Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 22. nóvember 1985 Fólk á íslandi hefur mismunandi áhugamál, sumir safna frímerkjum aðrir dauðum flugum og enn aðrir pennum svo eitthvað sé nefnt. Þorleifur Ananíasson handknattleiksmaður úr KA á sitt áhugamál, en það er að halda með enska knattspyrnuliðinu Leeds United. En Þorleifur ger- ir meira en að halda með liðinu, hann á í sínum fórum upplýsingar um liðið sem blaðamaður Dags þorir að fullyrða að eru einstakar í sinni röð, bœði hér á landi og einnig á meðal hörðustu stuðn- ingsmanna liðsins á Englandi. Blaðamaður Dags fékk að líta á safnið og átti um leið spjall við Þorleif um hvað safnið hefði að geyma og einnig um Leedsliðið sjálft. Þorleifur var fyrst spurður hverju hann safn- aði um liðið og hvað hann ætti upplýsingar langt aftur í tímann. „Nú ég get byrjað á að nefna það að ég á allar leikskrár sem gefnar hafa verið út á Elland Road heimavelli Leeds st'ðan 1971. En það er gefin út ný skrá fyrir hvern leik. Einnig hef ég safnað leikskrám sem gefnar hafa verið út þegar leikmenn hafa fengið hinu svokölluðu ágóðaleiki, en í þeim leikjum fær einn leikmaður alla innkomu af leiknum. Svo hef ég safnað árbókum félagsins frá sama tíma. Ég hef reynt að komast yfir allt það sem félagið hefur gefið út á þessum árum og ég held að það hafi tekist.“ - Þú hefur einnig safnað knattspyrnutímariti í mörg ár? „Já, ég á hvert einasta eintak af tímaritinu Shoot síðan 1972, að vísu hét það Goal fram á mitt ár 1974. Svo á ég Árbók Roth- manns síðan ’75, en sú bók hefur að geyma úrslit í flestöllum deildum í heiminum. í henni er Bretlandseyjum gerð best skil, því í henni er getið um allar sölur á leikmönnum á Bretlands- eyjum á hverju ári. Þá er í bókinni einhvers konar dagbók þar sem sagt er frá því helsta sem gerðist dag hvern á Bret- landseyjum það árið, t.d eitthvað merkilegt um einstakan leikmann eða framkvæmdastjóra einhvers liðs. Það er ansi fróðleg bók og er m.a minnst á lokaúrslit á íslandi hvert ár í 1. deild í henni.“ - Þú fylgist vel með hvernig liðsuppstilling er í hverri viku hjá Leeds? „Já, ég hef skrifað niður öll úrslit í leikjum Leeds síðan ’71 og hef í leiðinni punktað hjá mér hvernig liðsuppstillingin var, hverjir skoruðu fyrir Leeds ef þeir gerðu mark og einnig hvað margir áhorfendur voru á leiknum ef um heimaleik var ræða. Á útivöllum hef ég látið áhorfendafjöldann eiga sig.“ - Hvað um einstaka leikmenn og framkvæmdastjóra Leeds, áttu eitthvað um þá? „Ég á upplýsingar um alla framkvæmdastjóra, hvenær þeir voru við stjórnvölinn hjá Leeds, hvað lengi, hvaða árangri liðið náði undir þeirra stjórn, hvaða leikmenn þeir keyptu, fyrir hvaða verð, hverja þeir seldu, á hvað og hvert síðan 1921. Og eru þessar upplýsingar í mörgum möppum hjá mér enda gífur- lega mikið. Eins á ég svona yfirlit um alla leikmenn frá sama tíma, hvenær þeir voru hjá félaginu, hvaða stöðu þeir spiluðu, hvort þeir voru í landsliði og þá hvaða og svo svona persónu- lega hluti eins og fæðingarár og svoleiðis." - Hvernig hefur svo gengið að fá allar þessar upplýsingar? „Það hefur gengið nokkuð vel, mikið af þessum upplýsingum ; * ‘‘1 j? £ czsi.it 1 1 e<:dc, z-g-Xiít ut íí k 61 f.i z £ i ' y t ■ i t v í ~ “ - mUiiT ItikiÍw.ibíM'z IktL , tríi .... I4k íiUUl 1* 1K*>% ss&ííléim Xbíc 6«e» Cfcglsea 6 úllveili í ’. itífirlc ik. ;■•* ,,ri ií;£<}-Í9o5, 4 I«íV.i. «**'«<■> bihiniiH 54 iéikl..tf.T l ’ , :■■ i ■' , íl S i sf»iV ttíi rkettone*, £ :rvÍ8i>4»t«:Xka«b»*« IW. ií. i •'*. ' V* í.’\ :...... ' ■'“'"■ ■':■■■ gí.i?,tuá ví:.; £ ,:■:•!■.;•.Ti ,5 ht>m 14V í ít: ,: »„4,. : _» _ ‘ :: , il . .. „.. , , . . .. » . ...... ... tí ,'»■»» ít. * d V< ' * “ ", r • > ' «>», vti lí'ifcg-li.M v: v«'t; z\:t 1., .jri,: • > t i' ~ ! „ • i* .( , V 4 V *v , - ,, , ..... i£ V. -!■;,. y .. c. - «U géi-t awiro ;'.,-■::■■ : •.; llm %>■■■.-■ %í‘Í íit? t tu tvíi;,r~ i . '■*■•■>:••■ :■■ *■::.: ■:: ~: V'-ý rjÆrvrii »*:..v::; », »!»:»:>, . ;; :■ l.úm ®7í»llt lilí, • • v ■ ’ • ; ,; ;■!. :,*. :.;» ;< . . ' ,t .. í ’-í’itK ' “ 1$TV, Fi Cf:«rí lv : : IVr .’•« ’■'■- v;»Xiiæ KivettapyVia- | : 1X ' : .. i • vj >, 6} * ■ ■ ; V . T? i V} . .*\ { -Vi Þessi mappa hefur að geyma persónulegar upplýsingar um alla leikmenn og framkvæmdastjóra síðan 1921. Mynd: KK Leeds United Association Football Club Limited INCORPCWATED 1920 GROUND AND REGISTERED OFFICE ELLAND ROAD • LEEDS LS11 OES TELEPHONE: 716037 LEEDS, TELEGRAMS: FOOTBALL LEEDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.