Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 06.11.1985, Blaðsíða 9
Jþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson 6. nóvember 1985 - DAGUR - 9 islandsmótið í handknattleik 1. deild: KA sigraði FH í jöfnum og spennandi leik - Stórgóð markvarsla Sigmars KA markvarðar „Það var fyrst og fremst góð barátta sem skóp þennan sigur. Að vísu lentum við í basli þegar búið var að útiloka þá Erling og Loga, en þeir höfðu spilað allan leikinn. En við áttum þennan sigur fylli- lega skilinn. Þá langar mig að koma á framfæri þakklæti til áhorfenda, sem stóðu mjög vel við bakið okkur í lokin,“ sagði Guðmundur Guðmundsson leikmaður KA, eftir frækileg- an sigur gegn FH í 1. deild Is- landsmótsins í handknattleik í gærkvöld. ryrri hálfleikur var jafn og spennandi framan af. Um miðjan hálfleik var staðan 7:5 FH í vil, en þá skoruðu KA-menn 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 9:7 sér STAÐAN Staðan í 3. deild íslandsmóts- ins í handknattleik eftir leiki helgarinnar er þessi: Selfoss-ÍH 21:26 Skallagr.-Reynir 23:28 ÍA-Fylkir 22:20 Völsungur-Týr 22:30 Þór-Týr 26:28 Ögri-UMFN 15:35 Týr 6 4-0-2 158:128 8 ÍA 4 3-1-0 96: 76 7 Reynir 4 3-1-0 90: 80 7 UMFN 4 3-0-1 122: 95 6 ÍH 4 3-0-1 111:104 6 Þór 5 2-1-2 109:104 5 ÍBK 3 2-0-1 80: 54 4 Se'Ifoss 4 1-2-1 118:111 4 Fylkir 5 2-0-3 96: 88 4 Völsungur 5 1-0-4 114:127 2 Skallagrímur 4 1-0-3 85:103 2 UFHÖ 4 0-1-3 106:130 1 Ögri 4 0-0-4 50:128 0 í vil. KA-menn skoruðu síðan 3 mörk gegn 2 mörkum FH-inga fyrir leikhlé og leiddu í hálfleik 12:9. Erlendur Hermannsson er lék að nýju með KA skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og skipt- ust liðin síðan á um að skora allt fram á 23. mínútu síðari hálf- leiks, en þá var Erlingur Krist- jánsson útilokaður er hann fékk sína þriðju brottvísun í leiknum. Þá var staðan 21:17 KA í vil, Þor- leifur bætti við 22. marki KA úr horninu og KA-menn virtust yera með unninn leik í höndunum. Þá gripu FH-ingar til þess ráðs að færa vörn sína fram að miðju. Við það ruglaðist sóknarleikur KA-manna algjörlega og FH-ing- ar jöfnuðu leikinn á rúmlega tveimur mínútum, 22:22. En það var svo gamla kempan Þorleifur Ananíasson sem innsiglaði sigur KA með marki skömmu fyrir leikslok úr horninu. Rétt áður hafði Logi Einarsson verið úti- lokaður frá leiknum er hann fékk einnig sína þriðju brottvísun. KA-liðið er lék án þeirra Jóns Kristjánssonar og Sigurðar Páls- sonar átti mjög góðan leik. Sér- staklega voru þeir Erlingur Krist- jánsson, Guðmundur Guð- mundsson, Logi Einarsson að ógleymdum Sigmari Þresti mar- kverði mjög góðir, en Sigmar varði 18 skot í leiknum. Þá var Hafþór Heimisson sterkur í vörn- inni. í liði FH voru þeir bestir Þor- gils Óttar Mathiesen, Óskar Ár- mannsson og Sverrir Kristinsson markvörður. Mörk KA: Þorleifur Ananías- son 4, Logi Einarsson 4, Guð- mundur Guðmundsson 4, Erling- ur Kristjánsson 4 (1), Pétur Bjarnason 2 og Hafþór Heiinis- son 1. Siglufjörður: Áhugi á stofnun íþróttafélags fatiaðra A Siglufírdi er hafin undirbún- ingur aö stofnun íþróttafélags fatlaðra. Er hugmyndin sú aö þetta verði einnig félag fyrir aldraða og verði opið fyrir hverja þá er áhuga hafa á íþróttum. Dagur hafði samband við Guðrúnu Árnadóttur sem sæti á í undirbúningsnefnd vegna stofn- unar hins nýja félags og spurði hana nánar út í þá hugmynd að stofna íþróttafélag á Siglufirði? „Það var haldin kynningar- fundur urn miðjan október, þar sem fólk frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík kom og kynnti starf- semi sína. Og á þeim fundi kom fram áhugi fyrir því að þetta félag yrði einnig fyrir aldraða. Þá var skipuð þessi undirbúningsnefnd sem ég á sæti í ásamt þeim Reg- ínu Guðlaugsdóttur, Kristjáni Möller, Jónasi Björnssyni, Viðari Jóhannssyni, Boga Sigurbjörns- syni og Birni Þór Haraldssyni. Þessi nefnd mun síðan gera til- lögur og senda þær til fram- kvæmdastjóra svæðisstjórnar. Við fengum fólk frá Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og Félagi eldri borg- ara, til að fá þeirra álit á því að hafa þetta félag einnig fyrir aldr- aða. Því fólki leist mjög vel á þá hugmynd, því það er erfitt að vera með mörg félög í svona litlu bæjarfélagi. Við höfum áhuga á að gefa þessu félagi eitthvert nafn og að það starfi undir kjörorðinu „íþróttir fyrir alla“. Er þá átt við að félagið sé jafnt fyrir fatlaða, aldraða sem og alla aðra er áhuga hafa á íþróttum, unga sem gamla. Mörk FH: Óskar Ármannsson 9 (4), Þorgils Óttar 6 (1), Stefán Kristjánsson 3, Héðinn Gíslason 3 og Valgarður Valgarðsson 1. Dómarar voru þeir Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erl- ingsson og voru þeir slakir. Ráku menn út af af minnsta tilefni. Er það orðið hálf einkennilegt hvað dómarar eru mikið fyrir það að reka leikmenn út al'. Það er nefnilega stór galli á íslenskum dómurum hvað þeir vilja dæma mikið eftir eyranu, en ekki aug- anu. Erlendur Hermannsson hefur sent knöttinn í mark FH nieð glæsilegu skoti. Mynd: KGA. I a3 ■ ■ ðaáætlu nóv. ’85 til 1. apríl ’86. in Brottför frá Akureyri til: Hríseyjar Ólafsfjarðar Siglufjarðar Grímseyjar Mánudaga 11.00 11.00 Þriöjudaga 08.00 Miðvikudaga 11.00 11.00 Fimmtudaga 08.00 7/11 ogsíðan annan Föstudaga 08.00 08.00 hvern fimmtudag Vörur þurfa að hafa komið á afgreiðslu klukkustund fyrir auglýsta brottför og fyrir kl. 16 daginn fyrir auglýsta brottför kl. 8 að morgni. Ath.: Vörumottaka opin alla virka daga frá kl. 08-17. Sími 96-24088. Flóabáturinn Drangur hf. Oddeyrarskala - sími 96-24088.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.