Dagur - 24.10.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 24. október 1985
ALLTá
tónleikum með Bubba
Síðastliðið sunnudagskvöld
hélt Bubbi Morthens tón-
leika í Dynheimum á Akur-
eyri. Þetta voru síðustu tón-
leikarnir í nokkurra daga
ferðalagi um Norðurland og
að sögn Bubba þeir bestu
ásamt tónleikunum í Hrísey.
Áheyrendur þetta kvöld voru
um 60 aðallega á aldrinum 15-
20 ára og ekki var annað að sjá
en að allir „fíluðu Bubba í botn“.
Prógrammið var byggt upp á
gömlum og nýjum lögum, flestum
eftir Bubba sjálfan, og inn á milli
var kryddað með sögum af tilurö
laganna o.fl. Oft á tíðum náðist
upp mjög góð stemmning og
Bubba tókst mjög vel að ná til
áheyrenda og fá þá með. Tón-
leikarnir hófust um kl. 21.30 og
stóðu í tvo tíma án hlés. Fyrri
hlutann lék Bubbi einn en þegar
nokkuð var liðið á dagskrána
bættist honum ágætur liðsauki
þar sem var Björgúlfur Egilsson
bassaleikari Kamarorghestanna.
Eftir þessa stórgóðu törn náðum
við tali af konsertmeistaranum
sjálfum Ásbirni Kristinssyni:
- Ertu ánægður með þessa
tónleika?
„Já ég er það. Ég var í mjög
góðu formi í kvöld. Annars er
mjög misjafnt hvernig maður
dettur niðrí ’etta."
- Er munur á að spila hérna
og fyrir sunnan?
„Það fer eftir forminu. Þetta
form, að vera einn með gítarinn
gengur alveg eins hérna. Maður
nær betur til áheyrenda og þetta
gerir líka þá kröfu til þeirra að
þeir taki afstöðu en séu ekki al-
veg dauðir gagnvart músíkinni.
Þetta er persónulegra. Aftur á
móti er auðveldara að vera með
hljómsveitartónleika fyrir sunnan.
Ég fíla bara miklu betur að vera
einn og bera þá sjálfur ábyrgð á
öllu. Þetta form var mjög algengt
svona ’64-’65 en þekkist lítið
varðandi unglmga
„Ég hef fóbíu gagnvart Ijósmyndurum.
Texti: Eggert Tryggvason og Helga Björk Eiríksdóttirl- Myndir: Gísli Tryggvason
núna. Það má eiginlega segja að
ég sé sá eini sem hefur meikað
það svona."
- Varstu ánægður með plöt-
una (Kona)?
„Já, mjög ánægður. Ég ákvað
það þegar ég gerði þessa plötu
að spila bara það sem ég fílaði
sjálfur. Það er miklu meiri ein-
lægni í þessari plötu en hinum.
Þetta er líka eina platan sem ég
á með sjálfum mér og hlusta á.“
- Hvaða tónlist hlustarðu ann-
ars á?
„Blessaður ég hlusta á allt.“
- Duran Duran?
„Já já, mér finnst þeir ágætir.
Ég átti fyrstu plötuna með þeim
og fannst hún þrælgóð. Ég er á
móti þeirri gagnrýni sem Duran
Duran aðdáendur hafa fengið.
Mér finnst þetta eiga rétt á sér
eins og öll tónlist. Hins vegar
verð ég að segja að ég fíla ekki
Boy George og Madonna er
hryllingur, bara einnvert fyrirbæri
sem hefur verið búið til.“
- Hvað er svo framundan?
„Ég er búinn að gera fjögurra
ára plötusamning í Stokkhólmi
og er að fara þangað í upptöku.
Síðan er tónleikaferð í Evrópu.
Annars hefur mig alltaf langað til
að gera plötu fyrir krakka,“ sagði
Bubbi að lokum.
Þakka þér fyrir og góða ferð.
Rosalega góður
á gítar
Meðan á tónleikunum stóð tók-
um við afsíðis örfáa unglinga.
Við töluðum fyrst við Viðar Garð-
arsson.
„Þetta eru alveg ágætir tón-
leikar.“
- Ertu mikill aðdáandi Bubba?
„Nei, ekki mikill, en mér finnst
hann góður einn. Ég vissi ekki að
hann væri svona rosalega góður
á gítar.“
- Áttu einhverja plötu með
honum?
„Já, ég á eina.“
Góðir hljómleikar
Kristín Ingólfsdóttir varð næst
fyrir svörum.
- Ertu aðdáandi Bubba?
„Nei, ekki beint, en mér finnst
hann bæði góður söngvari og
gítarleikari."
- En hvernig finnast þér
hljómleikarnir?
„Þetta eru góðir tónleikar."
- Kaupirðu plöturnar hans?
„Nei, ég hlusta ekki á plötur.1'
Djöfull er hann
geðveikislega góður
Þetta hrópaði mikill Bubbaaðdá-
andi í uppnámi. Það var Arnar
Kristinsson.
- Það þarf nú varla að spyrja
Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis 1985:
saman“
„Besl að bræða brúðhjónin
Héraðsfundurinn var að þcssu
sinni haldinn að Grund og Laug-
arborg, sunnudaginn 1. scpt. og
hófst mcð mcssugjörö í Grundar-
kirkju kl. 13.30. Sr. Jón Hclgi
Þórarinsson prcdikaði, cn sr.
Vigfiís Þór Árnason, Siglufirði og
sr. Birgir Snæbjórnsson á Akur-
cyri, þjónuðu fyrir altari. Sam-
cinaður kór úr sóknum prcsta-
kallsins söng undir stjórn organ-
istans, frú Sigríöar Schiöth. Frú
Kolfinna Gcrður Pálsdóttir var
mcðhjálpari að vanda og hringj-
arar Rcynir Schiöth og Ketill
Hclgason. Var athöfnin öll hin
virðulegasta, gcstir fast að 90.
í mcssulokin stc hinn nyi próf-
astur í stólinn, sr. Bjartmar
Kristjánsson á Syðra-Laugalandi,
og flutti yfirlitsræðu sína um það
helsta frá liðnu hcraðsfundarári:
Scra Stcfán V. Snævarr hafði
látiö af störfum fyrsta okt. sl.,
cftir farsælan starfsferil, sem
prestur í Vallaprestakalli í 43 ár
og prófastur héraðsins í 6 ár.
Þakkaði prófastur séra Stefáni og
hans göfugu frú, Jónu Gunn-
laugsdóttur, störfin og kvað
margan sakna þeirra burtfluttra
úr héraðinu.
„En maður kemur í manns
stað.“ Sr. Jón Helgi Þórarinsson
var í fyrrasumar kjörinn prestur í
Dalvíkurprestakalli. En svo heit-
ir nú það sem áður hét Valla-
prestakall. Kona sr. Jóns er
Margrét Einarsdóttir. Bauð próf-
astur þau velkomin til starfa í
héraðinu og kvað mikils af þeim
vænta mega. Þá hafði sr. Helgi
Hróbjartsson verið settur prestur
í Hríseyjarprestakalli frá 1. októ-
ber til jafnlengdar á þessu ári. Er
hann í tveggja mánaða fríi frá
byrjun ágúst og fór til Eþíópíu.
En þar hefir hann starfað áður
sem kristniboði. Voru honum
þökkuð störf hans og þess óskað,
að söfnuðirnir í Hríseyjarpresta-
kalli mættu sem lengst njóta
krafta hans.
Þá gat prófastur þess, að í
Laugalandsprestakalli yrði sú
breyting, að í næstu fardögum
myndi núverandi prestur hverfa
þaðan fyrir aldurs sakir, og
myndi þá væntanlega búið að
kjósa nýjan prest.
Á síðastliðnu sumri, hinn 15.
júní, hélt Kirkjukórasamband
prófastsdæmisins sitt 8. söngmót
meö veglegum hætti, og lét þann-
ig ekki sitt eftir liggja á þessu al-
þjóðlega tónlistarári. Var sungið
bæði í Ólafsfirði og á Akureyri
og var það mál manna, að söng-
mót þetta mætti óhikað telja til
merkisviðburða í kirkjusögu hér-
aðsins.
Þá minntist prófastur á nýliðna
Hólahátíð. (Þá fyrstu „biskups-
lausu" frá upphafi vega, sem
þrátt fyrir það þótti á marga lund
takast hið besta! Seinna innskot.
B.K.) En á þessari hátíð á Hóla-
stað annaðist sönginn sama fólk-
ið og við messuna í upphafi hér-
aðsfundarins. En þegar hér var
komið sögu, leyfði ræðumaður
sér svolítinn útúrdúr, þó ekki al-
veg að tilefnislausu. Vék hann fá-
einum orðum að nöfnum presta-t
kalla. Kvað hann það hafa verið
misráðið, með kirkjulögunum
frá 1952, að breyta gömlum og
góðum heitum prestakalla. Þá
nefndi prófastur og þakkaði þá
miklu réttarbót, sem kirkjur hafa
nú fengið með lækkun rafmagns-
verðs, sem verið hefði áður
óheyrilega hátt.
í lok orða sinna þakkaði próf-
astur sóknarnefnd Grundarsókn-
ar, er svo vel hefði brugðist við
ósk sinni um að hafa þennan fund
þar í sókn, og byði nú til kaffi-
veitinga í Laugarborg, með til-
styrk kvenna í sókninni. Formað-
ur sóknarnefndar Grundarsóknar
er Haraldur Hannesson, bóndi
og oddviti í Víðigerði. Og próf-
astur þakkaði öllum, sem „prýtt
hefðu þessa guðsþjónustu og
aukið enn einum veglegum og
helgum þætti í sögu hins aldna
musteris, sem áttrætt væri á þessu
ári“. Að lokum var sunginn hinn
fagri héraðsfundarsálmur Valdi-
mars Snævars skálds: „Vér lyft-
um hjörtum hátt frá jörð...“ Var
síðan ekið snúðugt að Laugar-
borg og skorti þar ekkert á rausn-
arlegar viðtökur heimamanna.
Var kaffið á könnunni svo lengi
sem menn entust til fundarset-
unnar, sem var til kl. 8 eða vel
það.
Er veitingum höfðu verið gjörð
hin bestu skil, var sest við lang-
borð mikið í salnum og tekið til
fundarstarfa á hefðbundinn hátt.
Bauð prófastur fundarmenn
velkomna til starfa. Og sérstak-
lega bauð hann velkominn heið-
ursgest fundarins, séra Trausta
Pétursson, áður prófast á Djúpa-
vogi, sem hann setti sér við hægri
hönd, bað hann vera aðstoðar-
fundarstjóra og forða nýliðanum
frá vellíklegum axarsköftum í
fundarstjórninni. Fór svo fundur-
inn fram af hinni mestu prýði og
æsingalaust! Prestar voru allir
mættir nema séra Helgi. Safnað-
arfulltrúar voru úr flestum
sóknum, en þær eru 21 (22). Alls
sátu fundinn 30 manns. Fundarrit-
arar voru þeir beðnir að vera: Sr.
Pétur Þórarinsson á Möðruvöll-
um og Árni Óskarsson, Dalvík.
Og verður nú bókun þeirra félaga
mjög höfð til hliðsjónar þessu
yfirliti héðan í frá. „En hvat mis-
sagt kann að vera í fræðum
þessum", verði sett á reikning
undirritaðs.
Kirkjureikningarnir og skilin
á þeim, hafa löngum verið þúfa í
götu prófastanna. En með
kirkjulögunum nýju er sú breyt-
ing gerð, að kjörnir endur-
skoðendur skulu afgreiða þau
mál. Svo var nú, sem stundum
áður, að prófastur fékk samþykki
fundarins til þess, að frá reikn-
ingunum yrði gengið síðar.
„Þá lagði prófastur fram fjöl-
ritaða skýrslu með ýmsum tölu-
legum upplýsingum um starfsem-
ina í prófastsdæminu. Skoðuðu
menn skýrsluna og urðu nokkrar
umræður um hana.“ Og í því
sambandi barst talið lítillega að
ársskýrsluforminu, sem prestum
er sent til útfyllingar. Er ekkert
nýtt, að slíkt beri á góma, og
margir óánægðir með þessi
skýrsluform, telja þau úrelt og
ófullkomin. En í þessu sambandi
hefir maður heyrt, að svo mikið
sé enn til á „lager“ af þessum
forngripum, að ekki þyki fært að
fleygja þeim. Kemur manni þá í
hug sagan af Skotanum, sem hjó
gat á ísinn til þess að geta notað
baðmiðann frá sumrinu.
„Prófastur minnti á hið mikla
starf presta við vitjun sjúkra og
almennar húsvitjanir, sem væru
mjög mikilvægar, hvort sem
prestarnir væru við slíkar heim-
sóknir stútfylltir af guðsorði eður
ei.“ Skýrslur presta um þessa hlið
starfsins taldi prófastur tæpast
nógu glöggar til þess að hægt væri
að gefa um það tölulegt yfirlit.
í skýrslu prófasts kom fram
eftirfarandi: Messur í héraðinu á
liðnu ári voru 569, árið 1983:
542. Skírð voru 356 börn, en árið
1983: 406. Fermdir voru 359, árið
1983: 396. Altarisgestir voru á sl.
ári: 1.967, árið 1983: 2.379.
Hjónavígslur: 109, en 1983: 115.
Greftranir voru: 143, en 1983:
148.
í nefndri skýrslu kom fram, að
borgaralegar hjónavígslur á liðnu
almanaksári voru 10. Skilnaðir
að borði og sæng voru 34. Mann-
fjöldi í prófastsdæminu er
20.781.
Um „önnur störf presta" segir
skýrslan þetta: Einn prestur rek-
ur myndarlegan búskap, að forn-
um sið. „Aukagreinar" annarra
eru einkum kennsla. Er sýnis-
horn kennslugreina sem hér
segir: Kristinfræði, kristinsaga,
siðfræði, íslenska, enska, þýska,
reikningur, teikning, saga og
samfélagsfræði.