Dagur - 21.11.1985, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 21. nóvember 1985
málefni aldraðra.
„Aldraðir verða
að standa vörð
um sín kjör“
- Rætt við Huldu Baldursdóttur, hjúkrunarfræðing,
sem sér um heimahjúkrun aldraðra á Akureyri
Á Akureyri er starfandi heima-
hjúkrun fyrir aldraða og er hún
rekin í tengslum við Heilsugæslu-
stöðina, en Heilsugæslustöðin er
aftur rekin af Akureyrarbæ, ríki
og 11 hreppum í nágrenni Akur-
eyrar.
Það var haustið 1974 sem
Heilsuverndarstöð Akureyrar
sem þá var fór af stað með þjón-
ustu sem nefndist heimilishjúkr-
un og var það gert fyrir atbeina
Akureyrardeildar hjúkrunarfé-
lagsins. Síðan þá, eða í 11 ár hafa
aldraðir Akureyringar getað not-
ið þjónustu heimahjúkrunar.
Tilgangur heimilishjúkrunar er
að stuðla að því að sjúklingar eða
gamalmenni geti dvalist heima
við eðlilegar aðstæður svo lengi
sem það er verjandi miðað við
heilsufar hlutaðeigandi og félags-
legar aðstæður.
Því markmiðið er reynt að-
ná með því að láta í té þá bestu
heilbrigðisþjónustu sem tök eru
á, á heimilinu, en að öðrum kosti
að beita sér fyrir því að þeir sem
þurfa komist á stofnun sem þeim
hæfir.
Stöður við heimilishjúkrun eru
6,6 en 10 manns vinna við hana, 5
hjúkrunarfræðingar og 5 sjúkra-
liðar. Við fengum Huldu Bald-
ursdóttur hjúkrunarfræðing við
heimilishjúkrunina til að segja
okkur af starfinu. Fyrsta spurn-
ingin var um hversu stór hópur
nýtur heimilishjúkrunar.
„Það sem af er árinu höfum við
sinnt 160 sjúklingum, en á skrá
hjá okkur núna eru 130 einstakl-
ingar. Starfið felst í vitjunum og
reiknað er með að ein vitjun á
dag dugi, en súms staðar komum
við tvisvar-þrisvar í viku og jafn-
vel bara einu sinni í viku til þeirra
Margrét Þ.
Þórsdóttir
skrifar
sem best eru settir. Það fer eftir
ástandi sjúklinganna, sem er
ákaflega misjafnt. Heimilishjúkr-
unin felst í því að við komum inn
á heimilin og veitum það sem
kallað er almenn aðhlynning. Við
sjáum um þvott, snyrtingu og
reynum að gera fólk tilbúið að
láta daginn líða. Við sinnum
þeim hjúkrunarverkum sem til
falla, gerum að fótasárum og sjá-
um um sprautugjafir. Einnig sjá-
um við um að taka til lyf og það
er stór hluti okkar starfs. Við
tökum til lyf í þar til gerð box og
yfirleitt eru lyf tekin til í boxið
fyrir eina viku. Það hefur auð-
veldað okkur starfið mikið, að
við höfum 8 sjúkrarúm til afnota
fyrir heimilishjúkrunina, en þau
keypti Rauði krossinn árið 1982,
á ári aldraðra."
Ástandið í málefnum aldraðra
er ákaflega bágborið og segir
Hulda að það hafi aldrei verið
svo slæmt á Akureyri.
„Við höfum aldrei haft fleiri
rúmliggjandi sjúklinga og sjúkl-
inga sem við treystum okkur ekki
til að gera nógu vel við nema vera
tvær við það. Þannig að það er
augljóst að þetta er mjög erfitt
fyrir fólkið á heimilunum, sem í
sumum tilfellum er annað gamal-
menni.
Stór hluti fólksins býr með
öldruðum mökum sínum eða
systkinum. Þar sem gamalmenni
er orðið um nírætt, eru börnin oft
sjálf komin á eftirlaunaaldur.
Ég tel að nú þegar séu um 25
manns sem þurfa strax á hjúkrun-
arplássi að halda og annar eins
hópur þar sem ekkert má út af
bera til að það þurfi einnig á slíku
plássi að halda. En því miður er
mikill skortur á hjúkrunarrými
og því verður gamalt og lasið fólk
að dvelja í heimahúsum. Þetta er
uggvænleg staðreynd og það
verður eitthvað að gera til að
þarna verði breyting á. Það er
sárt að þurfa að segja við sjúkl-
inga og aðstandendur þeirra að
engin lausn sé til, það sé ekkert
hægt að gera. Menn verði bara að
bíða og vona, kannski losni pláss
eftir eitt ár.“
Heimilishjúkrunarstarfið er
dagvinna, unnin frá kl. 8-17 og
eins og áður sagði miðað við að
ein vitjun á dag sé nægjanleg
hverjum sjúklingi.
„Við höfum ansi knappan tíma
í hverja vitjun, því ekki er óal-
gengt að við förum í 7-10 vitjanir
á dag. Það er auðvitað mikið
span, en við verðum samt að gefa
okkur tíma til að spjalla við
fólkið. Það er ekki síður mikil-
vægt því oft fær þetta fólk ekki
margar heimsóknir."
Hulda segir að þeir sem við
heimilishjúkrun starfa verði að
vera vel undir það búnir að veita
heimilunum einfalda en þó hag-
nýta þekkingu á aðhlynningu
sjúkra. Því í rauninni mæði lang-
mest á heimilisfólkinu. „Við
komum og förum en heimilisfólk-
ið situr eftir með erfiðleikana."
Hulda leggur á það áherslu að
aldraðir eru ekki eins, þarfir
þeirra og langanir eru misjafnar,
þess vegna dugir ekki sama ráðið
til að gera alla aldraða ánægða.
Hún segir að aldraðir verði að
láta í ljós álit sitt og óskir því þeir
vita best um aðstæður sínar og
þeir verða að standa vörð um
kjör sín.
„Heimilishjúkrun er þakklátt
starf og oftast vel þegin,“ segir
Hulda og hún heldur áfram:
„Þrátt fyrir það þarf að hafa í
huga að það er á vissan hátt álag
á heimili að fá þangað ókunnug-
an aðila, sem á að hafa allnáin af-
skipti af heimilinu. Andleg að-
hlynning er veigamikill þáttur í
hjúkruninni, þar sem oft er urn
að ræða einstaklinga sem lítillar
tilbreytingar njóta og fá fáar sem
engar heimsóknir aðrar en
þessar."
Að lokum er Hulda spurð
hvort einhverjar breytingar séu
fyrirhugaðar í þá átt að koma á
fót kvöld- og helgidagavakt í
heimilishjúkruninni.
„Það hlýtur að koma að því
einhvern tíma og það er full þörf
á slíkri þjónustu. Ef aðstæður
hafa verið þannig þá höfum við
sinnt sjúklingum um helgar. Það
þarf að manna heimilishjúkrun-
ina mun betur ef það á að
ganga.“ - mþþ
Telurðu nægilega vel búið að öldruðu fólki hér á Akureyri og nágrenni?
spurning vikunnac
Birgir Marinósson:
Ég þekki kannski ekki nógu vel til þess,
en hins vegar má segja að aldrei sé
nógu vel búið að öldruðu fólki. Aðbún-
aður er samt ekki það eina í þessu
máli, það blandast fleiri þættir þar inn í
og þá kannski ekki síst félagslegu
þættirnir. Félag aldraðra ^starfar af
krafti og er vel. Ég get einnig nefnt að
hjá Starfsmannafélagi Sambandsins
hefur lífeyrisþegum verið boðin aðstoð
við eitt og annað sem gera þarf á
heimilum. Þetta hefur gefið góða raun
og ég tel að svona aðstoð mætti efla.
Hún getur vegið meira en fjárhagsað-
stoð í mörgum tilfellum.
Þór Sigurðsson:
Ég hef ekki kynnt mér þessi mál nægi-
lega vel, en hins vegar er Ijóst að
margt má betur fara. Það er víða sem
aldrað fólk býr við kröpp kjör og fær
ekki þá aðstoð sem það með réttu ætti
að fá. Um daginn var verið að selja
hvíta penna til styrktar öldruðum og
ágóði af því átti að renna til upp-
byggingar Sels II og það tel ég mjög
brýnt málefni.
Björg Kristmundsdóttir:
Engan veginn. En það kemur oft ekki í
Ijós fyrr en á það reynir. Maðurinn
minn er hjartasjúklingur og má ekki
reyna á sig. Fyrir nokkru þurftum við
að fá aðstoð við að færa til húsgögn.
Þá kom í Ijós að engri slíkri aðstoð er
til að dreifa. Þegar ég hringdi til að leita
fyrir mér með slíka aðstoð var litið á
það sem algjört grín. Það sem mér
finnst vanta er almenn fyrirgreiðsla við
aldraða. Það verður að gera fólki kleift
að búa sem lengst heima, það hlýtur
að spara þjóðfélaginu mikið fé og kem-
ur því öllum til góða.
Rósa Hallgrímsdóttir:
Ég tel að mun betur megi búa að öldr-
uðu fólki. Það sem mér finnst brýnast í
þeim efnum er aö koma á fót dagvist-
um þar sem fólki er gert kleift að koma
og vera yfir daginn. Það skapast oft
vandræði fyrir bæði aldraða og að-
standendur þeirra yfir daginn, þegar
fólk vinnur úti en getur haft aldrað fólk
heima yfir nóttina. Því miður er slíkum
dagvistum ekki til að dreifa hér ennþá.