Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 23.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GI'SLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. UeiðarL Herðum sóknina Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur gert efnahagsáætlun til þriggja ára. Megintilgangurinn með þeirri áætlun er að sýna fram á, að með markvissum aðgerð- um, sem hafa áhrif til langs tíma, er hægt að koma á jafnvægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar. En til þess að þetta takist þarf að ná ákveðnum grundvallaratriðum. Um það sagði Steingrímur Hermannsson m.a. í stefnuræðu sinni á Alþingi: „Lækkun erlendra skulda verður að mati ríkisstjórnarinnar óhjákvæmilegt megin- markmið í efnahagsmálum þjóðarinnar næstu árin. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja áherslu á, að hjöðnun verðbólgu haldi áfram. Þetta ber þó að gera með að- haldi á öllum sviðum, án þess þó að til at- vinnuleysis komi, og með aukinni fram- leiðslu. Stefna sem þessi er að sjálfsögðu annars vegar háð þróun sjávarútvegs hér á landi og hins vegar efnahagsmálum í helstu við- skiptalöndum okkar. Þótt slíkir þættir breytist til hins verra, er það skoðun ríkis- stjórnarinnar, að ekki megi slaka á því meginmarkmiði að lækka erlendar skuldir." Síðar í ræðu sinni sagði Steingrímur: „Ein mikilvægasta forsendan er að sjálf- sögðu áætlun um aukinn útflutning. Byggt er á 5 af hundraði árlegri aukningu næstu þrjú árin. í því sambandi er gert ráð fyrir, að aflaverðmæti aukist heldur minna, eða um 4-5 af hundraði á ári. Til þess að ná til fulls 5 af hundraði, verður útflutningur annarra greina að aukast meira. í því efni eru vonir m.a. bundnar við iðnað, ekki síst nýjar framleiðslugreinar, og þjónustuút- flutning hvers konar.“ Þetta eru orð að sönnu og sérstaklega er ástæða til að undirstrika síðustu máls- greinina. Það þarf að efla nýjar framleiðslu- greinar og hvers konar þjónustuútflutning. Og þar verður hlutur landsbyggðarinnar að verða stór. Ýmis fyrirtæki og samtök á landsbyggðinni hafa sýnt framsækni í þessum efnum og hafa þau náð umtals- verðum árangri. En betur má ef duga skal; það þarf að herða sóknina enn frekar. -viðtal dagsi „Hér eru m ekki skotr" Jón B. Gunnarsson. Um fátt er jafnmikið talað þessa dagana og rjúpnaveiði og í því sambandi hver hafi fengið hvað margar hvaða dag. Frétt birtist í Degi um að Jón B. Gunnarsson sjómaður á Húsa- vík hafi fengið 26 rjúpur fyrsta daginn. A laugardagskvöld heyrðist að Jón hefði fengið 55 rjúpur yfir daginn. Á sunnudag var Jón heima og reyndist fús til að svara nokkrum spurningum um rjúpna- veiði. „Já það er rétt ég hafði 55 í gær. Við fórum þrír saman til rjúpna og höfðum samtals 143. Sonur minn fékk 40 og Jón Kjart- ansson 48. Við lögðum af stað kl. 6 um morguninn og vorum komnir heim um áttaleytið um kvöldið. Þreyttir en að sjálfsögðu ánægðir." - Mönnum virðist ganga rjúpnaveiðin misjafnlega, þú virðist fá fleiri en flestir aðrir. Hver er ástæðan? „Ég veit það ekki. Þetta geng- ur svona í öllum veiðiskap. Eg þekki mig á veiðisvæðunum, það er aðalmálið. Ég fór að fara með frændum mínum til rjúpna þegar ég var smágutti. Hef stundað alls konar veiðiskap frá því ég man eftir mér fyrst. Veiðieðlið er ríkt í manni. Mér finnst mest gaman að veiða með byssu, þó gaman sé á sjónum þegar vel gengur." - Ætlar þú að stunda rjúpna- veiðina mikið í vetur og hvað gerir þú við allan fenginn? „Það fer nú eftir tíðarfarinu, veðrið hefur verið mjög gott. Við höfum ekki fengið svona gott haust lengi. Það er autt svo rjúp- an sést vel og færðin er góð. Þetta er aðallega sport hjá mér en ekki atvinna, þó við seljum alltaf eitthvað af rjúpunni, þá borðum við hana líka.“ - Er mikið af rjúpu í ár? „Maður sér stóra hópa, en hún er stygg. Það hefur ekki veiðst eins mikið og sést hefur vegna þess hve stygg hún er. Við sjáum talsvert mikið af fálka og hann er að stríða okkur. Rjúpan verður hrædd og stygg þegar hann er nærri. Það eru alltaf sveiflur á rjúpnastofninum. Hann virðist töluvert stór í ár. Og eftir því sem rjúpnastofninn er stærri virð- ist fálkinn komast betur upp. Það gerði hret í sumar þegar rjúpna- ungarnir voru litlir, en það virðist hafa sloppið til með þá.“ - A ekki rjúpan í vök að verj- ast gegn tæknivæðingunni rjúpnaskyttum á snjósleðum o.þ.h.? „Það er rétt tæknin eykst en rjúpan bjargar sér alltaf. Hún hefur skóglendi og víðáttuna sem friðland.“ - Nú gengur á ýmsu, rjúpna- skyttur að týnast og stafar ekki hætta af öllum þessum byssum? „Það hefur nú verið lítið um að menn týnist hér. Menn þurfa að temja sér að koma snemma að bílunum. Vara sig ef það er þoka og ég hef alltaf áttavita með. Það hafa ekki orðið slys hér í sam- bandi við rjúpnaveiðar til fjölda ára. Það er eins með skotvopn og annað menn þurfa að kunna að fara með þau. Það getur svo margt verið hættulegt ef menn vita ekki hvað þeir hafa í hönd- unum.“ - Hefurðu trú á því að óhætt sé að fara til rjúpna með hvíta „Já, ég hef trú á því, menn eru ekki skotóðir hér um slóðir.“ - Nú auglýsa margir landeig- endur bann við veiðum. „Það getur verið erfitt að fylgj- ast með því hvar maður stígur fæti inn fyrir landamerki. En við höfum yfirleitt átt góð samskipti við landeigendur hér í kring.“ - Að lokum Jón, hvað er svona gaman við veiðarnar og hvað hefurðu fengið mest á ein- um degi? „Það er tvímælalaust hreyfing- in og útiveran. Þetta er oft mikil ganga. Það er gaman að fá góðan feng en ekki aðalatriðið. Það mesta sem ég hef fengið á einum degi eru 70 rjúpur. Það er talsvert langt síðan. Þá var Karl Hannesson með mér og hann fékk 90. Það er mesta dagsveiði sem ég man eftir. Við vorum um fimm km frá bílnum og það þótti hraustlega gert af Karli að bera fenginn sem verið hefur um 45 kg alla þá leið.“ IM s o ■ M A N U O A G U R

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.