Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 23. október 1985 126. tölublað Hilmir SU 171: - Fáum mun hærra verð þar, segir útgerðarmaður skipsins möguleika á sjónvarpsstöð „Það er rétt, ég hef tryggt mér einkarétt á nafninu „Utvarp Akureyri“, en hins vegar hef ég ekki áformað að hefja út- varpsrekstur eftir áramótin,“ sagði Pálmi Guðmundsson í samtali við Dag. Pálmi er meðal þeirra sem orð- aðir hafa verið við hugsanlegan útvarpsrekstur eftir áramótin, þegar ný útvarpslög taka gildi og einkaréttur Ríkisútvarpsins til sjónvarps- og útvarpssendinga verður afnuminn. Ýmislegt er þó enn óljóst varðandi þessi nýju lög. Samkvæmt þeim á sérstök nefnd að taka til starfa um ára- mótin, sem fjalla mun um um- sóknir tii útvarps- og sjónvarps- reksturs, jafnframt því sem hún mun móta reglugerð, þar sem nánar verður kveðið á um ýmis atriði, sem óljós eru í lögunum. Samver hf. er fyrirtæki á Akur- eyri, sem gert hefur þætti, fréttir og auglýsingar fyrir sjónvarp og auglýsingar fyrir Rás 2 og svæðis- útvarpið. Fyrirtækið ræður yfir mjög fullkomnum tækjabúnaði, þannig að lítið vantar annað en sendinn til að hefja sjónvarpsút- sendingar. „Viö höfum hugleitt þessi mál og kynnt okkur grannt hvaða Þórarinn Ágústsson framkvæmda- stjóri og kvikmyndatökumaður Samvers að störfum. Mynd: KGA. tækjabúnaður er í boði fyrir sjón- varps- og útvarpsstöðvar. Pessa dagana er unnið að lokaathugun á þessum málum og þegar niður- staða hennar liggur fyrir má bú- ast við því að ákvörðun verði tek- in um hugsanlega sjónvarps- stöð,“ sagði Þórarinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Samvers hf., í samtali við Dag. - GS Flugfreyjuverkfa11 hófst um miðnætti: Allt áætlunarflug fellur „Það er Ijóst að ef verkfall flugfreyja hefst í kvöld eins og allar líkur eru á, þá stöðvast allur flugfloti Flugleiða sam- stundis,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðsson stöðvarstjóri Flug- leiða á Akureyri í gær er hann var spurður um verkfall það sem flugfreyjur höfðu boðað frá miðnætti sl. Smærri flugfélög fljúga áfram sem endranær vegna þess að þar starfa ekki flugfreyjur um borð. Samkvæmt íslenskum lögum er niður heimilt að fljúga nteð allt að rn'tj- án farþega án þess að hafa starfsmann í farþegarými af ör- yggisástæðunr. Gunnar Oddur sagði að lítil- lega hefði borið á að fölk gerði ráðstafanir og breytti ferðaáætlun vegna fyrirhugaðs verkfalls. Hann tók einnig frain að þrátt fyrir að farþegar kærnust ekki leiðar sinnar myndu Flugleiðir gera allt til að sinna póst- og fraktflutningum meðan á verk- falli stæði. - gej „Við fáum talsvert hærra verð fyrir loðnuna í Danmörku en hér heima og svo fáum við olíu þar fyrir 20-25% lægra verð,“ sagði Jóhann Antoníusson, út- gerðarmaður Hilmis SU 171 í samtali við Dag. Húsavík: Riffilskot í gegnum glugga Tveir ungir Húsvíkingar, 12 ára gamlir, komust yfir riffll í heimahúsi í fyrrakvöld. A öðr- um stað í húsinu fundu þeir skot í riffllinn og gátu hlaðið hann og skotið tveimur skotum. Annað skotið lenti í íbúðar- húsi, fór í gegnum glugga með tvöföldu gleri og hafnaði í stofu- loftinu. Hjón voru fyrir í fbúð- inni en þau sakaði ekki. „Mjög mikilvægt er að gengið sé þannig frá skotvopnum að börn geti ekki hlaðið þau þótt þau komist yfir bæði skot og skotfæri. Það þarf að taka lásinn úr rifflunum og hafa haglabyssur í tvennu lagi. Ekki má heldur geyma hlutana á sama stað. Menn eiga að ganga þannig frá byssum að óviðkomandi geti ekki notað þær,“ sagði Daníel Guð- mundsson lögreglumaður á Húsavík. Það var mesta mildi að ekki fór verr og menn sluppu með skrekk- inn að þessu sinni. IM/BB. Hilmir er á leið til Danmerkur með 1350 tonn af loðnu eftir að hafa komið við á Siglufirði í gær- morgun. Ekki var laust löndun- arpláss nema í Vestmannaeyjum og á sunnanverðum Austfjörðum og var því tekin ákvörðun um að sigla alla leið til Danmerkur með aflann. Um þriggja og hálfs sól- arhrings sigling er af loðnumið- unum til Danmerkur þannig að gera má ráð fyrir að 8-9 dagar fari í siglinguna fram og til baka og löndunina. Jóhann sagði að hefðu þeir get- að fengið löndun strax á Siglu- firði eða nálægri höfn hefðu þeir þegið það til að missa ekki svo langan tíma frá veiðum en þar sem ekkert pláss var laust á Norðurlandi hefðu þeir tekið þann kostinn að sigla til Dan- merkur. í fyrra sigldi Hilmir tíu sinnum með loðnu og sagði Jóhann að þeir væru búnir að reikna það fram og aftur að þeir fengju upp undir helmingi hærra verð fyrir loðnuna í Danmörku og þar með verður hásetahluturinn sömuleið- is tæplega helmingi hærri, en ef þeir hefðu landað heima. Eftir því sem Dagur kemst næst hættu íslenskar loðnuverk- smiðjur að yfirborga loðnu við síðustu loðnuverðsákvörðun og fá loðnuseljendur því aðeins það verð sem ákveðið er af Verð- lagsráði í sinn hlut. Samkvæmt því hefði útgerð Hilmis fengið eitthvað nálægt 2.500 krónum fyrir tonnið miðað við fituinni- hald loðnunnar um þessar mundir. -yk. Þungaskattur 23ja tonna vörubifreiða: Svona bflar kosta 4 millj. stykkið, þar af eru tollar lVi miUj., hjólbarðar ca. 200 þús. Og svo kostar 9 kr. í þungaskatt hver ekinn kflómetri! Mynd: KGA. 10.300% hækkun á 8 árum - síðasta hækkun 56% - gjaldskrá hækkar í kjölfarið Það hefur víst ekki farið fram hjá nokkrum manni að álögur á bifreiðaeigendur eru alltaf að þyngjast. Mest hefur heyrst í eigendum bensínbfla, enda eru þeir fjölmennastir. Dieselbfla- eigendur hafa þó ekki farið varhluta af hækkununum og þó sérstaklega eigendur vörubif- reiða. Stefán Árnason framkvæmda- stjóri Vörubifreiðastöðvarinnar Stefnis á Akureyri hefur tekið saman mjög athyglisverðar tölur um hækkanir á bensíni og þunga- skatti frá árinu 1977 og til 10. Hræringar í fjölmiðlaheiminum vegna nýju útvarpslaganna: Samver kannar október sl. Á þessum tíma hefur bygginga- vísitalan hækkað um 2590%, bensínið um 4300%, þungaskatt- ur 10 tonna dieselbifreiða um 6800% og þungaskattur 23ja tonna dieselbifreiða um hvorki meira né minna en 10300%. „Það er auðvitað landsbyggðin fyrst og fremst sem borgar þessa gífurlegu hækkun, því hækkunin veltur beint áfram út í verðlagið. Það er fólkið í dreifbýlinu sem notar flutningabílana mest," sagði Stefán Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landvara, landsfé- lags vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum. Seinasta hækkun þungaskatts hljóðaði upp á 56% og þykir dieselbílaeigendum að nú sé nóg komið og eru með ýmsar aðgerð- ir í bígerð." „Þetta er hreinasta skattpín- ing,“ sagði einn vörubílstjórinn, „og við getum ekki setið undir þessu mikið lengur.“ Sl. föstudag varð hækkun á gjaldskrám leigubifreiða, sérleyf- isbíla og vörullutningabíla. Hækkunin er á bilinu 10-17%. Sjá bls. 3. Siglir til Danmeriair með loðnufarm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.