Dagur


Dagur - 25.10.1985, Qupperneq 4

Dagur - 25.10.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 25. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVfK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samstaða Norðanmanna um háskóla á Akureyri er mikilvœg leiðan________________ „Ég á Akureyri skuld að gjalda, því hafi ég hlotið einhverja menntun eftir að ég kom úr foreldrahúsum, þá var það í menntaskólan- um þar.“ Þessi orð lét ný- skipaður menntamálaráð- herra, Sverrir Hermanns- son, falla í samtali við Dag. Og þessa skuld ætlar hann sér að greiða með því að koma á fót háskólakennslu á Akuréyri næsta haust. Takist Sverri það ætti hann að vera búinn að greiða „skuld" sína og vel það. En það virðast vera mörg ljón í veginum, eins og oft vill verða þegar framfara- málum er hreyft. Úrtölu- raddir hafa heyrst frá innanhússmönnum í Há- skóla íslands, sem telja brýnna að auka við húsa- og tækjakost Háskólans í Reykjavík. Eflaust er það líka brýnt verkefni, en há- skóli á Akureyri er mikil- vægari fyrir norðanmenn. Og menn verða líka að líta til þess, að hér er líka um hagsmunamál heildarinnar að ræða, því háskóli á Akur- eyri hlýtur að létta á Há- skólanum í Reykjavík. Það hefur verið talað um að aukafjárveitingar séu ekki til fyrir þessu verkefni. Slíkar úrtölur bera vott um mikla þröngsýni. í tilvikum sem þessum á ekki að spyrja hvað hlutirnir kosta, heldur hversu hagkvæmir þeir eru; hvað krónurnar sem í hlutina eru lagðar gefa af sér. Þeir sem reynt hafa, vita hvað það kostar að sækja skóla til Reykja- víkur. Það er dýrt að ferðast og það kostar margar krón- ur að halda húsnæði í Reykjavík. Á Alþingi tala menn digurbarkalega um jafnan rétt til menntunar, en situr landsbyggðarfólk við sama borð og Reykvík- ingar í þeim efnum? Nei, síður en svo. Kostnaðarhlið- in verður því að skoðast í víðu samhengi. Vissulega kostar það sitt, að koma á fót háskólakennslu á Akur- eyri, en það sparar líka námsfólki ómældar fjárhæð- ir. Það hafa líka heyrst þær úrtöluraddir, að Akureyr- ingar eigi enga háskóla- kennara. Vissulega er það rétt, enda er hér enginn há- skóli. En þegar háskóli er kominn koma líka kennar- arnir. Sömu rök hafa verið notuð gegn því að Tæknihá- skóli íslands verði fluttur til Akureyrar. Slíkur málflutn- ingur er ekki rökréttur. Þetta fylgir hvað öðru. Kennararnir koma með skólunum, en þó með þeim fyrirvara, að þeim séu boðin mannsæmandi laun og við- unandi vinnuaðstaða. Eitt atriði enn má nefna. Það hefur reynst mörgum námsmanninum dýrt og erfitt, að fá íbúð í Reykjavík. í einu sunnanblaðanna mátti lesa fyrir skömmu, að þar vantaði 200 tveggja herbergja íbúðir. Það má vera rétt, en búast má við að þessar 200 íbúðir losni ef háskóli á Akureyri verður að veruleika. Þá þurfa norðanmenn ekki lengur á íbúð að halda í Reykjavík. Háskóli á Akureyri er brýnt hagsmunamál fyrir norðanmenn, brýnna en margir gera sér grein fyrir. Þess vegna er mikilvægt að allir leggist á árina með Sverri, til að koma þessu máli heilu í höfn fyrir næsta haust. — GS júr hugskotinu. Afhverju háskóU „Pann litla þroska sem ég hef tekið út á ævinni, eftir að ég fór úr föðurhúsum, tók ég út í Eyjafirði." Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra. Mikill er heiður þinn Eyja- ( fjörður, að hafa komið til þroska, eins og hann sjálfur segir, þeim manni sem f dag er ekki aðeins æðsti maður skóla- mála í landinu, heldur einnig allrar menningarstarfsemi landsmanna, að ógleymdri allri fjölmiðlun í landinu, nokkuð sem er geysilega þýðingarmikið einmitt nú í árdaga mestu fjöl- miðlabyltingar sem yfir landið hefur gengið síðan Cook sálugi byrjaði að reka trúboðsútvarp sitt hér á Akureyri á þriðja tug aldarinnar. Og ekki er hægt að segja annað en að sá þroski sem hinn nýi ráðherra menntamála telur sig hafa út tekið hér í Eyjafirði hafi bærilega nýst honum í stólaleikjum stjórn- málanna. Að minnsta kosti tókst honum að komast frá stólaleiknum valdameiri en fyrr, og það þegar setja átti hann út í kuldann út af einni verksmiðjunefnu. Fyrsta embœttisverkið Fyrsta embættisverk hins nýja menntamálaráðherra, og þegar þetta er skrifað hið eina, var að ákveða það, að stuðla að því að kennsla á háskólastigi skuli hefjast á Akureyri þegar haust- ið 1986, nokkuð sem allir Norð- lendingar hljóta að fagna, það er að segja ef einhver alvara býr hér á bak við, en á þessari stundu er erfitt að sjá hvort svo er. Við höfum að undanförnu horft upp á svo marga einleiki hinna ýmsu ráðherra, einleiki sem oftast hafa endað í einum allsherjar farsa, og hugsanlega er hér aðeins um einn slíkan einleik að ræða. Vera má að þessi ákvörðun ráðherra sé tek- in í því skyni einu að stríða flokksbræðrum hans svolítið. „Fyrst ég fékk ekki að setja kís- ilmálmverksmiðjuna mína nið- ur á Reyðarfirði, þá skal ég bara planta niður einu stykki há- skóla á Akureyri.“ En hitt er líka einnig til í dæminu, og fullt eins líklegt þegar Sverrir er annars vegar, að ákvörðunin sé tekin í fyllstu einlægni, sem ein- hvers konar þakklætisvottur fyrir þroskann fyrrnefnda. En jafnvel þó svo sé þá er málið síður en svo í höfn ennþá, ráð- herra á nefnilega eftir að berjast bæði við hina dæmigerðu reyk- vísku þröngsýni og nánasarhátt bragðbættan með minnimáttar- kennd sumra heimamanna, sem ekkert geta hugsað sér annað en eitthvert dútlútibú frá háskólan- um syðra, þó allir geri sér ljóst að hann vill ekkert með slíkt útibú hafa og ekki bætir það úr skák að fjármálaráðherrann er þingmaður Sunnlendinga, þó svo hann sé tengdur burthlaup- inni norðlenskri íhaldsfjöl- skyldu. Hún er annars merkileg þessi þráhyggja, að hér megi ekki reisa neitt nema útibú frá há- skólanum syðra. í leiðurum að minnsta kosti þriggja blaða hér í bæ hafa menn vart mátt vatni halda yfir því hversu dásamlegt það yrði að fá hingað nokkra dropa úr viskubrunnum þeirra fyrir sunnan. Háskólaútibú frá Reykjavík yrði að líkindum aldrei annað en kák, sem ofan í kaupið myndi dæma þá sem þar vildu nám stunda til að halda áfram í Reykjavík, og takið eft- ir hvergi annars staðar, þar sem prófin yrðu verðlaus. Við þetta bætist svo að Sigmundur og þeir hinir ráðamenn Háskólans virð- ast ekkert áfjáðir í að koma upp svona útibúi hér, enda upptekn- ir af Svala og Eimskip. Og ein af grundvallarreglum mann- legra samskipta er einmitt sú að menn skuli ekki vera að troða vináttu sinni upp á þá sem ekk- ert vilja með hana hafa. Ef Há- skólinn hefði haft áhuga á úti- búi hér væri hann löngu búinn að koma því á laggirnar. Hugs- um okkur annars hvernig hér væri umhorfs ef Menntaskólinn hefði haldið áfram að vera útibú frá MR, eins og sumir vildu á sinni tíð, eða þá leikfélagið úti- bú frá Þjóðleikhúsinu. Priggja ára námsbrautir Menn kunna að spyrja hvern fjárann Akureyringar hafi að gera með háskóla, og það nú þegar þjóðin er á hvínandi kúp- unni. Það er nú þetta með hina hvínandi kúpu. Að minnsta kosti virðist þjóðin hafa efni á að snara út fjörutíu milljónum á einu bretti fyrir brennivíns- kjörbúð í neyslumusteri því sem verið er að reisa undir Hag- kaupsnafni gullkálfinum til dýrðar og vegsemdar hæstrar. Háskóli, jafnvel þótt á Akur- eyri sé, ætti tvímælalaust að geta skilað arði í þjóðarbúið, engu síður en fyrrnefnd brenni- vínskjörbúð, og í rauninni er Akureyri að ýmsu leyti heppi- legri sem háskólabær heldur en Reykjavík, bæði vegna um- hverfis síns og hóflegrar stærðar, sem þó mætti vera ör- lítið meiri, og ekki síður vegna þess að hún er framleiðslu- byggðarlag, þannig að stúdent- ar aéttu að vera í mun nánari tengslum við atvinnulífið heldur en í Reykjavík sem fyrst og síð- ast lifir af milliliðastarfsemi. Og hvað fjármögnun varðar þá mætti til dæmis benda á þá leið að tekjum af sölu miða í Happ- drætti Háskólans á Noðurlandi mætti verja að einhverju eða öllu leyti í þetta verkefni. Það væri annars athugunarefni hversu mikið fjármagn að norð- an hefur verið flutt suður í gegnum hin ýmsu landshapp- drætti og fjársafnanir til marg- víslegra mála. En þá vaknar sú spurning hvernig háskóla eigi að byggja upp á Akureyri. Að mínu mati, þá ætti hér að bjóða upp á þriggja ára nám í nokkrum greinum. Höfuðáhersluna mætti til að byrja með leggja á fjórar greinar. Markaðshag- fræði, tölvufræði, iðnhönnun og fjölmiðlun auk kennslu í tungu- málum, viðskiptagreinum og listum ýmiss konar, einnig Reynir Antonsson skrifar mætti tengja við hinn nýja há- skóla sérstofnanir t.d. Byggða- stofnun og fyrirhugaða Nor- ræna líftæknistofnun. Þegar í upphafi yrði að taka upp náið samstarf við erlendar mennta- stofnanir, meðal annars hvað varðar kennaraskipti og jafn- gildingu prófa. En umfram allt, þá yrði þessi háskóli að vera í takt við norðlenskt og íslenskt atvinnulíf, menningu og mannlíf. Matthíasarminning Þann 11. nóvember næstkom- andi minnumst við þess að ein og hálf öld er frá fæðingu lík- lega þess mesta anda sem auð’g- að hefur manplíf eyfirskra byggða, þjóðskáldsins séra Matthfasar Jochumssonar. Vafalaust mun þjóðin minnast þess svo sem vera ber. En ekki yrði það til að spilla helgi þessa dags, ef hann yrði ákveðinn stofndagur hins nýja háskóla á Akureyri, og vart yrði þjóð- skáldinu sýnd meiri virðing en sú að hin nýja stofnun yrði látin bera nafn hans, og sennilega hefði fátt glatt hann meir væri hann ofar moldu. Það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sam- bandi hvort kennsla í hinum nýja skóla hefst einu árinu fyrr eða seinna því: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala“, eins og annað norðlenskt þjóðskáld kvað. Aðalatriðið er það, að ákvörðunin verði endanlega tekin og tímasett, en að engu verði flanað. Reynir Antonsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.