Dagur - 25.10.1985, Page 16

Dagur - 25.10.1985, Page 16
H tilefni af vetrarkomu býður Bautinn- og Smiðjan eftirfarandi, sunnudaginn 27. okt. í hádeginu og um kvöldið. Rjómalöguð spergilsúpa Pekingönd með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og ribsberjahlaupi Verð á Bauta 350.00, verð í Smiðju 400.00 Fyrír 12 ára og yngri í fylgd foreldra, frír hamborgari eða samloka Konur fjölmenntu í Alþýðuhúsið á Akureyri í gærdag. Reyndar var hinn nýi samkomusalur hússins of lítill þegar já reyndi, þannig að konurnar „hertóku“ Sjallann cinnig og þar var einnig samfclld dagskrá eins og í Alþýðuhúsinu, þar sem þessi mynd var tekin. Mynd: gk,- innbæjarskipulag a Akureyri: Bæjarstjóm ræðir Skipulagsnefnd Akureyrar hefur ekki gert neinar stór- vægilegar breytingar á tillög- um að deiliskipulagi fyrir Inn- bæinn, að sögn Finns Birgis- sonar skipulagsstjóra. Þó hafa nokkrar breytingar verið gerðar á tillögum um bíla- stæði og var þar reynt að taka til- lit til athugasemda sem bárust frá íbúum í Innbænum eftir að al- menningi hafði verið gefinn kost- ur á að kynna sér skipulagsdrögin og gera athugasemdir. Nokkrar athugasemdir bárust, þar á meðal tveir undirskriftalistar frá stórum hópum Innbæinga. Skipulags- málið nefnd hefur nú lokið við að fara yfir athugasemdirnar og eru breytingartillögur hennar nú komnar til Hjörleifs Stefánssonar arkitekts sem er höfundur skipu- lagstillögunnar og mun hann breyta uppdráttum í samræmi við tillögur skipulagsnefndar. Líklega fer skipulagstillagan fyrir næsta fund bæjarstjórnar, til staðfestingar og að lokinni af- greiðslu bæjarstjórnar, til Skipu- lagsstjórnar ríkisins sem þarf einnig að staðfesta skipulagstil- löguna. Að því búnu verður deiliskipulag Innbæjarins í fullu gildi og allar framkvæmdir á svæðinu í samræmi við það. -yk. skipulega dagskrá að ræða í til- efni dagsins var minna um að konur tækju sér frí frá vinnu. En þegar á heildina er litið er óhætt að segja að konur hafi í gær hressilega vakið athygli á kjara- og jafnréttisbaráttu sinni, og í dag mæta þær til starfa þannig að hjól atvinnulífsins fara að snúast eðlilega. gk-. Sjómaður í vanda: Björgunarsveitin leysti málið! Viöar Þórðarson á Húsavík hélt í róöur í fyrrinótt sem ekki þykir í frásögur færandi. Hann lenti hins vegar í erfiö- leikum og varð að kalla út björgunarsveit í gær til þess að bjarga honum í land. Viðar hreppti vont veður í gærmorgun og tók hann það ráð að leita inn á Breiðuvík í var. Þar var hann svo í bátnum fram undir kvöldmat í gærkvöldi og komst ekkert. Björgunarsveitin Garðar á Húsavík fór á staðinn í gær og tókst að ná manninum í björg- unarbát, en bátur Viðars var skilinn eftir á staðnum eftir að gengið hafði verið vel frá honum. Viðari varð ekki meint af volkinu og „björgun" hans tókst mjög vel. IM/gk.- Um klukkan sex í gær var unnið við að draga flutningabílinn upp á veginn aftur. Veðrið var heldur leiðinlegt eins og sjá má. Innfellda myndin var tekin um klukkan tvö, skömmu eftir að bíllinn fór útaf. Myndir: KGA. Ljóst er að konur víða um land voru mjög samstíga í því í gær að taka sér frí á „Kvennadag- inn“ og halda þannig upp á lok „Kvennaáratugarins“. Víða var atvinnustarfsemi lömuð vegna þessa og mikið var um að „grobbgeltirnir“ yrðu að taka að sér störf sem þeir sinna ekki að öllu jöfnu. Dagur kannaði í gær á nokkr- um stöðum á Norðurlandi hvern- ig mæting hefði verið hjá útivinn- andi konum. Á Akureyri mættu t.d. sárafáar konur í vinnu í frystihús Útgerðarfélagsins. Hjá Iðnaðardeild Sambandsins þar sem vinna 300-400 konur mættu ekki nema á milli 30 og 40 eða um 10%. Mætingin var öllu betri í Skógerð Iðunnar, þar mættu um 10 konur af 25, og þær unnu á tvöföldum launum! Hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri voru tvær matvöru- verslanir opnar, og afgreitt var um lúgu f einni þeirra. Tvær deildir voru opnar í Vöruhúsinu, skrifstofan var nær mannlaus og áfram mætti telja. Þær konur sem starfa hjá KEA og tóku sér frí í gær héldu upp á daginn á fullu kaupi, en svo var ekki alls staðar. Það var áberandi að á þeim stöðum þar sem ekki var um Ólafsfirðingar: Vilja fá Rás 2 Ólafsfirðingar eiga þess ekki kost að hlusta á „Rás 2“ Ríkis- útvarpsins, og þar af leiðandi heyra þeir heldur ekki útsend- ingu svæðisútvarpsins á Akur- eyri. Eins og gefur að skilja eru Ólafsfirðingar lítt hrifnir af þessu ástandi. Á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar hinn 15. októbervar saniþykkt tillaga þar sem skorað var á útvarpsráð og útvarps- stjóra að gera Ólafsfirðingum sem fyrst kleift að hlusta á Rás 2 og svæðisútvarpið á Akureyri, og verða þar með við áskorun þeirra fjölmörgu er undirrituðu beiðni um sama efni í bænum sl. sumar. Þessi tillaga var samþykkt sam- hljóða. gk-. Lágheiði: Vörubílar fóru útal í gær var víða snjókoma á fjall- vegum Norðanlands, sem leiddi til blindu, hálku og jafn- vel ófærðar fyrir fólksbíla. í gærkvöldi var komin þæf- ingsfærð á Lágheiði og hún þá ekki talin fær nema jeppum og stórum bílum. Vöruflutningabíll á leið vesturyfir heiðina lenti þar útaf og vörubíll á leið austuryfir lenti í erfiðleikum skammt innan við Þrasastaði í Stíflu. Báðir bíl- arnir komust óskemmdir á rétta leiö með aðstoð kraftmikilla dráttartækja. Einnig lentu veg- farendur um Víkurskarð og Öxnadalsheiði í kröppum dansi, en engin teljandi óhöpp urðu. -GS Konurnar fjölmenntu í „Allann og Sjallann“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.