Dagur - 21.11.1985, Síða 13

Dagur - 21.11.1985, Síða 13
21. nóvember 1985 - DAGUR - 13 fækkunin frá ársmeðaltali 1980 sé um 50% og fækkunin frá „gull- árunum" 1976-’80 sé u.þ.b. 55%. 400 manns hættir? Af iðnaðarmönnum hefur sam- drátturinn komið hvað harðast niður á múrurum. Múrarar voru , 50-60 á Akureyri þegar mest var en eru 20-30 í dag. Aætla má að í dag sé um 33% vinna fyrir múr- ara í samanburði við það sem var þegar best lét. í nóvembermán- uði ’83 voru 40 múrarar starfandi á Akureyri en þá hafði þeim fækkað um 21 á tveimur árum. Af húsasmiðum er það að segja að í árslok 1983 voru 74 hættir í Trésmiðafélagi Akureyr- ar frá því á uppgangsárunum. Par af voru 37 horfnir til annarra starfa, 33 fluttir úr bænum og 4 gengnir yfir í Meistarafélagið. Síðan þá hefur einhver fækkun orðið til viðbótar. Meiri fækkun hefur orðið hjá verkamenn í byggingariðnaði, sem nú orðið teljast til sjaldgæfra fyrirbrigða í þessari atvinnu- grein. Hvað er til ráða? Ljóst er að slíkur uppgangur sem var í byggingariðnaðinum á árunum 1976-1979 mun ekki endurtaka sig. En verkefnin eru engu að síður næg, en skortur er á fjármagni. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til úrbóta. Með ein- hverjum ráðum þarf að efla at- vinnulífið á Eyjafjarðarsvæðinu, því öflugt athafnalíf er nauðsyn- leg forsenda þess að byggingar- iðnaðurinn geti dafnað. Akureyrarbær þarf að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að fá ný fyrirtæki til þess að velja Akureyri sem athafnasvæði. Má þar t.d. hugsa sér að fyrirtækjum yrðu boðin ákveðin lóðahlunn- indi, afsláttur frá gatnagerðar- gjöldum o.s.frv. Tafla 1. Tímabil Fjöldi íbúða Meöaltal á ári 1956-1960 337 íbúðir 67,4 íbúðir 1961-1965 360 íbúðir 72,0 íbúðir 1966-1971 365 íbúðir 73,0 íbúðir 1971-1975 778 íbúðir 155,6 íbúðir 1976-1980 986 íbúðir 197,2 íbúðir 1981-1985 223 íbúðir 44,6 íbúðir ina“, nýbyggingu Fjórðungs- sjúkrahússins, Sjafnarhúsið nýja, Verkmenntaskólann, dagheimili, Síðuskóla, dvalarheimili fyrir aldraða o.fl. Nú eru aðstæður í þjóðlífinu með þeim hætti að ríkisstjórnin hefur enn séð sig knúna að grípa til niðurskurðar og horfur eru á að stórkostlegur samdráttur verði í byggingaframkvæmdum hins opinbera á næsta ári og jafnvel á komandi árum og þá er nú fokið í flest skjól. Samdrátturinn mikli Þau byggingafyrirtæki sem hætt hafa störfum á seinustu árum eru mörg. Þau helstu eru Akurfell (hætti ’78), Húsbyggir (hætti ’80), Þynur (hætti ’81), Smári (hætti ’84), Ýr (hætti ’85), Hagi (hætti ’85), Kjörviður (hætti ’85) og Eik (hætti ’85). Samtals störfuðu hjá þessum fyr- irtækjum 145-180 manns. Það gefur reyndar ekki tæmandi mynd af samdrættinum að telja upp þau fyrirtæki sem lagt hafa upp laupana, því nokkuð var um að menn flyttu sig á milli fyrir- tækja. En til þess að reyna að gera sér grein fyrir hversu iðnaðarmönn- um hefur fækkað er rétt að glugga í þær atvinnukannanir sem gerðar hafa verið í bygging- ariðnaði á landinu á undanförn- um árum. í niðurstöðum könnunar sem Landssamband iðnaðarmanna gerði fyrir skömmu segir m.a.: „Af einstökum landshlutum er staðan greinilega verst á Norður- landi eystra, einkum þó á Eyja- fjarðarsvæðinu. Á Norðurlandi eystra fækkaði starfsmönnum fyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni um 11% frá október 1984 til október 1985. Athygli er vakin á, að þessi fækkun er til viðbótar við stöðugan samdrátt á undanförnum árum. Þannig sýndi athugun sem Landssam- band iðnaðarmanna og Meistara- félag byggingamanna á Norður- landi gerðu á sínum tíma, að starfsmönnum í byggingariðnaði á Akureyri og Eyjafjarðarsvæð- inu fækkaði um 30% frá ársmeð- altali 1980 til fyrsta ársfjórðungs 1984. Atvinnuhorfur í byggingar- iðnaði á Norðurlandi eystra virð- ast sömuleiðis ekki góðar, þar sem fyrirtækin í könnuninni gera ráð fyrir 19% fækkun starfs- manna fram í janúar á næsta ári.“ Við þetta má svo bæta að áætl- uð fækkun starfsmanna í bygg- ingariðnaði frá fyrsta ársfjórð- ungi 1984 og til október 1984 er um 6%. Alls má því áætla að pípulagningamönnum. Á tíma- bili hafði þeim fækkað um 46% en nokkrir sneru aftur til starfa í iðninni. Rafvirkjum fækkaði verulega á árinu 1983 en lítil fækkun hefur orðið í þeirra röðum síðan. Þeir sækja töluvert í verkefni utan Eyjafjarðarsvæðisins, einir iðn- aðarmanna. Húsamálarar er sú stétt iðnað- armanna, sem nokkurn veginn hefur haidið sínu striki. Þar hefur ekki orðið fækkun. Kemur það til af því að stór hluti af þeirra verk- efnum er fólginn í endurmálun eldri húsa. Auk þess er stór hluti af því sem byggt hefur verið á seinustu 4-5 árurn byggingar á vegum hins opinbera og fagmenn annast því málunina. Einstakl- ingar hafa hins vegar oft tekið þann kostinn að mála sjálfir. í einni stétt iðnaðarmanna hef- ur verið um verkefnaaukningu að ræða. Þar er átt við blikksmiði. Ástæða þess er mikil aukning í uppsetningu loftræstikerfa og þess háttar. Af samtölum við ýmsa forvíg- ismenn byggingariðnaðarins á Akureyri má ráða að ekki sé frá- leitt að ætla að um 400 manns séu hættir í byggingariðnaðinum frá árinu 1978. Inni í þeirri tölu eru Hið opinbera er í húsnæðis- hraki í bænum. Nægir þar að benda á að Skattstofan er í leigu- húsnæði, skortur er á skólahús- næði, ÁTVR þarf stærra húsnæði ef bjórinn fær grænt ljós, vöntun er á íbúðarhúsnæði fyrir fram- haldsskólanemendur yfir vetur- inn og svona mætti lengi telja. Vel má hugsa sér að svo kallaðar þjónustuíbúðir verði byggðar í eldri hverfunum, t.d. niður á Oddeyri. Hér er sem sagt ekki um verk- efnaskort að ræða, heldur fjár- magnsskort. Lokaorð Ég læt Ingólf Jónsson formann Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi eiga lokaorðin í þessari umfjöllun. Þegar ég spurði hann hvað hægt væri að gera til bjargar byggingamönnum á Akureyri, benti hann mér á að spurningin væri ekki rétt orðuð: „Það þarf nefnilega enginn að bjarga byggingamönnum, þeir bjarga sér sjálfir. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu mikill má samdrátturinn verða áður en bæjarfélagið bíður verulegt tjón af?“ Sú spurning er vissulega verð gaumgæfilegrar umhugsunar. ALPYÐGHGSIÐ SKIPAGÖTU 14 Hús verkalýðsfélaganna á Akureyri og Alþýðubankans hf. verður bæjarbúum til sýnis laugardaginn 23. nóvember nk. milli kl. 14 og 18. Ýmis skemmtiatriði verða flutt, svo sem hljóðfæraleikur, gamanmál, söngur o.fl. Kaffiveitingar. Skemmtikvöld 23. nóvember: Kvöldverður framreiddur frá kl. 19-21. Pálmi Stefánsson leikur fyrir matargesti. Matseðill: Spergilkálsúpa. Sítrónukryddað lambalæri með rósapiparsósu og bakaðri kartöflu. Ananasfromage. Ýmis skemmtiatriði og dans frá kl. 21-03. Hljómsveit Pálma Stefánssonar leikur fyrir dansi. Miðaverð fyrir matargesti kr. 900,- Miðaverð eftir borðhald kr. 200,- Miðar verða seldir á skrifstofu Einingar 2. hæð fimmtudaginn 21. nóvember nk. frá kl. 13-17. Nefndin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.