Dagur - 25.10.1985, Side 5

Dagur - 25.10.1985, Side 5
Jijátrú eða hvaðZ Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Astma Á sextándu öld var því trúað að astma væri hægt að sefa með því að borða hrátt kattakjöt eða með því að drekka munnvatn múlasnans. Þetta er heldur ógeðslegt. Ef losna á við astmaköst þá er betra að leggja graut búinn til úr hráum lauk og olíu við iljarnar, og það að borða ekkert ann- að en soðnar gullrætur í fjórtán daga vinnur bug á astmanum fyrir fullt og allt. Læknar Fáir þú reikning sendan frá lækninum þínum skalt þú fyrir alla muni láta vera að borga hann fyrr en þú veist hvort sjúklingur- inn hefur fengið fullan bata. Annars hefur hann í för með sér ógæfu. Þetta á við um alla læknareikninga, en sé þér hins vegar umhugað um að læknirinn fái sitt þá skaltu borga reikninginn að fáeinum krónum undanskyldum og forða þannig ógæf- unni... Sá fyrsti sem hittir lækni fyrir í nýrri skurðstofu mun án nokkurs vafa þurfa að gangast undir uppskurð í framtíðinni. Auk þess ættu allir að forðast að kajla til lækni á föstudög- um, það gerir aðeins illt verra. Á íslandi segja skyn- semistrúarmenn „í tíma skal læknis leita.“ Brauð Brauð hefur um aldir verið aðalfæða Evrópubúa, þó svo hafi ekki verið hér á landi vegna náttúrulegra að- stæðna. Margir baka brauð sitt sjálfir(ar) og verður þá að gæta þess að pota ekki í deigið með hníf eða gaffli, ef athuga þarf hvort það er bakað verður að nota saumnál eða heklunál til verksins annars er eins víst að óhapp sé á næstu grösum. Fyrir þá sem ætla að ganga í hjónaband er upplagt að nota kunnáttu makans í brauðbakstri sem mælikvarða á hversu liðtæk(ur) hún (hann) er í húsverkun- um almennt, það er nefnilega eins víst að sé kunnáttunni ábóta- vant í bakstrinum sé eins farið á öðrum sviðum. Ef brauðdeigið springur að ofan í bakstrinum veit það á jarðarför. Bakið alltaf þrettán stykki í stað tólf þar sem orðtækið segir „tólf handa bak- ara en eitt fyrir andskotann“. Það er að þrettánda brauðið eigi ekki nokkur maður að láta sér detta í hug að borða. En þessi hjátrú á sér aðrar rætur, fyrir daga plastpokanna var brauð selt eftir vigt og gat þá komið fyrir að það rýrnaði, svo bakarar í Evr- ópu, sem vildu ekki kallast svindlarar, gáfu þrettánda brauðið aukalega, og var það kallað bakaratylft. Hjá indíánum í Ameríku gætir einnig hjátrúar í sambandi við brauð. Ef kvikasilfur er sett í brauðhleif og kastað í á, rekur það burt og staðnæmist yfir þeim stað þar sem lík er að finna á botn- inum. í Norður-Englandi er þess vandlega gætt að brauð sé ekki lagt upp í loft þegar búið er að sneiða af því, þá getur fyrirvinna fjölskyldunnar átt það á hættu að veikjast. Geri brauðið ekkert annað en að molna þegar það er skorið veit það á rifrildi milli náinna fjölskyldumeðlima, ef gat finnst í brauðinu veit það á dauðsfall. Falli brauðsneið á gólfið og snúi smurða hliðin upp veit það á heimsókn. Dyr Þjóðtrúin segir að rétt sé að hafa dyrr opnar þegar barn fæðist eða ein- hver deyr, að slíkum atburðum má ekki þrengja. Þessa hjátrú má finna um allan heim. Fræg er sagan af dauða Egils Skallagrímssonar þó hún vitni um hið gagnstæða þar var rifið gat á bæinn og Agli troðið þar út dauðum svo hann fyndi ekki leið- ina heim sem draugur, sem afkomendur hans óttuðust að hann gerði færi hann út um bæjardyrnar. Opnið aldrei aðaldyrnar án þess að hafa gengið úr skugga um að bakdyrnar séu lokaðar. Því var áður fyrr trúað að á þann hátt ættu illir andar mjög auðvelt með að komast inn í húsið. Róm- verjar trúðu því að það bæri með sér ógæfu að stíga vinstri fæti á þröskuldinn er þeir gengju inn í hús. Svo alvarlega var þetta tekið að þjónustan sem lauk upp átti alltaf að gæta að þessu. Einnig er það athyglisvert að í Englandi heitir sá sem lýkur upp dyrum fyrir gestum „footman“. í Þýskalandi skella menn ekki hurðum þar sem lík liggur uppi. Hurðarskellurinn getur raskað ró sálarinnar. í Afríku sópa innfæddir ekki ryki út um dyr þess kofa sem einhver hefur dáið í, fyrr en ári seinna, rykið hefur slæm áhrif á hina viðkvæmu sál. Sveitukeppni BA hafin Sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar, Ákureyrarmót, hófst sl. þriðjudag með þátttöku 15 sveita. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Eftir tvo leiki er röð efstu sveita þessi: Stig 50 43 43 38 35 31 30 30 1. Stefán Vilhjálmsson 2.-3. Hermann Huijbens 2.-3. Stefán Sveinbjörnsson 4. Gunnar Berg 5. Örn Einarsson 6. Kristján Guðjónsson 7.-8. Jón Stefánsson 7.-8. Zarioh Hamadi Mest er hægt að fá 25 stig fyrir að sigra. Næstu tvær umferðir verða spilaðar nk. þriðjudag 29. okt. í Félagsborg. Þess má geta að áður en spila- mennska hófst sl. þriðjudag af- henti Stefán Gunnlaugsson á Bautanum - Smiðjunni, verðlaun fyrir Bautamótið. Spilað er í Dynheimum á mið- vikudagskvöldum. Þar er spilað- ur tvímenningur. Þegar eitt spila- kvöld er eftir er röð efstu para þessi: Stig 1. Anton - Sigfús 113 2. Zarioh - Arnar 105 3. Pétur - Ólafur 102 4. Gunnar - Örn 98 HFÍ^O INN Jafn ferða- hraði er öruggastur og nýtir eldsneytið best. mÉUMFERÐAR EIGUM EINNIG: Tímahjól og keðjur, mœla, högg- deyfa, bremsuklossa, kveikju- hluti, upphœkkanir og fl. 25. október 1985 - DAGUR - 5 Þingeyingar - Eyfirðingar Hinn árlegi stórdansleikur hestamannafélagsins Þráins verður haldinn í samkomuhúsinu á Grenivík laugardaginn 26. október (1. vetrardag). Hljómsveitin París heldur uppi stanslausu fjöri frá kl. 10-03. Nefndin. IluMiæöíssfoímm nkisins Sért þú húsbyggjandi, þarftu að lesa þetta: 1. Sendir þú okkur lánsumsókn fyrir 1. febrúar síðastliðinn? 2. Verður byggingin ekki fokheld fyrir 1. nóvember næstkomandi? Eigi þetta tvennt við um þig, verður þú að staðfesta umsóknina sérstaklega, ella verður hún felld úr gildi. Þú getur staðfest hana með því að hringja í síma 28361. Símsvari tekur við staðfestingum allan sólarhringinn, fram að 1. nóvember. Umsókn má líka staðfesta með bréfi, helst ábyrgðarbréfi. Reykjavík, 23. október 1985. Húsnæðisstofnun ríkisins VORUM AO FA stýrisenda og hjöruliði í m.a. AMC, BRONCO, GMC, DODGE OG JEEP Sendum i póstkröf u Spicer' V A R A H LUTAVERS L U N I N SIMAR 34980 og 37273 29. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandkjördæmi eystra verður haldið að Hótel KEA á Akureyri dagana 1. og 2. nóv. nk. Þingið hefst kl. 20.00 á föstudag og lýkur á laugardagskvöld. Dagskrá: 1. Þingið sett. 2. Kjör starfsmanna þingsins. 3. Nefndakjör. 4. Skýrsla stjórnar og afgreiðsla reikninga. 5. Skýrslur þingmanna. 6. Kynning á Samtökum um jafnrétti milli landshluta. 7. Umræður um 5. og 6. lið. 8. Nefndastörf. 9. Ávörp gesta. 10. Framlagning mála. 11. Kosningar. 12. Afgreiðsla mála. 13. Önnur mál. 14. Þingi slitið. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins verður gestur á þinginu. Allar nánari upplýsingar veitir Áslaug Magnúsdóttir í síma 96-22479 eftir kl. 18.00 STJÓRN K.F.N.E.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.