Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 5
6. nóvember 1985 - DAGUR - 5 —orð í belgt Sækjum mót straumi Frá síðustu aldamótum hefur orðið gífurlegt umrót í íslensku þjóðlífi. Að sjálfsögðu hefur þetta öldurót skolað fjölmörgu nytsömu á fjörur okkar, þó út- sogið hafi aftur á móti tekið eitt og annað með sér, sem eftirsjá er að. Vissulega hefur tækni þessarar aldar orðið til þess að breyta lífs- kjörum okkar og bæta þau á fjöl- margan hátt, en hinar snöggu breytingar hafa að ýmsu leyti haft óheillavænleg áhrif. í upphafi aldarinnar var upp- bygging sveitaheimilanna allt önnur en nú er. Þá var algengt og raunar sjálfgefið, að heimilin samanstæðu af þremur kynslóð- um, auk óvandabundinna vinnu- hjúa. Heimilin voru þar af leið- andi stórum fjölmennari en nú gerist. Þegar þess er gætt, að kvikfé var í flestum tilfellum meir en hálfu færra en nú gerist og til muna afurðaminna, en hins vegar vinna nú ekki nema einn eða tveir að framleiðslunni þar sem áður voru fjölmenn heimili, vek- ur það furðu margra að svo margt fólk skyldi geta framfleytt sér fyrrum á svo lítilli framleiðslu. Skýringin er sú að miklum hluta, að heimilin voru ekki ein- ungis framleiðendur hráefna, heldur einnig úrvinnslu- og iðn- aðarstöðvar. Á heimilunum voru flestar afurðir gjörunnar og gjör- nýttar. Mjólkin var unnin í smjör, skyr, osta, mysu og fleira. Ullin var unnin í voðir og hvers konar prjónles og hagar hendur unnu úr henni margs konar listm.uni til nytja og híbýlaprýði. Úr húðum og skinnum var gerður skófatn- aður, sjóklæði og margir aðrir hlutir, sem heimilunum voru ómissandi. Hrosshárið var dýr- mætt hráefni. Úr því voru búin til reipi, brugðnar gjarðir og fjöl- margt fleira. Jafnvel var það not- að við gerð listmuna. Þá voru horn búpenings notuð til margra hluta. Spænir voru gerðir úr hornum nautgripa, hagldir og fjölmargt fleira úr hrútshornum og enn sjást neftóbakspontur gerðar úr horni. Á heimilunum Óskar Sigtryggsson skrifar: voru einnig flest búsáhöld úr tré og járni smíðuð og ekki var fátítt að gullsmiðurinn væri einnig bóndi. Öll handverk voru unnin á heimilunum. Þá höfðu sýslu- menn, læknar og að sjálfsögðu prestar aðsetur til sveita. Af þessu sést, að það voru ótrú- lega margar stéttir iðnaðar- og embættismanna, sem búsetu höfðu að mestu í sveitum fyrir minna en einni öld. Flestar þess- ar starfsstéttir eru nú að mestu horfnar úr sveitunum og fátt hef- ur komið til að fylla í þau skörð, sem myndast hafa við brotthvarf þeirra. Mjólkurfræðingur í mjólkur- stöðinni hefur tekið við störfum skyr-, smjör- og ostagerðarkon- unnar. Spunakonan, kembinga- maðurinn, vefarinn, þófarinn og prjónakonan, eru næstum öll komin í ullarverksmiðjurnar í þéttbýlinu. Saumaskapurinn er nú verksmiðjuvinna. Starf skó- gerðarkonunnar hefur nú að mestu flust út fyrir landsteinana. Hrosshárið er hætt að gegna sínu upphaflega hlutverki, en innflutt efni hafa komið í þess stað. Horn er enn nokkuð notað til skraut- og minjagripagerðar, gjarnan innflutt og þá oftast unnið á vinnustofum fagmanna í þéttbýl- inu. Járnsmiðirnir og trésmiðirnir hafa velflestir horfið til þéttbýlis- staðanna og stunda þar iðn sína á verkstæðum og í verksmiðjum. Þegar þess er gætt, hversu margþætt störf voru unnin til sveita fyrr á tímum, þarf engan að undra þótt heimilin væru fjöl- menn þá. Þess augljósara má það vera, að sá fólksstraumur sem lá frá sveitunum, hlaut að skerða hag þeirra verulega. Nú á síðustu _Jesendahorniðl Hvenær koma gang- stéttir í Síðuhverfi? íbúi í Síðuhverfi hringdi og bað lesendahorn Dags að leita svara við tveimur spurningum. Sú fyrri hljóðar þannig: Nú standa yfir jarðvegsskipti á lóð á mótum Bugðusíðu og Keilusíðu, neðan Síðusels, og mig langar til að vita hvaða hús á að rísa þarna. Mér skilst að það eigi að vera einhver verslun og mig langar að vita hver ætlar að reka hana og hvað verður þar á boðstólum. Seinni spurningin er til tækni- deildar bæjarins og hljóðar þannig: Hvenær megum við íbúar við Stapasíðu og Tungusíðu eiga von á malbikuðum gangstéttum? Lesendahornið komst að því að það eru hjónin Ármann Þor- grímsson og Kristveig Jónsdóttir sem eru að byggja verslunarhús við gatnamót Bugðusíðu og Keilusíðu og er ætlun þeirra að reka þar matvöruverslun. Hjá tæknideild bæjarins feng- ust þau svör við seinni spurning- unni að ólíklegt mætti teljast að gangstéttir við Stapasíðu og Tungusíðu yrðu malbikaðar á þessu ári eða því næsta. Nú að undanförnu hefur verið unnið að malbikun í eldri hverfum og þar sem fjölbýlishús eru og á að ljúka því áður en farið verður að mal- bika í nýrri einbýlishúsahverfum. árum hallar enn verulega á sveit- irnar, þar sem óhjákvæmilegt hefur reynst að takmarka mjög framleiðslu hinna hefðbundnu búvara, sem að sjálfsögðu gerir búsetu í þeim ófýsilegri. Sveitirnar hafa orðið fyrir blóðtöku, sem meir en tímabært er að þeim verði bætt og sú skylda hvílir á samfélaginu að gera það. Það verður eflaust spurt á hvern hátt það megi gerast. Ég tel að hið opinbera eigi að stuðla að því að léttur iðnaður í smáum einingum geti þrifist til sveita. Þetta mætti gera bæði með ráðgjöf og fjárhagslegri fyrirgreiðslu og með því að láta iðnað í sveitum sitja við sama borð hvað orkuverð snertir og iðnað í þéttbýli. Mér kemur ekki á óvart, þó hugmyndum sem ganga í þessa átt verði mótmælt af þeim, sem einungis styðjast við töflur og tölvur í hagkvæmnisútreikning- um sínum. En ég trúi því ekki, þó þessi tæki séu góð til síns brúks, að þau séu óyggjandi við mat á öllum mannlegum samskiptum. Það er einmitt það mannlega, fé- lagslega, sem beðið hefur hvað mest afhroð til sveita, við það þjóðfélagsumrót sem orðið hefur. Og haldi sveitafólkinu áfram að fækka, gæti komið að því fyrr en síðar, að kostarík byggðarlög verði óbyggileg vegna fámennis. Óskar Sigtryggsson. Hin árvissi hjóna- og paradansleikur verður haldinn í Árskógi laugardaginn 9. nóv. kl 22.00. Kaffiveitingar. Brottfluttir Ströndungar hvattir til að mæta. Hljómsveitin París sér um fjörið. Nefndin. Til leigu Til leigu er ca 50 fm verslunarhúsnæði í miðbænum eða frá 15. nóvember 1985. Verslunarinnréttingar seljast. Upplýsingar gefnar í síma 24396 og 21721. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. Sími 21721. Munið að panta jólafarseðlana til og frá íslandi. Reykjavík - Kaupmannahöfn - Reykjavík kr. 13.226 Reykjavík - Osló - Reykjavík kr. 12.320 Reykjavík - Gautaborg - Reykjavík kr. 13.345 Reykjavík - Stokkhólmur - Reykjavík kr. 15.395 Reykjavík - Luxemburg - Reykjavík kr. 11.619 Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000 Thompson BYLTING í HREINGERNINGUM : Ul.l : V , SQptrf SAPUR SAPUR Teppahreinsir ★ SAPUR Áklæðahreinsir ★ SAPUR Blettahreinsir S0FIX: Þetta efni er bæði hreinsilögur og bón. STEINPFLEGE: Sérstaklega ætlað á steinflísar og marmara, inni og úti. SPEZIALLÖSER: Notað til að hreinsa upp gamla bónhúð og óhreindindi alveg niður í upprunalegt gólfefnið. SID0L: Stálglansi sem hægt er að nota til að hreinsa og ná aftur upp glans á t.d. gamla matta stálvaska, svo og viðhalda glans á nýjum. Allt króm á bílum, pottar, hnífapör o.fl. o.fl. s kapli illum 13 1 Akure\ hf Furuvöllum 13 I Akureyri- Simi 96-23830

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.