Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 21.11.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. nóvember 1985 Páll Leósson, formaður Félags samvinnustarfsmanna fær sér ábót á kaffið. Hátíð hjá starfsmönnum KEA Eins og fram hefur komið var tekinn í notkun nýr salur Starfsmannafélags KEA í síð- ustu viku. Akveðið var á 50 ára afmæli KEA árið 1980 að veita félaginu þennan sal, sem þá var í smíðum í verslunar- rniðstöðinni Sunnuhlíð. Það var því hátíð s.l. sunnudag þegar salurinn var afhentur. I ræðu sem Magnús Steinars- son formaður Starfsmannafélags KEA hélt við opnunina sagði hann að salurinn væri kærkominn og bætti úr brýnni þörf varðandi félagsaðstöðu. Áður hefðu allir stjórnarfundir, auk funda hinna ýmsu nefnda innan félagsins, svo sem briddsnefndar, skáknefndar, íþróttanefndar, jólatrésnefndar, að viðbættum ýmsum námskeið- um verið haldnir í gamla sam- komusalnum á efstu hæð að Hafnarstræti 91. Oft hefði það verið óþægilegt því salurinn hafi verið notaður undir ýmsa aðra starfsemi, þannig að erfitt var að sameina notkun salarins starf- semi starfsmannafélagsins og öðru sem þar fór fram. Nú væri bjart framundan og nýi salurinn notaður eingöngu fyrir félagið og þá starfsemi sem hentaði best fyr- ir félagana. Mætti m.a. nefna að ekki væri óeðlilegt að félagar fengju afnot af salnum fyrir stærri viðburði í lífi sínu og sinna, svo sem afmæli, brúðkaup og annað. Einnig eru hugmyndir uppi um að halda námskeið í salnum, en þau væru stór þáttur í starfsemi félagsins. Fyrst og fremst er hug- myndin að salurinn nýtist sem best fyrir alla félagsmenn. Kom fram hjá Magnúsi að fjár- hagur starfsmannafélagsins væri bágborinn þessa stundina, því fjárfrekt hefði verið að byggja tvö ný sumarhús starfsmanna í Vaglaskógi, og einu tekjur fé- lagsins væru félagsgjöld og leigu- tekjur af húsunum. Þær tekjur stæðu ekki undir rekstrinum. Hann sagði lfka að starfsemi fé- lagsins væri ekki svo mikil sem raun bæri vitni ef ekki kæmi til styrkur frá kaupfélaginu. Svo sagði Magnús: „Að lokum vil ég ítreka þakklæti mitt fyrir hönd starfsmanna KEA með þennan nýja starfsmannasal og bera tilgang hans saman við boð- skap þess leikrits sem nú er flutt á fjölum leikhússins okkar hér á Akureyri. Að jákvæð mannleg samskipti og hlýhugur til með- bræðra okkar skulu í heiðri höfð, en ekki auðsöfnun og græðgi sem leiðir til blindu á mannkærleik." gej- OPINBER FUNDUR Pálmi Jónsson Stefán Guðmundsson Arni Steinar Jóhannsson. Ragnar Arnalds f FÉLAGSHEIMILINU Á HVAMMSTANGA Samtök um jafnrétti milli landshluta Málmfríður Sigurðardóttir LAUGARDAGINN 23. NÓV. KL. 13.30 Hólmfríður Bjarnadóttir fundarstjóri ALÞINGISMENN NORÐURLANDSKJÖRDÆMIS VESTRA OG FULLTRÚAR SAMTAKA UM JAFNRÉTTI MILLI LANDSHLUTA RÆÐA BARÁTTUMÁL SAMTAKANNA Á OPINBERUM FUNDI. RÆÐUTÍMI 15 MÍN. Á MANN í 2 - 3 UMFERÐUM Petur Valdimarsson NORÐLENDINGAR OG AÐRIR ÁHUGAMENN! Kaffiveitingar. Nú FJÖLMENNUM Sætaferðir frá Akureyri Uppl. í síma 96-23858 DEILD S.J.L. V-HÚN 5 Pál! Pétursson Eyjólfur Konráð Jónsson .fe- ’p bækuc Jón R. Hjálmarsson: Leiftur frá landi og sögu 20 þættir úr ýmsum áttum Suðurlandsútg. Selfossi. Jón R. er mikill útvarpsmaður, og er uppistaðan í efni hans oft- ast nær viðtöl við fólk. Menn segja í gamni að hann muni vera hálfnaður með aðra umferð í við- tölum við bændur austanfjalls. En er ekki þessi viðtalsárátta fjölmiðla og bókagerðarmanna komin út í öfgar? f>að eru að verða sárafáir íslendingar sem ekki hafa verið teknir í viðtal. Einkum er sóst eftir eldra fólki, en það hefur þann galla að lífsreynsla þess, uppeldi og þjóðháttalýsing- ar eru mjög af sama toga. Er ekki einhver andleg deyfð sem veldur því að fjölmiðlafólk leitar svo mjög á vit viðmælenda, í stað þess að reyna að skapa eitthvað sjálft? Vissulega geta þó komið listræn verk út úr þessu, sbr. við- töl Jónasar Jónassonar og bækur Jóhannesar Helga. Einn galli viðtalsbóka er sá að viðmælandi er látinn þenja sig yfir allt æviskeiðið svo að engu er gert fullkomin skil. Þann ágalla hafa flestir viðtalsþættir Jóns R. Fororð viðmælandans: „Ég er fædd(ur) þennan mánaðardag, þetta ár, á þessum stað. Foreldr- ar mínir voru.. o.s.frv.“ eru óþörf, einkum er þeim ofaukið hér þar sem „höfundur“ gerir nána grein fyrir þessu öllu í sér- kynningu hvers og eins í bókar- lok. En kostir þessarar bókar eru gott málfar og að hér eru teknir menn víðar en af Suðurlandi, t.d. úr Skagafirði og Mývatnssveit. Og Mývetningar þjösnast ekki yfir allt æviskeiðið, eins og hinir, heldur segja frá afmörkuðu efni, t.d. Jón Sigtryggsson: „í Mý- vatnssiglingum í 47 ár“, Guðrún Sigurðardóttir, hótelstjóri: „Mannaferðir í Mývatnssveit“, Illugi Jónsson: „Silungsveiði í Mývatni“, Ragnar Sigfinnsson: „Fuglalíf við Mývatn“, og Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði: „Á fornum slóðum í Ódáðahrauni. Þetta er virðingarvert, og vissu- lega er margan fróðleik að finna í hinum þáttunum, t.d. um upphaf bílaaldar austanfjalls og fl. Mér þykir vænt um þátt Sig- urðar ljóðskálds, tónskálds, bónda og söngstjóra í Birtinga- holti: „Bjart er yfir byggðum“. Og þar er birt kvæðið um hana Kötu litlu sem var að koma heim af engjunum með. sinn einfalda giftingarhring. Þáttur Brynjólfs Gíslasonar: „Árin í Skálanum" (Tryggva- skála) er góður. En kannski er markverðastur þáttur Kristjáns Guðnasonar, Selfossi: „Lífs- reynslusaga húsvarðar“. Bók þessi stendur sem sagt fyr- ir sínu í flokki viðtalsbóka og kynnir okkur mesta ágætisfólk. Nú eru persónusögur okkur hér í fámenninu nokkurs konar bolsí- ur, og hvað er þá um að tala? Marinó L. Stefánsson: Siggi á Grund Teikningar eftir Kristinn G. Jóhannsson. Skjaldborg. Nútíma „sérfræðingar“ í gerð barnabóka, félagslega „meðvit- aðir“ og heilaþvegnir, hafa kunn- gert hvernig slíkar bókmenntir skuli vera. Þær skulu algjörlega bundnar samtíma, gerast í sand- kassa eða á barnaheimili, vera þjóöfélagsádeila, lausar við al- vöru og ævintýrabrag. Gjarna má krydda með kynórum og of- beldi og lýsa hvernig líkaminn losar sig við úrgangsefni. Mæður skulu einstæðar og kúgaðar af til- litslausum karlrembum og vond- um stjórnendum bæjar og ríkis. Þar skal „sko“ engin sveitaróm- antík né fortíðarminni. Hann Marinó brýtur rækilega öll þessi boðorð og mun fá að kenna á hrísinu fyrir. Sagan um Sigga litla gerist nefnilega í sveit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.