Dagur - 23.10.1985, Síða 3

Dagur - 23.10.1985, Síða 3
23. október 1985 - DAGUR - 3 56% hækkun þungaskatts: „Unum þessu ekki fyrr en í fulla hnefana“ - segir Stefán Árnason framkvæmdastjóri Stefnis Það er varla orðum aukið þegar sagt er að dieselbflaeigendur hafi fundið fyrir síðustu hækkunum olíuverðs. Þungaskattur hækkaði um 56% um mánaðamótin síðustu og nú liggur fyrir beiðni frá olíufé- lögunum um 7,2% hækkun á gas- olíu vegna hækkunar á heims- markaðsverði. Afleiðing þungaskattshækkunar- innar hefur nú komið fyrir sjónir neytenda. Gjaldskrá leigubíla hækkaði á föstudag um 10%, fargjöld sérleyfis- og hópferðabíla um 13-17% og gjaldskrá vöruflutningabíla um 13-17%. Ferð með leigubíl sem í síðustu viku kostaði 200 krónur kostar 220 krónur í dag. Fargjald með rútu frá Akureyri til Reykjavíkur kostar 1110 krónur en kostaði 980 krónur. Og síðast en ekki síst verður 13-17% dýrara en áður að fá vörur fluttar landleiðina út um landsbyggð- ina. „Það eru fyrst og fremst neytendur úti á landsbyggðinni sem borga þess- ar hækkanir,“ sagði Stefán Pálsson framkvæmdastjóri Landvara, lands- félags vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum. Stefán sagði að árið 1970 hefðu verið teknir upp ökumælar í diesel- bifreiðar og þá hefði þungaskattur- inn hækkað um 500-600% hjá Land- varamönnum. Árin á eftir hefði svo alltaf komið út reglugerð í hvert sinn sem hækka þurfti bensíngjald og þungaskatt. Árið 1975 voru samþykkt lög þar sem sagði að eftirleiðis mætti hækka þessi gjöld að ákvörðun ráðherra sem næmi hækkun á vísitölu bygging- arkostnaðar. „Ríkisvaldið hefur haldið hækkun- unum innan þessara marka, þar til nú síðast, hvað varðar „fasta skattinn" og bensíngjaldið, en kíló- metragjaldið hefur verið langt fyrir ofan leyfileg mörk,“ sagði Stefán Pálsson ennfremur. Nafni hans, Stefán Árnason hjá Stefni á Akureyri setti upp töfluna hér að neðan þessu til skýringar. Þar sést að hækkun kílómetragjalds á stærri bílunum er geigvænleg. „Stór vöruflutningabifreið kostar nú tæpar 4 milljónir króna. Þar af þarf að staðgreiða ríkissjóði 1,5 milljónir vegna aðflutningsgjalda og söluskatts. Fyrir hvern kílómetra sem bifreiðin er hreyfð, hlaðin eða tóm, á vegi eða vegieysu, þarf að greiða 8,61 krónu í þungaskatt. Og þurfi að að tengja vagn aftan í til að sækja rúmfrekan varning, svo sem heyvinnuvél til Reykjavíkur, þarf að greiða tæpar 5 krónur í viðbót fyrir vagninn á hvern kílómetra. Þetta er brjálæði," sagði Stefán Pálsson hjá Landvara. „Þessar hækkanir á þungaskattin- um skila sér aldrei allar til okkar í gjaldskrá, því þeir eru margir kíló- metrarnir sem við ökum með tóma bíla,“ sagði Stefán Árnason hjá Stefni. „Það gerist eitthvað í þessu máli á næstu dögum. Það verður far- ið á fund ráðamanna á morgun því það er ljóst að þessi hækkun verður ekki liðin fyrr en í fulla hnefana. Það verður gripið til einhverra aðgerða, það er á hreinu,“ sagði Stefán Árna- son að lokum. BB. dags. staða dags. staða hækkun í °L Byggingavísitala 10/2 ’77 126 10/10’85 3392 2590 Bcnsin 10/2’77 80 gkr. 10/10’85 35 kr. 4300 Þungaskattur 10 tonn 10/2’77 0,047 kr. 10/10’85 3,45 kr. 6800 Þungaskattur 16 tonn 10/2’77 0,063 kr. 10/10 ’85 5,67 kr. 8860 Þungaskattur 23 tonn 10/2’77 0,083 kr. 10/10 ’85 8,61 kr. 10300 Hækili og huppur á um 300 krónur kflóið Ýmsir selja lambalæri með hækli og hupp (nárafitu) og lækka þannig kílóverðið. í nýju pökkunardeildinni okkar fjarlægjum við þetta, en pökkum aðeins nýtan- legum hluta lærisins í lofttæmdar um- búðir sem varðveita gæði kjötsins. Við teljum okkur því bjóða st? hagstæðara verð. Gerðu raunhæfan verðsamanburð! A K U R E Y R 1 KJÖTIÐ FRÁ OKKUR FÆST í ÖLLUM BETRI VERSLUNUM! Félag harmonikuunnenda óskar eftir að kaupa eða leigja litlar harmonikur sem hægt væri að nota við kennslu. Upplýsingar á kvöldin í síma 26140. FRAM TÖLVU SKÓLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Tölvuskólinn Framsýn mun halda eftirtalin tölvunámskeiö dagana 4.-10. nóvember. GRUNNNÁMSKEIÐ Námskeiðið hentar sérstaklega stjórnendum fyrir- tækja, sem áhuga hafa á aö kynnast notkunar- möguleikum einkatölva í rekstri fyrirtækja ÁÆTIANAGERÐ Námskeiöiö hentar öllum sem vilja kynnast möguleikum áætlunargeröarforritsins MULTIPLAN viö hverskonar áætlanagerð og arösemisútreikninga. RITVINNSIA Námskeiöiö hentar öllum, sem vilja kynna sér hina fjölmörgu notkunarmöguleika tölva viö ritstörf. Þaö hentar sérstaklega vel þeim er hyggjast tileinka sér þessa nýju tækni á sviöi skrifstofusjálfvirkni. STÝRIKERFIÐ MS DOS MS - DOS er mest notaöa stýrikerfiö á einka- tölvum í dag. Megináhersla veröur lögö á notkun þess viö stjórnun tölvunnar. Námskeiðið er nauö- synlegt öllum þeim sem nota eöa hyggjast nota tölvubúnaö sem keyrir undir þessu stýrikerfi. FRAMEWORK FRAME WORK er allt í senn áætlanageröar-, ritvinnslugagnasafns- og teikniforrtit. Námskeiöiö hentar öllum sem áhuga hafa aö hagnýta sér þennan vinsæla og öfluga hugbúnaö. °9n"Án8a ooVi,ka viWSSr 26155t \n \rá K\- VAin'í \jesW 13.00 mendut n^eoe^- TÖLVUTÆKIsf S: 2 6155 AKUREYRI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.