyrir atvinnu-
vegina ef riði yfir ný verð-
bólguholskefla,“ sagði Valur
Arnþórsson, stjórnarformaður
Sambandsins, um þá kröfu að
gengið verði að fella um 10%
til að bjarga fiskvinnslunni.
„Staða fiskvinnslunnar var
rædd á síðasta stjórnarfundi
Sambandsins. Það er ljóst að af-
koma hennar hefur versnað mjög
mikið. Á þessu ári jukust tekjur
fiskvinnslunnar vegna gengis-
breytinga og styrkingar á mark-
aðsverði erlendis um 5-6%.
Kostnaðarhækkanir á þessu ári
eru hins vegar orðnar 15-18%,
þannig að staðan hefur versnað
um a.m.k. 10%. Það er augljóst
að fiskverkunin er komin með
hallarekstur að meðaltali. Hins
vegar er ljóst að staða útgerðar-
innar er enn verri og hún þolir
illa gengisfellingu vegna skulda í
erlendri mynt.
Það er því ekki einhlítt að fella
gengið. Eins og ég sagði áður
myndi það framkalla verðbólgu
að hafa áhrif á komandi kjara-
samninga og hafa mjög slæm
áhrif á atvinnuvegina. Mestu
varðar að ná verðbólgunni niður.
Stöðu útgerðarinnar þarf að leið-
rétta með því að létta af henni
vaxtakostnaði og svipaðra leiða
verður að leita til að létta af fisk-
vinnslunni.
Það er auðvitað fráleitt að
grundvallaratvinnuvegirnir, sem
skapa fjármagnið í þjóðfélagið,
séu að kikna m.a. undan allt of
háum fjármagnskostnaði. Á
sama tíma raka fjármagnseigend-
ur saman peningum vegna geysi-
hárra raunvaxta. Að mínu mati
þarf að Ieita leiða til að rétta
grundvöll fiskvinnslunnar og út-
gerðarinnar í gegnum fjármagns-
kostnað og aðra þætti, sem ríkið
getur haft áhrif á, en reyna eftir
föngum að halda við þá gengis-
stefnu sem ríkisstjórnin hafði
markað, þ.e. að svigrúm til geng-
isbreytinga væri öðru hvorum meg-
in við 5%,“ sagði Valur Arnþórs-
son að lokum. HS
A bærinn að
eiga boðveitur?
- nefnd skipuð til að kanna máiin
„Ég tel tímabært að Akureyr-
arbær fjalli um það hvort og þá
með hvaða hætti bærinn eigi
að taka þátt í þeirri þróun sem
óhjákvæmilega mun verða á
sviði boðveitna, en þar er t.d.
átt við kerfí sem hægt er að
senda um sjónvarpsmerki,
tölvuboð og fleira,“ sagði Jón
Sigurðarson, bæjarfulltrúi, að-
spurður um tillögu hans sem
kom fram í bæjarstjórn í gær
um að skipuð verði nefnd á
vegum bæjarins til að kanna
þessi mál.
Jón sagði að á því léki enginn
vafi að aðgangur að fjölmiðlum
og boðveitum almennt verði
meðal þeirra þátta sem skipta
máli fyrir almenning, þegar hann
metur aðbúnað í hverju sveitarfé-
lagi. Því teldi hann tímabært að
umræða hæfist um hugsanlegt
hlutverk bæjarins í þessum mála-
flokki. Spurningar vöknuðu um
það hvort bærinn ætti að hafa
milligöngu um að bæjarbúar gætu
séð staðbundið sjónvarp og
gervihnattasjónvarp erlendis frá
- jafnvel hvort bærinn ætti að
taka þátt í slíkum rekstri. Þá
kæmi inn í þetta tölvutenging
heimilanna við upplýsingabanka
af ýmsu tagi, t.d. varðandi hug-
myndir um háskólanám með
þeim hætti, bankaviðskipti o.fl.
Tillaga Jóns fékk góðar undir-
tektir á bæjarstjórnarfundinum
og voru bæjarfulltrúar á einu
máli um nauðsyn þess að málefni
boðveitna yrðu skoðuð gaum-
gæfilega.
Samþykkt var með 11 sam-
hljóða atkvæðum að skipa á
næsta bæjarstjórnarfundi þriggja
manna nefnd til að undirbúa
stefnumörkun þessara mála. HS
'''' ' ' ' i
Svavar Cesar við bíl sinn á Öxnadalsheiði. Hér mátti ekki miklu muna.
Mynd: KGA
Iðnaðardeildar Sainbandsins á
Akureyri og fínnska fyrirtækis-
ins Friitala um kaup Finnanna
á skinnavörum fyrir upphæð
sem nemur einni milljón doll-
ara á næsta ári.
„Þessi samningur er okkur
verulega hagstæður og leiddi til
verulegrar verðhækkunar í er-
lendri mynt,“ sagði Örn Gústafs-
son forstöðumaður skinnaiðnað-
ar Sambandsins er við ræddum
við hann í gær.
„Hér er nánast eingöngu um
að ræða sölu á fullunnum afurð-
um þ.e. mokkaskinnum en fram
að þessu hafa þeir keypt mest
forsútaðar gærur. Þetta er auðvit-
að mun betra og það sem við höf-
um stefnt að,“ sagði Örn.
„Þegar við verðum svo tilbúnir
til viðræðna um sölu á leðri sem
sennilega verður í janúar á næsta
ári þá hafa Finnarnir áhuga á að
kaupa slíkt af okkur líka.“
Örn sagði að þetta finnska
fyrirtæki væri elsti og besti við-
skiptavinur skinnadeildarinnar
frá upphafi og hefði aðstoðað við
byggingu sútunarverksmiðjunnar
á sínum tíma. gk-.
skot i
glugga
Tvö byssuskot höfnuöu í
glugga á vistheimilinu Sólborg
á Akureyri sl. föstudagskvöld.
Fór annað skotið í gegnum
ytra gler en hitt fór í gegnum
gluggalista og sprengdi ytra
gler.
Þessi atburður átti sér stað um
kvöldmatarleytið á föstudag.
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar fann lögregl-
an haug af glerkrukkum og ljósa-
perum um 300 metra frá húsinu
og er talið líklegt að sá haugur
hafi verið skotmarkið þótt svona
hafi tekist til. Er ljóst að þarna
hafa menn farið óvarlega með
skotvopn svo ekki sé meira sagt.
Voðalegt
helvíti“
„Þetta var alveg voðalegt hel-
víti. En það sem bjargaði því
að bíllinn fór ekki allur fram af
var hve rólega ég ók,“ sagði
Svavar Cesar Kristmundsson
bflstjóri frá Húsavík, en vöru-
flutningabíll hans lenti niður
um ræsi á Öxnadalsheiði í
fyrrinótt.
„Ég sá smá rák yfir veginn við
ræsið og dró verulega úr ferð og
þegar ég kom út á steypuna
hrundi hún í heilu lagi undan
bílnum.
Ég er með bílasíma og hringdi
í lögregluna á Akureyri og beið í
bílnum þangað til hún birtist.
Það var alveg óskaplegt vatns-
magn hérna í nótt í kringum ræs-
ið en það sjatnaði þegar fór að
flæða yfir veginn austan við
ræsið,“ sagði Svavar Cesar.
- KK