Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. nóvember 1985 Þórgnýr Dýrfjörð, M.A., flytur Magnús Albert Sveinsson, G.Ó. framsöguerindi sitt. Stjórn fjórðungsþings æskunnar. Forseti þingsins, Reyn ir Kristjánsson. Tveir ungir menn reknir af þinginu Síödegis þegar umræður og til- lögur fóru fram á þinginu birtust tveir menntskælingar. Það var ætlun þeirra að útbýta dreifiblöð- um til allra þeirra sem á þinginu voru. Þeir höfðu tekið að sér að dreifa blöðunum í forföllum stjórnar Félags vinstri manna í M.A. Á þessum blöðum deildu þeir hart á þá sem að þinginu stóðu og skipulag þess, helst það að vinnandi æskufólk fengi ekki að taka þátt í þinginu. Aðeins fáir höfðu fengið þessi blöð í hendur þegar fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, Áskell Ein- arsson benti þeim á að þeir hefðu engan rétt til að koma þessu á framfæri á þennan hátt án leyfis og vísaði þeim því taf- arlaust á brott. Eftir stutt og frem- ur óvinsamleg orðaskipti lögðu ungu mennirnir blöðin til hliðar og bentu fólki á að taka sér eintak að þingi loknu. Þessir menn voru Theódór Guðmundsson og Uggi Jónsson. Þeir sögðuðst vilja með þess- um biöðum benda á það órétt- læti, sem felst í því að boða ein- ungis skólafólk til þingsins og vildu vekja umræðu um það á staðnum. Ætlun þeirra var að koma þessum skoðunum á framfæri á friðsamlegan hátt en þeir bjugg- ust ekki við brottrekstri út úr hús- inu af þeim sökum. Á fjórðungsþingi æskunnar Laugardaginn 16. nóvember fór fram þinghald á vegum Fjórð- ungssambands Norðlendinga í tilefni af ári æskunnar. Þetta var fjórðungsþing æskunnar. Þingið sátu 57 fulltrúar úr öllum fram- haldsskólum á Norðurlandi og skiptust þannig niður: 10 frá Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki, 5 frá Bændaskólanum að Hólum, 4 úr framhaldsdeild Grunnskóla Siglufjarðar, 5 úr framhaldsdeild Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, 5 úr framhaldsdeild Grunnskóla Dalvíkur, 10 úr Menntaskólanum á Akureyri, 11 frá Verkmennta- skólanum á Akureyri, 5 frá Hér- aðsskólanum að Laugum og 2 úr framhaldsdeild Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Umræðuefni þingsins var Norðurlandsbyggð framtíðarinn- ar þar sem fjallað var um mennta-, atvinnu-, húsnæðis- og samgöngumál. Þingið var sett kl. 9.30 af for- seta Fjórðungssambands Norð- iendinga, Magnúsi Sigurjóns- syni. í ræðunni sagði hann með- al annars að Fjórðungssamband Norðlendinga væri vettvangur til að ræða málin. Ná samstöðu og fylgja málum fram í krafti sam- einingar og samvinnu. Þar sem unga fólkið væri framtíðin þyrfti það að fara að mynda sér skoðanir á þessum málum og þeim tilgangi þjónaði þetta þing. Að loknu ávarpi Magnúsar voru framsöguerindi um fyrr- greind málefni flutt af 12 þingfull- trúum. Þar komu fram margar góðar hugmyndir og voru fram- sögumenn yfirleitt vel undirbúnir. Þingfulltrúar virtust meðvitaðir um það þjóðfélag sem við búum við í dag og deildu nokkuð hart á það misrétti sem þeir töldu vera á milli landsbyggðarinnar og suð- vesturhornsins. Er framsögumenn höfðu lokið máli sínu skiptust fulltrúarnir nið- ur í 4 hópa þar sem hver hópur fjallaði um eitt málefnanna. Hóp- arnir störfuðu fram að kaffi en þá var þeim boðið upp á veitingar. Að lokum kom þingið saman og þar báru hóparnir fram tillögur sem síðan voru ræddar. Flestar tillögurnar voru samþykktar meö smávægilegum breytingum af nær hreinum meirihluta. Það var til merkis um að hóparnir voru vel að sér og virtust hafa rætt málin ofan í kjölinn. Þinginu lauk með kvöldverði í Dynheimum fyrir fulltrúa, að- standendur þingsins og bæjar- stjóra (og blaðamenn) og síðan var þeim boðið á diskótek á sama stað síðar um kvöldið. Eftir að hafa rætt við ýmsa full- trúa þingsins virtist okkur það nokkuð almenn skoðun þeirra að skipulagi væri ábótavant. Aðal- lega það að undirbúningstími hafi verið of stuttur og að hinn vinnandi æskulýður hefði ekki fulltrúa á þinginu, þingfulltrúar M.A. afhentu undirbúningsnefnd opið bréf þess efnis. En þar sem þingið var hið fyrsta sinnar teg- undar fannst þeim þetta eðlilegt og töldu það hafa tekist vonum framar. Virkni fulltrúa í umræðum var misjöfn, sumir virtust illa undir- búnir og örfáir jafnvel áhugalaus- ir en yfir höfuð voru flestir virkir. Okkur umsjónarmönnunum sem vorum staddir þó nokkuð lengi á þinginu fannst almenning- ur hafa sýnt því lítinn áhuga því gestir voru fáir og þykir okkur það sorglegt. Ingi Jónsson, F. á $. Magnús Sigurjónsson, for- maður Fjórðungssambands Norðlendinga. - Hverjir áttu hugmyndina að þessu þingi? „Það var Fjórðungssam- band Norðlendinga. Kannski hefur hugmyndin komið fram vegna þess hve vel tókst til með Norður- landsleika æskunnar á Sauð- árkróki nú í sumar.“ - Hafa sams konar þing verið haldin áður? „Nei, ekki svo ég viti til.“ - Reiknarðu með að sams konar þing verði haldin ár- lega í framtíðinni? ,.Það eru ekki áform um það, en ég tel æskiiegt að unga fólkið taki virkan þátt í störfum sveitarfélaga." - Hvernig hefur undirbún- ingi verið háttað?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.