Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 7
21. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri, afhcnti Magnúsi Steinarssyni, formanni Starfsmannafélags KEA, umráð yfir salnum, jafnframt því sem hann afhenti Magnúsi málverk eftir Kristinn G. Jóhannsson. KEA-menn fá sér KEA-kökur í KEA-salnum. Myndir: - KGA. og á þeirri tíð er höfundur var að alast þar upp fyrir svo sem 60 árum eða meira. Bókin segir frá ógeðbiluðu fólki í manneskjulegu umhverfi, frá leikjum barna og störfum er tilheyra tíma þeim er hún fjallar um og lýsir beint og óbeint þjóð- háttum og heimilisbrag öllum eins og af sjálfu kemur. Vitanlega skrifar höfundur óbrenglaða íslensku eins og vænta má af þeim er uxu af sömu rót og hann. Mín vegna má fólk velta sér upp úr vandræðum og þjóðfé- lagsmálum, góðum eða illum, kynórum og hverju sem það hef- ur hugstætt, en slíkt á ekki brýnt erindi til barna, enda sjá ríkis- fjölmiðlar okkur öllum fyrir nægu sorpi. En er fróðleikur um tíma afa og ömmu skaðlegur æsk- unni? Er ekki hættulegt að klippa sundur trefil tímans svo hann rakni upp? Er venjulegt mannlíf, glaður dagur við leik og starf í heimi gróðurs og dýra, ævintýri og „ömmusögur“ allt í einu orð- inn heimill á þroska barns? Má ekki æskan lifa með bros á vör og birtu í augum á venjulegu heimili við eðlilegt atlæti á bók, án þess að bíða tjón? Kemur ekki sálar- kreppan og erfiðleikar nógu snemma í okkar kröfuhörðu vel- megun? Kunna sál- og félags- fræðingar betri uppeldisaðferðir en náttúra landsins og það fólk er hún mótaði mest? Marinó L. Stefánsson telur óhætt að skrifa eins og hann gerir í bók sinni um Sigga litla, í sveit við fortíðarháttu. Og þó flest börn sé að finna í borg og bæ nú, er þeim svo sannarlega hollt að kynnast lífi áa sinna. Þó bók þessi sé ekki í neinum sérflokki meðal bóka af þessari tegund er hún góðra gjalda verð sem slík. En kannski eru teikn- ingar Kristins G. Jóhannssonar höfuðprýði hennar. Pað er minn smekkur. Kristján frá Djúpalæk skrifar Dóra Stefánsdóttir: Breiðholtsstrákurínn fer í sveit Teikningar eftir Kristinn G. Jóhannsson. Skjaidborg. Höfundur þessarar bókar er fé- lagsfræðingur og málefni sem fræðum hennar tengjast eru henni því í hug. Söguhetjan, Palli, er sonur einstæðrar móður í Breiðholtinu. Hún vinnur úti. Palli þvælist á götunni einn og óhamingjusamur og samband mæðginanna er miður gott er sag- an hefst. En konan kemur Palla í sveit. Ung hjón er stunda nú- tíma, vélvæddan búskap taka kaupstaðabörn í sumardvöl til að drýgja tekjur sínar. Sum koma þau fyrir tilstuðlan félagsmála- stofnunar. Palla fellur mjög vel í sveitinni og gegnir þar stærra hlutverki en trúlegt sýnist um 8 ára dreng. Höfundur er vel ritfær og virðist gjörþekkja nútíma bú- skap á „blönduðu“ búi. Þetta er ágæt saga, stíll ljúfur og hröð at- burðarás, engar málalengingar. Börnin eru misjafnlega virk í bókinni, þó er þar leiðindaskarf- ur kominn á vegum félagsmála- stofnunar því móðir hans, ein- stæð, er drykkjusjúk. En hann er þó ekki dreginn mjög skýruni dráttum, fyrr en undir sögulok er við liggur að hann fremji voða- verk; en þá sendur heim. Móðir Palla kemur undir haust, vanfær og vansæl. En þau nálgast hvort annað og kveðja sem vinir. Saga þessi sem virtist eiga að fylgja formúlu, breyttist í „sveitaróm- antík“ og fór vel á því. Teikning- ar Kristins G. eru afbragð. Bók þessi var lesin í útvarpi fyrir ekki löngu og hljómaði vel. Eg get mælt með henni handa börnum. En ég hefði ekki útskýrt „lóðarí" á hundum nánar, orðið er fullnóg. Afsláttar- dagar 22. nóvember - 4. desember 10% afsláttur! Kaupfélag Eyfirðinga hefur ákveðið að gefa félags- mönnum sérstakan 10% afslátt af staðgreiddri vöruúttekt í öllum deildum Vöruhúss KEA, Raflagnadeild og í Byggingavörudeild af verkfærum, gólfdúkum og málningarvörum. Á stærri rafmagns- tækjum, húsgögnum og gólfteppum er veittur 7% afsláttur. Þessi kjör gilda einnig á sömu vöruflokkum í öllum verslunum KEA utan Akureyrar. Sérstök afsláttarkort hafa verið póstlögð til allra félagsmanna og er umræddur afsláttur veittur gegn framvísun afsláttarkortsins hverju sinni. Afsláttarkortið gildir allt tímabilið, hversu oft sem verslað er. Afsláttur gildir ekki ef greiðslukort eru notuð. Félagsmenn! Nýtið ykkur þetta tækifæri til óvenju hagstæðra innkaupa á góðum og fjölbreyttum vörum. Gerist félagsmenn! Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort. Þeir sem ekki eru félagsmenn eru hvattir til að ganga í félagið. Eyðúblöð fyrir inngöngubeiðnir liggja frammi á aðalskrif- stofunni, Hafnarstræti 91, Akureyri, og í öllum verslunum KEA utan Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.