Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 21.10.1985, Blaðsíða 3
„Einblínt á Kolbeinsey" - það eru jú til fleiri skip Svo sem fram hefur komið í fréttum er mikill hugur í Hús- víkingum að halda togaranum Kolbeinsey á Húsavík ef þess er nokkur kostur, enda miklir hagsmunir í húfl. Fram til þessa hcfur ekki látið hátt í Akureyri: Viðtals- tímar bæjar- fulltrúa Frá og með næstu mánaðamót- um verða viðtalstímar við bæjarfulltrúa á Akureyri tekn- ir upp að nýju. Svo sem mönnum er kunnugt voru bæjarfulltrúar með fasta viðtalstíma sl. vetur og mæltist það vel fyrir meðal bæjarbúa sem fengu þar ákjósanlegt tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og fá gleggri innsýn í málefni bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar verða til viðtals annan hvern miðvikudag svo sem var sl. vetur en nákvæm tíma- setning verður auglýst síðar. BB. Húsavík: Reglugerð um opnunartíma verslana Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt nýja reglugerð um opnunartíma verslana í bænum, en engin slík reglu- gerð hefur verið í gildi þar í nokkur ár. í hinni nýju samþykkt er heim- ild til að hafa sölustaði opna til kl. 19 á föstudögum og til kl. 22 á þriðjudögum og fimmtudögum. Að fenginni umsögn heilbrigðis- nefndar getur bæjarstjórn leyft að matvöruverslanir, söluturnar og sambærilegir sölustaðir séu opnir alla daga frá kl. 8 til 23.30 á tímabilinu 15. maí til 14. septem- ber. IM-Húsavík. Páll og Gunnar ráðnir Tveir nýlr menn hafa verið ráðnir rannsóknarlögreglu- menn á Akureyri. Þeir eru Páll Þorkelsson og Gunnar Jó- hannesson. Við fráfall Ófeigs Baldursson- ar varð Daníel Snorrason yfir- maður rannsóknadeildar lögregl- unnar á Akureyri. Páll starfaði með Daníel og Gunnar bættist svo í hópinn þegar heimild fékkst til að bæta við einum starfs- manni. Nýlega voru svo stöðurn- ar tvær auglýstar lausar til um- sóknar og þeir Páll og Gunnar valdir úr hópi umsækjenda. þeim sem véfengja réttmæti þess að Kolbeinsey verði áfram gerð út frá Húsavík. Bjarni Sigurðsson, sjávarút- vegsfræðingur í Noregi, er ekki sammála þeim sem vilja halda í Kolbeinsey. Bjarni er 27 ára gamall Hús- víkingur, stúdent frá MA árið 1977. Hann stundaði nám við út- gerðardeild Tækniskóla íslands veturinn ’79-’80 og hefur nú lokið prófi sem sjávarútvegsfræðingur eftir 5 ára nám í Noregi. í símtali við blaðamann sagði Bjarni að hann, ásamt tveimur skólafélögum úr Tækniskólan- um, hefðu gert hagkvæmnis- könnun vegna kaupanna á Kol- beinsey, þegar skipið var í smíð- um árið 1980. „Sú athugun sýndi að þurft hefði að fiska u.þ.b. 8000 tonn árlega til að standa í fullum skil- um við lánardrottna, jafnvel þótt lántökugjaldmiðillinn hefði hald- ist stöðugur miðað við aöra sterka gjaldmiðla," sagði Bjarni, „en sem kunnugt er hefur skipið aldrei náð helmingi þess magns og varla við öðru að búast.“ „Talað er um að kaupverð skipsins í dag sé 170 milljónir og það er ennþá svo dýr fjárfesting að miklar líkur eru á að sagan endurtaki sig og útgerðin fari á hausinn." Bjarni sagði að það mætti bera þessa fjárfestingu saman við Ak- ureyrina, sem væri álíka dýr eftir allar þær breytingar sem á því skipi væri búið að gera. „Það er til „þumalfingurs- regla“ sem segir að árlegt skipta- verðmæti skips verði að vera jafnmikið og nemur skuldum skipsins," sagði Bjarni ennfrem- ur. Kolbeinsey þyrfti því í raun- inn að fiska fyrir 170 millljónir á ári, en eins og staðan er í dag fiskar skipið fyrir ca. 50 milljónir. Það dæmi gengur ekki upp.“ Bjarni sagðist ekki hafa sett sig inn í málið „upp á krónu“, en hins vegar hefði hann fylgst með skipinu frá því það kom og séð eins og aðrir að leið þess hefur legið niður á við. „Það sem fer í taugarnar á mér er að menn einblína á Kolbeins- ey. Þótt skipið sé í góðu ástandi og allt það, þarf að skoða aðra möguleika. Það eru jú til fleiri skip,“ sagði Bjarni Sigurðsson að lokum. BB Togarinn Kolbeinsey. „Mennt er mattur“ - skólastarf kynnt með nýstár- legum Kynningarnefnd Kennarasam- bands Islands mun í samráði við menntamálaráðuneytið gangast fyrir sérstakri kynn- ingu á almennu skólastarfi. Samþykkt var að velja laugar- daginn 2. nóvember nk. sem kynningardag í grunnskólum landsins. í staðinn falli niður kennsla mánudaginn 4. nóv- ember en kennt verði sam- kvæmt stundaskrá þess dags á laugardeginum. Svo segir m.a. í fréttatilkynn- ingu frá Kennarasambandi ís- lands sem blaðinu hefur borist. Markmið með slíkum degi er að kynna aðstandendum barna og öðrum það starf sem fram fer í grunnskólum landsins og vinnu- aðstöðu kennara og nemenda. Laufey - giskaði rétt á Nú er lokið keppni í trefla- prjóninu mikla milli Akureyr- ar og Reykjavíkur. Þetta voru ánægjulegir dagar fyrir okkur hér í versluninni og viljum við þakka öllum sem tóku þátt í þessu gamni okkar og Álafoss. Þáð var auðvitað meiningin með þessu að minna á Álafoss- lopann sem hentar mjög vel í vetrarpeysurnar okkar, en vetur er sem kunnugt er á næsta leiti. En um leið vildum við fá sem hætti Laugardagur er valinn til þess að sem flestir eigi þess kost að koma í heimsókn. Geti skóli af einhverjum ástæðum ekki komið því við að nota laugardaginn, hefur verið mælst til þess að mánudagurinn 4. nóvember verði valinn í staðinn. Merki kynningardags verður afhent öllum grunnskólanemend- um og er það jafnframt happ- drættismiði. Það er ósk kynningarnefndar- innar að aðstandendur barna og aðrir velunnarar skóla noti þetta tækifæri til að kynnast aðbúnaði á vinnustað kennara og nemenda og því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólum, einnig að dagurinn stuðli að auknum samskiptum milli heimila og skóla. BB. sigraði lengd trefilsins flesta til að taka þátt í þessum saklausa leik sem við vonum að allir hafi haft nokkurt gaman af. í lokin efndurn við til getraun- ar um það hversu langur trefillinn væri og sigurvegari varð Laufey B. Þorsteinsdóttir, Kotárgerði 17 og fær hún lopa í peysu í verðlaun. Þátttakendur í prjónakeppninni voru um tvö hundruð. Úrslit urðu þau að Akureyr- ingar prjónuðu 24,5 metra en Reykvíkingar 29,3 metra. 21. október 1985 - DAGUR - 3 SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. 0 NÝLAGNIR VIOGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir. Lyfsöluleyfi Seyðisfjarðarumdæmis (Apótek Austur- lands) er auglýst til umsóknar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa bor- ist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 15. nóvember nk. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 15. október 1985. Gömludansanámskeið fyrir unglinga verður í Dynheimum dagana 25., 26. og 27. okt. ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi er Helga Þórarinsdóttir frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Fyrirhugað er að stofna dansklúbb í lok námskeiðs fyrir unglinga á aldrinum 12 - 18 ára. Skráning og uppl. í Dynheimum í síma 22710 AKUREYRARBÆR Lausar lóðir Lausar eru til umsóknar: Raðhúsalóðir v/Múlasíðu fyrir hús á 1 hæð og 1 hæð m/nýtanl. risi. Raðhúsalóðir v/Vestursíðu fyrir hús á 1 hæð m/nýtanl. risi og 2 hæðum. Raðhúsalóð v/Litluhlíð fyrir hús á 2 hæðum. Einbýlishúsalóðir í Síðuhverfi 3: Fyrir hús á 1 hæð, 1 hæð m/kjallara og 1 hæð m/nýtanl. risi. Einbýlishúsalóðir v/Stórholt 14 og 16 fyrir hús á 2 hæðum. Iðnaðarhúsalóðir v/Fjölnisgötu og Frostagötu. Upplýsingar um lóðirnar eru veittar á skrifstofu byggingarfulltrúa, Geislagötu 9. Ath! Umsóknarfrestur um lán frá Húsnæðis- stofnun ríkisins vegna íbúða er fokheldar verða árið 1986 þurfa að berast fyrir 1. nóv. 1985. Byggingarfulltrúinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.