Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 3
6. nóvember 1985 - DAGUR - 3
Tölvuskóli M. A
Síðustu námskeið fyrir jól
hefjast 11. nóvember
Öll námskeiðin standa yfir í þrjár vikur, tvisvar í viku,
samtals 18 tímar auk opinna æfingatíma.
Kennsla fer fram í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri
klukkan 17.45 — 20.00 eða 20.00 — 22.15. Hámarksfjöldi
nemenda á hverju námskeiði er 12 en lágmarksfjöldi 6.
Athugið að hver þátttakandi hefur tölvu fyrir sig. í lok
námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal.
Námskeiðsgjald er ennþá aðeins kr. 4.600,00. Öll
kennslugögn eru innifalin í þessu verði.
Einstaklingar sem sækja fleiri en eitt námskeið fá afslátt
og fyrirtæki geta samið um sérstakan afslátt ef um fleiri
en einn þátttakanda er að ræða.
Bent er á að margir endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga
veita styrki til þátttöku í þessum námskeiðum.
Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu Menntaskól-
ans á Akureyri, sími 25660.
1. Einkatölvur og notkun stýrikerfis (MS-
DOS/PC-DOS). m . nóv. - 29. nóv.)
Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynnast mögu-
leikum einkatölvunnar. Megináhersla verður lögð á
stjórnun tölvunnar og umgengni við tölvur og tölvu-
gögn. Kynnt verða ýmis notendaforrit svo sem rit-
vinnsla, áætlanagerð, gagnagrunnur o.fl.
2. Ritvinnsla II (Easywriter II) ■ (11. nóv. - 29. nóv.)
Ritvinnsla II frá ATLANTRIS hf. er nú mest notaða
ritvinnslan á PC tölvum á íslandi. Engin tölvuþekking
nauðsynleg. Farið verður í eftirfarandi atriði:
Stutt kynning á vélbúnaði og stýrikerfi
Valmyndir og kerfisaðgerðir
Ritvinnsluskipanir
Allar valmyndir og leiðbeiningar eru á íslensku.
3. Gagnasafnskerfi (dBase II) ■ (11. nóv. - 29. nóv.)
Nú aðlagað íslensku bæði í texta og uppröðun. Nám-
skeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér þessa öflugu
tækni við gagnavinnslu og þurfa að vinna við upp-
setningu skráa og meðferð gagna svo sem áskrif-
endaskrár, félagaskrár, nemendaskrár, einkunna-
skrár, rannsóknaskrár o.fl. o.fl.
Atvinnumál ungs
fatlaðs fólks
Greinin sem fer hér á eftir átti
að birtast í blaðinu í gær, en
vegna mistaka birtist röng
grein undir fyrirsögninni hér
að ofan. Var það grein er
skýrði frá biðlistum varðandi
vistun á dvalarheimilunum
Skjaldarvík og Hlíð. Er beðist
velvirðingar á þessum mistök-
um, en hér á eftir fer greinin
um atvinnumál ungs fatlaðs
fólks:
í vikunni 10. til 16. nóvember
næstkomandi verður á öllum
Norðurlöndunum í tilefni af-al-
þjóðaári æskunnar vakin sér-
stök athygli á atvinnumálum
ungs fatlaðs fólks. Þann 16.
nóvember hyggst æskulýðs-
nefnd Sjálfsbjargar l.s.f. því
gangast fyrir námsstefnu um
atvinnumál ungs fatlaðs fólks.
Námsstefnan, sem haldin verð-
ur í Reykjavík á að hefjast kl.
9.00 og standa með matar- og
kaffihléum til kl. 18.00.
Nánari upplýsingar um
dagskrá og staðsetningu munu
verða veittar af skrifstofu
Sjálfsbjargar l.s.f. (félagsmála-
deild), sími 91-29133 og sendar
þeim sem þess óska.
Þátttaka óskast einnig til-
kynnt til framangreindrar
skrifstofu, eigi síðar en þriðju-
daginn 5. nóvember. Þátttöku-
gjald verður ekkert, en þátt-
takendur verða að greiða fyrir
sameiginlegan hádegisverð.
OiD PIOIXMBER
Árgerð ’86
Nýtt
glæsilegt
m
sem endurspedar
hljomgæðm
Rjúpur:
skála Golfklúbbs Akureyrar
að Jaðri. Verður sýningin opn-
uð kl. 16 og mun hún standa
yfir daglega til 17. nóvember
kl. 16-22.
Þetta er 12. einkasýning Gunn-
ars Dúa hér á landi, en hann hef-
ur einnig sýnt erlendis, t.d. á
Spáni, í Hollandi og í Belgíu. Þá
hefur hann tekið þátt í fjölmörg-
um samsýningum bæði hér heima
og erlendis.
Á sýningu Gunnars Dúa sem
hefst á laugardag sýnir hann 25
olíumálverk og eru langflest
þeirra unnin í sumar og haust og
hafa ekki verið sýnd áður. Má
geta þess að á sýningunni eru t.d.
myndir sem tengjast sjávarsíð-
unni og einnig eru nokkrar
myndir frá golfvellinum að Jaðri.
Gunnar Dúi listmálari opnar á
laugardag málverkasýningu í
Gunnar Dúi.
hann hefði þurft að fara frá í viku
en áður en hann fór hefði veiði
verið mjög þokkaleg, einu sinni
hefði hann fengið yfir 40 rjúpur
yfir daginn og honum taldist til
að hann væri búinn að fá um 300
rjúpur í um 10 veiðiferðum.
Jónas Hallgrímsson á Húsavík
hefur einnig verið drjúgur í veið-
inni í haust og var t.d. eftir fyrstu
6 veiðidagana búinn að fá um 120
rjúpur. Enn betur gekk hjá
Sveini Þórarinssyni í Krossdal,
en hann hafði um 400 rjúpur
fyrstu 9 dagana.
Það virðist samkvæmt þeim
upplýsingum sem Dagur hefur
aflað sér, að mesta veiðin á land-
inu til þess hafi verið í Þingeyj-
arsýslum. Veiðin mun þó hafa
minnkað eftir að snjóa tók. „Það
er ómögulegt að finna hana og
sennilega verður ekki mikil veiði
fyrr en snjóar meira og hún fer að
koma í kjarrið," sagði Héðinn
Sverrisson.
Ekki er enn vitað um hvernig
verðlagningu á rjúpu verður hátt-
að nú. Þó hefur heyrst að ef veið-
in eykst ekki til muna á Suður-
landi munu skytturnar geta feng-
ið allt að 200 krónum í sinn hlut
fyrir hverja rjúpu og er þá ljóst
að það skiptir þúsundum króna
fyrir þá sem ætla sér að hafa
rjúpu í jólamatinn, að kaupa
hana.
Rjúpnaveiöi í Þingeyjarsýslum
hefur verið mjög þokkaleg í
haust og er vitað um nokkra
menn sem hafa fengið nokkur
hundruð rjúpur.
„Það var reitingsveiði áður en
snjóaði," sagði Héðinn Sverris-
son á Geiteyjarströnd í Mývatns-
sveit er við ræddum við hann í
gær, en hann er einn þeirra
manna sem stunda rjúpnaveiðar
nær daglega. Héðinn sagði að
Gunnar Dúi
sýnir að Jaðri
Þokkaleg veiði í
Þingeyjarsýslum