Dagur - 21.11.1985, Síða 11
21. nóvember 1985 - DAGUR - 11
_Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
KA jafnaði á
elleftu stundu
- gegn Stjörnunni í gærkvöld
„Bjóst ekki við að við næðum
að jafna, en er ánægður með
að það tókst. Áhorfendur tóku
vel við sér og áttu stóran þátt í
þessu með okkur. Það sem er
að eru þessir dauðu kaflar þar
sem ekkert gengur hjá okkur
langtímum saman, það þurfum
við endilega að laga,“ sagði
hetja KA-manna Sigmar
Þröstur Oskarsson markvörð-
ur eftir jafnteflið við Stjörnuna
í 1. deildinni í gærkvöld.
Það voru KA-menn sem byrj-
uðu betur og tóku þeir strax for-
ystu og voru komnir með 3ja
marka forystu 5:2 eftir 9 mínút-
ur. Um miðjan fyrri hálfleik var
2ja marka munur 7:5 KA í vil, en
þá kom einn af þessum dauðu
köflum hjá liðinu og Stjörnu-
menn skoruðu næstu 4 mörk og
breyttu stöðunni í 9:7 sér í vii.
Leikurinn jafnaðist aftur og stað-
an í hálfleik var 11:10 Stjörnunni
í vil.
Það voru liðnar 7 mínútur af
síðari hálfleik þegar KA-mönn-
um tókst að skora sitt 11. mark,
en á meðan skoraði Stjarnan 3
mörk og staðan orðin 14:11.
Stjörnumenn juku enn muninn á
næstu mínútum og þegar liðnar
voru 10 mínútur af seinni hálfleik
var staðan orðin 16:11. KA skor-
aði næstu 2 mörk og síðan skor-
uðu liðin til skiptis fram á 27.
mínútu og þá var staðan 20:17
Stjörnunni í vil. En KA-menn
sýndu frábæra baráttu það sem
eftir lifði leiksins, Sigmar Þröstur
lokaði markinu og þeir Guð-
mundur Guðmundsson og Pétur
Bjarnason skoruðu síðustu 3
mörkin í leiknum og KA hafði
náð að jafna. Stjörnumenn voru
með boltann síðustu sekúndur
leiksins en þeim tókst ekki að
skora mark. Úrslitin því jafntefli
20:20.
Leikurinn í heild var mikill
baráttuleikur og skemmtilegur á
að horfa, áhorfendur tóku virkan
þátt í leiknum í lokin og hefur
það örugglega hjálpað KA
mikið. Pað sem vantar hjá KA-
liðinu er meiri stöðugleika leik-
inn á enda.
Bestir í liði KA voru Logi, Erl-
ingur og Sigmar Þröstur mark-
vörður sem varði mjög vel í fyrri
hálfleik og svo í lokin. Þá var
Guðmundur Guðmundsson
drjúgur í lokin.
Bestir í liði Stjörnunnar voru
Gylfi Birgisson, Hannes Leifsson
og Brynjar Kvaran markvörður.
Mörk KA: Logi Einarsson 5,
Erlingur Kristjánsson 4, Guð-
mundur Guðmundsson 4, Pétur
Bjarnason 2, Þorleifur Ananías-
son 2, Erlendur Hermannsson 2
og Sigurður Pálsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birg-
isson 6, Hermundur Sigmunds-
son 5, Hannes Leifsson 3, Magn-
ús Teitsson 3, Sigurjón Guð-
mundsson 2 og Skúli Gunnsteins-
son 1.
Leikinn dæmdu þeir Stefán
Arnaldsson og Ólafur Haralds-
son og gerðu það vel.
„Er allt í lagi, Logi minn?“ Hikandi og jafnvel áhyggjufullur fylgist Pétur
Bjarnason með félaga sínum, Loga Má, verða Stjörnuvörninni að bráð.
Mynd: KGA
Getraunakeppni fjölmiðla *o M Z 3 *© ja. < > Q Dagur IMorgunblaðið £ c #c ’> «o 'O 2? «o ’EL u n > i £ X
Birmingham-Liverpool 2 X 2 2 2 2 2
Coventry-West Ham X X 2 2 X 2 X
Everton-Nott'm Forest 1 1 1 1 1 1 X
Leicester-Man.United 2 2 2 2 2 X X
Man.City-Newcastle X 1 X 1 I X 2
Oxford-Ipswich 1 1 X 1 1 1 1
Sheff.Wed.-Southampton 1 1 1 1 1 1 1
Tottenham-Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 X
Watford-Luton 1 2 1 2 X 1 2
Blackburn-Charlton X 1 X 1 l X 2
Hull-Wimbledon 2 1 2 1 1 1 1
Sunderland-Brighton 1 X X 1 1 2 X
Haustmót HKRA, yngri flokka:
Óvæntur Þórs-
sigur á KA
- í 3. flokki
Á þriðjudagskvöld fór fram í
Höllinni síðasti leikur í haust-
móti HKRA yngri flokka. Átt-
ust þá við Þór og KA í 3.
flokki. Þórsarar sigruðu í
leiknum 22:19 og má segja að
þessi sigur Þórsara hafi verið
punkturinn yfír i-ið, því Þórs-
arar sigruðu einnig í hinum
flokkunum 6., 5. og 4. um
daginn.
Leikurinn var jafn og spenn-
andi og nokkuð harður eins og
oft vill verða þegar þessi félög
eigast við. KA-menn leiddu í
hálflcik 11:10.
Og áfram hélt baráttan í síðari
hálfleik jafnt á öllum tölum upp í
16:16, en þá náðu Þórsarar 2ja
marka forystu 18:16. KA-menn
misstu menn út af í lokin og Þórs-
arar gáfu ekkert færi á sér og
héldu öruggri forystu út leikinn
og sigruðu nokkuð örugglega
22:19."
Þcssi lcikur var ágætlega leik-
inn á köflum en þó voru varnir og
markvarsla liðanna með minna
móti, eins og tölurnar gefa til
kynna. Að vísu gekk Þórsurum
að halda stórskyttu KA-manna
Svani Valgeirssyni nokkuð vel
niðri.
Bestir Þórsara voru Guömund-
ur Jónsson, Kjartan Guðmunds-
son, Páll Gíslason og Árni Árna-
son.
Bestir KA-manna voru Björn
Pálmason og Svanur Valgeirsson.
Mörk Þórs: Páll 8, Guðmund-
ur 5, Kjartan 4, Árni 3 og þcir
Sævar Árnason og Héðinn Héð-
insson 1 mark hvor.
Mörk KA: Björn 9, Svanur 5,
Torfi Halldórsson 2, Árni Her-
mannsson 2 og Arnar Kristinsson
1.
Körfubolti 1. deild:
Guðmundur Jónsson svífur inn í teiginn hja KA pg skorar eitt marka sinna
í leiknum. IVfynd: KGA.
Helgi til
Magna
Hinn trausti leikinaður Völs-
ungs undanfarin ár Helgi
Helgason mun að öllum líkind-
um þjálfa Magna frá Grenivík í
3. deildinni í knattspyrnu á
næsta ári.
Helgi mun jafnframt leika með
liðinu og ekki þarf að fjölyrða um
hversu mikill styrkur það er fyrir
Magna að fá Helga í sínar raðir.
Völsungar veröa aftur á móti að
horfa á eftir einum af sínurn
bestu mönnum. Helgi er ekki
ókunnugur þjálfun. því hann
þjálfaði lið Völsungs ásamt Krist-
jáni Olgeirssyni í 2. deildinni fyr-
ir fáurn árurn.
Um helgina verða tveir leikir í
l.deild Islandsmótsins í körfu-
bolta. Grindvíkingar koma í
heimsókn og spila 2 leiki við
Þór.
Þórsarar eiga harma að hefna.
en þeir töpuðu fvrir Grindvíking-
urn um síðustu helgi í deildinni.
Leikirnir verða á föstudagsk\ öld
kl. 20 og á laugardag kl 14.30 í
Höllinni.
Þjálfari og leikmaður Þórs Ei-
ríkur Sigurðsson nær því aö leika
sinn 200. leik nteð Þór á föstu-
dagskvöldið.
Þá verða um helgina 2 leikir í
3. deildinni í handbolta. Keflvík-
ingar korna norður og spila við
Völsung og Þór. á föstudags-
kvöld við Völsung á Laugum kl.
20 og gegn Þór á laugardag kl. 14
í Höllinni. á undan leik Þórs og
UMFG í körfubolta.
Aðalfundur
Knattspyrnu-
deildar Þórs
Aðallundur knattspyrnu-
deildar Þórs verður haldinn
fínnntudaginn 21. nóvember
klukkan 20.30 í Glerárskóla.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Eiríkur leikur
sinn 200. leik