Dagur - 21.11.1985, Page 4

Dagur - 21.11.1985, Page 4
4 - DAGUR - 21. nóvember 1985 Litlu systur Joan Collins henni Natashu þykir lífsstíll systur sinnar heldur nöturleg- ur. Natasha er 17 ára og alvarlega þenkj- andi skólastúlka. Hún hyggur á frama inn- an hersins og öfundar stóru systur sína Hún segist stundum horfa á Dynasty, svona ef hún á leið framhjá sjónvarpi. „Auðvitað er ekki hægt að kalla þetta stórkostlegan drama, en mér er alveg sama og líka þeim milljónum sem horfa að stað- aldri.“ Eins og áður sagði hyggur Natasha á frama innan hersins: „Hæfileikar mínir njóta sín best í skipulagningu og stjórn- sýslu - þess vegna held ég að herinn sé eitt- hvað fyrir mig.“ Þegar Joan frétti að Natasha væri búin að sækja um inngöngu í herinn hélt hún að þetta væri bara skyndihugmynd hjá óráðn- um stelpukjána. En þetta er meira en það, Natasha er þegar búin að fara á einhver námskeið. Og hvað sagði pabbi? „Oh, no ekki herinn.“ Vindum okkur aðeins að einkalífi Nat- ashu: „Að gifta sig núna, væri fáránlegt.“ (Samt er hún á föstú og allt það). Hin ákveðna Natasha vill einkalíf og þegar hún heyrir einhvern tala um systur sína dettur henni ekki í hug að blanda sér í samræðurnar með setningum eins og: „Nú, jæja þekkir þú systur mína???“ Þess í stað brosir hún brosi þess sem veit og gengur á brott . . . Var einhver að tala um nautasteik? Nautaat Þessi boli var ekki á því að láta áhuganautabana fara illa með sig. Boli elti dauðhræddan banann yfir varnargirðinguna og nánast upp í áhorf- endastúkuna þar sem fólk varð dauðskelkað eins og sjá má af mynd- inni. Þessi atburður átti sér stað í Arles í Frakklandi. Þess má geta að nautabaninn slapp með skrekkinn. ekki neitt af því að vera súperstjarna. Það er nefnilega svo erfitt að lifa alltaf í heimi blekkinga og þurfa að líta glæsilega út. Það er líka svo mikil fyrirhöfn. „Þegar ég les um systur mína í blöðunum, þá finnst mér ég vera að lesa um allt aðra mann- eskju. Einhverja sem ég þekki ekki neitt. Auðvitað lifir svona frægt fólk lúxuslífi, en það býr alltaf við óttann um að vera rænt. Og það er ekki gott,“ segir þessi al- varlega þenkjandi systir Joan Collins. Tilbúin í daðrið: Joan Coílins sexý súper- stjarna úr Dynasty. # Dýr læri Af og til eru umræður í gangi um verð á kinda- kjöti. Á aðalfundi Stéttar- sambands bænda á Hvanneyri árið 1946 hólt Einar Ólafsson í Lækjar- hvammi ræðu, að því er segir í Frey. Kvartaði hann yfir þvf, hvað milli- liðakostnaður á búvörum væri mikill. Nefndi hann sem dæmi, að hangikjöts- læri út úr búð f Reykjavík kostuðu 75 kr. Þá orti Bjarni Ásgeirsson, for- maður Búnaðarfélags íslands. Þar sem einn af öðrum lifir efnishyggjan verður rík. Þess vegna kemst enginn yfir ódýr læri i Reykjavik. # Hvimleitt... Það hefur verið hljótt um bjórinn að undanförnu, hverjar svo sem ástæður þess eru. Það er ekkí endalaust hægt að rffast um hann heldur. Hvað um það, tfðindamaður S&S átti leið um fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli um daginn, en að fara þar f gegn sem ferðamaður hefur verið ein af löglegu leiðunum að komast yfir drykkinn forboðna. Hægt er að velja um nokkrar tegundir af bjór þar á meðal Víking bjór sem framleiddur er hjá Sana hf. á Akureyri. Bjórinn er fluttur með viðhöfn til Keflavíkur og geta ferða- menn tekið sér þar kassa af honum upp á sjálfsagt ein 15 kiló. Það er svo sem ekki málið, heldur hitt hversu hvimleitt það er að vera Akureyringur í frfhöfninni og þurfa að drösla 15 kílóunum með sér aftur tii Akureyrar. Einkum og sér í lagi f Ijósi þess að einungis má taka 20 kíló með sér f innán- landsflugi heim aftur. Þvf hefur verið varpað fram einhvers staðar, gott ef ekki í Smáu og stóru hvort ekki væri möguleiki á að koma upp einhvers konar kerfi þannig að þeir Norðlendíngar sem leið eiga um fríhöfnina geti fengið uppáskrift þar að lútandi og framvfsað í Sana og tekið bjórinn sinn þar. Það væri ansi mikið auðveldara. Þetta er göm- ul vfsa, en eins og allir vita þá eru þær aldrei of oft kveðnar.... _á Ijósvakanum Þjóðargjöfin Fimmtudaginn 21. nóv. kl. 20.00 verður flutt í útvarpi leikritið Þjóðargjöf eftir breska leik ritaskáldið Terence Rattigan í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Leikritið fjallar um breska flotaforingjann Nelson lávarð og ástkonu hans Emmu Hamilton sem naut lítillar virðingar hjá bresku hástéttinni. Leikurinn fer fram þegar styrjöld Breta og Napóleons er í hámarki. Nelson er orðinn þreyttur á öllu stríðsvafstri og vill nú setjast í helgan stein hjá Emmu. En úrslitaorustan erframundan og þjóö hans þarf á styrkri forustu hans að halda. Á þeirri stundu reynist Emma Hamilton öll önnur en hið hrokafulla hástéttarfólk hafði talið hana vera. Leikendur eru: Gísli Alfreðsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Árni Blandon, Rúrik Haraldsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Erlingur Gíslason, Baldvin Halldórsson, Steinunn Jóhannes- dóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Róbert Arn- finnsson. Píanóleik annast Agnes Löve. Tæknimenn eru Runólfur Þorláksson og Óskar Ingvarsson. Leikritið verður endurtekið laugardaginn 23. nóv. kl. 20.00. \útvarp\ FIMMTUDAGUR 21. nóvember 11.10 Ór atvinnulífinu - Vinnustaðir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 11.30 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfiregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Umhverfi. Umsjón: Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttir les (22). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Tónlist tveggja kyn- slóða." Sigurður Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.55 Leikrit: „Þjóðargjöf" eftir Terence Rattigan. Leikstjóri: Benedikt Áma- son. Leikendur: Gísli Alfreðs- son, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Ámi Blandon, Rúrik Haraldsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Erlingur Gíslason, Baldvin Halldórsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Píanóleik annast Agnes Löve. Leikritið verður endurtek- ið laugardaginn 23. nóv- ember kl. 19.55. 20.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 Fimmtudagsumræð- an.' Umsjón: Ásdís J. Rafnar. 23.00 Túlkun í tónlist. Rögnvaldur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 22. nóvember 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams. Sigríður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (20). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra". Umsjón: Málmfríður Sig- urðardóttir. (Frá Akureyri). I rás 21 FIMMTUDAGUR 21. nóvember 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Kristján Sig- urjónsson og Ásgeir Tóm- asson. Hlé. 14.00-15.00 í fullu fjöri. Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 15.00-16.00 í gegnum tíð- ina. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 16.00-17.00 Ótroðnar slóðir. Þessi þáttur um kristilega popptónlist hefur nú göngu sína að nýju eftir nokkurt hlé og verður framvegis á dagskrá hálfs- mánaðarlega á þessum tíma. Stjórnendur: Halldór Lár- usson og Andri Már Ing- ólfsson. 17.00-18.00 Gullöldin. Lög frá sjöunda áratugn- um. Stjórnandi: Vignir Sveins son. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16 og 17. Hlé. 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. Tíu vinsælustu lögin leik- in. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00-22.00 Gestagangur. Stjórnandi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 22.00-23.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00-00.00 Poppgátan. Spumingaþáttur um tón- list. Stjómendur: Jónatan Garðarsson og Gunnlaug- ur Sigfússon.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.