Dagur - 21.11.1985, Side 2

Dagur - 21.11.1985, Side 2
2 - DAGUR - 21. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓT IR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._________________________ Hitaveita í kreppu Hitaveita Akureyrar var óskabarn Akureyr- ar þegar til hennar var stofnað. í sjálfu sér er hún það enn, þó hún búi við kreppu, sem vonandi reynist tímabundin. Bæjarbúar áttu von á verulegri lækkun á hitunar- kostnaði, en þær væntingar hafa ekki ræst. Þar við bætist, að neytendur veitunnar búa við ákaflega mismunandi hitastig. Þetta hefur leitt til óánægju meðal neytenda. Hinu verður ekki á móti mælt, að hita- veitan á Akureyri hefur sparað þjóðarbú- inu ómældar fjárhæðir, þar sem hún leysti olíukyndingu af hólmi. Það er því ekki óeðlilegt, að ríkisvaldið hlaupi undir bagga með veitunni í þeim erfiðleikum sem hún á við að stríða um þessar mundir. Fordæmi eru fyrir slíku, til að jafna húshitunarkostn- að í landinu. Orkugjald Hitaveitu Akureyrar er hátt, mun hærra heldur en þekkist í nálægum byggðarlögum, svo ekki sé minnst á orku- gjaldið hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Ástæðan fyrir þessu er þekkt; skuldir veitunnar eru verulegar og í rauninni þyrfti að hækka orkugjaldið enn frekar, til að tryggja fjár- hag veitunnar. Á slíku er þó tæpast stætt að óbreyttum aðstæðum. Hátt orkugjald Hitaveitu Akureyrar get- ur haft áhrif á búsetuþróun á næstu árum, þar sem hitunarkostnaður er mun lægri á Húsavík, Sauðárkróki, Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi, svo dæmi séu tekin. Og þegar mismunurinn á hitunarkostnaði á milli byggðarlaga skiptir þúsundum í hverjum mánuði, þá hlýtur hann að hafa verulegt vægi þegar búsetustaður er valinn. Með hliðsjón af framansögðu má sjá, að brýnt er að treysta fjárhag Hitaveitu Akur- eyrar, þannig að orkugjald veitunnar geti lækkað á allra næstu árum. Þess vegna fagnar Dagur nýlegri samþykkt bæjar- stjórnar Akureyrar, þar sem bæjarráði er falið að kanna allar hugsanlegar leiðir til að bæta eigin fjárstöðu hitaveitunnar. Þessari könnun þarf að hraða sem kostur er, því málið þolir ekki langa bið. - GS _viðtal dagsins________________________ Takmarkið er 2 milljónir í vinning á viku - Birna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Getrauna í viðtali dagsins Ætli flestir hafí ekki hugsað til þess hvernig það er að fá-millj- ón í happdrætti. Margir bíða mánuðum, árum og jafnvel áratugum saman eftir þeim stóra. Það er þá tengt svo- kölluðum stórum happdrætt- um. Undanfarin ár hefur fólki gefíst kostur á að taka þátt í þægilegu happdrætti sem er ís- lenskar getraunir, sem tengjast íslenskri íþróttastarfsemi. Það skemmtilega við Getraunir, eins og þær eru kallaðar, er að þú getur sjálfur ráðið nokkru, hvernig þú telur líklegast að fá þann stóra. Birna Einarsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri Getrauna. Hún var á ferð á Akureyri um helgina. Þess vegna var upplagt að fá hana í viðtal. „Ég er nýbúin að taka við starfi framkvæmdastjóra Getrauna. Enda rétt búin með viðskipta- fræði frá Háskóla íslands." - Var það knattspyrnuáhugi sem varð til þess að þú sóttir um starf sem framkvæmdastjóri Get- rauna? „Nei reyndar ekki. Ég taldi að starfið væri skemmtilegt, sem það er. Þess vegna sótti ég um það.“ - Nú er alltaf talað um eigin- menn sem sitja yfir ensku knatt- spyrnunni í sjónvarpinu á laugar- dagseftirmiðdögum og gera þannig konum sínum gramt í geði. Af því leiðir, ætla menn, að karlar stjórni öllu í sambandi við getraunir. „íþróttahreyfingin er mikið karlaveldi. Þess vegna er ég alltaf eina konan á þeim fundum sem ég sit með forystumönnum hennar. Það þýðir samt ekki að kona geti ekki stjórnað Getraun- um. Enda kemur þetta ekki knattspyrnu við á nokkurn hátt. Getraunir eru reknar sem fjár- öflunarleið fyrir íþróttahreyfing- una í Iandinu og er því fyrirtæki sem þarf að reka vel.“ - Tekur starfsfólk Getrauna þátt í leiknum? „Ég geri það ekki. Hins vegar banna ég ekki öðru starfsfólki að gera það. Þar er líka um einn og einn seðil að ræða, en ekki kerfi eins og er algengt hjá þeim hörðustu. Það væri auðvelt að verja það ef raddir þess efnis aö fólk sitji ekki við sama borð þegar þarf að skila getraunaseðlum. Skila þarf seðl- um fyrir hádegi á fimmtudögum á landsbyggðinni, en fyrir hádegi starfsmaður Getrauna ynni, því það er ekki möguleiki að svindla í þessu." - Þú nefnir kerfiskarla, þá sem leggja talsverðar fjárhæðir á viku hverri í seðlakaup. Er mikið af slíku? „Töluvert er um það. Þó er meirihluti sem kaupir einn og einn seðil. Það eru um 60% af lausum seðlum, hitt er í kerfum sem menn pæla í.“ - Má ég forvitnast um það hvað þú ert að gera hér á Norður- landi? „Fyrst og fremst er ég að kynna starfsemi Getrauna og jafnframt að reyna allt sem mögulegt er til að auka sölu á getraunaseðlum. Það er tak- markið að ná vinningspottinum yfir 2 milljónir.“ - Nú hafa oft heyrst óánægju- Mynd: - KGA. á laugardögum í Reykjavík. Er von á breytingum í þessu efni? „Þetta er mál sem mikið hefur verið rætt hjá Getraunum. Það má segja að málið sé í athugun eins og sagt er í þinginu. í alvöru talað, þá er verið að skoða þessi mál. Það er mikið atriði að finna góða lausn á þessu máli því inn- koma Getrauna skiptir verulegu máli fyrir íþróttafélög landsins. Innkoman skiptist þannig að 50% fara í vinninga, 25% til íþróttafélaga sem selja seðlana, 3% fara til héraðssambanda inn- an ÍSÍ og afgangur í rekstur ÍSÍ, KSÍ, UMFÍ og Getrauna. Þess má geta að 58% aukning hefur verið á Akureyri og aukning á landinu 40%.“ - í lokin burt frá Getraunum. Hvernig er að vera komin til Ak- ureyrar í stutta heimsókn? „Mjög gaman. Fyrir utan að vera að vinna, þá skrapp ég í Sjallann, það er gaman að koma þangað. Það er alltaf talað um Sjallann og Akureyri í sömu andrá. gej-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.