Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. október 1985 Volvo til sölu Til sölu Volvo 244 árg. 1982. Sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp og snjódekk. Ekinn 34.000 km. Upplýsingar í síma 21410. Konur á Akureyri og nágrenni. Framsóknarfélag Akureyrar hvetur konur til að taka virkan þátt í dagskrá kvennafrídagsins fimmtudaginn 24. október í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Stjórnin. LETTIH Pétur Pctursson og Valmundur Einarsson í stjórnstöð Videólundar. verður haldið á Akureyri 25. og 26. okt. nk. í tengslum við það verður haldin kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu laugardagskvöldið 26. okt. og hefst hún um kl. 19.30. Aðgöngumiðar til félagsmanna Léttis verða seldir í Alþýðuhúsinu eftir kl. 18.00 á föstudaginn, 4. hæð. Undirbúningsnefndin. - K O IM U rqc Takið fullan þátt í dagskrá kvennafrídagsins. Oj, Alþýðubandalagið á Akureyri. Kvennaframboðið á Akureyri hvetur konur til að leggja niður vinnu og taka þátt í dagskrá kvennafrídagsins 24. október. Umboðsmenn Dags Sauðárkrókur: Siglufjörður: Blönduós: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Grenivík: Húsavík: Mývatnssveit: Kópasker: Raufarhöfn: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Videólundur með mörg jám í eldinum Stjórnendur Vídeólundar, sem rekur kapalkerfi í Lunda- hverfi, hafa ákveðið að boða til fundar með þeim sem tengdir eru kerfinu, auk þess sem fundurinn verður opinn öllum áhugamönnum um þessi mál. Á fundinum verður rætt um framtíðarskipulag Vídeó- lundar, með tilliti til móttöku á sjónvarpsefni frá gervihnetti og hugsanlega stækkun á kap- alkerfinu um önnur íbúðar- hverfi í nágrenni Lundanna. Þetta kom fram í samtali við Pétur Pétursson, sem sér um við- hald kapaikerfisins og Valmund Einarsson, sem sér um allan dag- legan rekstur. Að sögn Valmund- ar eru um 400 áskrifendur að kerfinu. Þar er um að ræða íbúa í fjölbýlishúsunum í Lund- ahverfi, en einnig eru raðhúsaí- búðir í Furulundi og Heiðarlundi tengdar inn á kerfið. Að sögn Valmundar þyrftu notendur að vera fleiri. Það myndi ekki auka kostnað að nokkru marki, en hins vegar skapa svigrúm til að lækka afnotagjöldin. - Við höfum orðið varir við vaxandi áhuga fólks fyrir okkar þjónustu. Við höfum ekki orðið varir við mótbyr, þeir sem ræða við okkur eru áhugasamir, en ef til vill sitja hinir heima í þögn- inni, sem hugsanlega hafa eitt- hvað við þetta að athuga. Þess vgna ákváðum við að halda þenn- an fund og væntanlega verður hann haldinn um eða upp úr mánaðamótunum, sagði Pétur. Að sögn þeirra félaga sendir Vídeólundur út a.m.k. 4 kvöld í viku. Útsendingartíminn er um 20 tímar á viku og stundum meira. Vikulega eru sýndar 4-5 kvikmyndir, en að undanförnu hefur verið lögð áhersla á heima- fengið efni. Þannig hófst dagskrá- in kl. 21.00 í fyrrakvöld með fréttamynd frá bæjarstjórnar- fundi, þar sem málefni Vídeó- lundar fléttuðust inn í umræður um boðveitukerfi. Einnig var sýnd mynd með Bubba Mortens. Steindór G. Steindórsson og Sig- urður Hlöðversson hafa tekið upp mikið af efni fyrir Videó- lund, en það sem háir þessari „heimabruggun“ er vöntun á klippiborði, tii að hægt sé að fínisera efnið til fyrir útsendingu. í bígerð er að kaupa slíkan klippibúnað. Einnig hefur Videólundur fengið innlent efni frá Samveri, t.d. frá fegurðarsamkeppni í Sjallanum, fræðslumynd um hvernig skór verða til og fleira. Þá hafa íþróttafélögin lagt til efni. T.d. hafa verið sýndir allir útileikir KA í 1. deildinni í hand- bolta í haust og hefur það efni notið mikilla vinsælda. Þá hefur Vídeólundur verið með samning við Háskólabíó í undanfarin 2 ár og hliðstæður samningur við Regnbogann er í burðarliðnum. Eins og fram kom í Degi í gær, þá hafa ráðamenn Vídeólundar mikinn áhuga á að ná efni frá gervihnetti. í athugun er að kaupa skerm til að ná slíkum út- sendingum. Verði það ofan á, þá geta þeir sem tengdir eru Vídeó- lundi valið um þrjár rásir; ís- lenska sjónvarpið, dagskrá frá Vídeólundi og einhverja erlenda stöð. En þetta mál er enn óljóst, þar sem ekki hafa fengist á hreint þær reglur sem koma til með að gilda varðandi móttöku á erlendu sjónvarpsefni. Og það er óvíst að það skýrist fyrr en eftir áramót, þegar nýju útvarpslögin hafa tek- ið gildi og ný reglugerð um fram- kvæmd þeirra hefur verið sett. Vídeólundur hefur sjálfur kostað lagningu kaplanna og kapalkerfið er eign þessa félags- skapar, sem myndaður er af hús- eigendum í hverfinu. En hver er afstaða þeirra til þátttöku bæjar- ins í svonefndri boðveitu? - Ég hef ekki hugsað það dæmi til enda, svaraði Pétur. - Við höfum lagt okkar kapal í mjög góðri samvinnu við þau bæjarfyrirtæki, sem eiga lagnir í jörð, þannig að það hefur ekki komið til árekstra. En það má vel vera að það sé eðlilegast að bær- inn sjái um að leggja þetta og þá held ég að það væri eðlilegast að feia rafveitunni þetta verkefni. - Éf úr þessu verður þyrfti þetta að verða mjög fullkomið gagnvirkt boðveitukerfi, sagði Valmundur. - Við berumst hrað- byri inn í tölvuöld og þess verður eflaust ekki langt að bíða að tölv- ur verða komnar inn á hvert heimili. Þá þarf að vera hægt að tengja þær við tölvubanka og tölvur hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Þá þurfa menn ekki annað en að slá eina skipun inn á tölvuna, til að greiða reikningana sína, svo fremi sem einhvers staðar sé hægt að vísa á innistæðu fyrir þeirn, sagði Valmundur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.