Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. nóvember 1985 136. tölublað Amma mín bls. 6 Þorskkvóti Rauðanúps búinn Atvinnuástand á Raufarhöfn hefur verið mjög gott að undanförnu og er útlitið bjart framundan ef undan er skilinn síðari hluti nóvembermánaöar. Að sögn Gunnars Hilmarsson- ar sveitarstjóra á Raufarhöfn er Rauðinúpur nú að koma úr veiði- ferð og er hann þá búinn með þorskkvóta sinn, en hann átti eft- ir 70 tonn er hann hóf veiðiferð- ina. Togarinn á þó eftir að veiða aðrar tegundir fram til áramóta og er möguleiki á siglingum með karfa sem ekki er hægt að vinna á Raufarhöfn. Raufarhafnarbúar fá hluta afla Þórshafnartogarans Stakfells til vinnslu hjá sér. Stakfellið er nú að veiða fyrir Sjóla í Hafnarfirði og fer að því loknu í slipp. Togar- inn er væntanlegur norður um næstu mánaðamót og á þá eftir að fara í tvær veiðiferðir eftir þorski. Gunnar sagði því að sennilega kæmi daufur tími í fisk- verkun síðari hluta nóvember en ástandið myndi síðan lagast í des- ember. Alls hefur verið landað um 43 þúsund tonnum af loðnu á Rauf- arhöfn, og binda Raufarhafnar- búar miklar vonir við að þeir haldi áfram að fá loðnu til bræðslu því það bjargaði miklu fyrir þá. Vinna við byggingu frystihúss Fiskiðju Raufarhafnar er í fullum gangi og miðar verkinu vel áfram. Stefnt er að því að húsið verði fokhelt í desember og ef áætlanir standast verður hægt að hefja vinnslu í húsinu í lok næsta árs. gk-. á veginum. Bíllinn valt út af veginum og hafnaði á hliðinni. Aðeins öku- maðurinn og einn farþegi voru í bílnum. Slapp ökumaðurinn ómeiddur en farþeginn skarst lítillega á höfði og skrámaðist, og var gert að meiðslum hans á Raufarhöfn. Bifreiðin sem er stór 42 manna farþegabifreið var að koma frá Pórshöfn. Þaðan höfðu einhverj- ir ætlað með bílnum en höfðu síðan hætt við og var það vel, því ekki er hægt að segja fyrir um livað hefði gerst ef fleiri hefðu verið í bílnum. gk-. Haustverk við höfnina. Mynd: KGA. Iþróttir bls. 9 Árangur auglýsingar eftir atvinnumöguleikum á Akureyri: Flestar hugmyndanna afskrifaðar í janúar síðastliðnuin auglýsti Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar eftir hugmyndum og til- lögum um nýja atvinnumögu- leika á Akureyri og barst alls 21 erindi í kjölfar þessarar auglýsingar. Flestar tillagn- anna hafa nú veriö afskrifaðar en þó eru einhverjar þegar komnar í framkvæmd og aðrar eru enn í athugun. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, formanns atvinnumálanefndar, var farin sú leið við afgreiðslu til- 500 þúsund tonn af loðnu til viðbótar: „Getur skipt sköpum“ Ákveðið hefur verið að leyfa veiði á 500 þúsund tonnum af loðnu, til viðbótar þeim 500 þúsund tonnum sem áður hafði verið heimilað að veiða. Sam- tals verður því heimilt að veiða milljón tonn á yfirstandandi vertíð. Þar með má reikna með að loðnuflotinn hafi verk- efni fram í febrúar, að sögn Sverris Leóssonar, formanns Félags útvegsmanna á Norður- landi. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins um helgina, en forsendur aukningarinnar eru niðurstöður úr nýafstöðnum rannsóknarleið- angri Hafrannsóknastofnunar- - segir Sverrir Leósson, formaður Félags útvegsmanna á Norðurlandi innar. Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, kynnti þessa ákvörðun í ávarpi á ársþingi Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sem hófst í Reykjavík í gær. En Halldór gat þess jafnframt, að ekki væri sjáanleg ástæða til bjartsýni um mögu- leika til aukinnar loðnuveiði á næstu vertíð. Enda væri ástæða til að ganga varlega á loðnuna, þar sem hún væri undirstöðufæða þorsksins. „Petta eru mjög gleðileg tíð- indi, sem geta skipt sköpum fyrir útgerðina og þjóðarbúið í heild. Ekki síst kemur þetta sér vel fyrir Norðurland, þar sem Ijóst er að aðalveiðisvæðið verður úti fyrir Norðurlandi, a.m.k. fram að ára- mótum. Það kemur verksmiðjun- um hér til góða, jafnframt því sem flotinn skapar miklar óbein- ar tekjur landað Leósson. þeim stöðum sem ‘ sagði Sverrir - GS lagnanna að fyrst síaði atvinnu- málnefnd úr þær tillögur sem hún taldi að vert væri að athuga nánar og sendi þær áfram til Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar og í einstaka tilfellum til hagsýslustjóra bæjar- ins, til frekari athugunar. Ýmsum hugmyndum var líka vísað frá eftir nánari athugun og má þar m.a. nefna önglaverk- smiðju og plastflöskuverksmiðju. í febrúar var ákveðið að aug- lýsa að framkvæmdasjóður bæjarins veitti lán eða styrki til nýrra fyrirtækja. Þó nokkuð barst af umsóknum og hafa ýmsir aðilar fengið lán í kjölfar þeirra. Þar á meðal má nefna leirkera- verkstæði, matvælaframleiðanda kerrusmið, væntanlegan hótel- rekanda, ofnasmiðju. prent- iðnfyrirtæki, rafiðnaðarfyrirtæki o.fl. Ein er sú tillaga sem e.t.v er vert að gefa sérstakan gaum en það er hugmynd Valdimars Krist- inssonar um byggingu orlofsbúða á Akureyri. Frá henni verður nánar sagt í Degi á morgun. -yk. Bremsurnar biluðu: Aætlunarbifreiö út af og farþegi meiddist Áætlunarbifreiðin til Raufar- hafnar fór út af veginum skammt sunnan við flugvöllinn á Raufarhöfn í gærdag. Þegar Dagur ræddi við lögregl- una á Raufarhöfn í gær var öku- Gott atvinnuástand á Raufarhöfn að undanförnu: maðurinn Guðlaugur Aðalsteins- son sem jafnframt er eigandi bif- reiðarinnar staddur þar. Hann sagði að hemlar hefðu ekki virk- að þegar liann kom niður brekku sunnan flugvallarins og honum hefði ekki tekist að halda bílnum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.