Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. október 1985 23. október 1985 - DAGUR - 7 W nemenda og þess manns sem þekkti verkið til hlítar. Þegar óeðlilega mikill munur var á mati nemenda og kennara var rætt um hver orsökin væri. Því næst var farið að nýju að fiskinum og hann skoðaður með tilliti til matsins sem gert hafði verið. Þannig gekk þetta fyrir sig í stórum dráttum. Þetta er í annað skiptið sem slíkt námskeið er haldið á Akur- eyri. Fyrra skiptið var árið 1980. Sigurður Óskarsson sagði að það væri skortur á matsmönnum um þessar mundir, þess vegna væri farið í þetta núna. Hann sagði að öll aðstaða og móttökur hjá Ú. A. væri til fyrirmyndar og auðveld- aði alla kennslu. Það hráefni sem notað var við kennsluna var af ýmsum stöðum á Norðurlandi. Þegar talað var við þann hressa hóp sem fylgst var með í matinu, voru þeir sam- mála um að fiskurinn sem þeir væru að meta væri ekki góður, enda væri um að ræða afgangs- fisk sem ekki þætti góður til út- flutnings. Að öðru leyti væri gaman að þessu og góður mann- skapur. - Eru menn sammála í mat- inu? Þeir voru sammála um að það væri ekki hægt að vera sammála. „Það er þá eitthvað til að vera sammála um,“ sagði einhver hress í hópnum. „Við lærum heilmikið á þessu,“ var álit ein- hvers og hinir tóku undir það. Það þarf að vanda mat á fiski mjög mikið var það sem kom fram hjá þeim í saltfiskhópnum. „Við þurfum að gæta hagsmuna bæði kaupenda og seljenda," sagði einn. - Er þá ekki auðvelt að fúska ef maður þekkir mann og svo framvegis? Þá kom í ljós að slíkt er ekki hægt því hver matsmaður hefur ákveðið númer og yfirmatsmaður fer yfir mat hinna. Þannig er hægt að rekja það ef menn ætla að fúska. Auk meðferðar á saltfiski og flökum fá þátttakendur kennslu í svokölluðum tandurfiski sem nú er farið að framleiða fyrir erlend- an markað og þarf aðra meðferð en hinn venjulegi fiskur sem fer í salt. Það sást greinilega á þeim fiski sem félagarnir voru að skoða og meta að það þarf verulega að vanda alla vinnu við fiskverkun ef góður árangur á að nást í sölu erlendis. Þess vegna eru nám- skeið sem þetta sem haldið var á Akureyri fyrir stuttu nauðsynleg. afurðir við erum að flytja út og hversu nauðsynlegt er að hafa kunnáttufólk í allri framleiðslu á þessari mikilvægu útflutnings- vöru. Þess skal getið fyrir þá sem vilja reikna að verðgildi pesetans var 0,2580 kl. 9.30 á þriðjudags- morgni. - Hefur skipstjórinn Halldór Hallgrímsson fengist við saltfisk- verkun nýlega? „Nei,“ segir Halldór. „Ég hef ekki komið nálægt saltfiski í rúm tuttugu ár. Þá var ég á togara og við söltuðum allt um borð. Það voru túrar sem tóku margar vikur. Það var ekki nokkrum bjóðandi, en var svona samt. Menn réttu ekki úr sér vegna vinnu dögum saman. Sem betur fer er þetta allt annað í dag.“ Myndir og texti gej. Það þarf mikið að „spekúlera“. Bannað að fúska Oft hefur verið spurt hvort líf- ið á Islandi sé saltfiskur. Svör hafa verið mörg og misjöfn, því sitt sýnist hverjum. Fer það vafalítið eftir því hvar viðkom- andi býr á landinu og hvaða af- stöðu hann hefur til sjávarút- vegs og þess fólks sem vinnur við hann. Nýlega var haldið námskeið í mati saltfisks. Yar það haldið í húsakynnum Út- gerðarfélags Akureyringa. Þeir sem að námskeiðinu stóðu voru Fiskvinnsluskóli ís- lands og Fiskmat ríkisins. Þátt- takendur voru tuttugu og sex talsins frá ýmsum stöðum á landinu, allt frá Reykjavík, norður um land til Neskaup- staðar með viðkomu á Bolung- arvík, Patreksfirði og flestum stöðum á Norðurlandi að eyj- unum meðtöldum, Hrísey og Grímsey. Það var rfkjandi skemmtilegt andrúmsloft meðal þátttakenda og kennara þegar við litum inn á námskeiðið. Forstöðumaður námskeiðsins er Sigurður Óskarsson kennari við Fiskvinnsluskólann í Reykja- vík. Hann sagði að námskeið sem þessi stæðu yfirleitt í tvær vikur. Hins vegar hefði verið breytt út af þeirri venju og allt efnið væri tekið fyrir á einni viku. Það gerði það að verkum að meira álag væri á þátttakendur en ella þar sem kennt væri frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Verklega kennslan færi fram á daginn en bóklega hliðin væri kennd á kvöldin. Síðan yrði próf í lok námskeiðs. Sigurður sagði að þátttakendur færu í gegnum allt sem viðkomandi væri saltfiski og saltfiskmati. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa og var unnið með hvern hóp fyrir sig að ákveðnum verk- efnum námsins hverju sinni. Sá hópur sem við fylgdumst með var í hreinu mati á saltfiski. Aðrir voru að meta saltfiskflök af ufsa og þorski. Okkar menn fengu það verk að meta fisk sem Sig- urður hafði valið og raðað niður eftir númerum. Síðan var hver nemandi látinn fara og meta þessa fiska sem voru 10 talsins. Síðan var farið í kennslustofu og niðurstöður hvers nemanda skráðar á töflu. Mat kennarans var skrifað síðast og þá sást hversu mikill munur var á mati „Það er gaman að kynnast þessu,“ sagði Halldór skipstjóri. Kostar sama og úrvals nautakjöt - Námskeið í saltfiskmati á Akureyri „Hér er kóngafæði - þrjár hressar á námskeiðinu Það voru ekki eingöngu karlar á þessu námskeiði í saltfisk- mati. Konur voru þar einnig þó í minnihluta væru. Matsstörf í fiskiðnaði hafa lengst af verið í höndum karlmanna. Þess vegna var það gaman að rekast á ungar hressar konur á nám- skeiðinu. Þær sátu á gólfinu framan við vinnslusalinn þar sem kennslan fór fram. Þær voru þarna frammi þar sem það var einn af fáum stöðum þar sem mátti reykja. Þær voru í hópi reykingamanna. Hafdís Sig- urbergsdóttir er frá Dalvík, Val- borg Stefánsdóttir frá Árskógs- sandi og Sólrún Sveinbergsdóttir sem er úr Hrísey. Þær voru ánægðar stöllurnar með nám- skeiðið. Sögðust fá út úr svona námskeiði hærra kaup auk þess sem það fylgdi þessu ábyrgð að vinna við matið. Sólrún hefur unnið þrjú ár í saltfiski á heima- slóðum. Það kom upp úr kafinu að þær Hafdís og Valborg reka sínar eigin fiskverkunarstöðvar. Valdís á ásamt fleirum fyrirtækið Otur hf. á Dalvík og Valborg rekur ásamt fleirum Sólrúnu hf. á Árskógssandi. - Hvað lærið þið hér? „Allt um fiskinn. Frá því hann er veiddur og þar til hann er kominn til útlanda á diskinn hjá neytendum.“ Þær borða sjálfar saltfisk. En vildu taka fram að fæðið sem þær hefðu fengið í mötuneyti ÚA væri kóngafæði og afskaplega ódýrt. Þær vildu koma á framfæri þökkum til þeirra sem væru í eld- húsinu. Gott að fara í „pásu“. ' % 'T t; v „Er hér að gamni mínu“ - Halldór Hallgrímsson skipstjóri metur saltfisk Það er ekki á hverjum degi sem þaulreyndir skipstjórar taka sig til og fara á fiskmats- námskeið. Þess vegna var ekki hjá því komist er við vorum að fylgjast með í saltfiskmatinu að sjá Halldór Hallgrímsson, stóran og stæðilegan innan um aðra þátttakendur á námskeið- inu. „Ég er hérna að gamni mínu,“ segir Halldór. „Það er gaman að kynnast þessu. Ég fór á ferskfisk- námskeiðið fyrir 5 árum og þótti upplagt að fara á þetta fyrst ég er í Iandi.“ - Hver stjórnar Svalbak með- an þú ert á þessu námskeiði? „Við Kristján Halldórsson skiptumst á að fara út. Þess vegna er ekkert bölvað að vera á sjónum, þegar maður fær góð frí á milli.“ - Oft er spurt um launin hjá skipstjórum. „Þau geta verið góð þegar vel fiskast, því er ekki að neita. Það verður líka að taka það með í reikninginn að ef þú stendur þig ekki þá ert þú látinn hætta. Að því leyti er ekkert atvinnuöryggi í þessu starfi.“ - Nú hefur Svalbakur veitt 4000 tonn af fiski. Er þá ekki ör- uggt að þú haldir starfinu? „Það ætla ég að vona. Fyrst við erum farnir að tala um afla og sjósókn, þá væri ekki úr vegi að nefna það að oft er því haldið fram að togaramenn séu ósvífnir og sleppi stórum hluta af aflanum í gegnum lensportin að nýju, það er að segja öllum undirmálsafla. - Þá höfum við að öllum líkind- um sleppt miklu magni hjá okkur, því stór hluti af 4000 tonnum hlýtur að vera um 1000 tonn, ekki satt,“ segir Halldór og brosir. „Þetta er mesta firra þeg- ar menn fara að hugsa méð höfð- inu, það er augljóst.“ - Ekki deilum við frekar um það, heldur tökum upp spjall um saltfisk og hvað hann er verðmik- ill erlendis. Þar kemur fram eins og mörgum er kunnugt að hann er talinn kóngafæða. En hvað kostar svo fæðið í útlandinu? Halldór og fleiri sem þarna voru sögðu að hrygglengja úr stórum saltfiski, sem væri talinn besti hluti fisksins, kostaði um 1200 peseta kg. Kjúklingakjöt kostar 300 pes. kg. Sporðblaðka af salt- fiski ásamt 2-3 hryggjarliðum kostar sama og kjúklingakjötið. Þetta er sá hluti fisksins sem við hér á landi setjum í rusladallinn. Þetta nýta t.d. Spánverjar í súpur og fleira. Úrvals nautalundir kosta sama og besti hluti salt- fisksins. Á þessu sést hvaða Um helgina var haldin í and- dyri íþróttahallar sýning á handavinnu kvenna. Sýning þessi var liður í listahátíð kvenna sem efnt var til í tilefni af lokum kvennaáratugar. Til- gangur listahátíðar var að vekja athygli á konum og verk- um þeirra. Auk handavinnu- sýningarinnar voru fjórar myndlistarsýningar á þremur stöðum í bænum opnaðar á laugardaginn var. Myndlistar- sýningunum lýkur á morgun, þann 24. október, nema hvað einkasýning Ruthar Hansen verður opin fram á sunnudag. Eins og fyrr segir var sýning á handavinnu kvenna opin í and- dyri íþróttahallar um síðustu helgi. Gestir á sýningunni voru hátt á annað þúsund og að sögn forsvarsmanna sýningarinnar var henni ákaflega vel tekið. Munir á sýningunni skiptu hundruðum og voru eftir fjölmargar konur víðs vegar úr Eyjafirði. Munirnir voru misgamlir, elsti hluturinn á sýningunni var frá 1875, en þeir yngstu voru frá okkar dögum. Júdith Sveinsdóttir sem sæti átti í undirbúningsnefnd sýning- arinnar sagði í samtali við Dag að hugmyndin hefði mótast á fundi sem haldinn var í apríl síðastliðn- um, þar sem saman voru komnar konur víðs vegar úr Eyjafirði. Á fundinum var kosin nefnd til að annast unairbúning og að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Þeg- ar var hafist handa við leit að munum og einnig var haft sam- band við margar konur upp á væntanlegt samstarf. Samband eyfirskra kvenna átti gott sam- starf við undirbúningsnefnd sýn- ingarinnar og á vegum þess Snertið ekki munina! Óneitanlega glæsilegur hópur kvenna á íslenskum búningum. Það var Sigríður Helgadóttir sem saumaði búningana og voru þeir sýndir á heimilisiðnaðarsýningu í Iþróttahöllinni um helgina. söfnuðust fjölmargir munir. Að öðrum munum ólöstuðum má nefna lampa sem kona á áttræðis- aldri gerði úr grjótflísum, en hann vakti mikla athygli sýning- argesta. Myndir: KGA Af öðrum munum sem veru- lega athygli vöktu meðal sýning- argesta má nefna einn af elstu hlutum sýningarinnar, en það var skatterað pils sem er meira en hundrað ára gamalt. Vakti pilsið athygli bæði fyrir aldurs sakir, en einnig er það óvenju vel með farið. Seinni dag sýningarinnar var á staðnum kona sem sýndi tóvinnu og einnig voru á sýningunni kon- ur á íslenskum búningum sem Sigríður Helgadóttir hafði saum- að. Er skemmst frá því að segja að sýningargestir voru hrifnir af framtakinu. Svo var það að klukkan 15 á sunnudaginn mættu nokkrar stúlkur frá Studio Alice og þær sýndu handprjónaðar flíkur. Sýning þessi var á vegum Ástu Sigvaldadóttur eiganda verslunarinnar Önnu Maríu. Að sögn Júdithar Sveinsdóttur bar nokkuð á því að sýningar- gestir gagnrýndu að munirnir voru ekki merktir. Sagði Júdith að þær hefðu aldrei komist yfir að merkja alla munina og að segja sögu þeirra. Einnig hefðu margar konur sem muni áttu á sýningunni ekki viljað láta nafns síns getið, þannig að gripið var til þess ráðs að hafa munina ómerkta. Þá yrði engum mismun- að. Að lokum var Júdith spurð hvort eitthvert framhald yrði á sýningu þessari og sagði hún að ekki hefði verið um það rætt. Hins vegar hefði aðeins brot af því sem til væri af handavinnu kvenna verið á sýningunni og því væri um auðugan garð að gresja fyrir þá sem halda vildu sýningu í framhaldi af þessari heimilisiðn- aðarsýningu. - mþþ Mjög góð aðsókn að sýningu á handavinnu kvenna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.