Dagur - 08.11.1985, Síða 16

Dagur - 08.11.1985, Síða 16
-------------Fjölskyldutilboð-------------------- sunnudaginn 10. nóv. á Bauta í hádeginu og um kvöldið og í hádeginu í Smiðju: Spergilkremsúpa og grillsteikt lambalæri með bakaðri kartöflu og bearnisesósu Verð á Bauta kr. 350 pr. mann Verð í Smiðju kr. 400 pr. mann Fyrír börn 12 ára og yngrí í fylgd með foreldrum: Frír hamborgarí eða samloka Kaupin a Kolbeinsey - Félag stofnað í dag Stofnfundur hlutafélags sem hefur það að markmiði að kaupa togarann Kolbeinsey af Fiskveiðasjóði verður haldinn á Húsavík í dag. Að stofnfundinum standa Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Kaupfélag Þingeyinga, Verka- lýðsfélag Húsavíkur og Húsavík- urbær. Stefnt er að því að hlutafé verði 30 milljónir króna og leggja fyrrnefndir aðilar fram fjárhæð sem nemur nær allri þeirri upphæð. Einnig hefur starfsfólk Fiskiðjusamlagsins lagt fram verulega fjárhæð. Eftir stofn- fundinn geta aðrir orðið aðilar að hinu nýja félagi. Nánar verður fjallað um stofnun félagsins í Degi nk. mánudag. gk-. Trillukarlar stofna félag Nú, er spenna í hámarki og vinnuálag líka þegar aðeins ein vika er til frum- sýningar fjölskylduleikritsins um „Jólaævintýrið“ íSamkomuhúsinu á Akur- eyri. Búningar voru að koma á leikendur hvern af öðrum. Æfingar eru alla daga og öll kvöld fram að frumsýningunni, sem verður föstudaginn 15. nóv- ember. Uppselt er að verða á frumsýninguna og mikil eftirspurn eftir miðum á þær næstu. Á þessari mynd er Árni Tryggvason, sem leikur nirfilinn Scro- oge ásamt börnunum sem koma fram í sýningunni. Samkvæmt sögunni var Scrooge ekki jafn hrifinn af börnum og Árni er hér í miðjum hópnum. Enda er þetta bara leikrit eins og börnin segja. Mynd: -gej Veðurfarsathuganir Staðarvalsnefndar: Hitamælingum hætt - Áhrif flúors á búfé og gróður í Eyjafirði könnuð Nú er unnið að stofnun svæðis- deilda innan félags smábáta- eigenda á landinu. Arthúr Bogason sem verið hefur málsvari væntanlegs félags hef- ur verið á ferð um landið í þeim tilgangi að kynna mönn- um væntanlegt félag og það sem það hyggst beita sér fyrir varðandi hagsmuni smábáta- eigenda. Arthúr hefur verið í Vest- mannaeyjum, Norðurlandi eystra og vestra og er á leið til Grímsey- inga. Svæðisfélagið sem er fyrir Norðausturland, nær frá Siglu- firði til Húsavíkur að meðtalinni Grímsey. Að loknum kynningum urr landið verður aðalstofnfundui haldinn í Reykjavík í byrjun des- ember. Þar þinga kjörnir fulltrú- ar svæðisfélaganna. Aðrir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Stofnfundurinn á Akureyri verður haldinn að Hótel Varð- borg næstkomandi laugardag og hefst klukkan 16.00. gej- Fyrir allnokkru síðan var tekin sú ákvörðun í Staðarvalsnefnd að hætta þessum athugunum sem staðið hafa yfir í rúm tvö ár, sagði Pétur Stefánsson, verkefnisstjóri Staðarvals- ncfndar, þegar hann var spurð- ur um ástæðu þess að teknir hafa verið niður mælar sem ætlað var að mæla hitastig á nokkrum stöðum í Vaðlaheiði. Þessar mælingar eru liður í veðurfarsathugunum sem unn- ar hafa verið til þess að afla vitneskju um hugsanlega dreif- ingu mengunar frá álveri við Eyjafjörð. Upphaflega var ætlunin að hafa þessa mæla, sem eru sírit- andi hitamælar, uppi í eitt ár en m.a. vegna þess að veðurfar var óvenjulegt fyrsta árið var ákveð- ið að hafa þá uppi eitt ár til við- bótar og er nú liðið á þriðja ár síðan þeir voru settir upp. Vind- mælir sem settur var upp við Ytri-Bakka í Arnarneshreppi stendur áfram. Staðarvalsnefnd bíður nú eftir lokaskýrslu frá norskum aðilum sem tóku að sér að rannsaka og segja til um hugsanlega mengun frá álveri við Eyjafjörð út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu og er þessi skýrsla væntanleg ein- hvern næstu daga. Bráðabirgða- útgáfa hennar var kynnt hér í vor og hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir þeim niðurstöðum sem þá lágu fyrir. Rannsóknarstofnun landbún- aðarins vinnur nú að gerð skýrslu um áhrif þeirrar flúormengunar, sem gert er ráð fyrir í norsku skýrslunni, á búfé og gróður í Eyjafirði og sagði Pétur að sú skýrsla væri væntanleg um miðj- an áesember. Þegar báðar þessar skýrslur sem hér hafa verið nefndar eru komnar til skila er þeim verkefn- um sem Staðarvalsnefnd hefur verið falið til þessa lokið. Pétur vildi engu spá um það hvert framhaldið yrði í þessum málum, nú væri kominn nýr iðn- aðarráðherra og hann þyrfti að Þó að ekki hafi vantað hrak- spárnar, þegar stappið við að kaupa Stakfellið til Þórshafnar stóð sem hæst, virðist togarinn ætla að standa undir eigin fjár- magnskostnaði sem er meira en hægt er að segja um mörg önnur skip sem bættust í flot- ann um svipað leyti. Stakfellið hefur frá upphafi verið útbúið til frystingar um borð og hefur sá útbúnaður aðal- lega nýst við frystingu á grálúðu og karfa en nú eru uppi áform um að bæta við tækjum til flokkunar og frystingar á rækju. Að sögn Þórólfs Gíslasonar á Þórshöfn er vonast til að með því að bæta rækjuveiðum við verði hægt að auka aflaverðmæti skipsins um 20% á næsta ári en nú stefnir í að ákveða hvað næst yrði gert í sambandi við hugsanlega upp- setningu álvers við Eyjafjörð. Pétur taldi þó sennilegt að áfram yrði haldið að vinna úr niðurstöð- um veðurfarsmælinga og munu starfsmenn Veðurstofu íslands að öllum líkindum sjá um það verk. -yk. aflaverðmæti þessa árs verði um 80 milljónir króna. Rækjuveið- arnar eru hugsaðar sem hrein viðbót við þær veiðar sem skipið stundar fyrir. -yk. Óbreytt veður til sunnudags Samkvæmt þriggja daga spá Veðurstofu Islands er líklegt að veður haldist svipað á Norðurlandi í dag og á morgun, norðanátt með frosti og einhverjum éljum. Á sunnudag mun líklega hlýna eitthvað með sunnan- og suð- vestan átt. BB. Verður stofnuð Mjólkursamsala Norðurlands? I dag og á laugardag verður haldin helgarráðstefna um mjólkurframleiðslu á Norður- urlandi á Illugastöðum í Fnjóskadal. Forsvarsmenn og starfsmenn mjólkursamlaga á Norðurlandi munu þar bera saman bækur sínar og hefur því jafnvel verið varpað fram hvort úr þessu samstarfi gæti orðið Mjólkursamsala Norður- lands. Þessi ráðstefna miðar að því að koma á auknu samstarfi í því skyni að auka hagkvæmni við mjólkurframleiðsluna. Rætt verður hvernig mæta megi sam- drætti í mjólkurframleiðslu á skipulegan hátt. „Menn eru staðráðnir í því að hagræða þessum rekstri og stuðla að sem bestri framleiðslu og sem lægstu verði, þrátt fyrir þann samdrátt sem fyrirsjáanlegur er,“ sagði Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri á Akureyri, en hann verður ráðstefnustjóri ásamt Ólafi E. Friðrikssyni, kaupfélags- stjóra á Sauðárkróki. Þórarinn Sveinsson hjá Mjólkursamlagi KEA mun flytja erindi um sam- starf mjólkursamlaganna og Árni S. Jóhannsson, kaupfélags- stjóri á Blönduósi, um ný fram- leiðsluráðslög og ný viðhorf. HS Stakfellið: Útbúið á rækju Akureyri, föstudagur 8. nóvember 1985

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.