Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 6. nóvember 1985
6. nóvember 1985 - DAGUR - 7
„Hún amma mín
kenndi mér
svo margt“
- Rætt við Sólveigu Traustadóttur, leikritahöfund og leikstjóra, en
Leikfélag Siglufjarðar æfir nú nýtt leikrit hennar, „Sólsetur“
Sólveig Traustadóttir, ieikritahöfundur og leikstjóri.
„Ég hef lengi hugsað um
gamalt fólk og mér þykir
afskaplega vænt um gam-
alt fólk, eins og revndar
allar manneskjur. Ég held
að við, í þessu þjóðfélagi,
getum gert annað og meira
fyrir þetta fólk en að beina
því inn á stofnanir, þegar
við þessi yngri ákveðum
að það geti ekki unnið
lengur. Ég held líka að
það sé engum til heilla, að
slíta æskuna nær gjörsam-
lega úr sambandi við afa
og ömmu. Föðuramma
mín var minn fyrsti og
besti vinur. Hún dvaldi
reyndar á DAS í Reykja-
vík síðustu æviárin, vegna
þess að hún vildi ekki vera
upp á aðra komin. En hún
kom alltaf að Sauðanesi á
meðan hún var ferðafær
og dvaldi hjá okkur sumar-
langt. Þá sváfum við vin-
konurnar í sama herbergi
og áttum það til að tala
saman heilu næturnar. Já,
amma kenndi mér margt.
Eg saknaði hennar afskap-
lega mikið eftir að hún dó
og geri enn. Ég held að
það að fá að kynnast
manneskjunni ömmu, sé
með því dýrmætasta sem
ég á í minningunni.c<
Þannig svaraði Sólveig
Traustadóttir, þegar hún var
spurð um kveikjuna að nýju
leikriti sem hún hefur samið.
Leikfélag Siglufjarðar æfir nú
leikritið af kappi og er Sólveig
jafnframt leikstjóri. Leikritið,
sem er í þrem þáttum, er ádeila
af léttara taginu og gerist það á
elliheimili. Alls eru hlutverkin
14. Leikritið heitir „Sólsetur“ og
er þriðja verk höfundar. Fyrr
hefur hún samið „Enginn veit
sína ævina“ og „Hamingjan býr
ekki hér... hún er á hæðinni fyrir
ofan“. Bæði þessi verk voru sett
upp með nemendum við Alþýðu-
skólann að Eiðum, þegar Sólveig
var þar búsett.
Okkur langaði til að forvitnast
svolítið um þessa afkastamiklu
konu. Að sjálfsögðu byrjuðum
við á upphafinu og spurðum um
fæðingarstað?
„Ég er fædd á Djúpuvík á
Ströndum, en fluttist 8 ára gömul
að Sauðanesi við Siglufjörð,"
svaraði Sólveig.
Leikhópurinn sem nú æfir „Sólsetur“ af miklu kappi.
Fyrstu tónleikar Tónlistarfélagsins
á starfsárinu:
Einn þekktasti kontra-
tenór heims
syngur mióaldatónlist
Fyrstu tónleikarnir á vegum
Tónlistarfélags Akureyrar á
þessu starfsári verða á laug-
ardaginn í sal Menntaskól-
ans á Akureyri og hefjast
þeir kl. 17.00. Þar syngur
kontratenórinn Jean Bel-
liard frá Frakklandi. Hann
hefir mjög sjaldgæfa
altrödd, að því er segir í frétt
frá Tónlistarfélaginu, og
hann er talinn í röð bestu
söngvara miðaldatónlistar.
Hann hefur komið fram
opinberlega í 52 þjóðlönd-
um.
15. febrúar kemur Anna Mál-
fríður Sigurðardóttir til Akureyr-
ar og heldur píanótónleika. Þar
flytur Anna Málfríður eingöngu
verk eftir konur, en þessa efnis-
skrá flutti hún í tengslum við
Jean Belliard.
- Nú ert þú fædd á þeim af-
skekkta stað Djúpuvík - því
Strandirnar eru óneitanlega langt
frá öðrum mannabyggðum - og
flyst að Sauðanesi við Siglufjörð
sem var mjög afskekkt áður en
jarðgöngin komu. Telur þú að
þessi einangrun hafi vakið áhug-
ann fyrir að skrifa?
„Bæði og. Þegar ég var krakki
heima á Sauðanesi setti ég gjarn-
an sitthvað á blað. Kannski aðal-
lega úttekt á okkur systkinunum
og því sem við vorum að fást við
í leikjum okkar.“
- Já nú hafið þið náttúrlega
ekki hlaupið í næstu hús að hitta
leikfélaga. Getur þú sagt okkur
hvað þið systkinin gerðuð ykkur
til dundurs?
Sólveig hlær. „Það er nú af
ýmsu að taka. Við áttum eng-
in ógrynni af leikföngum frekar
en önnur börn á þessum tíma.
Það gerði ekki svo mikið til, því
hugmyndaflugið var óspart notað
í staðinn. T.d. stofnuðum við
félag, þar sem meðlimirnir vor-
um við þessi þrjú systkinin, sem
voru leikjafær að eigin dómi.
Þegar til þess kom að kjósa í
stjórn félagsins, varð uppi ágrein-
ingur um hver skyldi fá for-
mannsembættið. Til að leysa það
mál urðum við að láta okkur hafa
það að stofna tvö félög til viðbót-
ar, svo að allir gætu orðið
formenn, hver á sínu sviði.“
- Hvert var þitt svið?
„Félagið sem ég stýrði hét „Fé-
lagið sjómenn“ og sérhæfði sig í
björgun úr sjávarháska. Þau voru
ófá skiptin, sem formaðurinn
druslaði hinum tveim meðlimun-
um með sér í fjörurnar og rak þá
með harðri hendi fram og til baka
fyrir þá forvaða, sem sköguðu
hvað lengst til hafs. Má sjá á
fundargerðabókum frá þessum
tíma, að oft hefur verið uppi fót-
ur og fit milli félagsmanna og
teikningar af félagsmönnum
mjög breytilegar eftir því hvernig
lá á formanninum.“
- Hverfum nú úr fjörunni á
Sauðanesi. Finnst þér gaman að
skrifa?
„Ég er ekki viss um að mér hafi
nokkurn tíma þótt gaman að
skrifa. Hins vegar er gaman þeg-
ar maður er búinn að losa sig við
efnið yfir á pappírinn. Efni sem
er búið að brjótast í höfðinu á
manni, kannski svo árum
skiptir.“
- Finnst þér þú þá hafa þörf
fyrir að skrifa?
„Já, mér finnst ég verða að
koma hugsunum mínum frá mér.
Síðan ég skrifaði mitt fyrsta
leikrit hef ég ekki getað hætt.
Óneitanlega koma þær stundir
sem ég óska þess að ég hafi aldrei
byrjað á þessu.“
- Tvö þín fyrri leikrit settir þú
upp með leikhópum frá Alþýðu-
skólanum á Éiðum. Hvernig
finnst þér að vinna með ungling-
um?
„Það er mjög skemmtilegt en
jafnframt mjög krefjandi."
- Er ekki afskaplega mikið til-
finningamál að setja upp sitt eig-
ið leikrit? Ég gæti ímyndað mér,
að sú manneskja sem ræðst í
slíkt, hljóti að gefa allt sem hún
á.
„Ég hef sjálf sett upp öll mín
leikrit og það er jú erfitt til að
byrja með, þangað til maður sér
hvort fólkinu sem á að fást við
þetta líkar betur eða verr. En
varðandi seinni hluta spurningar-
innar, þá er það sama hvort mað-
ur fæst við eigin verk eða ann-
arra, leikur eða leikstýrir, þá gef-
ur maður sig allan. Ef ekki þá er
það fúsk. Það þýðir sko ekkert að
vera nískur á sjálfan sig í þessum
bransa."
- Það verður spennandi að
sjá hvernig til tekst. Eru Siglfirð-
ingar góðir leikarar?
„Já, þessi hópur sem ég er að
vinna með hérna er alveg sérstak-
lega jákvæður og skemmtilegur.
Og bara skrambi góðir leikarar."
- Hvað gerir þú við kallinn og
krakkana meðan þú dvelur lang-
tímum saman að heiman í lok
kvennaáratugar?
„Þau eru fyrir austan, börnin,
auðvitað í góðu yfirlæti hjá
pabbanum og allt gengu.r vel. 9
ára sonur minn segir reyndar, að
líklega mættu þau vera duglegri
að taka til. En hvað: „Mamma
gerir þetta almennilega þegar
hún kemur heim...“
Maður hefur alltaf eitthvað
að hlakka til,“ bætir Sólveig við
og það krimtir í henni.
- Ein spurning í lokin. Eigum
við von á fleiri leikritum eða ertu
hætt?
„Nei, líklega er ég ekki hætt en
mig langar til að prófa annað
form. Kannski reyni ég að skrifa
sögu fyrir börn. Svo finnst mér
gaman að fást við ljóðagerð,
enginn veit hvað framtíðin ber í
skauti sér, sem betur fer.“
Við þökkum Sólveigu kærlega
fyrir spjallið og óskum henni og
Leikfélagi Siglufjarðar góðs
gengis.
kvennafrídaginn við góðan
orðstír.
8. mars heldur Elísabet
Erlingsdóttir einsöngstónleika á
Akureyri. Elísabet hefur um ára-
bil stundað söngnám hjá Þuríði
Pálsdóttur í Söngskólanum og í
vetur sló hún eftirminnilega í
gegn í einu aðalhlutverkinu í
„Grímudansleiknum“ eftir
Verdi. Elísabet fékk mjög lof-
samlega dóma gagnrýnenda.
Einn þeirra komst svo að orði, að
hún hefði eina fullkomnustu
óperusópranrödd sem nú er til á
íslandi.
í mars koma góðir gestir í
heimsókn; þeir Halldór Haralds-
son, píanóleikari, Gunnar
Kvaran, cellóleikari og Guðný
Guðmundsdóttir, fiðluleikari. Þau
halda tónleika á vegum félagsins
22. mars.
Aukatónleikar verða síðan eft-
ir páska, þar sem jassið verður í
fyrirrúmi. Þar verður hinn góð-
kunni Rúnar Georgsson fremstur
í flokki, en honum til trausts og
halds verða félagar hans beggja
vegna heiða.
Áskriftarkort að tónleikum
vetrarins verða seld við inngang-
inn að tónleikunum á laugardag-
inn. Þar geta listelskir Akureyr-
ingar og nærsveitamenn gert
kjarakaup á kúnstinni.
Aðalfundur Tónlistarfélagsins
var nýlega haldinn. Jón Arnþórs-
son var kosinn formaður, en
Guðmundur Gunnarsson, fráfar-
andi formaður, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs. Meðstjórnend-
ur eru Páll Helgason og Herdís
Elín Steingrímsdóttir.
Árni Ingimundarson, Óskar og Haukur Leósson einn af KA-klúbbsmönnum í Reykjavík.
Hátíð í fokheldu K.A.-húsi
Það var hátíð hjá KA-mönn-
um um síðustu helgi, því þá var
merkum áfanga náð í sögu fé-
lagsins. Nýtt félagsheimili og
vallarhús á svæði félagsins var
orðið fokhelt.
Ýmsir góðir KA-menn höfðu
safnast saman í nýja húsinu til að
fagna. Þar voru félagar úr KA-
klúbbnum í Reykjavík og færðu
góðar gjafir. Sæmundur Óskars-
son formaður klúbbsins í Reykja-
vík færði félaginu 250 þúsund
krónur að gjöf. Hann tók jafn-
framt fram að það mætti búast
við meiru í framtíðinni. Magnús,
Árni, Steinunn og Þórgunnur
Ingimundarbörn gáfu allt gler í
Kári Árnason, Magnús Ingólfsson
Óöinn Árnason og Níels Halldórs-
son kátir í fokheldu KA-húsi.
hið nýja hús. Er það gefið til
minningar um Ingimund Árna-
son söngstjóra og Ingimund
Árnason yngri, sonarson hans.
KA-húsið er 500 fermetrar að
flatarmáli á tveimur hæðum. Á
efri hæð eru búningsherbergi,
böð, kaffitería, snyrtingar fyrir
vallargesti og íbúð húsvarðar. Á
neðri hæð verður vélageymsla,
tvö fundaherbergi, herbergi fyrir
dómara og línuverði, gufubað og
setustofa.
Mjög greiðlega hefur gengið
að reisa húsið. Fyrstu skóflu-
stunguna tók fyrsta stjórn KA 11.
maí sl. sumar. Það voru gömlu
kempurnar Tómas Steingríms-
son, Jón Sigurgeirsson og Helgi
Schiöth.
Bókfærður kostnaður við
bygginguna nemur 4,5 millj. þeg-
ar allt er metið skv. núgildandi
verðlagi. Þetta hefur verið fjár-
magnað með gjöfum, ýmsum
styrkjum og framlagi frá Akur-
eyrarbæ.
Mikill hluti hússins hefur verið
reistur í sjálfboðaliðsvinnu.
Fyrirtækin Pan og S.S. Byggir
hafa haft yfirumsjón með verk-
inu. Áætlað er að vinna við efri
hæð hússins í vetur og að hún
verði tilbúin til notkunar næsta
vor.
Guðmundur Heiðreksson for-
maður KA sagði að fyrirgreiðsla
bæjarins og allt samstarf hefði
verið með mestu ágætum og vildi
stjórn KA þakka þann stuðning
sem Akureyrarbær hefur veitt fé-
laginu. - gej
Ragnar „Gógó“ Sigtryggsson réttir út vinstri höndina.
Sæmundur Óskarsson form. KA-klúbbsins í Reykjavík afhendir form. KA
gjafabréf upp á 250.000 krónur. Óskar sagði að von væri á mciru frá KA-fé-
lögum í Rcykjavík.