Dagur - 21.11.1985, Side 5
unyndböncL
21. nóvember 1985 - DAGUR - 5
Romancing
the Stone
Romancing the Stone er ævin-
týramynd í líkingu við Indiana
Jones, bæði spennandi ogfyndin.
Ung kona, Joan Wilder, sem
leikin er af Kathleen Turner með
miklum ágætum, blandast inn í
leit að gífurlega verðmætum eð-
alsteini. Leikurinn berst frá New
York suður til Kolumbíu.
Gangsterar og lögregla landsins
eru á höttunum eftir þessum
steini, en Joan hefur kortið sem
vísar veginn. Það hafði hún feng-
ið sent frá systur sinni sem er í
Kolumbíu og í höndum glæpa-
manna. Ferðin er farin til að
bjarga henni með því að láta
kortið af hendi, en ekki fer allt
eins og áætlað er. Henni til að-
stoðar kemur Jack nokkur Colt-
on sem leikinn er af Michael
Douglas. Samleikur þeirra er
góður og er sá stutti töluvert betri
leikari en faðir hans Kirk.
Ágætis afþreying. HS
Einkunnagjöf: ***Vi
**■ «&
YQUR DREAMS WiLL NEVER BE THE SAME I
THE “
M4T iNrfM
m i d» i íd' Ém
pdj m .m’M
The Sender
Því er oft haldið fram að milli ný-
fædds barns og móður séu sér-
stök tengsl - hugsanatengsl ef
hægt er að komast svo að orði
þegar óviti er annars vegar.
Mæður eru sagðar finna á sér ef
eitthvað bjátar á hjá barninu.
Myndin The Sender fjallar um
eitthvað svipað, nema hvað í hlut
á ungur maður en ekki nýfætt
barn. Hann sendir hugsanir sínar
til annarra og þar sem alls kyns
sálarflækjur blandast inn í málið
verða þeir sem upplifa hugsanir
hans fyrir heldur óskemmtilegri
reynslu. Þar á meðal er geðlækn-
ir, ung kona, við geðsjúkrahús,
þar sem ungi maðurinn er vistað-
ur eftir að hafa reynt sjálfsmorð.
Söguþráðurinn er að sjálf-
sögðu svolítið óraunverulegur,
eins og í öllum myndum af þessu
tagi, en þó geta menn velt því
fyrir sér hvort hugsanaflutningur
yfirleitt sé til eða ekki. Myndin er
ágætlega gerð - leikur góður - og
menn freistast til að taka þetta al-
varlega meðan á stendur. HS
Einkunnagjöf: ***+
Myndimar eru fengnar
að láni hjá Myndbandaleigu
kvikmyndahúsanna
í Glerárgötu.
Blackout
Blackout eða Óminni byrjar á
því að lík fjölskyldu finnast í
kjallara heimilis þeirra, illa út-
leikin. Heimilisfaðirinn er horf-
inn og grunur beinist að því að
hann hafi drepið konu sína og
börn. Skömmu síðar sést hvar
maður fær far með bíl, sem síðan
lendir í hörðum árekstri. Annar
mannanna í bílnum lifir, en er
minnislaus og mjög illa farinn.
Honum tekst að bjarga og hann
giftist hjúkkunni sem annaðist
hann hvað mest. Sjö ár líða.
Lögreglumaðurinn sem rann-
sakaði morðin í upphafi er nú
kominn á eftirlaun, en hann held-
ur áfram leitinni að heimilisföð-
urnum sem grunurinn beinist að.
Fyrir að því er virðist tilviljun
beinist athugli hans að mannin-
um úr bílslysinu, en segjum ekki
meir. Þetta er mjög spennandi
mynd og vel gerð. Aðalleikarar
mjög góðir, þau Richard Wid-
mark, Keith Carradine og
Kathleen Quinland. HS
Einkunnagjöf: ****/2
Uncommon
Valour
Uncomnton Valour fjallar eins
og nafnið bendir til um óvenju-
lega hugdirfsku. Faðir Viet Nam
hermanns (Gene Hackman) legg-
ur allt í sölurnar til að finna son
sinn sem týndist í bardaga (miss-
ing in action) í Viet Nam stríð-
inu. Hann telur að sonurinn sé
enn stríðsfangi og eftir að hafa
reynt að fá opinbera aðila til að
kanna málið og fá soninn lausan
árangurslaust, leitar hann uppi
fyrrunt stríðsfélaga sonarins og
æfir þá til bardaga á nýjan leik.
Tilgangurinn er að bjarga stríðs-
föngunum.
Gene Hackman er góður að
vanda og það sem meira er, lítt
þekktir leikarar í þessari mynd
standa sig allir með prýði. Þetta
er spennumynd af betra taginu.
Aðalpersónan leitar svara við því
af hverju Viet Nam hermönnum
vegnaði svo illa eftir heimkom-
una sem raun bar vitni og af
hverju stjórnvöldum og almenn-
ingi er sama urn þá sem hugsan-
lega eru enn stríðsfangar. Svarið:
Þið unnuð ekki, þið töpuðuð.
Peningarnir sem settir voru í
þetta stríð skiluðu ekki ágóða.
Einkunnagjöf: **** HS
Einkunnastigi:
Frábær
★★★★ Mjög góð
★★★ Góð
★★ Sæmileg
★ Afleit
Sessions
Það hefði verið vel við hæfi að
þýða heiti þessarar myndar
„Mella með móral“. Ung kona,
fatahönnuður að starfi, leikur
tveim skjöldum. Hún er lúxus-
hóra í frístundum og ekki bein-
línis vandlát á viðskiptavini ef
þeir borga bara nógu vet. Hún
hefur einhvern móral út af þessu
tvöfalda lífi sem hún lifir og leitar
því til sálfræðings og ekki orð um
það meir.
Veronica Hamel, sem lék
kvensaksóknarann í Hill Street
Blues, sem sýndir voru í sjón-
varpinu íslenska, leikur hina
mórölsku mellu í þessri mynd.
Hún getur sjálfsagt leikið stelpan
en hefði sjálfs sín vegna betur lát-
ið ógert að leika í þessari. HS
Einkunnagjöf: **
Hallo ★ Hallo ★ Halló
Krakkar
á flkureyri oq náqrenni
í tilefni afmælis Iðnaðarbankans á Akureyri
fimmtudaginn 21. nóvember kemur
Óskar sparibaukur, í allri sinni dýrð,
í heimsókn og talar við og syngur
með börnunum.
Einnig verður hann með eitthvað gott
í pokahorninu.
Að Hrísalundi verður hann kl. 10 til 10.30
og 13.30 til 14 og
að Geislagötu kl. 11 til 12 og 14.30 til 16.
Börn sem eiga afmæli þennan dag
verða heiðruð sérstaklega.
Eruð bið ekkimeð á nótunum
Iðnaðarbankinn
Akureyri
Geislagötu 14
og Hrísalundi 1
Sölumenn frá umboðinu á staðnum.
Opið laugardag kl. 10-18,
sunnudag kl. 13-18.
Gísli Jónsson & Co. M.
Helgina 23. og 24. nóvember
verður stórkostlegur
vélsleðamarkaður í sal
Bílasalans við Hvannavelli.
Þar verða sýndir nýjustu
sleðarnir frá
ski-doo,
Sýnum sigurvegarann í
flestum brautarkeppnum
í Ameríku, hinn öfluga Formula Plus.
Einnig Formula MX.
Þá vekjum við sérstaka
athygli á Ski-doo Tundra
vélsleðanum.
Hentugur fyrir bændur.
ýr • Sparneytinn
Duglegur.
Bendum björgunarsveitum á
frábæru Skandic og Aktiv-LT
vélsleða, þeir bestu
fyrir björgunarsveitir.
Umboðsmaður á Norðurlandi:
Þorsteinn Pétursson,
sími 96-21509.