Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 11
23. október 1985 - DAGUR - 11 Tómas Ingi Olrich, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga: „Fullyrðingar lögmannsins eru á misskilningi byggðar“ Formaður Skógræktarfélags Ey- firðinga, Tómas Ingi Olrich, sneri sér til Dags og bað um, að eftirfarandi athugasemd yrði komið á framfæri: „í frétt, sem birtist í Degi þann 16. október sl. er rætt við Haf- stein Baldvinsson hrl. um deilu- mál, sem risið hafa milli Akur- eyrarbæjar og ábúanda jarðar- innar Hamrar II. Par er haft orð- rétt eftir hæstaréttarlögmannin- um: „Við höfum andmælt upp- sögn erfðafestusamningsins sem ólöglegri, þar sem bærinn ætlar ekki að nota landið í eigin þágu heldur afhenda það Skógræktar- félagi Eyfirðinga.“ Hér er um að ræða grundvallarmisskilning af hálfu lögmannsins. Land það, sem hér um ræðir, verður hluti útivistarsvæðis Akureyringa, Úti- vistarsvæðið að Kjarna er í eigu Akureyrarbæjar, og svo verður einnig um þetta viðbótarland. Hið umdeilda land er því og verður í eigu Akureyrarbæjar og verður nýtt í þágu Akureyrar og Akureyringa. Skógræktarfélag Eyfirðinga er, í samræmi við samning sem félag- ið hefur gert við Akureyrarbæ. verktaki á útivistarsvæðinu, hef- ur eftirlit með því og annasl framkvæmdir á svæðinu. Um málefni útivistarsvæðisins er fjall- að á fundum Skrúðgarðanefndai Akureyrar, og situr fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga þá fundi. Af þessu verður ljóst, að full- yrðingar hæstaréttarlögmannsins um að landið verði afhent skóg- ræktarfélaginu og ekki nýtt í þágu bæjarins eru á misskilningi byggðar. Skógræktarfélag Eyfirðinga á ekki í neinni deilu við ábúanda jarðarinnar Hamrar II. Sem for- maður félagsins harma ég að mál- efni útivistarsvæðisins skuli ekki hafa fengið friðsamlegan framgang. Ég harma það einnig að hæstaréttarlögmaðurinn, sem í þessu máli á að gæta hagsmuna ábúandans, skuli ekki byggja málflutning sinn á traustari grunni, en framangeind tilvitnun ber vott um.“ Akureyri 22.10. 1985. Tómas Ingi Olrich. HAGKAUP óskar að ráða duglega og stundvísa starfsmenn. Upplýsingar hjá verslunarstjóra miövikudag og fimmtudag. HAGKAUP Akureyri. Fasteignasala við Ráðhústorg Opið kl. 13-19 virka daga. Sími 21967. Flatasíða: Húseign með tveimur íbúðum. Aðaleign er 5 herb. efri hæð ca. 150 fm, innbyggður bílskúr ásamt öðru plássi á neðri hæð ca. 80 fm. Auk þess 60 fm íbúð sem getur verið alveg sór. Tungusíða: 5 herb. einbýlishús með innbyggðum bflskúr. íbúð- arhæðin er 147 fm. Bílskúr og annað pláss 66 fm. Skipti á minni eign kemur til greina. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á ann- arri hæð í fjölbýlishúsi. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi. Höfðahlíð: 2ja herb. íbúð 60 fm á jarðhæð. Sér inngangur. Laus strax. Þórunnarstr.: Stór húseign 7-9 herb. 230 fm á tveimur hæðum. 4ra herb. íbúð í lítið niðurgröfn- um kjallara, ca. 115 fm. Gæti hentað félagasamtökum. Brúnalaug: Til sölu er Garð- yrkjustöðin Brúnalaug, ef viðun- andi tilboð fæst. Eigið vatn er 60 mínl. 90 gráðu heitt. Tvö íbúðar- hús, gróðurhús 700 fm auk fleiri bygginga. Upplýsingar á skrif- stofunni. Húseignir Sjafnar í Kaupangs- gili eru til sölu. Leitað tilboða. Innréttingar og kæliborð fyrir matvöruverslun eru til sölu, einn- ig gömul hakkavél, nothæf fyrir dýrafóður. Vantar eignir á skrá. Kaupandi að 4ra herb. raðhúsi eða gömlu einbýlishúsi. Kaupandi að nýju 6 herb. einbýl- ishúsi, 150-200 fm. ÁsmundurS. Jóhannsson «,1 lógfratðingur m m Fasteignasala Brekkugötu 1. Söiustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson. Heimasími 24207. Amma okkar, MARÍA ÁRNADÓTTIR til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, andaöist fimmtudaginn 17. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. októ- ber kl. 13.30. María Árnadóttir, Bjarni Árnason, Sigríður Ósk Geirsdóttir, María Jóna Geirsdóttir, Þorkell Guðlaugur Geirsson. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR, Garði, Núpasveit. Einar Benediktsson, Pétur Einarsson, Helga Helgadóttir, Lára Einarsdóttir, Halldór Halldórsson, Sigurveig Einarsdóttir, Ólafur Benediktsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Olfert Nábye, Vilborg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, BJÖRGÓLFS LOFTSSONAR, frá Böggvisstöðum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Gjörgæslu- og Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við biðjum Guð að blessa störf ykkar. Systkinin. Rjúpnaveiði í Reykjahlíðarlandi Verð kr. 950.- Innifalið: Veiðileyfi, gisting eina nótt á Hótel Reynihlíð og morgun- verður. Notum ljós í auknum mæli í ryki, regni,þoku og sól. UMFERÐAR RÁÐ Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000 Blaðabingó Vinningur SKODI, að verðmæti 193.000,- Hvert spjald kostar kr. 100,- Sölustaðir: ESSO, Tiyggvabraut Veganesti Shell Kaupangi Nýjar tölur: 1-17 og G-48 Áður birtar tölur: G-50, N-40, N-43, N-39, B-13, B-9, N-45, 0-73, G-51, B-15, N-31, B-1, I-22, 0-69, B-12, G-49, 0-61, I-20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.