Dagur - 21.10.1985, Qupperneq 1
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 21. október 1985
124. tölublað
„Akaflega slakir
bónussamningar“
- segir Kolbeinn Friðbjarnarson formaður Vöku á Siglufirði
„Samningur sem er þannig
gerður að þeir sem minnst
höfðu fyrir lækka í Iaunum en
þeir sem voru háir fyrir hækka,
er að mínu mati slæmur samn-
ingur,“ sagði Kolbeinn Frið-
bjarnarson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði
í samtali við Dag.
Snældu-Blesi:
Brotið
að gróa
„Sárið hefst betur við en við
áttum von á. Það er ekki gróið
en það er gróið virkilega vel að
því.“ Þannig svaraði Magni
Kjartansson, bóndi í Árgerði
spurningu Dags um líðan stóð-
hestsins Snældu-BIesa.
Svo sem frægt er orðið hefur
Snældu-Blesi notið umönnunar
færustu lækna og gervilimasmiða
vegna brotfris afturfótar. Síðast-
liðinn föstudag var brotið mynd-
að á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og kom þá í ljós að
brotið er að gróa og allt á réttri
leið, en menn voru farnir að ótt-
ast að brotið greri ekki eðliiega.
Sem betur fer reyndist sá ótti
ástæðulítill og sagði Magni að
næsta skref væri að endurhæfa
fótinn.
Magni sagði að hann hefði
ekkert verið að leggja það á hest-
inn að láta hann gegna sínu aðal-
hlutverki, að fylja merar, en
bjóst við að hann fengi að reyna
sig í vor þegar fóturinn verður
orðinn traustari. -yk.
í bónussamningum þeim sem
nýlega voru samþykktir á Siglu-
firði fólust m.a. breyttar reglur
um útreikning á nýtingu sem
leiða til þess að þeir sem voru yfir
meðallagi í afköstum hækka
nokkuð í launum en þeir sern
höfðu lakari afköst og þar með
lægri laun, lækka. Kolbeinn
kvaðst telja að enn væri ekki
komin næg reynsla á samningana
til að hægt væri að fullyrða um
það hvernig þeir kæmu út þar
sem svo skammur tími er liðinn
frá því að útreikningunum var
breytt.
Eitt af því sem skiptir máli er
gæði hráefnisins en þessa daga
sem liðnir eru síðan samningarnir
tóku gildi hefur verið unnið úr
mjög góðu hráefni á Siglufirði.
Kolbeinn sagðist óttast að ef hrá-
efnið versnaði myndi það leiða til
lakari útkomu fyrir verkafólkið í
bónusvinnunni. Þrátt fyrir að sér
þættu samningarnir í heild vera
ákaflega slakir sagði Kolbeinn að
þeim hefði fylgt tvenns konar
ávinningur fyrir verkafólk. í
fyrsta lagi hefði bónusgrunnurinn
hækkað um 10 krónur og í öðru
lagi hefðu premíulaun hækkað
verulega.
Aðeins eins mánaðar uppsagn-
arfrestur er á samningunum en
Kolbeinn vildi ekki spá fyrir um
það hvort þeim yrði sagt upp
fljótlega. Áður en það yrði gert
þyrfti að fá betri reynslu og ef-
laust verður einnig litið til þess
hvernig samningar nást á félags-
svæði Einingar við Eyjafjörð en
þar standa nú yfir samningaum-
leitanir þar sem Eining setur
fram kröfur um talsvert annan
samning en náðist á Siglufirði.
í sem stystu máli má segja að
kröfur Einingar miði að því að
þeir sem eru lægstir fái mesta
hækkun en allir hækki eitthvað.
-yk.
Þórsarar fóru glæsilega af stað í 1. deildinni í körfubolta. Sigruðu UBK í
tveim leikjum nú um helgina. Hér stekkur Konráð Óskarsson Þórsari hærra
en aðrir og skorar 2 stig. Sjá íþróttir. Mynd: KGA.
Það verður að vanda vel
til þessarar kennslu"
- segir Tryggvi Gíslason sem fagnar ákvörðun menntamálaráðherra
um að háskólakennsla hefjist á Akureyri næsta haust
„Jú ég er mjög ánægður með
þá yfirlýsingu menntamálaráð-
herra að háskólakennsla skuli
hefjast á Akureyri næsta
haust,“ sagði Tryggvi Gíslason
Þórshöfn:
Bygging heilsugæslu-
stöðvar hafin
- Læknar koma og fara
Á Þórshöfn er nú hafin vinna
við nýja heilsugæslustöð. Ver-
ið er að grafa fyrir grunni og
áætlað að steypa hann upp á
þessu hausti.
„Við gerum nú varla ineira en
að koma grunninum upp úr jörð-
inni í ár en á næsta ári verður
byggingin væntanlega gerð
fokheld,“ sagði Stefán Jónsson
sveitarstjóri á Þórshöfn.
Af öðrum framkvæmdum á
Þórshöfn er það helst að frétta að
uppbyggingu brimvarnargarðsins
er nú endanlega lokið. Fram-
kvæmdir stóðu yfir í ágúst og
september og kostuðu þær 7,9
milljónir króna.
En þótt hafin sé vinna við
byggingu heilsugæslustöðvar eru
læknamál þeirra Þórshafnarbúa í
hálfgerðum ólestri og hafa verið
um nokkurt skeið.
Læknar hafa komið og farið og
stoppað stutt. Stefán sveitarstjóri
sagðist ekki hafa tölu á því
hversu margir læknar hefðu starf-
að á Þórshöfn á þessu ári. „Ég er
hættur að telja þá,“ sagði hann,
„og sá sem er hér nú hættir um
næstu mánaðamót og mér er ekki
kunnugt um að tekist hafi að ráða
annan í hans stað.“
íbúar Þórshafnar hafa nú sent
inn undirskriftalista til heilbrigð-
isyfirvalda þar sem knúið er á urn
langtímalausn í þessu máli. BB.
skólameistari MA en hann á
einnig sæti í nefnd sem bæjar-
stjórn skipaði til þess að vinna
að framgangi þessa máls.
„í ummælum hins nýja
menntamálaráðherra kemur
fram að viljinn skiptir mestu
máli,“ sagði Tryggvi, og við
spurðum hann hvar hin nýja
menntastofnun á Akureyri myndi
fá inni.
„Það verður hægt að leysa það
mál. Að vísu gera fjárlög ekki
ráð fyrir nema 10 milljóna króna
framlagi til Verkmenntaskólans á
Akureyri á næsta ári, en það
standa þó vonir til þess að bók-
námsálman við skólann verði
fullgerð næsta haust og Verk-
menntaskólinn geti þar af leið-
andi farið úr hluta af gamla Iðn-
skólahúsinu og því verði hægt í
sambýli við Verkmenntaskólann
að hefja kennsluna þar. Hús-
næðismálin verða ekki vandamál
a.m.k. til að byrja með.“
- Hver verða helstu vanda-
málin við að koma þessu af stað?
„Vafalítið verða það peninga-
málin sjálf sem verða aðal vanda-
málin en auk þess þarf að hefja
undirbúning þegar því það verð-
ur að vanda þessa kennslu.
Bæjarstjórn hefur kosið nefnd til
að vinna að þessu máli og sú
nefnd tekur til starfa nú þegar.
Háskólinn hefur tekið allvel
undir þetta mál en þó með hang-
andi hendi og mikillar íhaldssemi
virðist nú gæta hjá sumum starfs-
mönnum Háskólans en þeir trúa
því að háskólakennsla geti aðeins
farið fram í Reykjavík, það eru
ekki allir sem trúa því að Háskóli
íslands rísi undir nafni," sagði
Tryggvi Gíslason. gk-.
„Líklegt að
endur-
sagan
taki
sig
- segir Bjami Sigurðsson sjávarútvegsfræð-
ingur um þær hugmyndir Húsvíkinga að
kaupa Kolbeinsey á 170 milljónir á uppboði
„Það er til „þumalfíngurs-
regla“ sem segir að áriegt
skiptaverðmæti skips verði að
vera jafn mikið og nemur
skuldum þess. Kolbeinsey
þyrfti því í rauninni að físka
fyrir 170 milljónir á ári til
þess að dæmið gengi upp.“
Þetta m.a. segir Bjarni Sig-
urösson, 27 ára gamall sjávarút-
vegsfræðingur frá Húsavík, að
þurfi að taka með í reikninginn
áður en lokaákvörðun verði
tekin um að halda togaranum
Kolbeinsey á Húsavík.
Hann leggur áherslu á nauð-
syn þess að skoða aðra mögu-
leika jafnframt, því vissulega
séu til fleiri skip en þetta eina.
Bjarni bcndir á að sú hætta sé
fyrir heridi að menn brenni sig á
sama soðinu tvisvar. Sjá bls. 3.