Dagur - 21.11.1985, Page 15

Dagur - 21.11.1985, Page 15
21. nóvember 1985 - DAGUR - 15 Afmæliskveðja: Þorgerður Siggeirsdóttir á Öngulsstöðum Amma mín, Þorgerður Siggeirs- dóttir á Öngulsstöðum er 95 ára í dag. Hún fæddist á Krónustöðum í Saurbæjarhreppi 21. nóvember 1890. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helga- stöðum, systir Páls J. Árdal og þeirra systkina og Siggeir Sigur- pálsson, ættaður úr Þingeyjar- sýslu. Amma mín fluttist þriggja ára að Stekkjarflötum með for- eldrum sínum og Jóni bróður sínum, sem var eina systkini hennar. Þar átti hún heima til fermingaraldurs. 24 ára gömul giftist hún Halldóri Sigurgeirs- syni á Öngulsstöðum og eignuð- ust þau 5 börn sem öll eru á lífi. Þeirra hjónaband er eitt það besta sem ég hef kynnst og aldrei sá ég þeim verða sundurorða. Amma mín svo stillileg og prúð kona - en um leið svo hlý og full af kærleik - afi minn svo glettinn og gamansamur en jafnframt virðulegur og röggsamur. Þau bjuggu á Öngulsstöðum allan sinn búskap. Afi dó 25.2. 1967 og dvaldi þá amma hjá Sigurgeiri syni sínum og Guðnýju Magnús- dóttur tengdadóttur sinni, sem höfðu þá tekið við jörðinni. Á Öngulsstöðum var alltaf gestkvæmt og tóku amma og afi höfðinglega á móti gestum. Mörg eru þau börnin sem dvalið hafa á heimili þeirra sumarlangt og jafn- vel nokkur ár og reyndust amma og afi þeim alltaf sem bestu for- eldrar. Ég minnist góðra daga, þegar ég dvaldi hjá ömmu minni og afa á Öngulsstöðum. Aldrei gleymi ég því, þegar við Þorgerð- ur systir mín dvöldum hjá þeim þegar Guðmundur bróðir minn fæddist. Við vorum þá á 4. og 5. ári og vorum hjá þeim í rúma viku og ég fékk að sofa hjá ömmu. Ef til vili hafa þá skapast þau tengsl á milli okkar ömmu og sú órjúfandi vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Eitt er víst að okkur Þorgerði leið vel hjá ömmu og afa, við vorum litlar og feimnar, en gátum alltaf leitað til þeirra með okkar vandamál og kvíða. Og mikiö fannst okkur systkinunum alltaf spennandi og skemmtilegt þegar amma og afi komu í heimsókn að Grenjað- arstað. Eftir að afi lést kom amma alltaf á sumrin og dvaldi þá einhvern tíma og það gerir hún enn, en hún er sérstaklega hress og ern 95 ára gömul. Amma hafði fallega söngrödd á sínum yngri árum og alltaf hafði ég gaman af söng hennar. Jón bróðir hennar lék á orgel, samdi lög og var kirkjuorganisti frá unga aldri. Amma hefur sagt mér frá því hve gaman það var á unglingsárunum þegar hún söng við undirleik Jóns bróður síns. Tónlist virðist henni í blóð borin og fyrir ári raulaði hún fyrir mig gömul danslög inn á segulband og mundu víst fáir trúa því að það væri 94 ára gömul kona sem þar gæðir Kváservalsinn lífi. Hún byrjaði ung að syngja í kirkjukór og söng fram á fullorðinsár. Leiklist hefur ávallt verið henni hugleikin og lék hún með í nokkrum sjónleikjum ásamt Halldóri afa, en hann þótti góöur leikari. Það sem mér þykir vænst um í fari ömmu minnar cr hin góða lund hennar. Ég veit enga skap- betri manneskju en hana. 19 ára gamall sonur minn sagöi við mig í sumar - hún amma - hún er svo góð í gegn. Ég er honum sam- mála. Hún er aldrei að látast eða sýnast önnur en hún er. Þannig er hún í einlægni sinni - blíð - um- burðarlynd og þolinmóð. Fyrir fáeinum árum missti amma sjón- ina svo hún fékk ekki séð á bók sem fyrr. Hún hafði alltaf lesið mikið og sérstaklega á efri árum þegar hún hafði nægan tíma til lestrar. Hún á nú gott bókasafn og einstakt úrklippusafn. Hún klippti myndir og greinar út úr dagblöðum og límdi í bækur meðan hún hafði góða sjón. Hún mun hafa límt inn í um 90 bækur og er það allt flokkað hjá henni, ein bókin inniheldur leikara, önnur málara, hin þriðja kirkjur eingöngu og svo mætti lengi telja. Þegar amma missti svo mikla sjón varð það henni að sjálfsögðu mikið áfall. Hún þurfti þá á meiri hjúkrun og aðhlynningu að halda og flutti á Kristnesspítala. Þegar ég spurði hana hvort henni liði ekki illa að vera svona hálfblind svaraði hún: „Steina mín - ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að hafa ekki misst sjónina alveg.“ - Þarna er amma lifandi komin - hún er alltaf svo þakklát. Hún segir að það séu henni allir svo góðir - hún hafi ekki yfir nokkru að kvarta. Hún er ekki á því að gefast upp þó á móti blási. Enn- í kvöld efnir Skotveiðifélag Ak- ureyrar til fundar um fugla og fuglaveiðar. Dr. Arnþór Garð- arsson flytur framsöguerindi og fjallar hann um hegðun fugla, stofnastærð og áhrif veiða á stofnana. Dr. Arnþór er fugla- fræðingur og hann gerði doktors- ritgerð sína um rjúpuna. Fugla- áhugamenn ættu því ekki að koma að tómum kofanum hjá Arnþóri, en auk þess að fjalla um rjúpuna mun hann ræða um gæsir, helsingja, endur og fleiri þá prjónar hún og gefur barna- barnabörnum sínum. í fjögur ár hef ég safnaö saman á fjölmargar snældur fróðleik ömmu minnar og hluti þeirra er kominn á Þjóö- minjasafnið. Þar reikar hugur hennar Eyjafjarðarhringinn allan. Þar rifjar hún upp fjöll og örnefni. Hún fer um bæi og tí- undar alla búendur í Mööruvalla- sókn fyrir mcira en hálfri öld. Á snældunum eru ótal kvæði, gaml- ar þulur og vísur sem hún læröi sem barn. Mér finnst þaö alltaf á við góða predikun aö heimsækja ömmu. Hún miðlar mér af lífs- speki sinni og lífsgleði og ég er ríkari en áður. Ég og fjölskylda mín sendum þér, amma mín, hugheilar af- mæliskveðjur og biðjum þér Guðsblessunar á ævikvöldinu. Steinunn S. Sigurðardóttir. fuglategundir. Fundurinn verður haldinn á Hótel Varðborg og hefst hann kl. 20.00 stundvíslega. Um aðra helgi efnir Skotveiði- félag Akureyrar til villibráðar- kvölds í samvinnu við Sjallann. Þar verða aðalréttirnir allir úr villi- bráð; gæsum, rjúpum, öndum, svartfugli og hreindýrum, svo dæmi séu tekin. Réttirnir verða settir fram á hlaðborði, þannig að gestirnir geti bragðað allar teg- undir. Fræðslufundur um fuglalíf - haldinn á vegum Skotveiðifélagsins

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.