Dagur - 25.10.1985, Page 6

Dagur - 25.10.1985, Page 6
6 - DAGUR - 25. október 1985 mannlít Með þotu út, en togara heim: Það hlýtur að vera gaman að vera ungur og frjáls og feröast um heim- inn á ódýrum fargjöldum. Að sjálf- sögðu er það ekki á færi nema þess sem er eins og segir, - ungur og frjáls. Það er ekki óalgengt að nokkrir vinir og félagar taki sig saman og leggist í ferðalög. Það gerðu þrjár vinkonur úr Menntaskólanum á Akureyri nú seinni hluta sumars. Þær vinkonur eru Ragnheiður Sverrisdóttir, Halldóra Gunnlaugs- dóttir og Helga Finnbogadóttir. Þær keyptu sér það sem heitir Int- er-RaiI á ensku. Það eru lestarmið- ar sem gilda ákveðinn tíma í allar járnbrautalestir í Evrópu. Með þessum hætti er hægt að ferðast mjög ódýrt um Evrópu og skoða allt sem hugurinn girnist. Enda fóru þær vinkonur um stóran hluta Vest- ur-Evrópu. Þær hófu ferðina hér á Akureyri og flugu til Reykjavíkur. Keyrðu suður á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, borgarinnar við Sundið. Þar voru þær stöllur í góðu yfirlæti í viku- tíma áður en gripið var til lestar- miðans góða. Því næst var það Þýskaland sem hafði þann heiður að hýsa þær. Margar borgir heim- sóttu þær og marga ferðamenn sáu þær. En við því höfðu þær ekki bú- ist þar sem helsti ferðamannatím- inn var liðinn. Samt sem áður voru margir puttalingar og bakpoka- menn á ferð svo seint. Freiburg og Munchen voru meðal borga sem þær sáu í Þýskalandi. Sviss var næsta land. Þar var það Grindel- wald og fleiri fallegir staðir sem glöddu augað. Allir vegir liggja til Rómar segir einhvers staðar. Þess vegna var ekki hjá því komist að fara til Ítalíu og þá Rómar. Feneyj- ar voru líka á Iandakortinu svo ekki var þeirri fornu borg hlíft við heim- sóknum íslenskra yngismeyja. Þeg- ar þangað var komið var liðið á tímann sem lestarmiðinn gilti þann- ig að þá varð að snúa aftur í norð- austurátt með stefnu á ísland. Að vísu með viðkomu í nokkrum heimsborgum eins og París, Amst- erdam, London og Hull. - Hvers vegna Hull af öllum öðrum? Það var allt skipulagt eins og ann- að í ferðalaginu. Faðir einnar stúlk- unnar Helgu Finnbogadóttur er stýrimaður á togara sem gerður er út frá Eskifirði. Togarinn var því farartækið sem flutti þær heim til íslands aftur eftir rúmlega mánað- ardvöl á öllum helstu sögu og skemmtipunktum sem finnast á landakorti Vestur-Evrópu. Því var komið til baka til Eski- fjarðar eftir „ævintýraferð“ eins og þær sögðu. Það var engum blöðum um það aðt fletta að fallegast þótti þeim í Sviss. Hrikaleg fjöll, jöklar, vötn. Allt stórkostlegt. Þær stöllur sögðust hafa orðið hræddar í tvígang í þessari ferð. Annað skiptið var þegar mjög svo skuggalegur náungi kom inn í sama lestarklefa og þær voru í. Hitt skiptið hafi verið þegar þær voru á heimleið í lest frá London til Hull. Þá áttu þær að skipta um lest á miðri leið. Það fór ekki betur en svo að þær voru sofandi þegar lestin rann af stað frá skiptistöðinni og þurftu þær því að stökkva út úr lest- inni á ferð. Fengu þær miklar skammir hjá brautarverði á lestar- stöðinni sem tók í hnakkadrambið á þeim. Til Hull komust þær í tæka tíð að hitta föður Helgu sem sá þeim fyrir skipsferð heim til íslands. Sú ferð tók þrjá sólar- hringa. - Vissu útlendingar sem þær hittu í útlöndum eitthvað um ísland? Ekki var það nú mikið. Að vfsu hafði verið sýnd mynd í sjónvarpi í Þýskalandi og Sviss. Þar voru sýnd- ar myndir frá þjóðveldisbænum í Þjórsárdal, gosinu í Heimaey og gosi í Geysi. Það var því þetta þrennt sem fólk í þessum löndum spurði um. Einnig var spurt mikið um fisk, því hann hafði fengið sinn skerf í þessari kvikmynd og sýnst vera eina útflutningsvara íslend- inga. Heim komust þær stöllur með togaranum Hólmanesi eftir spenn- andi ævintýraferð um Evrópu. -gej sendibréf til Guðrúnar________________ Hér er allt morandi í rjúpnaskyttum Komdu nú sæl og blessuð Guðrún mín! Ástarþakkir fyrir slðasta bréf og fyrirgefðu hvað ég skrifa seint. Það hefur verið í það mörgu að snúast að ég hef engan tlma haft til að setjast niður við bréfaskriftir. Við vorum að slátra stóru kálfunum og ganga frá kjöti, bæði fyrir okkur og Dúddu og Sigga. Þau hafa alltaf fengið eitt naut hjá okkur á hverju hausti. Við völdum einn tæplega ársgamlan kálf handa okkur, alveg sér- staklega vænan. Það á að ferma hann Kobba I vor og ég ætla að hafa matarveislu og mér finnst alveg tilvalið að nota nautakjötið I hana. Það má gera svo margt gómsætt úr þvl. Heyrðu, þér hefur alltaf tekist svo vel til með roast beef, a.m.k. miklu betur en mér, hvernig ferðu eiginlega að? Annað öllu verra tafði mig llka frá bréfaskriftum. Þú veist, rjúpnaveiðitíminn er hafinn og hér er allt morandi I rjúpnaskyttum, þó við séum margbúin að auglýsa að það sé bannað að veiða hér, nema fyrir heimamenn. Við þorum varla að vera á ferli nema I skærlitum fötum. Það kom nefnilega hingað skotóður Reykvík- ingur um daginn og skaut hann Hvíting, þú veist, fol- ann undan henni Sokku. Aumingja Dísa litla er alveg I öngum sínum. Þau voru nánast jafngömul og hún hefur alltaf talið sig oiga hann. Það er á hreinu að það ætti að taka allar verð- andi rjúpnaskyttur I tíma og kenna þeim að þekkja rjúpur, svo þær hætti að skjóta hross, ær og uglur! Þeir fóru til rjúpna I slð- ustu viku, Nonni og Gunnar og fengu 75 til samans. Hef- ur Kári farið eitthvað í ár? Eða gafst hann alveg upp á þessu eftir að hann tognaði þarna um árið? Þú getur fengið hjá mér eins og þú vilt I jólamatinn og eins ætla ég að senda mömmu þinni og Sússu nokkrar. Veistu hvað? Ég er llka á handavinnunámskeiði, við erum að læra að flosa nokkrar hérna I sveitinni. Það er alveg æðislega gaman. Ég er að gera mynd handa mömmu, hún verður 60 eftir 3 vikur. Sé ég þig ekki þá? Þær ætla að halda veislu, systur mínar, Dúdda og Hanna. Mamma vill auð- vitað ekkert umstang, en þær ætla að koma henni á óvart. Pabbi vildi endilega fá hana með sér til London, en henni fannst það ekki hægt á þessum árstíma, stutt til jóla og allt það. Æi, þú veist, ekta húsmæður sem þurfa að gera allt hreint og baka einar 16 smákökusortir fyrir utan allt annað. Jæja, það er allt að fyllast af gestum hjá mér og kakan að brenna í ofninum, svo ég verð að hætta. Bið að heilsa öllum. Þln Siguriina. P.S. Heyrðu, hefurðu vökv- að Nílarsefið nóg? Eins ætt- irðu að láta það vera í góðri birtu, en passaðu þig að láta ekki sólina skína beint á það. Haustsólin er svo sterk. Sama. Friðrik Jónsson og Unnur Sigurðardóttir. Þráinn Þórisson stjórnaði fjölda- söng og kom þá í Ijós að margir góð- ir raddmenn voru í salnum. Grœna hliðin upp! Það var orðið dimmt úti, því klukkan var orðin hálf níu þegar ég átti leið um Glerárgötuna. Ég hafði veitt því athygli nokkra daga á undan að ungir menn hafa verið að þökuleggja þar svæði milli gangstéttar og götunnar. En á sunnudagskvöldið var Krist- inn Kristinsson einn við þökulagninguna. Hann sagði að það hefði verið vegna manneklu hjá Akureyrarbæ sem hann og fé- lagar hans úr Ungmennafélaginu Vorboðanum voru fengnir til að sjá um þetta. Ungmennafélagið á túnþökuskurðarvél sem notuð hefur verið að undanförnu í þeim tilgangi að drýgja tekj- ur félagsins. „Þetta hefur verið leiðinlegt í sumar vegna bleytunnar," sagði Kristinn, sem hefur verið duglegur í þökunum í sumar fyrir fé- lagið sitt. „Það þarf ótrúlega mikið fjármagn til að halda úti knattspyrnuliði eins og Vorboðinn er með. Þess vegna fórum við út í þetta.“ - Er ekki orðið of seint að þekja þegar liðið er langt á októ- ber? „Það virðist ekki vera. Aðalatriðið er að koma þessu á jörð- ina og snúa grænu hliðinni upp.“ sagði Kristinn sem vinnur öllu jöfnu hjá Gúmmíviðgerð KEA, en vinnur að fjáröflun í auka- vinnu fyrir Ungmennafélagið Vorboðann. Allt fyrir fótboltann! -gej

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.