Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 6. nóvember 1985 Haimonikudansleikur veröur í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn 9. nóv. kl. 22.00-03.00 e.m. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. Húseign til sölu Þægilegt einbýlishús er til sölu í sumarparadísinni Hrísey á Eyjafirði. Áhvílandi lán veröa hluti af greiöslu. Uppl. í síma 95-5325 eftir kl. 19 á kvöldin. InnsKriftá tölvu Óskum eftir að ráða starfsmann til starfa við innskrift á tölvu. Góö vélritunar- og íslenskukunnátta algjört skil- yröi. Upplýsingar um starfiö veita Guöjón H. Sig- urðsson og Jóhann Karl Sigurösson í síma 24222. Jazz-námskeið Tónlistarskóli Akureyrar og Jazzklúbbur Akureyrar halda jazz-námskeið í Dynheimum dagana 10.-17. j nóvember næstkomandi. Leiöbeinandi veröur „Paul Weeden“. Námskeiöin eru opin öllum hljóðfæraleikurum og söngvur- um sem áhuga hafa á jazzi, jafnt byrjendur sem lengra komnum. Innritun fer fram í Tónlistarskólanum miövikud. kl. 9-12, fimmtud. og föstud. kl. 13-17, einnig er hægt aö láta skrá sig á öðrum tímum hjá Eiríki Rósberg í síma 24411. Tónlistarskóli Akureyrar, Jazzklúbbur Akureyrar. Bændadagur Eyfirðinga Bændadagur Eyfirðinga verður í Freyvangi laugardaginn 9. nóvember og hefst kl. 21.00. Til skemmtunar er: Ræða. Jón Bjarnason skólastjóri á Hólum. Einsöngur. Ingveldur Hjaltested. Undirleikur. Kristinn Örn Kristinsson. Verðlaunaafhending. Hljómsveit Pálma Stefánssonar leikur fyrir dansi á eftir. UMSE BSE Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri VETRARÁÆTLUN 1985-86 S M Þ M Fl FÖ Frá Reynihlíð kl. ☆ 08.00 Frá Laugum kl. 09.00 Frá Húsavík kl. 18.00 09.00 09.00 09.00 Frá Akureyri kl. 21.00 16.00 16.00 17.00 Frá Akureyri í Laugar og Mývatnssveit kl. 17.00 ★ Vöruflutningab. á þriðjud. Brottför um kl. 15.00 frá Ríkisskip Akureyri. Farþegar frá Mývatnssveit og Reykjadal eru sérstaklega hvattir til að panta daginn fyrir brottför á Hótel Reynihlíð sími 44170 eöa hjá Flugleiðum Húsavík sími 41140. Afgreiðsla Húsavíkur: Flugleiðir, Stóragarði 7, s. 41140. Farþegaafgr. Akureyrar: Öndvegi hf., Hafnarstr. 82, s. 24442. öll vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu s. 23936. ATH. Vörur sem flytja á frá Akureyri þurfa að berast tímanlega. Sérleyfishafi. Ræða Stefáns Valgeirssonar á kjördæmisþingi: Býr almenningur við raunvemlegt frelsi? Ég vil minna á þann árangur, sem náðst hefur í stjórnartíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, þegar tókst að koma verðbólgunni niður úr 130% í u.þ.b. 30%, Þjóðhagsstofnun var búin að gefa það út fyrir aðeins hálfum mánuði eða svo, að verð- bólguhraðinn myndi verða um 20% um næstkomandi áramót. Nú hefur ný spá verið gefin út og er talið að verðbólgan um áramót verði um 30% og sagt, að það sem breyst hefur séu þau 3% á laun sem margar stéttir hafa fengið í þessum mánuði og svo hitt, að ekki hafi verið tekið tillit til breytinga á gengi hinna ýmsu gjald- miðla í hinni fyrri spá. Þetta eru ekki nein gleðitíðindi, því að við megum ekki hvika í neinu frá þeim meginmarkmiðum, sem tek- in voru, að ná verðbólgunni niður, þar sem hjöðnun verðbólgu er ein mikilvægasta forsenda þess, að heil- brigð atvinnuuppbygging eigi sér stað og um leið, að launakjör al- mennings í landinu verði raunveru- lega bætt. Okkur ber að greina á milli hvort erlend lán eru tekin til atvinnuupp- byggingar eða eyðslu. - Málið er ekki svo einfalt að við eigum að segja: Ekki meiri erlend lán. Ef þau fara til að auka útflutning, auka verðmætasköpun, þá getum við í þeim tilvikum staðið betur að vígi heldur en að hafa ekki tekið þau. En við verðum að stöðva frekari erlenda skuldasöfnun sem vafið er til eyðslu. Slík skuldasöfnun mun binda þjóð- inni og afkomendum núlifandi kyn- slóðar varasama skuldabagga, sem stefnt geta í hættu fjárhagslegu sjálfstæði og þar með tilvist frjáls þjóðríkis á Islandi. Ennfremur getur slík skuldasöfnun eyðslulána stefnt atvinnuuppbyggingu í alvarlega hættu og þar með atvinnuörygginu og þá um leið launakjörum alls vinn- andi fólks í landinu. Þannig megum við ekki standa að málum. En þar sem ekki má eyða meir en aflað er og vegna þeirrar brýnu þarf- ar að takmarka erlenda skuldasöfnun er fyrirsj áanlegt að nokkru þrengra er nú framundan í þjóðlífinu en stundum áður, þegar hlutfallslegar þjóðartekjur voru meiri og skulda- byrðar léttari. Við getum og munum mörg harma það nú, að ekki var í tíma gripið til virkari stjórnvaldsaðgerða til að draga úr þeirri þenslu og í ýmsum at- vikum offramboði á framkvæmdum og þjónustu, sem fram hefur komið í þéttbýlinu við Faxaflóa, á sama tíma sem landsbyggðin hefur mátt þola minni uppbyggingu, skerta þjónustu og minnkandi öryggi í atvinnumál- um. Pað er af þessum völdum fyrst og fremst sem fólkið af landsbyggð- inni sækir til Faxaflóans nú. Það er stórfellt áhyggjuefni hvað dregið hefur úr framkvæmdum á landsbyggðinni á undanförnum árum og það er ekki nema eðlilegt að ýmsir hér séu óánægðir yfir þeirri þróun. Til dæmis má minna á það að nú er svo komið að það verða engar um- talsverðar hafnarframkvæmdir á næsta ári, ef fram fer sem horfir. Ég vil minna á það, að landsbyggðar- hafnirnar, rétt eins og vegirnir, eru lífæðar hvers byggðarlags og for- senda þess að viðhalda megi og auka framfarir og atvinnuuppbyggingu á hverju svæði. Því verður að gera kröfu til úrbóta í þessu efni. Ef ekki fást breytingar frá hendi landsstjórnar þá sé ég ekki betur heldur en að landsbyggðin verði til að rétta hlut sinn að taka að sér í vax- andi mæli út- og innflutning á allri framleiðslu og varningi fyrir lands- byggðina í samræmi við gjaldeyris- tekjur þær sem landsbyggðin leggur til þjóðarbúsins. Og ég vil leggja áherslu á að hvert byggðarlag reyni að taka alla þá þjónustu í sínar hend- ur sem það hefur möguleika á að inna af hendi í sínu héraði. Við teljum að styrkur stuðningur við landsbyggðina sé slíkt nauð- synjamál, að Framsóknarflokkurinn megi ekki taka þátt í neinu samstarfi á þjóðmálasviðinu nema tryggt sé að þessi landsbyggðarstefna sé a.m.k. einn af hornsteinum slíks samstarfs og hlutur landsbyggðarinnar verði ætíð í samræmi við þessa grundvall- arstefnu Framsóknarflokksins. Við sem búum úti á landi hörmum nú mjög hvað hefur hallað á lands- byggðina á undanförnum árum á mörgum sviðum. Hluta þeirrar alvar- legu þróunar má rekja til utanað- komandi áhrifa t.d. vegna minni sjávarafla og markaðserfiðleika fyrir landbúnaðarframleiðslu. En þar sem stjórnvaldsaðgerðum verður við komið verður það að vera ófrávíkj- anleg krafa að þeim verði beitt til þess að rétta hlut landsbyggðar- innar. Ég stend í þeirri trú að fagna beri setningu framleiðsluráðslaganna, sem eru mikilvæg frá sjónarmiði byggðastefnu og festu í byggðamál- um. Þau eru auðvitað ekki fullkomin og ég hefði viljað hafa sum ákvæði þeirra laga á annan veg en þau eru. En samt sem áður tel ég að það hefði verið fáviska að nota ekki tækifærið sem gafst til að lögfesta þetta frumvarp, þar sem mikilvægar breyt- ingar á því náðust fram. Hitt er ann- að mál að meira þarf til að koma til að tryggja byggð í landinu og eðli- lega þróun hennar. Ég held að flestir Norðlendingar viðurkenni nauðsyn stjórnunar á fiskveiðum og heildarstefnumörkun- ar í sjávarútvegi. Verði kvótakerfinu haldið áfram er nauðsynlegt að halda handfæra- og línuveiðum utan hins almenna kvótakerfis. Ennfremur vil ég leggja þunga áherslu á að afla- kvóti norðlenskra skipa verði ekki lengur miðaður við aflaleysisár eins og verið hefur. Ég vil vara alvarlega við afleiðing- um þeirrar stefnu sem birst hefur í vaxandi mæli á undanförnum árum og hefur komið fram í taumlausri peningahyggju með frelsið að yfir- varpi. Framsóknarflokkurinn hlýtur með sögu sína og framtíðarmarkmið í huga að snúast gegn slíkri auð- hyggju í hvaða mynd sem hún birtist. Við viðurkennum sjálfsagt flest að víxlverkun kaupgjalds og verðlags hefur verið einn helsti verðbólgu- valdur á undanförnum árum. Og því munum við öll fagna öllum aðgerð- un sem draga úr verðbólgu ef þær styrkja um leið kaupmátt launa. En ég vil vara við aðgerðum í anda ímyndaðs frelsis, frelsis fjármagns- ins, sem í raun þýðir stórfelldar eignatilfærslur og skuldabyrði sem meðalfjölskyldu í landinu er ofviða. Um það mætti nefna mörg dæmi. Vaxtafrelsið hefur gert þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Auðgildið er sett ofar manngildinu. Af þessu leiðir að margir eru nú að missa eignir sínar, fjölskyldur sundrast og margs konar hörmungar koma í kjölfarið. Þessi hörmulega staða sem upp er komin í þessum málum er afleiðing þess að inn- og útlán hafa verið verð- tryggð að undanförnu en launin aftur á móti ekki. Og ofan á þetta bætist svo vaxtafrelsið sem hefur leitt það af sér að allir vextir hafa stórhækkað. Og hinn nýi fjármálaráðherra hefur nú hafist handa í fjármálaráðuneyt- inu og hans fyrsta verk þar var að bjóða til sölu verðtryggð skuldabréf sem eru til þriggja ára með 9,23% ársvöxtum, sem sagt hans fyrsta verk var að gera ráðstafanir til að hækka enn raunvexti. Er það það sem al- menningur í þessu landi óskar eftir og telur að verði sér helst til hags- bóta? Líka þeir sem eru að missa eignir sínar af völdum vaxtaokurs? Ég minni á að Framsóknarflokkur- inn setur manngildið ofar auðgildinu. Því hlýtur hann að berjast gegn þvf með öllum tiltækum ráðum að fjár- magnið verði alls ráðandi í þjóðlífi okkar. Því skora ég á alla Norðlend- inga að hugleiða vel hvert hið ímynd- aða frelsi er að leiða okkur og hvert menn vilja stefna og hvort menn vilja stuðla að raunverulegu frelsi og jöfnuði eða frelsi fjármagns og ójöfnuði. Eða býr almenningur við raunverulegt frelsi, þegar málum er þannig fyrirkomið að öll lán á íbúð- um eru verðtryggð. Og vaxtafrelsið leiðir það af sér, að vextir hækka næstum daglega en laun standa aftur á móti því sem næst í stað. Þetta fjármagnsfrelsi gengur svo langt að ótalinn fjöldi fólks hefur misst eða er að missa íbúðir sínar á nauð- ungaruppboð. Er í þessu dæmi verið að hugsa um frelsi þeirra sem missa íbúðirnar eða þeirra sem eiga fjár- magnið og nota sér aðstöðuna til að komast yfir enn meira fjármagn, meiri eignir? Er þetta framtíðarland- ið sem okkar þjóð vill lifa í? Það mætti halda það, ef mark er tekið á skoðanakönnunum þeim sem hafa verið gerðar síðustu misseri. En ég vil ekki trúa því að t.d. Norðlending- ar vilji byggja upp slíkt þjóðfélag, láta fjármagnið ráða öllu í landinu, stuðla að því að í okkar landi verði í framtíðinni fáir menn sem ráði yfir miklum eignum en fjöldinn af þjóð- inni verði þrælar þessara fjármagns- eigenda. Við getum, og við verðum, að stöðva þessa þróun og snúa henni við. En það er ekki líklegt að það takist ef fjöldi fólks áttar sig ekki á hvað er að gerast í okkar þjóðfélagi og ef fólk fer ekki þá einu leið sem fær er til þess að hindra þessa þróun og snúa henni við. Við verðum að fylkja liði, hætta að standa í smáhóp- um. Þannig komum við engu umtals- verðu fram. Norðlendingar. Höfum það í minni að sameinuð stöndum vér en sundruð föllum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.