Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 11
6. nóvember 1985 - DAGUR - 11 „Snúum vöm í sókn“ Þessi tekjuöflunarleiö væri að sjálfsögðu ekki möguleg, ef ekki væri búið að safna í þekkingar- sjóð í formi náttúrugripa, ljós- mynda, handrita, bóka, korta og annarra heimilda, sem hægt er að nota við þessa vinnu. Einnig verður viss rannsóknaaðstaða að vera fyrir hendi og tækjakostur. 5. Það samhengi fræða og fræðslu (eða þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar), sem hér var minnst á, er annars höfuðein- kenni háskóla, sem oftast hafa vaxið upp úr einhvers konar rannsókna- eða fræðastofnunum, og eiga því lítið skylt við venju- lega skóla, sem aðeins matreiða þekkingu. Þannig hafa söfn víða orðið upphaf háskóla, og má nefna t.d. háskólann í Bergen, Þrándheimi og Tromsey í Noregi, sem allir hafa vaxið upp úr safnstofnun- um. Þar sem Náttúrugripasafnið er ein af örfáum stofnunum hér á Akureyri (og raunar utan Reykjavíkur) þar sem rannsóknir eru stundaðar að einhverju marki, og markviss heimilda- söfnun hefur farið fram um ára- tuga skeið, er ljóst að það er ein helsta undirstaða fyrirhugaðst há- skóla á Akureyri. (Það er því undarleg skammsýni að ræða um að leggja rannsóknastarf safnsins niður á sama tíma og óskað er eftir því að hér verði komið á fót háskólakennslu.) 6. Náttúrugripasafnið á Akur- eyri hefur fyrir allnokkrum árum hlotið almenna viðurkenningu, sem vísindaleg rannsóknastofnun í náttúrufræði, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Kemur þetta m.a. fram í því, að síðan 1978 hefur Rannsóknaráð ríkisins birt útdrátt úr starfs- skýrslu safnsins í Ársskýrslum sinum. Þá hafa safninu verið falin vandasöm verkefni við náttúru- farskönnun vegna ýmissa stór- framkvæmda á Norðurlandi, og hefur það fengið orð fyrir vand- aða vinnu. Safnið hefur nú föst samskipti við um 150 erlendar rannsókna- stofnanir í um 30 löndum, sem dreifð eru urn allar heimsálfur, með ritaskiptum, skiptum eða lánum á náttúrugripum eða upp- lýsingum, og til þess er leitað í auknum mæli af innlendum og erlendum náttúrufræðingum, sem sumir koma hingað til lengri eða skemmri dvalar. Þessu fylgir að sjálfsögðu sú skylda, að viðhalda hinum vís- indalegu söfnum og rannsókna- starfi sem þeim tengist. 7. í gjafabréfi stofnanda safnsins, Jakobs Karlssonar, frá 5. apríl 1951, segist hann ekki vilja láta skólana hafa safn sitt til umsjónar. Verður að líta svo á, að bærinn hafi þegið gjöf Jakobs með þessu skilyrði, enda hefur það aldrei komið til greina að fela sýningarsafnið umsjá skól- anna í bænum. Miðað við núver- andi húsnæði skólanna hafa þeir heldur enga möguleika á að koma því fyrir, svo viðunandi sé, og því síður að annast gæslu þess eða viðhald. Náttúrugripasafnið er nú einn þeirra fáu staða, sem erlendum ferðamönnum þykir ástæða til að heimsækja hér á Akureyri, og koma þeir þangað svo þúsundum skiptir yfir sumarið, enda er heimsókn á safnið orðinn fastur liður í dagskránni hjá sumum helstu ferðaskrifstofum landsins. Um slíkt væri ekki að ræða ef safngripum væri dreift í ýmsa skóla. Nauðsyn væri hins vegar að tengja safnið betur skólastarfinu Helgi Hallgrímsson. í bænum, t.d. með því að ráða sérstakan safnkennara, . sem undirbyggi og sæi um skólaheim- sóknir þangað og í önnur söfn hér á staðnum, eins og víða er farið að tíðkast. 8. Samtenging eða sameining Náttúrugripasafnsins og Lysti- garðsins, sem nú er í raun orðinn grasafræðigarður, hefur af eðli- legum ástæðum oft verið til um- ræðu, sbr. nefndarskipun bæjar- stjórnar Akureyrar 1970, sem fyrr var getið (3. grein). Að vísu hefur L.A. ekki stund- að neinar sjálfstæðar rannsóknir, en þar eru möguleikar á ýmsum rannsóknum varðandi íslenskar og erlendar plöntur, og bóka- kostur nokkur tilheyrir stofnun- inni, svo og jurtasöfn, sem geymd eru í Náttúrugripasafn- inu. Þessar systurstofnanir hafa í rauninni verið nátengdar síðan um 1970, með sameiginlegu starfs- fólki að hluta og sameiginlegu húsnæði, enda er starfsemi þeirra á ýmsan hátt náskyld. í rauninni væri fátt því til fyrirstöðu að stofnanir þessar sameinuðust stjórnarfarslega, þótt það hafi enn ekki verið talið ráðlegt. - Síðari grein - Ef hugmyndir safnnefndar um nýja byggingu fyrir Náttúrugripa- safnið í grennd við Lystigarðinn, kæmust til framkvæmda, yrði slík sameining eflaust talin sjálfsögð. Einnig má benda á jarð- skjálftamæli þann, sem hér var settur upp í lögreglustöðinni fyrir um 20 árum, fyrir alþjóðlegt fjármagn, og er liður í neti slíkra mæla, er spanna hnöttinn. Myndi hann trúlega betur settur í slíku safnhúsi, svo og veðurrhælingar ýmiss konar. 9. Samtenging Náttúrugripa- safnsins á Akureyri við Náttúru- fræðistofnun íslands í Reykjavík hefur einnig verið á dagskrá af og til, og var m.a. rædd ýtarlega í nefnd þeirri er menntamálaráð- herra skipaði árið 1972 (sbr. 3. grein). Niðurstaða nefndarinnar var þó sú, að rétt væri að viðhalda fullu sjálfstæði landsbyggðarsafn- anna, en koma á föstu samstarfi þeirra við Náttúrufræðistofnun og ákveðinni verkaskiptingu eða sérhæfingu, enda gætu þau jafn- framt hlotið viðurkenningu sem rannsóknastofnanir, að vissum skilyrðum uppfylltum, og nytu þá verulegs styrks af opinberu fé, bæði til bygginga og reksturs. Geta má þess, að nú eru í upp- siglingu lög um þjóðminjar og minjasöfn, sem byggja á mjög svipuðum forsendum, og verður varla stætt á því að neita náttúru- gripasöfnum landshlutanna um samsvarandi fyrirgreiðslu. Eru því allar horfur á því, að innan tíðar hljóti Náttúrugripa- safnið á Akureyri þá viðurkenn- ingu ríkisvaldsins, sem því ber að réttu og öll sanngirni mælir með. Varst ber því að veikja að- stöðu safnsins, með því að draga úr hinni vísindalegu starfsemi. Þyrfti fremur að auka hana og bæta og leggja fram ákveðnar til- lögur um lausn á þeim húsnæðis- vanda sem safnið á nú við að stríða, og háir mjög allri starf- semi þess. Á þann hátt einan get- um við snúið vörn í sókn, og ann- að er naumast sæmandi höfuð- stað Norðurlands. Akureyri, 14. júlí 1985. Helgi Hallgrímsson (forstöðum.) Samkomuvika í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð 3.-10. nóvember 1985. Fjölbreyttur söngur, ræður, fyrirbæn, vitnisburðir. Æskulýðs- og kristniboðsefni. Skuggamyndir. Miðvikudagur 6. nóvember: Ræða: Séra Lárus Halldórsson. Fasteignasala við Ráðhústorg Opið kl. 13-19 virka daga. Sími 21967. Innbær: 5-6 herb. einbýlishús á einni hæð ca 160 fm með tvöföldum bílskúr. Stór verönd með sundlaug. Skipti á minni eign kemur til greina. Flatasíöa: Húseign með tveimur íbúðum. Aöaleign er 5 herb. efri hæð ca 150 fm. Innbyggöur bílskúr og annað pláss 80 fm. Auk þess er 3 herb. íbúð sem getur verið alveg sér. Helgamagrastræti: Tvílyft einbýl- ishús 300 fm gæti nýst sem tvær íbúöir. Skipti á 4-5 herb. raðhús- íbúð eða minni einbýlishúsi. Hús í mjög góðu standi. Tungusíða: 5 herb. einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Ibúðar- hæðin er 147 fm. Bílskúr og annað pláss 66 fm. Birkilundur: 5 herb. vandað einbýl- ishús 150 fm ásamt 32 fm bílskúr. Bakkahlíð: 5 herb. einbýlishús 128 fm. Eiðsvallagata: 4-5 herb. hæð yfir skrifstofuhúsnæði 136 fm. Auk þess stór bílskúr og mikið geymslupláss á neðri hæö og kjallara. Hæð í mjög góðu standi. Skipti á minni eign kemur til greina. Hvammshlíð: Einbýlishús, hæð og jarðhæð. Hæðin er fokheld ásamt ' bilskúr, jarðhæð er nær fullbúin. Allt húsið til sölu. Leitaö tilboða. Áshlíð: 5 herb. neðri hæð i tvíbýli ásamt bílskúr. Möguleiki á lítilli íbúð í kjallara. Arnarsíða: 5 herb. endaraðhús með innbyggðum bílskúr á neðri hæð. Skipti á 3-4ra herb. raðhúsíb- úð eða neðri hæö möguleg. Mjög álitleg eign. Einholt: 5 herb. endaíbúð í 3ja íbúða raðhúsi með innbyggðum bílskúr, alls ca. 145 fm. Ýmis skipti möguleg. Grenivellir: 4ra herb. ibúð hæð og kjallari ásamt bönduðum bílskúr. Skipti á minni eign kemur til greina. Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á 3 hæð í blokk, ásamt bílskúr. (búðin er 110 fm þvottahús og geymsla eru á hæðinni. Sólvellir: 4ra herb. íbúð á annari hæð i 5 ibúða húsi. Hrlsalundur: 2ja herb. íbúð á 3 hæð í fjölbýlishúsi. Höfðahlið: 2ja herb. ibúð 60 fm á jarðhæð. Sér inngangur. Laus strax. Kaupandi að 2-3ja herb. íbúð ekki í blokk. Kaupandi að góðri hæð eða 4ra herb. raðhúsíbúð. Leita að stóru einbýlishúsi á tveim hæðum, æskilegt að aðeins önnur hæðin sé frágengin, annað kemur þó til greina. Kaupandi að 80-100 fm eldri hæð eða einbýli, helst með bílskúr. Vantar allar gerðir eigna á skrá. ÁsmundurSJóhannsson agf lögtr»ðlngur m m Fasteignasa/a Brekkugötu 1. Sölustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson. Heimasími 24207. Söiumaður Anna Árnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.